Morgunblaðið - 27.04.2004, Side 6

Morgunblaðið - 27.04.2004, Side 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ að eftir að fá sjónarmið hennar á málinu. Í bréfi sínu segir Hreggviður að margvíslegar breytingar á jeppum hafi farið fram án þess að gerð væri úttekt á afleiðingum þeirra. Nefnir hann breytingar á bremsubúnaði, drifum, á jafnvægispunkti og stöð- ugleika vegna hækkunar og stórra hjólbarða. Segir hann það hafa vakið athygli að slíkir bílar rási óeðlilega og að aksturslag þeirra skapi hættu fyrir aðra vegfarendur. „Fjöldi fólks talar um þessa vá á vegum, enda ekki árennilegt að mæta þessum tröllauknu hormóna bifreiðum og HREGGVIÐUR Jónsson, fyrrver- andi alþingismaður, hefur sent sam- gönguráðherra bréf þar sem hann bendir m.a. á að kanna þurfi hvort breytingar á jeppum geti haft áhrif á aksturseiginleika þeirra og öryggi. Spyr hann m.a. hvort framleiðendur bílanna hafi samþykkt slíkar breyt- ingar til íslenskra umboða og hverj- ar séu viðmiðunarreglur hjá Evrópu- sambandinu um breytingar á bílum og hvort þær gildi hérlendis. Sam- kvæmt upplýsingum frá samgöngu- ráðuneytinu hefur Sturla Böðvars- son samgönguráðherra sent erindi Hreggviðs til Umferðarstofu og ósk- hafa það á tilfinningunni að þá og þegar geti þessi breytta bifreið ekið á eða yfir önnur farartæki,“ segir m.a. í bréfinu. Hreggviður beinir einnig þeirri spurningu til samgönguráðherra hvort ráðuneytið hafi látið kanna hverju muni á bremsuvegalengd sama bíls á 29 tomma hjólbarða og 38 tomma hjólbarða miðað við 100 km hraða. Undir lok bréfsins spyr hann hvort menn haldi að venjuleg lítil verkstæði á Íslandi geti bætt eða útfært á fullnægjandi hátt hönnun og framleiðslu á öryggisbúnaði bíla sem kostað hafi milljarða að hanna. Umferðarstofa athugi öryggi breyttra jeppa um. Á þessum fimmtíu árum hefur bílnum aðeins verið ekið 47 þúsund mílur. Á sínum tíma árið 1954 var verð- mæti bílsins 100 þúsund kr. sem jafngilti þriðjungi af verðmæti rað- húsaíbúðar á þeim tíma. Bíllinn var einn níu fólksbíla sem fluttir voru inn á því ári, en þá voru í gildi mikil innflutningshöft. Ennþá mikil þörf fyrir DAS Guðmundur Hallvarðsson, for- maður Sjómannadagsráðs, sagði á blaðamannafundi á Hrafnistu í Reykjavík af þessu tilefni að happ- drætti DAS hefði verið burðarás í að afla fjár til byggingar dval- arheimilanna í gegnum tíðina og Í ÁR eru liðin fimmtíu ár frá því happdrætti DAS var sett á lagg- irnar og af því tilefni hefur happ- drættið ákveðið að vera með sams konar bíl í vinning og var fyrir fimmtíu árum þegar happdrættið hóf göngu sína. Um er að ræða Chevrolet Bel Air, árgerð 1954, sem keyptur var í Hollywood og fluttur hingað til lands með flugi. Bíllinn þykir í mjög góðu ástandi og eru allir íhlutir í honum annaðhvort upprunalegir eða uppgerðir. Bíllinn er með 110 hestafla, sex strokka nýuppgerðri vél og eina breytingin sem gerð hefur verið á honum er að sett hef- ur verið í hann tólf volta rafkerfi í stað sex volta sem áður var í hon- það væri ennþá mikil þörf fyrir happdrætti DAS. Fram kom að Hrafnistu-heimilin eru tvö talsins, í Reykjavík og Hafn- arfirði, og eru rúmlega 530 vist- menn á þessum tveimur heimilum, auk þess sem tæplega 90 vistmenn eru á hjúkrunarheimilum á Vífils- stöðum og í Víðinesi, sem ríkið hef- ur falið Hrafnistu að reka. Þá nýta 55 einstaklingar sér þjónustu dag- vistar í Hrafnistu í Hafnarfirði og 280 íbúar þjónustuíbúða njóta eða geta nýtt sér þjónustu frá Hrafn- istuheimilunum. Þá verður ný sex- tíu rýma hjúkrunarálma við Hrafn- istu í Reykjavík vígð á sjómannadaginn, 6. júní í sumar. Alls starfa um 870 starfsmenn á Hrafnistu og er gert ráð fyrir að um sjötíu bætist við þegar hin nýja hjúkrunarálma tekur til starfa. Netleikur Jafnhliða útdrætti bílsins 8. júlí næstkomandi verður efnt til net- leiks. Hann felst í því að tilteknum fjölda þúsundkalla verður komið fyrir í skotti bílsins og á fólk að geta sér til um fjölda þeirra. Heildarverðmæti vinninga hjá DAS í ár eru 705 milljónir króna og er dregið vikulega. Á undanförnum fimmtíu árum hafa verið seldir mið- ar fyrir 14 milljarða króna og þar af hafa átta milljarðar runnið til baka til eigenda miðanna í formi vinninga. 50 ára bíll í vinning hjá DAS Morgunblaðið/Sverrir Bifreiðin er af gerðinni Chevrolet Bel Air árgerð 1954. Geir Haarde fjármálaráðherra og Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs, komu á bílnum til blaðamannafundarins. HINN kornungi skákmaður Magnús Carlsen frá Noregi varð í gær næst- yngsti skákmaður sögunnar til að tryggja sér stórmeistaratitil á Dubai Open skákmótinu. Magnús, sem er aðeins þrettán ára, tryggði sér stórmeistaratit- ilinn þegar hann náði jafntefli gegn hvítrúss- neska stórmeist- aranum Alexei Fedorov í næst- síðustu umferð mótsins. Magnús lék af öryggi og tók að sögn Aftenposten enga áhættu, heldur afvopnaði andstæð- ing sinn í sautján leikjum og bauð jafntefli. Magnús lék á Reykjavik Rapid mótinu síðasta sumar og keppti þar meðal annars á móti heimsmeist- aranum Garry Kasparov. Hann er nú sjöundi stórmeistari Norðmanna. Yngsti stórmeistari allra tíma er Sergei Karyakin frá Úkraínu, en hann var tólf ára og sjö mánaða gamall þegar hann náði titlinum ár- ið 2002. Þrettán ára stórmeist- ari í skák FORSETI Íslands, Ólafur Ragn- ar Grímsson, er staddur á árs- þingi Austur-vestur stofnunar- innar sem fram fer í New York en þingið situr fjöldi for- ystumanna í þjóðmálum og viðskiptalífi auk sérfræð- inga í alþjóða- málum og al- þjóðasam- skiptum. For- setinn flutti í gær erindi í hádeg- isverði stofnunarinnar og tók þátt í umræðum. Snæddi með Michael Caine Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins stóð til að forsetinn myndi snæða hádegisverð með leikaranum Michael Caine og í gær hlýddi hann m.a. á erindi um rússneskt viðskiptalíf, en fjöldi áhrifamanna frá Rússlandi, þeirra á meðal Alexei Kudrin, fjármálaráðherra landsins, sækir ársþingið. Í fréttatilkynningu frá skrif- stofu forseta Íslands kemur fram að formenn Austur-vestur stofn- unarinnar séu Martti Ahtissari, fyrrum forseti Finnlands, og George Russell, forystumaður í bandarísku viðskiptalífi og al- þjóðafjármálum. Heiðursforsetar stofnunarinnar eru George H. W. Bush, fyrrum forseti Bandaríkj- anna og Helmut Kohl, fyrrum kanslari Þýskalands. Í tilkynningunni segir enn- fremur að stofnunin hafi gegnt veigamiklu hlutverki í að efla lýð- ræði og stuðla að framförum og friði. Hún hafi á tímum kalda stríðsins verið öflugur brúar- smiður milli austurs og vesturs og hafi á síðari árum lagt áherslu á umfjöllun um hvernig samvinna áhrifaafla í þjóðmálum og við- skiptum getur styrkt aukna vel- sæld almennings, einkum í þeim ríkjum sem nýlega hafa fest í sessi frelsi og lýðræðislega stjórnskipun. Beitir sér fyrir minni spennu milli þjóða Þá hefur stofnunin einnig beitt sér fyrir viðræðum um hvernig draga megi úr vopnuðum átökum og spennu milli þjóða og þjóð- arbrota. Á þinginu tekur Göran Pers- son, forsætisráðherra Svíþjóðar, við viðurkenningu sem helguð er minningu Önnu Lindt, utanrík- isráðherra Svíþjóðar, sem var myrt á síðasta ári. Forsetinn á árs- þingi Austur-vest- ur stofnunarinnar Ólafur Ragnar Grímsson SAMRÆMD stefnumörkun um mál- efni hafsins var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar á degi umhverfis- ins, sunnudaginn 25. apríl, að tillögu umhverfisráðherra, sjávarútvegs- ráðherra og utanríkisráðherra. „Stefnumörkunin var unnin af sam- ráðsnefnd ráðuneytanna þriggja og grundvallast á því að viðhaldið sé heilbrigði hafsins, líffræðilegum fjöl- breytileika og framleiðni í hafinu, þannig að sjálfbær nýting auðlinda hafsins geti áfram verið einn af þeim mikilvægu þáttum er tryggja góða lífsafkomu og velferð Íslendinga,“ segir m.a. í frétt frá umhverfisráðu- neytinu. Í stefnumörkuninni er lögð áhersla á að virk þátttaka og frum- kvæði Íslands á alþjóðavettvangi sé grundvöllur þess að vinna sjónar- miðum sjálfbærrar þróunar fylgi og þar með sjónarmiðum Íslands er kemur að málefnum hafsins. Þá segir að við vinnu og mótun heildarstefnu í málefnum hafsins hafi verið leitast við að draga saman á einn stað fyrirliggjandi stefnu- mörkun, skuldbindingar og áherslur. Jafnframt séu lagðar nýjar áherslur og gerðar tillögur um leiðir að mark- miðum. Stefnumörkunin er í senn stefna og upplýsinga- og fræðslurit fyrir starfsfólk stjórnsýslunnar og almenning, innanlands sem utan, um stefnu Íslands í málefnum hafsins. Stefnu- mörkun um hafið AÐGANGUR að þjóðskrá á Netinu verður takmarkaður í byrjun maí. Ekki verður um opinn aðgang að ræða eins og nú heldur verður ljóst á hvers vegum flett er upp. Með því móti liggur fyrir hver er að nýta sér þjóðskrána hverju sinni. Þá verður hægt að leita að einstaklingi eftir kennitölu eða nafni en aðrar upplýs- ingar, eins og hverjir hafa sama heimilisfang, munu ekki birtast. „Maí verður reynslumánuður,“ segir Hallgrímur Snorrason hag- stofustjóri. Enn eigi eftir að fullmóta með hvaða hætti, t.d. bankarnir, muni veita viðskiptavinum sínum þessa þjónustu í framtíðinni. Óljóst sé hvaða lausn verði ofan á. Hagstofustjóri segir að með þessu sé verið að koma til móts við athuga- semdir sem hafa borist vegna þess hve auðvelt er að nálgast ítarlegar upplýsingar. Þær fari sífellt vaxandi. Aðspurður segir hann að margir hafi einnig lýst yfir óánægju með þessa breytingu. Við því hafi alltaf mátt búast eftir að fólk hafi gengið lengi greiðlega að þessari þjónustu. Þessi greiði aðgangur að þjóðskrá hafi þróast með þessum hætti í takt við tækniþróun en ekki endilega verið meðvituð stefna. Nú þurfi að bregð- ast við. Brothætt tæki Hann segir þjóðskrá öflugt tæki sem í felist gríðarleg verðmæti en það sé brothætt og því þurfi að fara að öllu með gát. „Ef það koma upp missætti um notkun og ekki er fallist lengur á það, að skránni megi beita á þennan hátt eða hinn „þá ber Hagstofunni skylda til að vera á varðbergi og varðveita þetta dýrmæta tæki,“ seg- ir Hallgrímur. Þetta sé ekki gert til að auka tekjur Hagstofunnar og jafnvel geti þær minnkað með þessum breyttu aðferðum. Aðgangur að þjóðskrá takmarkaður Sátt verður að ríkja um notkun þjóðskrárinnar KONA var handtekin í fangelsinu á Litla-Hrauni þegar hún reyndi að smygla fíkniefnum til fanga, sem hún var að heimsækja í síðustu viku. Lögreglan á Selfossi færði konuna á lögreglustöðina þar sem hún fram- vísaði 30 grömmum af hassi. Var hún með þriggja mánaða gamalt barn sitt í för. Lögreglan þurfti að kalla til full- trúa frá félagsmálastofnun Árborgar til að gæta hagsmuna barnsins. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu reyndi konan ekki að smygla efnunum á barninu heldur bar það sjálf. Eftir yfirheyrslu var hún látin laus en málið fer einnig til meðferðar hjá barnaverndaryfirvöldum. Eftirlit með heimsóknum fólks á Litla-Hraun hefur verið hert að und- anförnu vegna ítrekaðra tilrauna til fíkniefnasmygls. Móðir með lítið barn reyndi fíkniefnasmygl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.