Morgunblaðið - 27.04.2004, Síða 11

Morgunblaðið - 27.04.2004, Síða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 11 MEÐALLESTUR á Morgun- blaðinu og Fréttablaðinu minnkar eilítið en meðallestur á DV eykst á hinn bóginn að því er fram kemur í könnun Gallups á lestri dagblað- anna sem fram fór dagana 18. til 24. mars en fyrri könnun sem mið- að er við var gerð fyrri hluta febr- úarmánaðar. Meðallestur á Morgunblaðinu reyndist nú vera 53,4% en var 56,3% í síðustu könnun. Meðallest- ur Fréttablaðsins mældist nú vera 66,3% en var 69,4% og meðallestur á DV mældist vera 20,5% en var 17,1% í fyrri könnun. Könnun Gallups náði til sjón- varps, útvarps, dagblaða og net- miðla og var úrtakið valið með til- viljunaraðferð úr þjóðskrá. Það náði til liðlega 1.600 manns á aldr- inum 12 til 80 ára og var nettó- svarhlutfall 61,2%. 74,2% lásu Morgunblaðið eitt- hvað umrædda viku, 90,8% lásu Fréttablaðið eitthvað og 44,6% lásu eitthvað í DV. Færri horfa á Stöð 2 Sjónvarpsáhorf var einnig mælt og horfðu 61,5% eitthvað á Sjón- varpið og 73,7% eitthvað um helg- ar. Þetta er ívið minna áhorf virka daga en í fyrri könnun en heldur meira áhorf um helgar. Á Stöð 2 horfðu 46,8% á eitthvað á virkum dögum og 42% eitthvað um helgar á móti 52,4% og 48,5% í síðustu könnnun. 36% horfðu eitthvað á Skjá einn virka daga og 31,8% um helgar á móti 38,5% og 40,2% í síð- ustu könnun. Spaugstofan er sem fyrr vinsæl- asta sjónavarpsefnið en á hana horfðu 57,8%. Laugardagskvöld með Gísla Marteini hefur 52% áhorf og 44,1% horfðu á úrslitaein- vígið í spurningaþættinum Gettu betur. Þá horfa 39% á fréttir, íþróttir og veður Sjónvarpsins. Á Stöð 2 var mest horft á Sjálf- stætt fólk, 22,6% og litlu færri horfðu á American Idol eða 22,1% og 21,1% horfðu á fréttir Stöðvar 2. Á Skjá 1 horfðu flestir á Innlit/ útlit eða 22,7% og litlu færri á Survivor 20,7%. Af netmiðlunum hefur vefur Morgunblaðsins, mbl.is, yfirburða- stöðu en svarendur heimsóttu hann að meðaltali 3,9 sinnum í viku á móti 3,6 sinnum í síðustu könnun. Textavarpið kom næst á eftir með 0,7 heimsóknir að með- altali og ruv.is var með 0,6 heim- sóknir. 53,4% lesa Morgun- blaðið á hverjum degi                                !                     !   " !    "   "   !   !! " ! ""  !  !  ! !  !                # $% & $% '(              !                 ) * & $% + + $%,    ,  # $% -.% /0  *,   " "! "   " "! "   ! Meðallestur á Morgunblaðinu og Fréttablaðinu minnkar eilítið en lestur á DV eykst Færri horfa á sjónvarp RANNSÓKNIR á fé- lagsauði mætti nýta bet- ur við stefnumótun stjórnvalda hér á landi að mati aðstandenda mál- þings sem fram fer á föstudag og ber yfir- skriftina „Félagsauður (social capital) á Íslandi: Forsenda framfara í nýju þjóðfélagsumhverfi?“ „Markmið málþingsins er að kynna hugtakið fé- lagsauð og íslenskar rannsóknir á félagsauði, eða öðru sem honum tengist, sem hafa verið gerðar hér á landi,“ segir Margrét S. Björnsdóttir, forstöðu- maður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. Einnig standa Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og Borgarfræðasetur að málþinginu. „Okkur finnst á skorta að þær viða- miklu rannsóknir sem hafa verið gerðar erlendis á þessu hugtaki og þær rannsóknir sem þegar hafa verið gerðar hér á Íslandi, hafi komið nægjanlega inn í þjóðfélagsumræð- una og stefnumörkun stjórnvalda. Við stefnum þarna saman stjórn- málamönnum, fagfólki og fræði- mönnum til að fara yfir þetta hugtak, mikilvægi þess og gagnsemi í stefnu- mörkun, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur einnig samtök og þess vegna fyrir- tæki. Þetta varðar í raun og veru alla þætti mannlegra sam- skipta,“ segir Mar- grét. Félagsauður í vax- andi mæli tekinn inn í stefnumörkun stjórnvalda Félagsauður er skilgreindur sem verðmæti og áhrif þeirra félagstengsla sem einstaklingar mynda í fjölskyldum, vinahópum, vinnustöðum, félagasam- tökum og víðar. Margrét segir að litið sé á félagsauð sem verðmæti vegna þeirra margvíslegu jákvæðu áhrifa sem félagstengslin geti haft á velsæld og hagsæld einstaklinga, sem og sam- félaga. Víða um heim sé félagsauður í vaxandi mæli tekinn inn í stefnu- mörkun stjórnvalda og rannsóknir fræðimanna. „Rannsóknir sýna að virk fé- lagstengsl, bæði formleg og óform- leg, hafa áhrif á afstöðu fólks til ann- arra sem og hvort það treystir öðru fólki eða stofnunum samfélagsins. Það hefur áhrif á samhygð með öðru fólki, hvort fólk er tilbúið að hjálpa öðrum og leggja eitthvað af mörkum af fé eða tíma. Rannsóknir hafa líka sýnt að félagsvirkni hefur áhrif á heilsufar fólks og hvernig því líður andlega. Þannig að þessi félagstengsl hafa ótrúlega mikil jákvæð áhrif á einstaklinga og það samfélag sem þeir búa í.“ Félagsauður hefur jákvæð áhrif á framlegð fyrirtækja Margrét nefnir sem dæmi að ný- lega hafi verið fjallað um það í breska tímaritinu The Economist hvernig hjálpsemi og samstarf innan fyrir- tækja, þannig að fólk deili þekkingu sinni og reynslu og hjálpi öðrum með sín verkefni, geti haft jákvæð áhrif á framleiðni fyrirtækja. Aðspurð hvernig megi nýta fé- lagsauð betur við ákvarðanatöku og stefnumótun nefnir hún sem dæmi að sveitarstjórnarmenn og stjórnendur skóla gætu t.d. nýtt þessa þekkingu með því að leggja áherslu á fé- lagsþátttöku sem flestra nemenda. Talið sé að grunnur að félagsvirkni sé lagður á unga aldri og því sé mik- ilvægt að hvetja börn til þátttöku í fé- lagsstarfi. En eins og áður sagði sýna rannsóknir að félagsvirkni hefur já- kvæð áhrif m.a. á heilsufar, traust og samhygð með öðru fólki. Við stefnu- mótun yrði t.d. reynt að forðast fjár- hagslega þröskulda, þannig að öllum börnum, óháð fjárhagsstöðu foreldra þeirra, stæði félagsstarfið til boða. Á málþinginu mun danskur hagfræðiprófessor við Viðskiptahá- skólann í Árósum, Gert Tinggaard Svendsen, kynna niðurstöður nýrrar samanburðarrannsóknar á fé- lagsauði, þar á meðal á Íslandi, þar sem litið var sérstaklega á fé- lagsvirkni og traust milli manna og á lykilstofnunum. Stefán Ólafsson, pró- fessor við Háskóla Íslands og for- stöðumaður Borgarfræðaseturs, mun fjalla um þróun félagsauðs á Íslandi á árunum 1984–2000 og Þórólfur Þór- lindsson, prófessor við HÍ, mun fjalla um þrjár kenningar um félagsauð. Þá munu fræðimenn á sviðum fé- lags-, stjórn-, sál- og hagfræði, auk heilbrigðisvísinda, gera grein fyrir þeim upplýsingum sem til eru hér á landi og geta skýrt mikilvægi hug- taksins. T.d. áhrif félagsvirkni á námsárangur, áfengisnotkun, áhættuhegðun, heilsu og gæði opin- berrar þjónustu. Málþinginu mun ljúka með pallborðsumræðum þar sem stjórnmálamenn og stjórnendur sveitarfélaga munu ræða hvernig þeir telja að nýta megi félagsauð í stefnumörkun. Málþingið verður haldið á Grand Hóteli og stendur frá klukkan 13.00 til 17.00 næstkomandi föstudag. Þátt- tökugjald er 3.000 kr. og geta áhuga- samir skráð sig á netfangið: http:// stjornsyslustofnun.hi.is/page/felags- audur. Málþing um félagsauð og mikilvægi hans við stefnumótun stjórnvalda Virk félagstengsl hafa jákvæð áhrif á einstaklinga og samfélög Margrét S. Björnsdóttir SJÓNVARPIÐ nýtur mests trausts samkvæmt fjölmiðlakönnun Gall- ups en 91,6% eru sammála fullyrð- ingunni að treysta megi fréttaflutn- ingi þess. Morgunblaðið nýtur næstmests trausts en 86,5% segjast treysta fréttaflutningi blaðsins. Rás 1 og Rás 2 koma þar á eftir með 84,9% og 83,7%. 79,2 treysta frétta- flutningi mbl.is og 78% treysta fréttaflutningi Stöðvar 2, 68,4% treysta ruv.is og 66% Fréttablaðs- ins en DV var ekki lista yfir þá tíu fjölmiðla sem menn treystu best. Morgunblaðið er sá miðill sem flestum var að skapi eða 81,1%, og 79,5% töldu það vera þann miðill sem þeir gætu lært af. Sjónvarpið og Morgunblaðið njóta mests trausts DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær að ekki hefði verið tekin end- anleg ákvörðun um hvort frumvarp ríkisstjórnarinnar um skattalækk- anir liti dagsins ljós á þessu vorþingi eða næsta haust. Sagði hann að stjórnarflokkarnir væru að ræða skattamálin í samræmi við stjórnar- sáttmála þeirra. Kom þetta fram í svari hans við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Í fyrirspurn sinni minnti hún á að Sjálfstæðisflokkurinn hefði lofað því, áður en þing kom saman sl. haust, að lögð yrði fram áætlun um hvernig staðið yrði við að skattalækkunarlof- orð flokksins. Davíð benti á að í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks kæmu fram áform flokkanna um skattalækkanir. „Ég taldi æskilegt að þessi áætlun lægi fyrir og yrði lögfest sem fyrst og ég tel að það megi treysta þeim yfirlýsingum sem við höfum gefið, flokkarnir tveir. Við höfum verið að ræða skattamálin. Það hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun hvort við náum að leggja það fram í vor eða í haust. Það verður að koma í ljós,“ sagði hann. Áform um skattalækkanir Ekki víst að frumvarp verði lagt fram í vor

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.