Morgunblaðið - 27.04.2004, Qupperneq 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
12 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÞÓR Gunnarsson, sparisjóðsstjóri
Sparisjóðs Hafnarfjarðar, hefur til-
kynnt að hann muni segja starfi sínu
lausu á stjórnar-
fundi á morgun,
miðvikudag. Upp-
sagnarfrestur
Þórs samkvæmt
ráðningarsamn-
ingi er eitt ár og
mun hann starfa
þar til eftirmaður
hans hefur verið
ráðinn. Þór hefur
unnið hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar í
43 ár og lengst af verið þar í stjórn-
unarstörfum, í starfi skrifstofustjóra,
aðstoðarsparisjóðsstjóra og síðan
sparisjóðsstjóra.
„Mér finnst þetta orðið ágætt,“
segir hann og reiknar fastlega með að
setjast í helgan stein eftir langa
starfsævi en samanlagður líf- og
starfsaldur hans hjá SPH er að nálg-
ast 107 ár. „Þetta hefur lengst af verið
12-14 klukkustunda vinnudagur, það
má reikna með í svona starfi að maður
fari með 2-4 tíma með sér heim flesta
daga vikunnar og stundum um helgar
líka.“ Hann segir að ákvörðun hans
ætti ekki að koma á óvart, hún hafi
legið í loftinu í tvö ár.
Þór lærði loftskeytafræði hjá
Landssímanum á sínum yngri árum
en daginn eftir að hann lauk námi,
þann 1. júní 1961, hóf hann störf hjá
SPH og hefur því aldrei starfað sem
loftskeytamaður. Fyrst um sinn var
hann í almennri afgreiðslu hjá Spari-
sjóðnum og segir hann að þá hafi allt
verið heldur fornfálegt. „Allt var
handskrifað, með blekpennum, ekki
mátti nota kúlupenna og fyrstu tvö
árin vann ég að mestu með hand-
drifna reiknivél.“
Þór hefur gegnt stjórnunarstörfum
hjá SPH um nærri 40 ára skeið. Hann
segist ekki hafa verið sérstaklega
skipaður í sína fyrstu stjórnunar-
stöðu, „það bara þróaðist svona þegar
við fluttum yfir í Sparisjóðshúsið í
desember 1964.“ Og ekki man hann
nákvæmlega hversu lengi hann hefur
verið sparisjóðsstjóri en það sé eitt-
hvað nálægt tuttugu árum.
Þór segist ætla að byrja á því að
taka hlutina rólega þegar hann hætt-
ir, sem verði kannski ekki fyrr en um
þetta leyti á næsta ári. „Það ræðst af
þeim sem verður minn eftirmaður.
Síðan sé ég bara til hvað mér dettur í
hug. Ég á 3-400 útvarpstæki sem ég
gæti látið mér detta í hug að endur-
byggja öllsömul. Ég hef safnað þeim í
ein 15 ár en hef haft lítinn tíma til að
sinna þeim. Einnig vil ég njóta þess
betur að lifa lífinu með barnabörnun-
um og fjölskyldunni. Það verður að
viðurkennast að lítill tími hefur gefist
til þess hingað til. Hér heima hefur
Sparisjóðurinn verið opinn til klukk-
an 11 á kvöldin mjög lengi.“
Með milljónir í strætó
Þór kann að segja margar
skemmtilegar sögur af ferli sínum.
Þessi er frá fyrstu árum hans hjá
SPH: „Á þeim árum voru seðlar mikið
notaðir og voru þeir sóttir inn í
Reykjavík í strætó. Seðlabankinn var
þá í Hafnarstræti og stundum gat
maður hlaupið úr strætó inn í Hafn-
arstræti og náð sama vagni aftur til
baka. Svo var það einhvern tíma að ég
kom hlaupandi inn í strætó með tvær
töskur úttroðnar af seðlum. Heldurðu
að það rifni ekki önnur taskan og ég
dreifi bara seðlunum inn eftir stræt-
isvagninum. Það fór allt sem var í
töskunni. Nokkrar milljónir rúlluðu
þarna út um allt og undir sætin. Það
voru þetta fimm, sex manns í strætó
og allir við það að tína upp seðlabúnt-
in. Taskan var ónothæf þannig að ég
var eins og maður að koma úr bjarg-
sigi, setti seðlana bara alla inn í skyrt-
una. Eftir þetta var nú farið í leigubíl-
um í Seðlabankann.“
Þór Gunnarsson
segir upp hjá SPH
Þór Gunnarsson
SAMKEPPNISSTOFNUN hefur
tekið sér frest fram í seinni hluta
júní til að skoða samruna Norður-
ljósa og Fréttar ehf. og Skífunnar,
sem er hluti af Norðurljósasam-
stæðunni, og verzlunarsviðs Tækni-
vals. Samruninn var tilkynntur
stofnuninni í febrúar síðastliðnum.
Hinn 30. janúar sl. var greint frá
samruna Norðurljósa, sem áttu Ís-
lenzka útvarpsfélagið, sem rekur
m.a. sjónvarpsstöðvarnar Stöð 2 og
Sýn og útvarpsstöðina Bylgjuna
auk fjölda annarra sjónvarps- og út-
varpsrása, og Fréttar ehf. sem rek-
ið hefur Fréttablaðið og hafði þá
nýlega tekið við rekstri DV. Jafn-
framt var greint frá því að Skífan,
sem er eitt dótturfélaga Norður-
ljósa, hefði keypt verzlunarsvið
Tæknivals. Baugur Group átti um-
talsverðan hlut í öllum þremur fé-
lögum, Norðurljósum, Frétt og
Tæknivali.
Hugsanlega ljón á veginum
Samkeppnisyfirvöld greindu í
janúarlok frá því að þau litu á sam-
eininguna sem samruna í skilningi
samkeppnislaga, sem þyrfti skoð-
unar með.
Guðmundur Sigurðsson, for-
stöðumaður Samkeppnissviðs Sam-
keppnisstofnunar, segir að samrun-
inn hafi verið tilkynntur stofnuninni
í kringum 20. febrúar og stofnunin
hafi þá haft mánuð til að svara er-
indinu. Tæpum mánuði síðar hafi
Samkeppnisstofnun sent Norður-
ljósum bréf um að hún tæki sér
þann þriggja mánaða aukafrest sem
hún hefur samkvæmt samkeppnis-
lögum til að efna til frekari rann-
sóknar á samkeppnislegum áhrifum
samrunans áður en tekin er end-
anleg ákvörðun um hvort fallizt
skuli á hann. „Það að við skulum
taka okkur þennan tíma þýðir auð-
vitað að við teljum hugsanlegt að
þarna séu einhver ljón á veginum,“
segir Guðmundur.
Með kaupum Norðurljósa á verzl-
unarsviðinu renna sjö BT-verzlanir,
þrjár Office 1-verzlanir og verzlun
Sony Center inn í Skífuna.
Á blaðamannafundi, sem haldinn
var í lok janúar, kom fram hjá
Ragnari Birgissyni, framkvæmda-
stjóra Skífunnar, að með samrun-
anum myndi velta Skífunnar tvö-
faldast og verða 4,5 milljarðar
króna í ár. Starfsmenn yrðu 260
talsins. Ragnar greindi frá því að
Skífan yrði með um 85% markaðs-
hlutdeild í tónlistar- og tölvuleikja-
sölu á Íslandi eftir breytingarnar.
Guðmundur segir að eitt af því
sem horft sé til hjá Samkeppnis-
stofnun sé að Hagar, sem er að
stórum hluta í eigu Baugs Group,
reki verzlunarkeðjuna Hagkaup,
sem sé stórseljandi geisladiska og
mynddiska, en þar sé m.a. skörun
við Skífuna.
Samkeppnisstofnun
tekur sér lengri tíma
Samruni Norður-
ljósa, Fréttar og
verzlunarsviðs
Tæknivals áfram
til skoðunar
● ÞRÍR keppinautar eru taldir
standa næst því að yfirtaka
bresku verslanakeðjuna Londis, að
því er fram kemur í Mail on
Sunday. Þetta eru Musgrave, Co-op
og Thresher og talið er að nú sé
stutt í að Londis gefi til kynna hver
njóti stuðnings til yfirtökunnar.
Londis rekur 2.000 verslanir og er
í eigu kaupmanna verslananna.
Gert er ráð fyrir að söluandvirði
keðjunnar verði um 50 milljónir
punda, eða um 6,5 milljarðar
króna.
Ýmsar þekktar verslanakeðjur
hafa frá því í fyrra sýnt áhuga á að
kaupa Londis. Þeirra á meðal Big
Food Group, sem Baugur Group á
rúman fimmtungshlut í, og gekk sú
keðja um tíma hart fram í því máli.
Styttist í sölu Londis
● Í GREIN á viðskiptasíðu sl. laug-
ardag, um kostnað sem hlutabréfa-
eigendur bera vegna vörslu raf-
rænna verðbréfa hjá fjármála-
fyrirtækjum, voru nefnd tvö dæmi
um fyrirtæki sem ekkert gjald taka
vegna vörslunnar; SPRON og Verð-
bréfastofan. Í þennan flokk falla
einnig SPH verðbréf, en þau taka
ekki gjald fyrir vörslu rafrænna
verðbréfa og hyggjast ekki taka
slíkt gjald upp í framtíðinni, sam-
kvæmt upplýsingum frá fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins.
Ekkert vörslugjald
hjá SPH
ÞETTA HELST …
VIÐSKIPTI
SJÓNVARPSAUGLÝSINGIN
„Flash Mob“ sem auglýsingastofan
Gott fólk McCann gerði í samstarfi
við Sagafilm fyrir Símann hefur ver-
ið valin í nýjustu útgáfu breska fag-
tímaritsins SHOTS þar sem áhuga-
verðustu norrænu auglýsingarnar
eru kynntar. Þetta er í annað sinn í
13 ára sögu SHOTS sem íslensk aug-
lýsing kemst inn í þetta úrval en
sjónvarpsauglýsingin Beautiful
Women sem Gott fólk McCann gerði
fyrir Thule bjór var valin í maíútgáfu
SHOTS árið 2002.
Í fréttatilkynningu frá Símanum
segir að í auglýsingunni sé vísað til
tískubylgju sem gengið hefur yfir
Evrópu og Ameríku og felst í því að
ókunnugt fólk notar fjarskipta-
tæknina, s.s. SMS skilaboð eða Int-
ernetið, til að fremja gjörning sam-
an. Í auglýsingunni safnast hópur
fólks saman í miðbæ Reykjavíkur
eftirvæntingarfullur á svip. Þegar
klukkan slær þrjú leggjast allir nið-
ur á Ingólfstorgi nokkra stund en
standa síðan upp og hver heldur sína
leið.
Í fréttatilkynningunni frá Síman-
um kemur fram að auglýsingin hafi
vakið sterk og jákvæð viðbrögð frá
því hún fór fyrst í birtingu.
Auglýsing Símans valin í Shots