Morgunblaðið - 27.04.2004, Side 15

Morgunblaðið - 27.04.2004, Side 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 15 WELLWOMAN T ilb o ð in g ild a ti l 4 .5 . 2 00 4 DR. FISCHER G O T T F Ó LK M cC A N N · S ÍA · 2 6 1 5 2 Er ekki til eitthvað frískandi fyrir konur? 1.212 30% Alhliða vítamín fyrir allar konur með t.d. kvöldvorrósarolíu, steinefnum og andoxunarefnum. Áður: 1.515 kr. VIVAG Sápa og stílar saman í pakka. Náttúruleg lausn fyrir konur. 998 Hreinsiklútar fyrir andlits- og augnfarða, 40 stk. einkum og sér í lagi ef hann er borinn saman við þróunina í öðrum löndum, sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum, eru mörg erfið vandamál enn óleyst. Arfleifð alræðis Höfuðborgirnar þrjár, Tallinn, Riga og Vilnius, gefa gesti nokkuð skakka mynd af því hvernig ástandið er gegnumsneitt í hverju landi. Ferðamenn og aðrir erlendir gestir sem erindi eiga til höfuðborganna heillast auðveldlega af sögulegum byggingum, tungumálafærni íbú- anna, góðum veitingahúsum og margbrotnu menningar- og næturlífi. En um leið og komið er út í jaðar borganna og í litlu bæina í kring blas- ir annar raunveruleiki við; niðurnídd- ar gráar íbúðarblokkir frá sovéttím- anum, ónýtir vegir, úreltar verksmiðjur, félagsleg upplausn. Samfélagslegra afleiðinga áratuga alræðislegrar undirokunar verður líka vart á margan hátt. Enn Soosaar, eistneskur stjórnmálaskýrandi sem höfundur hitti í Tallinn, segir að arf- leifð undirokunar sovéttímans sitji enn mjög í fólki og valdi því að margir Eistar beri í brjósti djúpstæða tor- tryggni í garð yfirvalda. Eduards Stiprais, skrifstofustjóri ESB-samn- inganefndar Lettlands, segir það sama um Letta. Soosaar segir að enn séu margir stjórnmála- og embættismenn að störfum „sem hlutu sína skólun, voru mótaðir á sovéttímanum og eiga í vissum erfiðleikum með að laga sig að eða haga sér í samræmi við hug- myndafræði og leikreglur vestræns lýðræðis“. Spáir Soosaar því að a.m.k. tvö kjörtímabil þurfi að líða til við- bótar áður en hið pólitíska kerfi hins unga endurstofnaða lýðveldis finnur „þroskað jafnvægi“. Annt um fullveldið Í skoðanakönnunum í aðdraganda inngöngunnar mældist fylgi við ESB- aðild ekki mjög mikið. Að sögn sér- fræðinga er hægt að skýra þetta að töluverðu leyti með því hve skammt er síðan þessar þjóðir gátu stofnað eigið þjóðríki og eru því þeim mun meira hikandi við að selja hluta rík- isvaldsins í hendur yfirþjóðlegra stofnana Evrópusambandsins. ESB- andstæðingar í Eystrasaltslöndunum segja gjarnan: „Til hvers vorum við að berjast fyrir að losna undan Moskvuvaldinu ef við svo hlaupum til og seljum okkur undir Brusselvald- ið?“ Stiprais er mjög ósáttur við þessa líkingu og sagði hana samsvara því að nauðgun sé lögð að jöfnu við heilbrigt hjónaband. Soosaar segir eistneska efasemd- armenn um ESB jafnvel vísa til for- dæmis Noregs og Íslands – þar séu velmegandi Evrópulönd sem séu sátt við að standa utan sambandsins. Færa þessir aðilar rök fyrir því að það myndi að þeirra mati henta eist- neskum hagsmunum betur að geta tengzt innri markaði Evrópu með sambærilegum hætti og Ísland og Noregur með EES-samningnum. Soosaar bendir þó á, að á eistneska þjóðþinginu, Riigikogu, sé aðeins einn af 101 þingmanni eindreginn andstæðingur ESB-aðildarinnar. Sjálfur segist hann sannfærður um að bezta leiðin til þess að komast af, sem sjálfstæð smáþjóð í Evrópu á 21. öld, sé að vera fullgildur aðili að Evrópu- sambandinu. Það sé jafnframt bezta leiðin til þess bæði að tryggja til frambúðar öryggi þjóðarinnar og að hlúa að velmegunarþróuninni í land- inu. Lítil ríki aðlögunarhæfari Með tilliti til þess hve ógnarlanga og stranga leið hin nýendurstofnuðu ríki Eistland, Lettland og Litháen virtust fyrir einum áratug eiga fyrir höndum að því marki að ná samning- um um inngöngu í Evrópusambandið liggur við að það megi undrum sæta að nú sé sá áfangi í höfn. Verður í þessu sambandi að hafa í huga að um- byltingarferlið sem Eystrasaltslönd- in þurftu að ganga í gegnum var enn róttækara en hinna landanna í Mið- og Austur-Evrópu, sem voru þó sjálf- stæð ríki þótt þau lytu Moskvuvald- inu; Eystrasaltsríkin höfðu aftur á móti verið innlimuð í Sovétríkin sjálf. Enginn vafi leikur á því, að ein af ástæðunum fyrir því að Eystrasalts- löndin hafa getað tileinkað sér svona fljótt allt það nauðsynlegasta til að uppfylla aðildarskilyrðin að ESB er að þetta eru lítil lönd, sem hafa getað sérsniðið sér stakk eftir vexti, og byggt upp sveigjanlegt, skilvirkt stjórnkerfi og beint viðskiptalífinu til- tölulega fljótt inn á nýjar brautir sem dugðu til að ná settu marki. Bæði eru litlar þjóðir almennt vanar því að verða að laga sig að því sem stærri þjóðir gera og þar sem auðveldara er að hafa yfirsýn yfir efnahagslíf þeirra og stjórnkerfi er líka auðveldara að hrinda umbótaáformum í fram- kvæmd og fylgja þeim eftir. Þar við bætist samkeppnin milli þeirra um að uppfylla aðildarskilyrðin sem fyrst, sem hleypti í þau metnaði til að leggja það á sig sem nauðsynlegt var. Af þessum árangri má álykta, að sá sveigjanleiki sem einkennir smáríki á borð við Eystrasaltslöndin geri þau hæfari til að hrinda með árangurs- ríkum hætti í framkvæmd risaverk- efni á borð við það, að aðlaga fyrrver- andi kommúnistaríki öllum aðildarskilyrðum Evrópusambands- ins. auar@mbl.is                                  !"  !# $       ! ! "#   $   % % &%' (    %     ) , + -     ( /)  '%' 0%0 % &%12 '%12 %2 2 &&2 &2 %2 %2 &%2 &%32 %2 %2 4  5#/  #  6 6 ! "#$$"!%&'( ) 7 *  8) #/  *  (!" 2 '2 '2 STJÓRNVÖLD í Suður-Kóreu bjuggu sig undir það í gær að senda hjálpargögn og vistir sjóleiðina til Norður-Kóreu en yfirvöld þar neit- uðu að taka við þeim landleiðina. Ótt- ast er, að þúsundir manna, sem kom- ust í snertingu við ammóníumnítrat í lestasprengingunni miklu, eigi eftir að líða fyrir það lengi. Kommúnistastjórnin í N-Kóreu neitaði S-Kóreumönnum að flytja hjálpargögn landleiðina til Ryongc- hon þar sem slysið átti sér stað en sá flutningur hefði aðeins tekið fjórar klukkustundir. Það tekur hins vegar tvo sólarhringa að flytja þau á skipi. Hefur þessi ákvörðun N-Kóreu- stjórnar vakið hneykslan í S-Kóreu en margir vonuðust til, að hún myndi nota slysið sem tækifæri til að bæta samskiptin við umheiminn. N-Kóreustjórn skýrði fyrst í gær frá tjóninu í sprengingunni, sem hún sagði „mjög mikið“. Hin opinbera fréttastofa KCNA sagði, að 161 mað- ur hefði týnt lífi og 1.300 slasast. 8.100 hús og íbúðir hefði skemmst og þar af hefðu 1.850 gjöreyðilagst. Talsmenn alþjóðlegra hjálpar- stofnana sögðu í gær, að líklega myndu þúsundir manna, sem komist hefðu í snertingu við ammóníumnít- rat, þjást af því árum saman. Það veldur ertingu í húð, hálsi og lungum og getur dregið úr getu blóðsins til að flytja súrefni. Getur það valdið öndunarerfiðleikum, meðvitundar- leysi og dauða. Til eru lyf við þessu og er nú verið að ræða það mál við N- Kóreustjórn. Neituðu að taka við vistum landleiðina Segja 8.100 hús skemmd eða gerónýt eftir sprenginguna Seoul, Dandong. AFP. Reuters Börn, sem slösuðust í sprengingunni, á sjúkrahúsi í borginni Sinuiju í N-Kóreu. Yfirvöld sögðu í gær, að 161 maður hefði látist og 1.300 slasast.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.