Morgunblaðið - 27.04.2004, Page 17

Morgunblaðið - 27.04.2004, Page 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 17 Umsóknarfrestur er til 30. júní 2004 Búnaðarnám Starfsmenntanám á framhaldsskólastigi þar sem áhersla er lögð á almenna náttúrufræði, búfjárrækt og nýtingu landsins. Námið tekur tvö ár og síðara námsárið gefst nemendum kostur á talsvert breiðu vali til sérhæfingar í námi. Fyrsta önnin er tekin á Hvanneyri. Síðan fara nemendur út um land í námsdvöl í þrjá mánuði. Skólinn er í samstarfi við um 80 námsbú víða um land, þar sem stundaður er fjölbreyttur búskap- ur, s.s. kornrækt, skógrækt og landgræðsla auk hefðbundins bú- skapar. Að námsdvöl lokinni koma nemendur aftur að Hvanneyri og ljúka námi sínu á tveimur önnum þar. Fjarnám Boðið upp á búnaðarnám í fjarnámi, jafnt einstakar námsgreinar sem námið í heild, þannig getur hver og einn ákveðið hversu langan tíma námið tekur. Námið er stundað í gegn um nýtt fjarnámskerfi sem hannað var af Nepal ehf í Borgarnesi. Landbúnaðarháskólinn er fyrsti notandi kerfisins og hefur haft töluverð áhrif á þróun þess. Kerfið hefur reynst mjög vel. Það boðar byltingu í samskiptum nemenda og kennara á vefnum og við þróun þess var reynt eftir megni að taka tillit til lélegra gagnatenginga sem enn eru sums staðar í sveitum landsins. Væntanlegir nemendur í búnaðarnámi þurfa að vera orðnir 18 ára, hafa lokið grunnskólaprófi og minnst 36 einingum í grunnáföngum framhaldsskóla. Allt nám við LBH er lánshæft hjá LÍN. Á Hvanneyri er góð aðstaða fyrir nemendur og fjölskyldur þeirra á heimavist og nemendagörðum. Á staðnum er bæði grunnskóli og leikskóli. Útivistar– og afþreyingarmöguleikar eru fjölbreyttir og stutt í alla þjónustu. Hvanneyri er í um klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri - www.hvanneyri.is Búnaðarnám á Hvanneyri Grafarvogur | Mikil uppsveifla er í áhuga á skákíþróttinni hjá krökk- unum í Rimaskóla, og vann A-sveit skólans nýlega Íslandsmót grunn- skólasveita, þrátt fyrr að einungis væru krakkar úr 1.–7. bekk í sveit- inni, en mótið var fyrir krakka úr 1.–10. bekk. Í gær var svo haldið Skákmót Rimaskóla og tefldu um 60 krakkar í skólanum þegar Morg- unblaðið kom í heimsókn. „Það er auðvitað gaman að vinna, en það snýst ekki allt um það,“ seg- ir Júlía Rós Hafþórsdóttir, 12 ára, eftir að hún vann aðra skákina sína á mótinu. Hún hefur teflt í um eitt og hálft ár, og segir að það sé eig- inlega bara allt við skákina sem sé skemmtilegt, og ekki hægt að taka eitthvað eitt og segja að það sé skemmtilegra en annað. Tafláhuginn byrjaði þegar hún fann taflborð í skáp þegar hún heimsótti afa sinn og ömmu í láns- íbúð á Akureyri, og hún hefur ekki hætt að tefla síðan. Hún hefur keppt á nokkrum mótum en í gær keppti hún í fyrsta skipti á Rima- skólamóti. Erfitt að vera góður Ingvar Ásbjörnsson er enginn ný- græðingur við skákborðið, en hann hefur teflt í meira en sjö ár, sem er meira en margir 13 ára krakkar geta sagt. Ingvar var í sigurliði Rimaskóla á Íslandsmótinu, og er að vonum ánægður með árangurinn. Hann segir að það sé gaman að tefla, en það sé erfitt að vera góður. Hann byrjaði, eins og systkyni hans þrjú, að tefla við föður sinn, en nú er hann félagi í Hróknum og fer á æfingar hjá félaginu. Auk þess spil- ar hann skák í tölvunni, bæði við skákforrit og aðra skákmenn í gegnum Netið. Ingvar segir að þó að skák sé allt- af skemmtileg sé eflaust síst skemmtilegt að tefla hraðskákir, því í þeim séu svo miklar líkur á því að leika af sér þegar maður flýti sér of mikið. Hann segir þó að sennilega séu lengri skákir erfiðastar, þá hafi andstæðingurinn meiri tíma til að hugsa um leikina og spilið verði allt miklu flóknara. Rimaskóli sigraði á Íslandsmótinu í skák Morgunblaðið/Sverrir Tefla til sigurs: Júlía Rós Hafþórsdóttir og Ingvar Ásbjörnsson voru meðal þeirra 60 nemenda sem tóku þátt í skákmótinu í Rimaskóla í gær og tefldu krakkarnir allir af krafti þegar ljósmyndari kom í heimsókn. Laugardalur | Fyrstu lömb sumarsins fæddust í gær- morgun í Húsdýragarðinum þegar ærin Gletta bar í fyrsta skipti. Hún fæddi tvö myndarleg og stór lömb með hálftíma millibili. Fyrst kom lítil svarthöttótt lambadrottn- ing, en það kallast fyrsta gimbrin sem fæðist er sauð- burður hefst. Stuttu síðar fæddist lambakóngurinn svartdíldóttur og hornóttur hrútur. Aðstoða þurfti Glettu að- eins með burðinn þar sem þetta voru mjög stór lömb og tók það verulega á, en þetta er fyrsti burður Glettu, sem fæddist árið 2002. Móður og lömbum heilsast vel en gestir Húsdýragarðsins eru beðnir um að sýna þeim nærgætni fyrst um sinn, enda ær mjög passasamar þegar afkvæmi þeirra eiga í hlut. Fyrstu lömbin: Ærin Gletta fæddi tvö lömb í gærmorgun og nú þarf að finna nöfn á þessi konunglegu lömb. Konung- leg lömb í Húsdýra- garðinum Fossvogur | Knattspyrnufélagið Víkingur fagnaði 96 ára afmæli fé- lagsins sumardaginn fyrsta, en und- anfarin ár hefur afmælishátíðin þróast út í að vera eins konar hverf- ishátíð með skemmtunum og veiting- um fyrir gesti og gangandi. „Dagurinn gekk mjög vel, allt gekk upp. Það voru glæsilegar veit- ingar þarna og allt klárað. Ég veit ekki nákvæmlega hvað var mikið af fólki, en svona um 6–700 manns mundi ég halda,“ segir Þór Símon Ragnarsson, formaður Víkings. Íþrótta- og ólympíusamband Ís- lands veitti fimm af sex deildum Vík- inga viðurkenninguna Fyrirmyndar- félag ÍSÍ á afmælinu. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem félag fær þetta því sem næst í heild sinni, það hefur ekki gerst áður en einstakar deildir hafa verið að fá þetta áður,“ segir Þór. Þór segir þessa viðurkenningu vissulega mjög jákvæða fyrir félagið. „En ég verð líka að minna á það að þetta er líka áminning um að standa sig, þetta er bæði hvatning og áminning um að halda vöku sinni. Það er svo sem ekkert allt fengið með þessu en þetta er góð viður- kenning og gott fyrir félagið.“ Lára Herbjörnsdóttir og Jensína Magnúsdóttir voru gerðar að heið- ursfélögum í Víkingi á afmælishátíð- inni, en þetta er í fyrsta skipti sem konur eru gerðar að heiðursfélögum í félaginu. Þór segir að þetta sé sér- lega ánægjulegt og báðar konurnar eigi þessa nafnbót meira en skilið. Lára var heiðruð eftir áratuga starf í félaginu, en hún hefur sótt flestalla leiki á þeim tíma og þekkir alla Víkinga frá því þeir komu í félag- ið sem ungir menn. „Hún hefur verið hálfgerð mamma og amma flestra Víkinga á undanförnum árum,“ segir Þór. Jensína er formaður skíðadeild- ar félagsins og hefur starfað lengi með Víkingi. Hún hefur setið í ýms- um stjórnum í um 30 ár og alltaf skil- að góðu starfi, segir Þór. Á afmælishátíðinni var íþrótta- maður félagsins á síðasta ári valinn, en að þessu sinni hlaut Daníel Hjaltason knattspyrnumaður þenn- an heiður. Þór segir að Daníel hafi staðið sig frábærlega vel á síðasta ári og verið einn af lykilmönnunum í að koma félaginu upp um deild. Víkingar með veislu sumardag- inn fyrsta Morgunblaðið/Sverrir Heiðursfélagi: Lára Herbjörnsdóttir (fyrir miðju) var gerð að heiðursfélaga í Víkingi á afmælishátíðinni. Jensína Magnúsdóttir var á Andrésar Andar leikunum á Akureyri með skíðadeildinni og er því ekki með á myndinni. Borgin hreinsuð | Árlegt vor- hreinsunarátak Reykjavíkurborgar hófst á laugardag og stendur fram til 3. maí. Starfsmenn gatnamálastjóra verða á ferðinni um borgina og safna saman garðaúrgangi sem íbúar setja út fyrir lóðamörk sín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.