Morgunblaðið - 27.04.2004, Blaðsíða 25
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 25
ALEXANDRA Chernyshova,
sópran og Gróa Hreinsdóttir, pí-
anó, halda tónleika í Salnum kl.
20 í kvöld. Dagmar Kunakova
leikur á selló í laginu Mein Glöb-
iges herze. Yfirskrift tónleikanna
er Söngvalind, með vísan í upp-
runa laganna. Þetta eru fjórðu og
síðustu tónleikar þeirra Alex-
öndru og Gróu að þessu sinni.
Efnisskráin samanstendur af
tólf fjölbreyttum lögum á átta
tungumálum. Níu aríur úr mis-
munandi óperum, tvö rómantísk
lög og eitt þjóðlag. Dagskráin
skiptist í tvo hluta, fyrri hlutinn
byggist upp af rómantískum lög-
um og aríum úr kirkjutónlist og
óperum, í seinni hlutanum eru
nútímalegri aríur.
Alexandra er fædd í Kíev,
Úkraínu, árið 1979. Hún lauk
söngnámi frá tónlistaháskólanum
Glier í Kíev árið 1998 og var ein-
söngvari með Úkraínsku sinfón-
íuhljómsveitinni í Kíev til ársins
2000. Á árunum 1999 til 2003
stundaði hún söngnám í akademí-
unni Nezdanova, Odessu / Úkra-
ínu, kennari hennar þar var pró-
fessor Galina Polivanova. Auk
þess að ljúka þessu námi þá út-
skrifaðist hún líka úr háskóla á
sama tíma þar sem áherslan var á
tungumál, ensku og spænsku, og
heimsbókmenntir. Árið 2002 var
Alexandra valin besta nýja óp-
eruröddin í keppninni „Nýtt nafn
í Úkraínu“. Haustið 2003 söng
hún einsöng með þekktum karla-
kór í Úkraínu, Boyan.
Gróa Hreinsdóttir, píanóleikari
er fædd árið 1956. Hún lauk pí-
anókennaraprófi og prófi í kór-
stjórn frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík vorið 1982. Gróa stund-
aði einnig söngnám við tónlistar-
skólana í Keflavík og Njarðvík og
Tónlistarskólann í Reykjavík.
Gróa hefur verið organisti við
Ytri-Njarðvíkurkirkju í níu ár og
stjórnað mörgum kórum.
Tólf lög á átta tungumálum
Gróa Hreinsdóttir og Alexandra Chernyshova.
FRUMRAUN Páls Hersteinsson-
ar í leikritun, Yndislegt kvöld, vekur
þá hugsun að gamanleiksformið
virðist ekki höfða sérstaklega til höf-
unda sem eru að stíga sín fyrstu
skref. Vafalaust eru á þessu margar
skýringar, og ein af þeim er áreið-
anlega sú að oft liggur slíkum höf-
undum svo mikið á hjarta að þeir
telja erindi sínu betur borgið í öðru
formi. Einnig gæti ég trúað að
margir vegir sér við að velja form
sem gefur jafn afdráttarlaust til
kynna hvort það heppnast eður ei,
gamanleikur sem uppsker ekki hlát-
ur er í einhverjum skilningi mis-
heppnaður og allir vita það, þar á
meðal höfundurinn. En Páll hefur
hér skrifað næsta hefðbundinn gam-
anleik og sækir óhikað í sígild far-
saminni til að sýna okkur siðferð-
islegt gjaldþrot nútímamannsins og
skemmta um leið. Og það var mikið
hlegið í Iðnó á frumsýningardaginn.
Yndislegt kvöld segir frá matar-
boði hjá lýtalækni og konu hans,
sem bjóða til sín æskuvini læknisins
og konu hans, sem nýlega hafa lent í
fjárhagsörðugleikum.
Smám saman dregur
Páll upp mynd af
þessu fólki og sýnir
okkur á ísmeygilegan
hátt galla þess og sið-
ferðisbresti. Fyrri
hluti verksins er ákaf-
lega vel skrifaður í tíð-
indaleysi sínu og mikið
um hnitmiðuð afhjúp-
andi tilsvör sem upp-
skáru hlátur um leið
og þau komu innni-
haldinu til skila. Í síð-
ari hlutanum upphefst
síðan atburðarás, pín-
legar játningar þegar
vínið tekur völdin af einni persón-
unni, ákaflega fyrirsjáanlegt og op-
inskátt framhjáhald og í framhaldi
af því fjárkúgun og mögulega morð.
Páll teflir hér á tæpasta vað með
ólíkindalega atburðina og sækir
kannski dálítið djúpt í klisjubankann
og síðari hlutinn jafnast ekki á við
kynningu persónanna í uppbygg-
ingu og fyndni. Og mögulega skýrð-
ist að einhverju leyti fyrir mér af
hverju gamanleikjaformið er ekki
meira nýtt af höfundum með erindi.
Stærsta driffjöðrin í farsavélinni,
skömmin, er á þessum síðustu og
verstu tímum orðin næsta slök í okk-
ur. Og því verða uppátæki persón-
anna í Yndislegu kvöldi næsta ótrú-
verðug eftir þá mynd sem Páll hefur
dregið upp af þessu fólki.
Allt um það er þetta býsna kraft-
mikil og skemmtileg frumraun hjá
Páli, og ástæða til að óska eftir frek-
ari glímu við formið frá hans hendi.
Uppsetning Sigrúnar Sólar er lát-
laus og hófstillt, sem er aðdáunar-
vert í ljósi efnisins, en
hennar hlutverk er
vitaskuld fyrst og
fremst að koma hinu
nýja verki óbrjáluðu til
skila, slíkt er eðli höf-
undaleikhússins.
Reyndar gera hún og
Hjalti Rögnvaldsson
sem læknirinn smá-
vægilegar tilraunir
með stílfærð og
óraunsæisleg leikbrögð
í fyrri hluta verksins
sem takast vel og eru í
fullu samræmi við stíl
textans í fyrri hlutan-
um. Staðsetningar og
notkun rýmisins er áreynslulaus og
skýr, leikmynd vel heppnuð. Tónlist-
arnotkun þótti mér á hinn bóginn ill-
þolandi. Algerlega misráðið að setja
samkvæmistónlistarmottu undir
samtöl persónanna sem gerði ekki
annað en draga mátt úr mikilvægum
augnablikum og trufla hlustun og
einbeitingu áhorfenda.
Leikarahópurinn stendur sig með
prýði. Hjalti er sannfærandi sem
lýtalæknisskrímslið og Margrét
Ákadóttir nýtti sína næmu kómísku
tæmingu vel sem hin hrjáða eigin-
kona. Árni Pétur Guðjónsson dró
upp hlýja mynd af hinum ráðalausa
fóstbróður og Rósa Guðný Þórsdótt-
ir er sem fyrr á heimavelli í að lýsa
ráðríkum eiginkonum slíkra manna.
Yndislegt kvöld er skemmtilegt
verk sem þrátt fyrir annmarka sína
er vel þess virði að sjá, tímabær til-
raun til að skrifa gamanleik um
ástandið á okkur.
Heimboð
LEIKLIST
Höfundaleikhús
Dramasmiðjunnar
Höfundur: Páll Hersteinsson, leikstjóri:
Sigrún Sól Ólafsdóttir, leikmynd og bún-
ingar: Rebekka A. Ingimundardóttir.
Leikendur: Hjalti Rögnvaldsson, Margrét
Ákadóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir og Árni
Pétur Guðjónsson. Iðnó sunnudaginn 18.
apríl.
YNDISLEGT KVÖLD
Þorgeir Tryggvason
Páll Hersteinsson
GAGNASAFN
MORGUNBLAÐSINS
mbl.is
O
D
D
I H
Ö
N
N
UN
K
88
12
Skólavörðustígur 8, 101 Reykjavík - Pöntunarsími 562 2772
1 4 4 4
w w w. g u l a l i n a n . i s
Heimsferðir bjóða þér nú síðustu sætin í sólina í maí á hreint
ótrúlegu verði, en nú er sumarið komið á vinsælustu áfanga-
stöðum Evrópu og aldrei betra að njóta vinsælustu staðanna á
fegursta tíma ársins.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Tryggðu þér síðustu sætin í maí
Sólar-
tilboð
í maí
frá kr. 29.950
með Heimsferðum
Mallorca
Verð frá kr. 37.995
26. maí - 19 sæti
2. júní - 27 sæti
M.v. hjón með 2 börn, 2–11
ára, vikuferð, Playamar.
Netverð.
Benidorm
Verð frá kr. 29.995
19. maí - 21 sæti
M.v. hjón með 2 börn, 2–11
ára, vikuferð, stökktutilboð.
Netverð.
Rimini
Verð frá kr. 39.995
20. maí - 11 sæti
27. maí - 23 sæti
M.v. hjón með 2 börn, 2–11
ára, vikuferð, stökktutilboð.
Netverð.
Costa del Sol
Verð frá kr. 39.995
19. maí - 17 sæti
26. maí - uppselt
Flugsæti til Costa del Sol
19. maí
Barcelona
Verð frá kr. 29.950
20. maí - 23 sæti
27. maí - 21 sæti
Flugsæti með sköttum.
Portúgal
Verð frá kr. 29.990
26. maí - 11 sæti
2. júní - 21 sæti
9. júní - uppselt
Flugsæti með sköttum.