Morgunblaðið - 27.04.2004, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
EIGNARHALD Á FJÖLMIÐLUM
Löggjöf eða reglur um eignarhald á fjölmiðlumhafa verið til í flestum löndum í okkar heims-hluta um langt árabil, í sumum tilvikum í ára-
tugi. Þessi löggjöf hefur verið sniðin að aðstæðum í
hverju landi. Hún hefur tekið breytingum í tímans rás.
Í sumum tilvikum vegna breyttra aðstæðna. Í öðrum
tilvikum vegna þrýstings frá stórum fjölmiðlasam-
steypum, sem hafa átt erfitt með að sætta sig við tak-
markanir á umsvifum þeirra.
Oft er kjarninn í þessari löggjöf sá, að takmarka
möguleika fjölmiðlafyrirtækja á að eiga margar teg-
undir fjölmiðla. Þ.e. bæði ljósvakamiðla og dagblöð. Í
öðrum tilfellum eru takmarkanir á, hverjir mega eiga
fjölmiðla. Stundum er erlendum ríkisborgurum bann-
að að eiga fjölmiðil í viðkomandi landi. Stundum er op-
inber aðili fenginn til þess að leggja mat á, hvort tiltek-
inn einstaklingur eða fyrirtæki megi eignast dagblað,
sem á sér djúpar rætur í viðkomandi þjóðfélagi. Síð-
ustu daga hafa t.d. birzt fréttir í brezkum blöðum af
hugsanlegum kaupendum hins virta brezka dagblaðs
The Daily Telegraph, sem er til sölu. Einn hugsanleg-
ur kaupandi þar til fyrir nokkrum vikum var maður,
sem efnaðist mikið á útgáfu klámblaða og keypti í
krafti þess hagnaðar Daily Express-samsteypuna.
Þegar fréttir bárust af því, að þýzkt útgáfufyrirtæki,
Axel Springer, væri hugsanlegur kaupandi að The
Daily Telegraph, gekk klámkóngurinn fyrrverandi á
fund framkvæmdastjóra blaðsins, heilsaði með naz-
istakveðju og dembdi úr sér fúkyrðum og svívirðingum
um þýzku þjóðina. Æskilegur eigandi að The Daily
Telegraph, þótt hann eigi peninga til að kaupa blaðið?
Hvers vegna hafa svo mörg lönd, sem raun ber vitni,
sett reglur eða löggjöf um eignarhald á fjölmiðlum?
Ástæðan er fyrst og fremst ein og hin sama: að tryggja
lýðræðið, að tryggja að tjáningarfrelsið fái að njóta
sín. Að tryggja að frjáls skoðanaskipti fái að blómstra.
Nú hefur ríkisstjórnin lagt fram frumvarp um eign-
arhald á fjölmiðlum. Hvers vegna nú? Ástæðan er ein-
föld. Í fyrsta skipti í sögu lands og þjóðar er til orðin
ein stór fjölmiðlasamsteypa, sem rekur tvö dagblöð,
nokkrar útvarpsstöðvar og sjónvarpsstöðvar auk þess
að reka aðra starfsemi, sem getur flokkast undir fjöl-
miðlun, þ.e. útgáfu hljómdiska, myndbanda o.fl.
Þótt þetta hafi ekki gerzt áður í okkar sögu hefur
það gerzt með öðrum þjóðum, að til hafa orðið stórar
fjölmiðlasamsteypur, sem reka undir einum hatti
margar tegundir fjölmiðla. Fyrst urðu þær til innan
einstakra ríkja, síðan á heimsvísu. Nú eru til nokkrar
alþjóðlegar fjölmiðlasamsteypur, sem starfa í mörgum
löndum.
Hvers vegna verða slíkar samsteypur til? Rök
þeirra, sem setja þær saman, eru jafnan þau, að þeir
geti náð viðskiptalegu hagræði með samlegðaráhrifum
í rekstrinum. Þegar hinar alþjóðlegu samsteypur byrj-
uðu að verða til var það trú forystumanna þeirra, að
þeir gætu náð miklum árangri með því að selja auglýs-
ingar á heimsvísu í marga miðla, sem starfræktir voru
víða um lönd. Þetta hefur ekki gengið eftir. Samlegð-
aráhrifin hafa látið á sér standa. Stundum hafa við-
skiptajöfrarnir misstigið sig. Fyrir nokkrum misser-
um varð til á skömmum tíma risavaxið
fjölmiðlafyrirtæki á heimsvísu að nafni Vivendi, fyrst
og fremst í eigu Frakka. Stjórnendur þess fóru offari
og fyrirtækið hefur hamast við að selja stóran hluta af
eigum sínum. Sameining Time Warner og AOL er
dæmi um algerlega misheppnaðan samruna tveggja
fjölmiðlasamsteypa í eina risasamsteypu. Hins vegar
hafa eigendur fjölmiðlasamsteypanna öðlast mikil
áhrif og völd. Þessi leikur snýst að verulegu leyti um
áhrif og völd.
Í umræðum í mörgum löndum um stöðuga þróun í
átt til samþjöppunar í fjölmiðlaheiminum er spurning-
in um ritstjórnarlegt sjálfstæði ofarlega á dagskrá. Sú
spurning er líka komin upp hér og sumir telja að hægt
sé að tryggja sjálfstæði ritstjórna eða fréttastofa með
löggjöf. Það er ólíklegt. Ritstjórnarlegt sjálfstæði
snýst um afstöðu eigenda fjölmiðlanna til þess. Til eru
þeir eigendur, sem líta á útgáfu dagblaðs sem hugsjón,
fremur en gróðafyrirtæki, þótt dagblað þurfi að vera
fjárhagslega sterkt til þess m.a. að byggja sig upp og
endurnýja sig með ýmsum hætti. Slíkir eigendur líta á
ritstjórnarlegt sjálfstæði sem grundvallaratriði. Aðrir
eigendur hafa engan áhuga á ritstjórnum eða frétta-
stofum heldur peningum. Þeir leggja áherzlu á við-
skiptahlið fyrirtækjanna og sýna ritstjórnum einungis
áhuga ef sala blaðanna eða áhorf á sjónvarp minnkar.
Þá reka þeir ritstjóra, fréttastjóra eða dagskrárstjóra
og ráða nýja.
Aðrir eigendur vilja ráða stefnu fjölmiðla sinna og
hafa bein afskipti af þeim. Sumir gera það á þann veg,
að þeir tryggja sér stöðu innan fyrirtækjanna, sem
leggur í hendur þeirra hið endanlega ritstjórnarvald.
Það á t.d.við um eigendur og útgefendur The New York
Times og The Washington Post. Þeir skipta sér ekki af
daglegum rekstri ritstjórna blaðanna en þeir taka lyk-
ilákvarðanir. Hvaða forsetaefni á að styðja? Hvaða
borgarstjóraefni í New York á að styðja? Á að birta
Pentagon-skýrslurnar o.s.frv.
Aðrir eigendur gera þetta með grófari hætti, eins og
Rupert Murdoch var frægur fyrir um skeið. Hann fór
einfaldlega í prentsmiðju blaða sinna og breytti fyr-
irsögnum, ef honum bauð svo við að horfa. Slíkur eig-
andi stendur aldrei við gefin loforð eða gerða samninga
um sjálfstæði ritstjórna. Um það má lesa í frægri bók
Harolds Evans, sem um skeið var ritstjóri sögufræg-
asta blaðs í Bretlandi, The Times. Þar er rakin saga
þess, hvernig Murdoch braut alla samninga, sem hann
hafði gert um sjálfstæði ritstjórnar, þegar hann fékk
leyfi til að kaupa blaðið, og komst upp með þau samn-
ingsbrot.
Það var tímabært að hér kæmi fram frumvarp að lög-
um um eignarhald á fjölmiðlum. Ástæðan er fyrst og
fremst og eingöngu sú, að þróunin á fjölmiðlamark-
aðnum hér gefur tilefni til þess. Morgunblaðið hefur
enga viðskiptalega hagsmuni af þessu frumvarpi. Það
takmarkar á engan hátt þá hörðu samkeppni, sem nú
ríkir á blaðamarkaðnum. Það útilokar að vísu, að Ár-
vakur hf., útgáfufélag Morgunblaðsin, geti haslað sér
völl á öðrum sviðum fjölmiðlunar en blaðaútgáfu og
netútgáfu. Frumvarpið snýst fyrst og fremst um ljós-
vakamiðlana. Baugur hf., sem er aðaleigandi Fréttar
ehf., sem gefur út Fréttablaðið og DV og hefur komið
mjög við sögu í umræðum síðustu daga, getur haldið
áfram útgáfu þessara tveggja blaða, hvað sem öðru líð-
ur.
Afstaða Morgunblaðsins til þessa máls snýst því á
engan hátt um viðskiptalega hagsmuni útgáfufélagsins.
Afstaða blaðsins byggist á þjóðfélagslegum sjónar-
miðum og hefur ekkert með að gera hverjir eiga Norð-
urljós. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem fram koma í
skýrslu fjölmiðlanefndar menntamálaráðherra, er Kári
Stefánsson næststærsti eigandi Norðurljósa. Tæpast
hefur hann þurft að kvarta undan skorti á stuðningi
Morgunblaðsins við atvinnustarfsemi sína. Og ekki
þarf Baugur hf. að kvarta undan fréttaflutningi Morg-
unblaðsins af starfsemi þess fyrirtækis. Samkvæmt
upplýsingum, sem fram komu í Fréttablaðinu, sem nú
er hluti af Norðurljósasamsteypunni, hafa mun fleiri
fréttir birzt um Baug í Morgunblaðinu en nokkrum öðr-
um fjölmiðlum.
Hin þjóðfélagslegu sjónarmið, sem valda því, að
Morgunblaðið telur skynsamlegt af ríkisstjórninni að
setja lög um eignarhald á fjölmiðlum, eru af nákvæm-
lega sama toga og umfjöllun blaðsins um langt skeið um
viðskiptalífið, þ.e. að það sé varasamt fyrir þetta litla
þjóðfélag, að fáar viðskiptasamsteypur leggi mestan
hluta atvinnulífsins undir sig og í þessu tilviki, að einn
aðili ráði svo miklum hluta fjölmiðlunar, sem nú er
raunin.
Út frá viðskiptalegum hagsmunum útgáfufélags
Morgunblaðsins er það óskastaða, að blaðið standi eitt
á milli ríkisrekins fjölmiðils og slíkrar samsteypu. Það
er ákjósanleg vígstaða á fjölmiðlamarkaðnum.
En út frá þjóðfélagslegum sjónarmiðum hlýtur það
að vera skoðun blaðsins, að það sé bæði æskilegt og
nauðsynlegt að tryggja meiri fjölbreytni í eignarhaldi á
fjölmiðlamarkaðnum.
Hér er á ferðinni miklu stærra mál en svo, að alþing-
ismenn geti leyft sér að fjalla um það út frá þröngu
sjónarhorni um hver á hvað eða hver sé að ná sér niðri á
hverjum. Hér er á ferðinni grundvallarmál, sem snýst
um lýðræðið í landinu; ekki þessa daga, vikur eða mán-
uði heldur til langrar framtíðar.
Við Íslendingar getum ekki sætt okkur við, að örfáar
stórar viðskiptasamsteypur kaupi upp nánast allar
eignir í landinu.
Við getum heldur ekki látið það gerast, að fjölmiðlar
landsins lendi á of fárra höndum.
Það væri ánægjuleg tilbreyting, ef umræður um
þetta stóra mál gætu farið fram næstu vikur með mál-
efnalegum hætti en ekki með stöðugum skotgrafahern-
aði. Fjölmenni var á aðalfundi Blaðamannafélags Íslands, þar sem lýst
Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisf
arinnar um eignarhald á fjölmiðlum
ÞINGFLOKKUR sjálfstæðismanna sam-
þykkti frumvarp um eignarhald á fjöl-
miðlum á fundi sínum eftir hádegi í gær.
Davíð Oddsson, for-
sætisráðherra og for-
maður Sjálfstæðis-
flokksins, sagði við
fjölmiðlamenn eftir
fundinn að með frum-
varpinu væri verið að
tryggja frelsi fjölmiðla.
Hann vísaði því að-
spurður á bug að frum-
varpinu væri beint sér-
staklega gegn Norðurljósum. „Nei,“ sagði
hann, „þessu frumvarpi er beint gegn
samþjöppun í fjölmiðlum.“
Síðar sagði hann að ekkert í þessu máli
ætti að koma mönnum á óvart; nefnd sem
samið hefði fjölmiðlaskýrsluna svonefndu
hefði verið skipuð og kynnt fyrir allöngu.
„Það er ekkert sem þarf að koma mönn-
um á óvart; stjórnvöld í landinu töldu að
samþjöppun á fjölmiðlamarkaði væri ekki
æskileg.“
Aðspurður hafnaði Davíð því að frum-
varpið fæli í sér eignaupptöku. Sagði
hann fullyrðingar í þá veru rangar. „Ég
segi að það sé rangt,“ ítrekaði hann. Í
frumvarpinu er m.a. kveðið á um að
óheimilt sé að veita fyrirtæki útvarpsleyfi
ef annað fyrirtæki eigi meira en 25%
eignarhlut í því. Davíð vísaði því á bug
aðspurður að sú prósenta hefði eitthvað
með Baug að gera. „Það hefur ekkert
með Baug að gera, það er verið að
tryggja almennt dreifða eignaraðild í fjöl-
miðlafyrirtækjum.“
Þegar Davíð var inntur eftir því hvort
það lægi eitthvað á að afgreiða frum-
varpið á þessu vorþingi sagði hann: „Það
er sjálfsagt að staða eins og þessi, eins og
menn hafa verið að tala um, að hún sé
skýrust sem lengst, það er um að gera að
klára málið, þannig að jörðin sé klár,
menn viti á hverju þeir standa og svo
framvegis.“
Gangi erinda eigenda sinna
Davíð var ítrekað spurður, af fjölmiðla-
mönnum eftir fundinn í gær, hvort frum-
varpið beindist að Norðurljósum. Í svör-
um sínum sagði Davíð m.a. að svo mætti
ætla „þegar maður
irtæki Norðurljósa
sér núna“, sagði han
sér? „Eins og þau h
flutningi.“ Hvernig?
stríðsfyrirsagnirnar,
árásirnar, hefurðu
inn? Ég tel að þetta
vel að það er ekkert
þessum fjölmiðlum.
eingöngu gengið
Geturðu nefnt nokku
dag. Öll.“ Ertu að
sem starfa fyrir Nor
eigin siðferðisreglum
að þeir geri það, þá v
ig að það séu nákv
urnar og eigendanna
Davíð Oddsson, forsætis-
ráðherra og formaður
Sjálfstæðisflokksins
Frumvarpi
ætlað að
tryggja frelsi
fjölmiðla
„MÉR sýnist ekki að
lega á,“ segir Guðjón
formaður Frjálslynd
gr
va
ar
tó
ek
ið
dr
gæ
þv
ef
„Við höfum ekki se
ræða fjölmiðlamál en
ið að gefa sér það fy
hver stuðningur við
erum ekki einu sinn
hann.
Sé ekki að neitt s
í þjóðfélaginu
„Ég sé heldur ekk
stakt að fara alveg á
út af gangi í fjölmiðlu
Mér finnst að me
góðan tíma í þetta og
þarf að afgreiða þet
talað um að veittur
unartími í frumvarpi
una við það þó sú aðlö
ár og menn ljúki þe
verkast svo.
Mér finnst svolít
þessu og það er eins o
manns skít,“ segir Gu
Guðjón
Kristjánsso
Frjálslynd
Menn
taka
góðan