Morgunblaðið - 27.04.2004, Page 29

Morgunblaðið - 27.04.2004, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 29 AÐALFUNDUR Blaðamannafélags Íslands lýsti í ályktun í gærkvöldi harðri andstöðu við frumvarp ríkisstjórnarinnar um eignarhald á fjölmiðlum, „verði það að lögum munu strangari reglur gilda um slíkt eignarhald hér á landi en í flestum við- miðunarlöndum okkar“, segir í ályktuninni, sem samþykkt var samhljóða á fundinum, að sögn Ró- berts Marshall, formanns BÍ. „Við teljum að með frumvarpinu sé starf hundr- aða manna sett í uppnám og lífsviðurværi þúsunda í óvissu,“ segir hann. Fjölmennt var á fundinum, og segist Róbert ekki hafa upplifað áður svo mikið fjölmenni á aðalfundum félagsins. „Menn skiptust á skoðunum um þetta en ályktunin var samþykkt samhljóða hér á fundinum,“ sagði hann. Til þess fallið að draga úr mætti frjálsra fjölmiðla á Íslandi Blaðamannafélagið hvetur alþingismenn til að taka málið til ítarlegrar skoðunar, ábyrgð þeirra sé mikil, enda geti frumvarpið, ef það verður að lögum, leitt til þess að fjöldi manna missi vinnu sína. „Frumvarpið, eins og það liggur fyrir, er til þess fallið að draga úr mætti frjálsra fjölmiðla á Íslandi og skerða möguleika þeirra til framþróun- ar. Það veikir þessa fjölmiðla fjárhagslega, sem leiðir til þess að þeir verði vanmáttugri í gagn- rýnni umfjöllun um málefni samfélagsins og síður líklegir til að veita valdhöfum nauðsynlegt að- hald,“ segir í ályktuninni. „Ótækt er að frumvarp, sem getur haft svo víð- tæk áhrif á afkomu fjölda fólks og fyrirtækja, fái ekki vandaðri undirbúning en raun ber vitni og vandséð er hvernig slík vinnubrögð geti samrýmst lýðræðislegum háttum. Aðalfundurinn hvetur til málefnalegrar umræðu í samfélaginu um eign- arhald á fjölmiðlum með mögulega lagasetningu í huga, en efnisatriði fyrirliggjandi frumvarps munu tæplega fá viðunandi umræðu á opinberum vettvangi eigi að samþykkja það sem lög fyrir þingfrestun í vor. Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands for- dæmir jafnframt að félagið var sniðgengið við skipan nefndar, sem skilaði skýrslu um eignarhald á fjölmiðlum sem nú liggur til grundvallar frum- varpinu, og að þátttöku fulltrúa félagsins og stétt- arinnar í starfi nefndarinnar var hafnað.“ BÍ lýsir harðri andstöðu við fjölmiðlafrumvarpið Morgunblaðið/Golli t var harðri andstöðu við frumvarp ríkisstjórnarinnar um eignarhald á fjölmiðlum. flokksins, og Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, ræddu við blaðamenn eftir að frumvarp ríkisstjórn- hafði verið samþykkt í báðum þingflokkunum og rætt var við formenn stjórnarandstöðuflokkanna þriggja um málið. „ÞAÐ var samþykkt að leggja það [fjöl- miðlafrumvarpið] fram,“ sagði Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og for- maður Framsóknarflokksins, við fjöl- miðlamenn er hann kom af þingflokks- fundi framsóknarmanna um þrjúleytið í gær. Aðspurður sagði hann að enginn á þingflokksfundinum hefði lagst gegn frumvarpinu. Inntur eftir því hvort allir þingmenn flokksins myndu greiða at- kvæði með frumvarp- inu sagði Halldór: „Ég á von á því en það er eftir að fjalla um það í þinginu. Það er eftir að taka það fyrir í nefnd og ræða það hér og síðan er eftir að kalla til að- ila.“ Bætti hann því við að hann vildi ekki útiloka breytingar á frumvarpinu í með- förum þingsins. Hann sagði þó aðspurð- ur að engar breytingar hefðu verið ræddar á þingflokksfundinum. „Það er eðlilegt að þetta mál fái eðlilega umfjöll- un hér í þinginu. Og svo sjáum við til.“ Ekki gegn Norðurljósum Halldór vísaði því á bug að frum- varpið væri lagt fram til að brjóta upp Norðurljós. „Það er alls ekki rétt,“ sagði hann. „Hins vegar finnst mér eðlilegt til þess að tryggja fjölbreytni í fjölmiðla- rekstri að dagblöð séu aðskilin frá sjón- varps- og útvarpsrekstri. Það er einfald- lega mín skoðun.“ Spurður nánar út í þá skoðun sagði hann: „Ég held það sé mjög mikilvægt að fjölbreytni sé sem mest og mér finnst ekki eðlilegt að dag- blöð og sjónvarp og útvarp sé allt í sama fyrirtækinu. Þetta er ekki venju- legur atvinnurekstur. Þetta er annars konar rekstur en gengur og gerist.“ Þegar hann var spurður hvort þetta ástand hefði ekki blasað við í langan tíma sagði hann: „Jú, jú, það hefur blas- að við í nokkuð langan tíma. En ég held að það sé uppi meiri samþjöppun á þess- um markaði en við höfum oft séð áður og það er eðlilegt að það sé tekið á því.“ Aðspurður neitaði hann því ennfremur að frumvarpið þýddi í raun eignaupp- töku. „Það tel ég alls ekki vera,“ sagði hann. Verði Norðurljósum léttbært Í frumvarpinu segir m.a. að óheimilt sé að veita fyrirtæki útvarpsleyfi ef ann- að fyrirtæki eigi meira en 25% eign- arhlut í því. Er Halldór var spurður hvers vegna ákveðið hefði verið að miða við nákvæmlega þessa prósentu sagði hann: „Tuttugu og fimm prósent er að okkar mati hæfilegt hlutfall til þess að tryggja dreifða eignaraðild í slíkum fjöl- miðlum.“ Hann sagði aðspurður að rætt hefði verið um ýmsar prósentur; 15%, 25% og 35%, en niðurstaðan hefði verið 25%. Að lokum var Halldór spurður hvort hann óttaðist að frumvarpið kippti grundvellinum undan rekstri Norður- ljósa. Um það sagði hann: „Ég get ekki séð það. Það liggur fyrir að Norðurljós þurfa að aðskilja ákveðinn rekstur og ég vænti þess að það verði þeim tiltölulega léttbært.“ Halldór Ásgrímsson, utan- ríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins Segir meiri samþjöppun á markaðnum en áður FRUMVARP um eignarhald á fjölmiðl- um er einungis rökrétt framhald á öllu því fimbulfambi og flaustri sem ein- kenndi aðdraganda þess. Það er ekkert í samfélaginu sem kall- ar á íhlutun með þess- um hætti. Þetta segir Össur Skarphéðinss- son, formaður Sam- fylkingarinnar. „Það er með ólíkind- um að beita eigi of- beldi til þess að knýja frumvarpið í gegn með ákaflega skammri umræðu þegar ljóst er að hér er um grundvallaratriði að tefla sem ekki bara þingið þarf að fá tíma til að ræða heldur þjóðin öll. Í þessu máli hefur ríkisstjórn Íslands orð- ið algerlega viðskila við sína eigin þjóð,“ segir Össur. Framsóknarflokkurinn hefur lekið niður í málinu Formaður Samfylkingarinnar segir það óneitanlega koma á óvart að Fram- sóknarflokkurinn „skuli hafa gleypt þessa smíð Davíðs Oddssonar með húð og hári. Það er ljóst að Framsóknar- flokkurinn hefur algerlega lekið niður í þessu máli“. Össur segir að sér þyki frumvarpið furðuvont. Sér sýnist að það sé byggt á full- komlega ómálefnalegum forsendum. At- hyglisvert sé að þegar formenn stjórn- arflokkanna hafi verið spurðir að því hvaða nauður reki menn til þess að leggja svona frumvarp fram nú hafi þeir ekki getað svarað því. „Það virðist hreinlega sem megintil- gangurinn sé að ganga á milli bols og höfuðs Norðurljósa. Það sem vekur svo mikla eftirtekt er að það er beinlínis staðleysa sem forysta Sjálfstæðis- flokksins hefur haldið fram að frum- varpið sé byggt á fjölmiðlaskýrslunni. Í þeirri skýrslu var ein meginniðurstaðan sú, að mínum dómi, að nefndin benti á að hvaðeina lagalegs eðlis sem gripið yrði til yrði fyrst og fremst að hafa áhrif á fjölmiðla sem verða til að lögum samþykktum.“ Afturvirk lög Össur segir beinlínis tekið fram í skýrslunni að ef fyrirtæki þurfi að end- urskipuleggja sig til þess að hlíta lög- unum þá myndi það skapa álitamál gagnvart stjórnarskránni, þ.e. ákvæði sem varða atvinnufrelsi og vernd eign- arréttarins. Frumvarpið leiði einmitt til þess að fyrirtæki eins og Norðurljós þurfi að gera þetta. Því sé ekki hægt að draga aðra álykt- un en að lögin séu afturvirk og frum- varpið gangi því gegn meginniðurstöðu fjölmiðlaskýrslunnar. Þá segir Össur athyglisvert að í skýrslunni er bent á nytsemd þess að setja lög sem tryggi að eignarhald á fjölmiðlum sé gagn- sætt. Þetta komi ekki fram í frumvarp- inu og heldur ekki sú hugmynd sem sett er fram í skýrslunni að setja lög sem styrkja frelsi og sjálfstæði rit- stjórna. „Þegar ég horfi yfir frumvarpið á þeim skamma tíma sem ég hef haft til að kynna mér það finnst mér það van- hugsað og flausturlegt og furðumargar greinar þess ganga gegn yfirlýstum markmiðum um að tryggja fjölbreytni,“ segir Össur. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar „Vanhugsað og flaust- urslegt“ „ÞAÐ ER gott að menn geti farið að átta sig á efnisatriðunum og við höfum einnig fengið skýrslu [fjölmiðlanefndarinnar] í hendur. Mér sýnist hún vera nokkuð góð yfirferð á þessu máli,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. „Þegar frumvarpið sjálft kemur fram, er tekið af skarið um hvaða kostir eru vald- ir. Nefndin veltir upp ýmsum möguleik- um og bendir á leiðir og velur ekki endi- lega á milli þeirra. Það er síðan frumvarpshöfundanna og Alþingis að ákveða hvað gert er,“ segir hann. Hann segir að þingmenn VG muni ekki láta stilla sér upp í eitthvert lið og með eða á móti einhverjum í þessu máli. „Við ætlum ekki ofan í einhverjar skot- grafir í umræðunni, heldur ætlum við að horfa á efnisatriðin. Þarna er um mik- ilvæg grundvallarmál að ræða. Við ætl- um að skoða þau efnislega og með opn- um huga,“ segir Steingrímur. Ástæða til að skoða hvort grípa þarf til öryggisráðstafana Hann segir ástæðu til að skoða hvort beri að grípa til tiltekinna öryggisráð- stafana í lögum hér á landi eins og gert sé víða í löndum í kringum okkur, til að tryggja að hér verði ekki óhófleg og óæskileg samþjöppun í fjölmiðlaheimin- um. „Fjölmiðlar og fjármálastofnanir hafa oft verið nefnd sem dæmi um svið, þar sem til greina gæti komið að setja regl- ur, til viðbótar hinum almennu sam- keppnislögum. Á hinn bóginn er það vandasamt verk hvernig það er gert og það þarf að undirbúa slíka löggjöf mjög vel. Þess vegna erum við algerlega á móti því að rjúka upp til handa og fóta og flýta okkur. Við teljum hins vegar að þetta sé mál sem ástæða sé til að taka til yfirvegaðrar og málefnalegrar skoðunar. Það erum við tilbúin að gera, en áskiljum okkur allan rétt um hvaða aðgerðir við kynnum að styðja og hverjar ekki. Það er að mörgu að hyggja, bæði séraðstæðum á okkar litla markaði og hvernig breytingar eru innleiddar. Að sjálfsögðu þarf að gæta allra sanngirnissjónarmiða og meðalhófs þannig að ekki sé tekið af mönnum sem hafa byggt upp sín fyrirtæki á grundvelli gildandi laga og í góðri trú og réttur þeirra sé ekki fyrir borð borinn. Þetta þarf allt að athuga mjög vel,“ segir Steingrímur. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs Grundvallar- mál sem við skoðum með opnum huga horfir á öll þessi fyr- og hvernig þau haga nn. Hvernig haga þau aga sér núna í frétta- ? „Hefurðu ekki séð , hefurðu ekki séð ekki séð gauragang- sýni hins vegar mjög t frelsi blaðamanna á Það er algjörlega og erinda eigendanna.“ ur dæmi? „Öll blöðin í segja að blaðamenn rðurljós fari ekki eftir m? „Það má vel vera virðist það vera þann- væmlega sömu regl- a.“ ð það liggi neitt óskap- n Arnar Kristjánsson, da flokksins, um af- reiðslu fjölmiðlafrum- arps ríkisstjórnarinn- r á Alþingi. Guðjón ók fram að hann hefði kki enn séð frumvarp- ð, sem ekki var komið í reifingu á þinginu í ærkvöld og gat hann ví ekki tjáð sig um fnisatriði þess. ett okkur á móti því að n það er alveg út í loft- yrirfram að það sé ein- ð frumvarpið, sem við ni búin að sjá,“ segir sé að fara á hliðina vegna fjölmiðla ki að það sé neitt sér- á hliðina í þjóðfélaginu um. enn ættu að taka sér g sé ekki hvers vegna tta með hraði. Það er sé tveggja ára aðlög- inu og ég sé ekki hætt- ögun verði tvö og hálft essu í haust ef málin till æðibunugangur í og menn hafi lent í óðs uðjón Arnar. n Arnar on, formaður da flokksins eiga að a sér n tíma

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.