Morgunblaðið - 27.04.2004, Síða 32
UMRÆÐAN
32 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ má með sanni segja að allt
sé í heiminum hverfult. Það hafa
mörg stertimennin í fyrirtækja-
rekstri mátt sárlega reyna hin síðari
misserin. Voldug fyrirtæki í verzlun
og viðskiptum hafa horfið af sjón-
arsviðinu svo sviplega og hratt að
undrun sætir. Aðal-uppihaldsmenn
pólitísku valdhafanna hafa margir
hverjir gerzt bón-
bjargarmenn án þess
að vita hvaðan á þá
stóð veðrið.
Liðnir eru nú þeir
sælutímar að for-
ystumenn núverandi
ríkisstjórnarflokka
gátu gengið að því vísu
að öflugustu fjölmiðl-
arnir þjónuðu þeim til
borðs og sængur að
kalla má. Nýríkir upp-
hlaupsmenn hafa kom-
ið til skjalanna, sem
fara sínu fram og
skeyta ekki um skömm né heiður í
umgengni sinni við arfborna for-
sjármenn þjóðríkisins.
Þessvegna þarf nú nýrra vinnu-
bragða við undir nýju kjörorði: Með
lögum skal landsstjórnarmenn
tryggja en óhlýðnum eyða.
Það kemur sér að Sjálfstæð-
isflokkurinn er fyrir alllöngu búinn
að kasta fyrir róða úreltum stefnu-
miðum eins og frelsi einstaklingsins
til orða og athafna, og markmiðið
um frelsi í viðskiptum og frjálsa
samkeppni orðið að öfugmælum.
Framsóknarflokkurinn hefir hins-
vegar frá engu að hverfa, þar sem
eina eftirlifandi hugsjón hans er að
kaupa sér völd, með öllum tiltækum
ráðum – og hvað sem þau kosta.
Fyrir því er nú hægt að taka til
óspilltra málanna við framkvæmd á
fyrrgreindu nýju kjörorði. Þó er
einsog Framsóknarflokkurinn sé að-
eins hikandi; sjálfsagt til að láta á
það reyna fyrst hvað hinir óhlýðnu
vilja borga fyrir að far-
ið verði vægilegar í
sakirnar.
Auðvitað þarf í litlu
þjóðríki einsog hinu ís-
lenzka að vera á varð-
bergi fyrir hringa-
myndunum; of mikilli
samþjöppun valds á
sviðum viðskipta eða
fjölmiðlunar. Einokun
ber í öllu falli að af-
stýra, enda margreynt
til hvers leiðir. En í
þeim efnum verður eitt
yfir alla að ganga. Geð-
þóttaákvarðanir valdhafa, þar sem
sauðirnir eru skildir frá höfrunum,
eru háskasamlegar lýðræðinu.
Alveg sérstaklega er varhugavert
að láta vanstilltar geðsveiflur valda-
manna ráða för.
Þær breytingar hafa t.d. ekki orð-
ið á fjölmiðlamarkaði á síðustu tím-
um að kalli á sérstaka lagasetningu,
nema þá að mjög vandlega athuguðu
máli. Eina umtalsverða breytingin á
þeim markaði er að allstór hluti
hans er hættur að þjóna í auðmýkt
undir majestetina.
Það er með ólíkindum ef úrslit svo
viðamikils máls eiga að ráðast eftir
persónulegu viðhorfi valdamanns til
einstaka aðila í fjölmiðlasveit. Flest
bera þó vinnubrögðin í máli þessu
keim af slíku. Þó tekur steininn úr
þegar fitjað er upp á að setja aft-
urvirk lög til höfuðs starfandi fjöl-
miðlum, og sundra þeim ef svo ber
undir.
Afturvirk lög má ekki setja nema
líf liggi við. Hinsvegar gætu þeir
hugsað sér gott til glóðarinnar, sem
þykjast sjá nauðsyn þess að skatt-
leggja sérstaklega aftur í tímann
stórgróðann, sem menn hafa hrams-
að til sín úr íslenzkum sjávarútvegi.
Og horfið á braut með fenginn
skattfrjálsan til útlanda, sem stjórn-
völd hafa gert þeim kleift með laga-
setningu framkvæmdavaldsins á
hinu háa Alþingi.
En ekki er að sökum að spyrja
þar sem stjórnlyndisfrekjan ríður
húsum, rekin áfram af heiftrækni.
Ofstjórnaræði
Sverrir Hermannsson skrifar
um lagasetningu um fjölmiðla ’Þessvegna þarf núnýrra vinnubragða við
undir nýju kjörorði:
Með lögum skal lands-
stjórnarmenn tryggja
en óhlýðnum eyða.‘
Sverrir Hermannsson
Höfundur er fv. formaður
Frjálslynda flokksins.
NÝLEGA hélt Öryrkjabandalag
Íslands málþing um lyfjaverð til al-
mennings undir yfirskriftinni
„Verður tvöfalt heilbrigðiskerfi að
veruleika á Íslandi á baráttudegi
verkalýðsins 1. maí?“ en tilefnið var
nýboðaðar reglur um sömu nið-
urgreiðslu ríkisins fyrir sambærileg
lyf (analog lyf) í
nokkrum lyfjaflokkum.
Þær eru liður í aðgerð-
um til þess að ná niður
lyfjakostnaði og eru
samdar í lyfja-
máladeild heilbrigð-
isráðuneytisins.
Landlæknir kom að
málinu á seinni stig-
um. Landlæknisemb-
ættið heyrir skipulags-
lega undir
heilbrigðisráðuneytið,
en löng hefð er fyrir
algeru sjálfstæði emb-
ættisins í faglegum málum.
Jafnrétti fólks til heilbrigðisþjón-
ustu er grundvöllur samfélags-
legrar heilbrigðisþjónustu eins og
við höfum hér á landi og segir í lög-
um um heilbrigðisþjónustu að allir
landsmenn skuli eiga völ á bestu
heilbrigðisþjónustu sem tök eru á
að veita á hverjum tíma. Í sumum
löndum er þetta orðað enn skýrar.
Bretar nota til dæmis hugtakið
„equal access for equal need“, þ. e.
að þörfin ein á að skera úr um þá
heilbrigðisþjónustu sem fólk á völ á,
ekki efnahagur, búseta, menntun
eða tekjur. Landlæknisembættið
leggur mikla áherslu á jafnrétti til
heilbrigðisþjónustu. Undirritaður
hefur haft þetta sem sérstakt
áhugamál í langan tíma, fylgst með
rannsóknum á þessu sviði og lagt
þar dálítið af mörkum sjálfur.
Notendagjöld eru vissulega ein af
hindrununum í vegi jafnréttis. Þeim
verður að stilla í hóf. Notendagjöld
eru réttlætanleg að vissu marki, til
þess að þjónustan sé ekki misnotuð.
Heilbrigðisráðuneytið stendur nú
frammi fyrir þeirri kröfu frá fjár-
málaráðuneytinu að spara 450 millj-
ónir á þessu ári í lyfjakostnaði og 4
mánuðir eru liðnir. Hluta þeirrar
upphæðar mun eiga að innheimta
eftir leiðum sem ekki snúa að sjúk-
lingnum sjálfum, heldur innflutningi
og dreifingu. En með réttu eða
röngu er það mat ráðuneytisins að
þær aðgerðir dugi ekki einar sér.
Er þá rétt aðferð að ná inn hall-
anum með því að auka hlut sjúk-
lingsins yfir línuna? Ég tel svo ekki
vera. Ég tel að við séum komin að
þeim mörkum að það sé áhættu-
samt að hækka sjúklingshlutann.
Við höfum séð úr athugunum, sem
landlæknisembættið
og aðrir hafa gert að
fátækir fara þá að
veigra sér við að leysa
út lyfin sín vegna
kostnaðar. Þetta vilj-
um við ekki. En hvað
er þá til ráða? Hvernig
náum við inn þessari
fjárhæð? Það er að
hluta til einmitt með
þeirri aðferð sem hér
hefur verið lýst og fyr-
ir dyrum stendur, það
er að allir fái áfram
sömu niðurgreiðslu á
þeim lyfjum sem þeim eru nauðsyn-
leg miðað við ódýrasta lyf sem dug-
ir. Sé til lyf, sem samkvæmt rann-
sóknum gefur svipaða raun skal
niðurgreiðslan miðuð við ódýrara
lyfið. Ef ódýra lyfið hefur þegar
verið reynt eða læknir leiðir að því
gild rök á annan hátt að ein-
staklingurinn þurfi dýrara lyfið þá
fær hann það gegn sömu greiðslu
og ódýra lyfið gegn framvísun skír-
teinis. Þannig förum við eftir meg-
inlögmáli jafnréttisins, þ. e. að þörf-
in ein ráði og ekkert annað. Á
grundvelli þessa styð ég þessa hug-
mynd, þótt hún sé ekki gallalaus
Það eru ekki tök á því hér að
fjalla um alla lyfjaflokkana sem nú
er til umræðu. Mest hefur verið
fjallað um nýleg kólesterol-
lækkandi lyf, svokölluð statin, sem
eru til í allmörgum afbrigðum, en
virka öll í sömu átt og hafa svipaðar
aukaverkanir, sem eru fremur litl-
ar. Fáir efast um gildi þessara lyfja.
Í raun má segja að því lægra sem
kólesterol er, því betra. Þegar litið
er á rannsóknir í heild, eins og gert
er í svokallaðri gagnreyndri lækn-
isfræði, eða „evidence based medic-
ine“, kemur í ljós að ekkert þessara
lyfja er ótvírætt best að nota þegar
verið er að hefja kólesterollækkandi
meðferð hjá einstaklingi sem er að
koma í fyrsta sinn eftir þá grein-
ingu. Aukaverkanir þeirra eru svip-
aðar. Sjálfur er ég sérfræðingur í
heimilislækningum og þekki góða
menn í þeim hópi. Þeir hafa sagt
mér að það sé nokkuð tilviljunum
háð hvert þessara statina þeir velji
hverju sinni og það geti litast af
upplýsingum frá síðasta lyfjakynni.
Flestir viðurkenndu að taka lítið
mið af verðinu. Fyrir kemur að
sjúklingur þurfi að skipta um lyf af
einhverri ástæðu þegar frá líður. Ef
læknir rökstyður að svo sé á sjúk-
lingur að fá nýja lyfið á sama verði
og það gamla gegn skírteini sam-
kvæmt fyrirhuguðum reglum.
Ég hefði kosið að fara þá leið að
setja þessar reglur ekki á í tíma-
pressu vegna sparnaðarkröfu sem
ráðuneytið býr við, heldur gera
þetta einfaldlega á þeim forsendum
að þetta leiði til sparnaðar og minni
sóunar þegar til lengri tíma er litið;
að fólk byrji ekki á dýrari lyfja-
meðferð en nauðsyn krefur. Hins
vegar getur verið erfiðara að breyta
lyfjum sem fólk er þegar farið að
nota og gefast vel. Þar verður að
fara varlega, ekki síst þegar geð-
deyfðarlyfin eiga í hlut. Í byrjun
hljóta undanþágur því að verða
fleiri en þegar frá líður.
Samantekið tel ég þessa aðferð
að því leyti góða að hún kemur í
stað almennrar hækkunar á lyfja-
hluta sjúklings, sem er aðferð sem
örugglega leiðir til tveggja laga
kerfis ef lengra er haldið á þeirri
braut. Þetta skref er ekki líklegt til
að stuðla að tveggja laga kerfi og
tel eg að heilbrigðismálaráðherra
sýni okkur með þessu að hann vill
ekki tveggja laga kerfi. Meiri
áhyggjur hef ég af því að nýjar
reglur leiði til aukinnar skrif-
finnsku. En að halda því fram að
lífshætta sé á ferð er að skjóta
langt yfir markið.
Tvöfalt heilbrigðiskerfi?
Matthías Halldórsson skrifar
um heilbrigðisþjónustu ’Ég tel að við séumkomin að þeim mörkum
að það sé áhættusamt að
hækka sjúklingshlut-
ann.‘
Matthías Halldórsson
Höfundur er aðstoðarlandlæknir.
U
m þessar mundir
virðist bloggurum
á Íslandi fjölga
gríðarlega. Sagt
var frá því í síð-
ustu Lesbók að 1. mars sl. voru
stofnaðar á folk.is 570 nýjar
bloggsíður en nýskráningar
höfðu þá undanfarna daga rokk-
að á milli 400 og 500. Hér er á
ferðinni menningarlegt og sam-
félagslegt fyrirbæri sem lítið
hefur verið rannsakað enda ný-
tilkomið. Miðað við vinsældir
þessa miðils má gera ráð fyrir að
hann eigi eftir að hafa mikil
áhrif, og þá hugsanlega á óvænt-
an hátt.
En hvað er blogg?
Blogg er vefsíða sem er upp-
færð á hverjum degi með nýj-
ustu færsl-
unum efst á
síðunni.
Þrengri
skilgreiningu
á bloggi (we-
blog á ensku,
stytt í blog) er varla hægt að
skrifa. Fyrst í stað fólst blogg í
því að vafra um Vefinn og tengja
forvitnilegt efni við eigin síðu.
Það voru fyrst og fremst forrit-
arar og vefarar sem hófu þessa
iðju árið 1998 enda var góð tölvu-
kunnátta nauðsynleg til þess að
búa til bloggsíðu. Í ársbyrjun
1999 voru bloggsíður 23 talsins
samkvæmt lista sem birtur var á
bloggsíðunni camworld.com. En
fljótlega upp úr því tók þeim að
fjölga hratt og hinn upphaflegi
hópur bloggara – sem hafði
myndað eins konar blogg-
arasamfélag með því að lesa hver
annars síður og skiptast á tengl-
um – þessi hópur varð aðeins
einn af mörgum. Í júlí 1999 varð
svo bylting með tilkomu Pitas,
fyrsta ókeypis bloggforritsins á
Netinu sem gerði hverjum sem
var, burtséð frá tölvukunnáttu,
kleift að stofna bloggsíðu. Blogg-
arar skiptu fljótlega hundruðum
og þúsundum, og nú eru hundruð
þúsunda að blogga um allan
heim, ef ekki milljónir, með hjálp
slíkra vefforrita en þekktast
þeirra er vafalaust Blogger. Hér
á landi er folk.is vinsælasta
bloggsvæðið en vefurinn er sá
fjórði vinsælasti á landinu sam-
kvæmt samræmdum mælingum
og með næstflestu flettingarnar
á eftir Morgunblaðsvefnum.
Í árdaga bloggsins tíðkaðist að
bloggarar skrifuðu stuttar at-
hugasemdir eða umsagnir um
tenglana sem þeir settu á síður
sínar. Á síðustu árum hefur þró-
unin orðið sú að margir blogg-
arar leggja jafn mikla eða jafn-
vel meiri áherslu á skrifin en
tenglana. Á hverri síðu eru þó
tenglar á aðrar bloggsíður sem
viðkomandi bloggara þykja góð-
ar eða áhugaverðar. Bloggarar
lesa hver annan og skrifa hver
um annan. Að auki gefa lang-
flestir bloggarar lesendum sín-
um tækifæri til að svara blogg-
inu eða gera athugasemdir við
það. Bloggið er gagnvirkt.
Bloggið er öðrum þræði samtal.
Að efni til er bloggið ekki
óskylt einkabréfum og dagbók-
arskrifum. Þar er allt játað. En
Netið gerir það að verkum að nú
koma þessi persónulegu skrif
fyrir almenningssjónir. Bloggið
líkist helst opinberum skrifta-
stól. Maðurinn virðist að minnsta
kosti viljugri en hann hefur verið
til að opinbera sig. Ástæðan er
hugsanlega sú að hinir nærgöng-
ulu rafvæddu miðlar hafa brotið
niður múra einkalífsins.
Það er hægt að finna ótal
dæmi um það hvernig helgi
einkalífsins er rofin í blogginu,
hvernig við hleypum hvert öðru
inn á gafl, jafnvel á úrslitastundu
í lífi okkar. Ungur maður að
nafni Andrew Hales framdi
sjálfsvíg kl. 12 á miðnætti 23.
febrúar síðastliðinn með því að
skera sig á púls með Stanley-
hnífi (http://www.geocities.com/
my_life_that_never_was/
the_suicide.html). Hann var 24
ára. Á bloggsíðu sinni birti hann
sjálfsvígsbréf þennan dag þar
sem hann rakti ástæður þess að
hann svipti sig lífi. Hann sagðist
hafa langað til að taka eigið líf
allt frá því hann var þriggja ára.
Ástæðuna segir hann vera ein-
faldlega þá að hann hafi ekki
skilið neitt í þessu tilgangslausa
lífi. Hann lýsir aðdraganda
sjálfsvígsins, þunglyndi sínu, sí-
felldum sjálfsvígshugsunum, af-
skiptaleysi foreldra og annarra í
nánasta umhverfi, „enginn mun
staldra við, enginn veit hvernig
mér líður,“ segir hann og sendir
þeim sem munu eiga um sárt að
binda samúðarkveðjur. Á síðunni
birtir hann myndir af sér og bréf
til unnustu sinnar sem hann seg-
ir hafa verið einu ástæðuna fyrir
því að hann dró verknaðinn svo
lengi.
Andrew Hales er aðeins ein
rödd af ótal mörgum á Netinu.
Þetta er sjálfsagt fyrsta sjálfs-
vígsbréfið sem margir lesa á æv-
inni. Í sjálfu sér vitum við ekki
hvort það er raunverulegt, hvort
Andrew Hales var yfirleitt til, og
ef hann var til hvort hann framdi
þá sjálfsvíg. En ef hann gerði
það – og við höfum í sjálfu sér
enga ástæðu til að draga það í
efa – þá er þetta mjög sláandi
dæmi um það hvernig mörkin
milli einkalífs og opinbers lífs
hafa máðst burt; það er engu lík-
ara en lyklaborðið sé hamrað
með taugaendunum.
Miðlar eins og Netið og blogg-
ið eru sítenging sálarlífsins við
umhverfið, þeir gera okkur öll að
einum líkama með eitt tauga-
kerfi, eina sál. Við vitum auðvit-
að ekki enn hvernig þetta breyt-
ir okkur: Verður sjálfsmynd
okkar skýrari? Verður heims-
myndin þrengri? Erum við öll að
verða eitt og hið sama? Erum við
öll ein manneskja? Ein hugsun?
Ein bloggfærsla? Þegar rennt er
yfir óteljandi bloggsíður á Net-
inu er að minnsta kosti varla
hægt að verjast þeirri hugsun að
við séum sífellt að verða einsleit-
ari. En á sama tíma er fjöldi
raddanna sláandi og allar hafa
þær einhver örlítil sérkenni. Og
hin smávægilegu frávik skipta
máli. Og kannski er það nið-
urstaðan sem við höfum alltaf
verið að forðast eins og heitan
eldinn, að við erum öll eins, fyrir
utan þetta örlitla frávik sem allir
bera innan í sér og allir telja
ástæðu til að koma á framfæri
við heiminn.
Opinber
skriftastóll
Miðlar eins og Netið og bloggið eru sí-
tenging sálarlífsins við umhverfið, þeir
gera okkur öll að einum líkama með
eitt taugakerfi, eina sál.
VIÐHORF
Eftir Þröst
Helgason
throstur@mbl.is