Morgunblaðið - 27.04.2004, Page 34

Morgunblaðið - 27.04.2004, Page 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Snjólaug GuðrúnStefánsdóttir, Fagrahvammi 2 B í Hafnarfirði, fæddist í Reykjavík 25. maí 1951. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans í Kópavogi 21. apríl síðastliðinn. Foreldar hennar eru Margrét Guðmunds- dóttir húsmóðir og fyrrv.dómritari og Stefán Gunnlaugs- sonar fyrrv. alþingis- maður og bæjarstjóri í Hafnarfirði. Bræð- ur Snjólaugar eru:1) Gunnlaugur, sóknarprestur í Heydölum,kvænt- ur Sjöfn Jóhannesdóttur, sóknar- presti. 2) Guðmundur Árni, alþing- ismaður, kvæntur Jónu Dóru Karlsdóttur, bæjarfulltrúa. 3) Ás- geir Gunnar, flugmaður, kvæntur Sigrúnu Ingvadóttur, flugmanni. 4) Finnur Torfi, tónskáld, kvæntur Steinunni Jóhannesdóttur, skrif- stofumanni Hinn 4. apríl 1983 giftist Snjó- laug Dan Gunnari Hansson, skrif- stofumanni og skákmeistara, f. Snjólaug starfaði sem verkefnis- stjóri í fjölskyldu- og forvarnar- málum hjá Reykjavíkurborg fram á þetta ár. Hún var verkefnisstjóri þróunarverkefna á vegum fram- kvæmdanefndar Reykjavíkurborg- ar um reynslusveitarfélög 1995- 1996, verkefnisstjóri Vímuvarna- nefndar Reykjavíkur 1996-1999 og Samstarfsnefndar um afbrota- og fíknivarnir 1999-2004. Þá var hún verkefnisstjóri samstarfsáætlunar ríkis og borgar, Ísland án eiturlyfja 1987-2002. Snjólaug var formaður nefndar um fjölmenningarstefnu Reykjavíkurborgar 1999-2000 og vann að undirbúningi og stofnun Alþjóðahúss. Snjólaug sinnti ýmsum öðrum verkefnum fyrir opinbera aðila, sat m.a. í nefndum og ráðum. Þá var hún höfundur fjölmargra greina í dagblöð og tímarit, þá sérstaklega um málefni barna, fjölskyldna, ný- búa og um forvarnir gegn fíkniefn- um. Hún var hún virk í félagsstörf- um ýmiss konar; m.a. á vettvangi Kvennaframboðsins, Samfylking- arinnar, Fangahjálparinnar Verndar, Íslenskrar ættleiðingar og fleiri samtaka og félaga og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörf- um. Útför Snjólaugar G. Stefánsdótt- ur fer fram frá Hafnarfjarðar- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Kiruna í Svíþjóð 10. júní 1952, d. 20 ágúst 1999. Þau skildu. Þau eignuðust tvær dætur, Brynju M. Dan, f. 25.8. 1985, og Líneyju Dan, f. 12.11. 1987, sem stunda nám í Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ. Snjólaug ólst upp í foreldrahúsum í Hafn- arfirði og lauk gagn- fræðaprófi frá Flens- borgarskóla árið 1967. Hún lauk phil.cand prófi í uppeldisfræð- um frá Háskólanum í Uppsölum vorið 1980 og framhaldsnámi í námsráðgjöf frá Háskóla Íslands 1992. Á námsárunum starfaði Snjó- laug m.a. hjá Unglingaheimili rík- isins og á skólaheimilinu í Breiðu- vík. Þá starfaði hún um tíma hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar og veitti forstöðu Unglinga- athvarfi stofnunarinnar fram til haustsins 1985 þegar hún var ráðin yfirmaður nýstofnaðrar Unglinga- deildar Félagsmálastofnunar. Hún Snjólaug mín hefur kvatt okkur að sinni. Eftir erfið veikindi gekk hún mót Guði sínum, í faðmi sinna nánustu. Snjólaug var afar sjálfstæð og sterk kona, sem sýndi sig berlega í alvarlegum veikindum hennar. Þrek hennar, kraftur og bjartsýni jók okkur hinum von og trú um að hún ynni bug á illvígum sjúkdómn- um. Hún hafði hvað eftir annað á síðustu tæpu þremur árum snúið á læknavísindin svo undrun sætti hjá bæði læknum og okkur ástvinum hennar. En jafnvel hún varð undan að láta að lyktum. Hún vissi orðið að hverju stefndi og var tilbúin að mæta örlögum sínum. Var æðru- laus og lét aldrei bugast þrátt fyrir oft erfiða daga. Erfiðust fannst henni tilhugsunin um að þurfa að yfirgefa gullmolana sína, Brynju og Líneyju. En hún hafði öðlast þá vissu og huggun að þeirra biði öruggt skjól hjá okkur ástvinunum. Snjólaug starfaði í áraraðir hjá Reykjavíkurborg þar sem hún gegndi ábyrgðarmiklum störfum. Var forkur til vinnu og dró ekki af sér. Þar eignaðist hún fjölda vina sem hafa staðið þétt að baki henni og reynst henni vinir í raun og er þeim þökkuð hér sú alúð og hlýja sem þeir hafa sýnt Snjólaugu og dætrum hennar. Snjólaug var þeirrar gerðar að hún laðaði að sér fólk. Enda átti hún stóran hóp vina, héðan úr Hafnarfirði, frá námsárunum í Sví- þjóð, meðal samstarfsfólks og víðar að. Hún ræktaði vináttu sína við allt þetta fólk af eljusemi og uppskar ómælda hlýju og hjálpsemi þessa sama fólks í veikindunum undanfar- in ár. Snjólaug var mjög glaðvær en gat jafnframt verið „töffari“ í bestu merkingu þess orðs, var mjög hreinskiptin og ákveðin. En um- fram allt var hún hlý og góð mann- eskja. Hún elskaði börn, hvort held- ur það voru hennar eigin eða annarra. Þess hafa börnin mín sannarlega fengið að njóta í gegn- um tíðina. Um leið og hún var besta „frænkan“ var hún jafnframt vinur þeirra og óþreytandi að leiðbeina þeim og hvetja áfram á alla lund. En það besta sem hún átti voru stelpurnar hennar, Brynja og Lín- ey. Þær voru henni eitt og allt enda bera þær þess vitni að mamma þeirra setti þær alltaf í fyrsta sæti, allt annað vék fyrir velferð þeirra. Þær áttu hug hennar og hjarta, ekki síst þegar að leiðarlokum dró. Snjólaug var ekki bara mágkona mín, ekki bara systir eiginmanns míns, Guðmundar Árna, og frænka barnanna minna; hún var líka ein mín besta vinkona. Margar orðræð- urnar áttum við saman um lífsins gagn og nauðsynjar sem ég mun bera með mér um ókomna tíð. Og við deildum bæði gleði- og sorgar- stundum. Ógleymanlegar eru t.d. Mallorcaferðirnar sem við hjónin og börnin okkar fórum með Snjó- laugu, Brynju og Líneyju. Þessar ferðir rifjuðum við oft upp nú síð- ustu vikurnar og nú ylja þessar stundir og fleiri góðar, og munu gera um ókomna tíð. En sorgin kvaddi líka dyra í lífi okkar beggja. Synir mínir, Fannar Karl og Brynjar Freyr létust 1985 og það varð Snjólaugu þung raun, en um leið reyndist hún okkur hjón- unum ómetanleg; var stoð okkar og stytta á þeim erfiðu tímum. Strák- arnir okkar voru henni afar kærir og hún þeim. Enda sóttust þeir á sínum tíma eftir því að fá að gista hjá „Snjókku frænku“ og Danna, sem alltaf reyndist auðsótt mál. Danni lést fyrir tæpum fimm árum. Ég á þá trú og vissu að nú taki þeir, Fannar, Brynjar og Danni á móti Snjókku sinni og leiði hana um vegi Guðs, eilífa paradís. Ég veit ég get talað fyrir hönd nánustu fjölskyldu Snjólaugar þeg- ar ég þakka starfsfólki líknardeild- ar Landspítalans fyrir einstaka um- hyggju í garð Snjólaugar og okkar ástvina hinar síðustu vikur. Megi því fólki vel farnast í ómetanlegu líknarstarfi. Jakobi Jóhannssyni lækni Snjólaugar eru jafnframt færða hlýjar kveðjur og þakkir, sem og öðru góðu heilbrigðisstarfs- fólki. Elsku stelpunum okkar, Brynju og Líneyju, bið ég blessunar Guðs og þess að lífið megi dag einn brosa við þeim á ný. Við öll, fjölskylda þeirra, munum gera allt til þess að svo megi verða. Þess sama óska ég elskulegri tengdamóður minni Mar- gréti, hetjunni okkar allra, svo og Stefáni tengdaföður mínum, bræðr- um Snjólaugar og ástvinum öllum. Almáttugur Guð varðveiti þig, mín ástkæra Snjólaug. Hafðu þökk fyrir allt. Þín elskandi mágkona og vinkona Jóna Dóra. Snjólaug frænka okkar er dáin. Stórt skarð er rofið í frændsystk- inahópinn, alla stórfjölskylduna. Snjólaug er samofin æskuminn- ingum okkar. Við komum öll saman á sunnudögum á Bræðraborgar- stígnum hjá ömmu Guðrúnu og afa Guðmundi. Þar hittumst við þegar þær systurnar, Magga og móðir okkar Steina, mættu með fjölskyld- urnar í heimsókn. Þær eru ekki að- eins systur, heldur einnig mjög nánar vinkonur. Fjölskyldurnar búa báðar í Hafn- arfirði þannig að samgangur er mikill á milli systranna. Snjólaug var einstök kona, átti fáa sína líka. Hún var rökföst. Fljót að greina hismi frá kjarna og frjó í hugsun. Einstaklega skemmtileg og hláturmild. Gerði óspart grín að sjálfri sér og sínum nánustu, og hermdi vel eftir. Oft veltumst við um af hlátri. Kornung var hún búin að velja sér sitt lífsstarf. Hún vann með unglingum og fyrir unglinga. Það er ekki til það svið sem hún lét sig ekki varða er laut að velferð þeirra. Hún vann á unglingaheimilum, úti- deildinni, Breiðuvíkinni og mörgum öðrum stöðum þar sem unglingar þurftu leiðsagnar við og er fram liðu stundir við stjórnun og mótun stefnu um velferð ungs fólks. Hún var ótrúlega afkastamikil og skap- andi kona. Stærsti og mesti fjársjóður Snjó- laugar í lífinu voru dætur hennar tvær, þær Brynja og Líney. Þær voru henni allt. Þær eiga dýrmætar minningar um yndislega móður, sem verður þeim leiðarljós um alla þeirra fram- tíð. Mikill harmur er kveðinn að fjöl- skyldunni. Megi guð veita ykkur styrk í þessari miklu raun. Blessuð sé minning Snjólaugar Guðrúnar. Inga og Guðrún. Veturinn er liðinn, svo er með lífshlaup Snjólaugar vinkonu okkar. Hún kvaddi þennan heim síðasta vetrardag í faðmi þeirra sem henni voru kærastir, dætra og nánustu fjölskyldu. Við – saumaklúbbssystur höfum átt langa og ánægjulega samleið með Snjólaugu, eða Snjóku eins og hún var gjarnan kölluð. Hjá sumum okkar er þessi samleið allt frá því í tímakennslu eins og sex ára bekk- urinn kallaðist þá. En að loknu gagnfræðaprófi 1968 var sauma- klúbbur stofnaður og saman höfum við gengið síðan, í gegnum súrt og sætt, sótt styrk og ráð hver til ann- arrar eða hópsins eftir því sem hverri okkar hefur hentað. Hópur vinkvenna sem stendur þétt saman. Sumar okkar urðu ungar mæður og eins og gjarnan vill verða snerist tal okkar mikið um börn, bleiur og fleira í þeim dúr. Snjólaug var þá ekki á þeirri bylgjulengd en samt umbar hún okkur, reyndi að leiða tal okkar á aðrar brautir, huga að öðrum málum sem voru ef til vill meira þroskandi og taka afstöðu til hinna ýmsu mála. Fyrir þetta þökk- um við í dag, að hún gafst ekki upp á rausinu í okkur. Við sem hópur höfum brallað margt saman, en meðal þess sem hæst stendur upp úr í minningunni er Portúgalsferðin okkar vorið 2002, þar sem við vor- um allar saman og nutum þess í hví- vetna. Eins eru okkur dýrmætar vikulegu gönguferðirnar sem Snjó- laug var hvatamaður að fyrir tæp- um tveimur árum. Þar eins og ann- ars staðar voru ýmis mál rædd. Þar kom baráttukonan vel í ljós, bar- áttukona sem var tilbúin að takast á við hin ýmsu verkefni smá sem stór og vildi svo gjarnan fá okkur til liðs við hin ýmsu málefni, allt fram á síðustu stundu. Við höfum sjálfsagt ekki alltaf verið leiðitamar. Hvernig minnumst við Snjólaug- ar? Sem sérstakrar, á stundum fljóthuga, sjálfstæðrar konu, bar- áttukonu fram í fingurgóma. Konu með ríka réttlætiskennd, konu sem barðist fyrir réttindum og velferð kvenna, nýbúa og ungmenna. Snjó- laug starfaði alla tíð að málefnum ungs fólks, þar var hún á heima- velli. En fyrst og fremst munum við hana sem móður. Hennar stærsta og dýrmætasta hlutverk í lífinu var móðurhlutverkið og því sinnti hún með mikilli prýði. Hún eignaðist tvær stúlkur sem voru gullmolarnir hennar, eins og hún sagði svo oft. Kæra vinkona. Við þökkum þér fyrir öll góðu árin okkar saman, við þökkum fyrir það sem þú kenndir okkur, ekki hvað síst í þínum veik- indum, að takast á við verkefnið af æðruleysi en jafnframt af baráttu og lífsvilja. Þú ætlaðir aldrei að gef- ast upp. Minning þín mun lifa með okkur. Við vottum Líneyju, Brynju, for- eldrum, bræðrum og öðrum ætt- ingjum okkar dýpstu samúð. Guð blessi ykkur öll. Hve minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Saumaklúbbssystur. Í dag kveðjum við kæran sam- starfsmann, Snjólaugu Stefánsdótt- ur, sem starfaði fyrir Reykjavíkur- borg allt frá árinu 1981. Snjólaugu kynntist ég fyrst fyrir tæpum tíu árum þegar ég vann að stefnumót- un í ferðaþjónustu fyrir Reykjavík- urborg, en hún hafði þá aðsetur í Aðalstræti, þar sem Atvinnu- og ferðamálastofa Reykjavíkurborgar var einnig til húsa. Hlýtt viðmót og áhugi á öllu mannlegu var það fyrsta sem ég staldraði við í fari þessarar konu. Fallegt bros, blik í auga og bjartsýni var það sem gladdi þann sem á vegi hennar varð. Þegar ég hóf störf fyrir Reykjavíkurborg fyrir rúmu ári hafði Snjólaug tekið þann sjúkdóm sem nú hefur leitt hana til dauða. Ég kynntist þó þeim krafti sem ein- kenndi störf hennar og hún var þekkt fyrir. Hann dvínaði ekki þrátt fyrir veikindin. Hún var vakin og sofin yfir þeim verkefnum sem hún bar ábyrgð á í starfi sínu fyrir Reykjavíkurborg, forvarnar- og fjölskyldumálum og málefnum sem tengdust fjölmenningarlegu borg- arsamfélagi. Snjólaug hóf störf fyrir Reykja- víkurborg sem forstöðumaður ung- lingaathvarfs borgarinnar sem þá var rekið að Tryggvagötu 12. Árið 1985 var hún ráðin yfirmaður ný- stofnaðrar deildar, unglingadeildar Félagsmálastofnunar, sem var meðferðar- og ráðgjafardeild auk þess að hafa með höndum stjórn unglingaathvarfa, unglingasambýla og útideildar. Snjólaug starfaði sem forstöðumaður unglingadeildar fram til ársins 1995 er hún tók að sér störf fyrir verkefnisstjórn Reykjavíkurborgar um reynslu- sveitarfélög við undirbúning að stofnun þjónustumiðstöðvar í Graf- arvogi. Í framhaldinu tók hún að sér fleiri stefnumarkandi verkefni fyrir Reykjavíkurborg. Í vímuvarnamál- um var hún verkefnisstjóri átaksins Ísland án eiturlyfja árið 2002 og síðar vann hún við undirbúning að stofnun Alþjóðahúss. Síðasta verk- efnið sem hún hafði með höndum hjá Reykjavíkurborg var vinna við undirbúning að frekari hverfaþjón- ustu borgarstofnana. Flest þeirra verkefna sem Snjó- laug starfaði við hafa krafist áræðis og nýsköpunar, sem einkenndi í raun allt starf hennar. Hún var órög að feta ótroðnar slóðir og hafði að leiðarljósi hagsmuni þeirra hópa í samfélaginu sem hverju sinni áttu undir högg að sækja. Það er mikill sjónarsviptir að slíku fólki. Við höf- um fundið fyrir því hjá Reykjavík- urborg síðan Snjólaug varð að hverfa frá verkefnum sínum. Fyrir hönd Reykjavíkuborgar þakka ég það óeigingjarna starf sem Snjólaug Stefánsdóttir lagði af mörkum til að bæta samfélagið. Sjálfur votta ég dætrum hennar, foreldrum og fjölskyldunni allri innilega samúð mína og óska þeim öllum Guðs blessunar á þessum erf- iða tíma. Þórólfur Árnason. Það eru orðin 30 ár síðan leiðir Hjörleifs og Snjólaugar lágu saman á Unglingaheimilinu í Breiðavík og 23 ár síðan við Snjólaug kynntumst í Kvennaframboðinu í Reykjavík. Allar götur síðan hefur Snjólaug aldrei verið langt undan og oftast nær höfum við átt samleið í lífi og starfi. Við Snjóka í borgarpólitík- inni á dögum Kvennaframboðsins, Snjóka og Hjörleifur í leitarstarfi meðal unglinga hjá Útideild Fé- lagsmálastofnunar, í barnapössun- arbaslinu þegar við eignuðumst Sveinbjörn og hún og Dan eignuð- ust Brynju og síðar í margháttuðu samstarfi á vegum Reykjavíkur- borgar. Alltaf höfum við notið þess að eiga vináttu hennar vísa og geta treyst á hollráð hennar og ósér- hlífni. Snjóka var óhemju mikil baráttu- manneskja og gafst aldrei upp á málstað eða verkefni sem hún hafði tekið að sér eða bar fyrir brjósti. Liðlega tvítug fékk hún brennandi áhuga á stöðu og aðbúnaði ungs fólks sem ýmissa hluta vegna hafði orðið viðskila við samfélag sitt. Það varð áhugamál hennar og ævistarf að hjálpa þessu unga fólki að fóta sig í lífinu og vinna að forvörnum hvar sem því varð við komið. Í því skyni sótti hún sér menntun til Sví- þjóðar og réðst síðan til starfa hjá Reykjavíkurborg eftir að heim var komið til að vinna að málefnum unglinga. Þeim málum sinnti hún með einum eða öðrum hætti allt fram á síðasta ár þegar hún varð að láta af störfum sökum veikinda. Hún kom víða við og þekkti öðrum betur þá þróun sem orðið hafði í málaflokknum og þau úrræði sem best höfðu reynst hér á landi sem erlendis. Hún þekkti enga hálf- velgju, sinnti störfum sínum af sama brennandi áhuga og áfergju og fyrir liðlega þrjátíu árum og var að velta fyrir sér aðgerðum og nýj- um úrræðum allt til hins síðasta. Hvernig átti annað að vera? Hún þekkti ekki uppgjöf, það orð var ekki til í hennar orðasafni og líklega þess vegna gat hún aldrei sagt skil- ið við þann starfsvettvang sem hún valdi sér ung að árum. Börn og ung- lingar í vanda þurftu á baráttufólki að halda og hún var staðráðin í að standa sína plikt, gefast ekki upp. Úthald og baráttuþrek er stund- um kallað þrjóska og það má vel vera að hún Snjóka hafi verið þrjósk. En sú þrjóska var fyrst og fremst öðrum til hagsbóta því hún barðist aldrei fyrir sínum eigin hagsmunum og sóttist hvorki eftir metorðum né innantómri upphefð. Hún gladdist hins vegar þeim mun meir yfir vel unnu verki eða verk- efni sem skilaði sannanlega árangri í þágu þess fólks sem hún bar fyrir brjósti. Hún reyndi heldur aldrei að koma sér í mjúkinn hjá fólki, hvorki yfirmönnum, samstarfsmönnum né skjólstæðingum, heldur var hrein og bein í öllum samskiptum og sagði hug sinn umbúðalaust þegar hún taldi þess þörf. Það er ekki endilega vísasta leiðin til vinsælda en án efa sú farsælasta. Nú er baráttukonan okkar, vin- konan, fallin í valinn. Þó hún beitti öllu sínu þreki og viljastyrk þá gat hún ekki fremur en aðrir unnið sitt dauðastíð. En ég er sannfærð um að baráttuþrekið dugði henni til að lengja líf sitt talsvert umfram það sem henni var ætlað. Og eins og endranær barðist hún ekki sjálfrar SNJÓLAUG STEFÁNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.