Morgunblaðið - 27.04.2004, Side 46
ÍÞRÓTTIR
46 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ verða ekki nein stór-
innkaup á Highbury á leik-
mönnum í sumar eftir því sem
knattspyrnustjóri meistaraliðs
Arsenal, Arsene Wenger, segir.
Ekki sé nein ástæða til að rjúka
upp til handa og fóta auk þess
sem félagið hafi ekki yfir ótæm-
andi sjóðum að ráða, ekki síst
eftir að ákveðið var að byggja
nýjan keppnisvöll.
Ekki sé langt síðan Arsenal
reiddi fram 17 millj. punda, um
2,2 milljarða, fyrir Jose Antonio
Reyes og ekki sé ástæða til að
kaupa fleiri leikmenn að sinni.
„Kannski notum við fáeinar
milljónir punda í einn eða tvo leikmenn. Við er-
um hins vegar vel settir með leikmenn, höfum
efnilega og sterka leikmenn í varaliðinu sem við
förum að draga meira fram í
dagsljósið,“ segir Wenger. Meðal
þeirra leikmanna sem Wenger
nefnir eru m.a.
Justin Hoyte og Philippe
Senderos, sem miklar vonir eru
bundnar við að slái í gegn í
ensku knattspyrnunni á næstu
árum. „Það er ekki útilokað að
við kaupum framherja, en þó vil
ég ekki slá neinu föstu í þeim
efnum,“ segir Wenger. Vitað er
að hann hefur fylgst grannt með
hollenska sóknarmanninum Rob-
in van Pierse hjá Feyenoord.
Margir reikna með því að
Kanu, Sylvain Wiltord og Dennis
Bergkamp fari hins vegar frá ensku meisturun-
um í sumar, flest bendir til þess að þeirra dagar
hjá liðinu séu taldir.
Engin stórinnkaup hjá ensku
meisturunum í sumar
HAUKAR og KA mætast þriðja árið í röð í und-
anúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Í fyrra
höfðu Haukar betur, 2:0 og hömpuðu svo Ís-
landsmeistaratitilinum með því að leggja ÍR-
inga að velli. Árið áður höfðu KA-menn hins veg-
ar betur, 2:0, áður en þeir lögðu Valsmenn í úr-
slitum.
Á þessari leiktíð hafa Haukar og KA mæst því-
vegis og þar hefur KA vinninginn. KA sigraði á
heimavelli í úrvalsdeildinni, 31:30, en dæmið
snerist við á Ásvöllum þar sem Haukar fögnuðu
sigri, 36:34. KA sló Hauka svo út í 16-liða úrslit-
unum í bikarkeppninni, vann leik liðanna á Ás-
völlum, 35:34.
Valur og ÍR mættust líka í undanúrslitum í
fyrra og þá hafði ÍR betur, 2:0. Liðin unnu sinn
leikinn hvort í viðureignum sínum í úrvalsdeild-
inni í vetur. Valur hafði betur í Austurbergi,
28:27, en ÍR sigraði í Valsheimilinu, 22:21.
Markatalan er því jöfn eftir leiki vetrarins.
Þriðja sinn hjá
Haukum og KA
ALEXANDER Petersson, íslenski
Lettinn, spilar ekki meira með Düss-
eldorf í þýska handboltanum á þessu
tímabili. Petersson gekkst í gær und-
ir aðgerð á olnboga. Hann átti að taka
þátt í „stjörnuleik“ 2. deildar 12. maí
en missir einnig af honum. Düssel-
dorf hefur þegar tryggt sér sæti í 1.
deild og vann Melsungen um helgina,
33:24.
PÁLMI Hlöðversson, handknatt-
leiksmaður úr FH, hefur neyðst til að
leggja skóna á hilluna, aðeins 24 ára
gamall. Pálmi greindist með slæma
slitgigt í mjöðm og ráðlögðu læknar
honum að best væri fyrir hann að
hætta handknattleiksiðkun.
SIARHEI Rutenka, stórskytta úr
Evrópumeistaraliði Celje, varð
markakóngur Meistaradeildar Evr-
ópu í handknattleik. Hvít-Rússinn,
sem er kominn með slóvenskt ríkis-
fang, skoraði samals 103 mörk í
keppninni. Félagi hans í liði Celje,
vinstri handarskyttan Renato Vugre-
nic, varð annar með 87 mörk og Dan-
inn Sören Stryger, hornamaður í liði
Flensburg, varð þriðji með 84 mörk.
ÓLAFUR Stefánsson hjá Ciudad
Real varð í 19. sæti yfir markahæstu
leikmenn deildarinnar með 56 mörk
en hann varð markahæstur af leik-
mönnum Ciudad Real í keppninni,
skoraði einu marki meira en Egypt-
inn Hussein Zaky.
ENSKA götublaðið The Sun
greindi frá því í gær að Ruud Van
Nistelrooy og félagi hans í liði Man-
chester United, Frakkinn David Bell-
ion, hefðu lent í handarlögmálum á
æfingu United-liðsins á föstudaginn,
það alvarlegum að Mike Phelan, einn
af þjálfurum liðsins, hafi þurfti að
skilja þá að. Blaðið segir að Nistel-
rooy hafi neitað Phelan um að sætt-
ast við Bellion og hafi í staðinn storm-
að inn í búningsklefann.
NISTELROOY var ekki með í
leiknum gegn Liverpool á laugardag-
inn og ástæðan sem gefin var upp var
sú að Hollendinginn væri meiddur í
læri. The Sun trúir tæplega þessum
skýringum og telur blaðið framtíð
Nistelrooys í mikilli óvissu en fram-
herjinn var ekki á Old Trafford að
fylgjast með félögum sínum í leiknum
við Liverpool. Bæði Real Madrid og
Barcelona hafa haft augastað á
Nistelrooy sem á fjögur og hálft ár
eftir af samningi sínum við United.
NEW Jersey sló New York út í 16-
liða úrslitum NBA-deildarinnar í
fyrrinótt, vann þá útisigur, 100:94, og
sigraði 4:0 í einvígi liðanna. Kenyon
Martin skoraði 36 stig fyrir New
Jersey en Stephon Marbury 31 fyrir
New York.
SAN Antonio afgreiddi Memphis á
sama hátt, sigraði 110:97 á útivelli og
þar með 4:0. Tony Parker skoraði 29
stig fyrir San Antonio en Pau Gasol
22 fyrir Memphis.
FÓLK
Ég held að það sé á engan hallaðað segja að þetta séu fjögur
bestu lið landsins og því er mjög
gaman að þau skuli
mætast á þessum
stað. Það er engin
spurning í mínum
augum að sálfræðin
kemur til með að spila stóra rullu í
leikjunum. Þetta verður ekki spurn-
ing um hvað menn kunna fyrir sér í
íþróttinni, hversu hátt þeir geta
stokkið eða skotið fast á markið held-
ur hvernig þeir koma undirbúnir til
leiks andlega. Það er ekki mikill
munur á liðunum hvað getu varðar
og því held ég að það skipti sköpum
hversu vel andlega menn eru tilbúnir
í þennan slag,“ sagði Sigurður við
Morgunblaðið í gær.
Liðsheildin sterkari hjá Val
„Valsmenn hafa gert mjög góða
hluti í allan vetur. Þeir hafa metn-
aðarfullan þjálfara sem heldur þeim
við efnið og ég held að þeir hafi betur
í hörkuleikjum þar sem dagsformið
kemur til með að skipta miklu svo og
heimavöllurinn. Mér hefur fundist
vanta ákveðinn stöðugleika í ÍR-liðið
en ég tek það ekkert af ÍR-ingum að
þeir eru með gott lið en mér finnst
breiddin meiri hjá Val.“
Sigurður segir að Valsliðið byggist
á meiri liðsheild heldur en hjá ÍR-
ingum. „Ég reikna með að Markús
Máni verði með Val og ég tel það
mjög mikilvægt fyrir Val. Hjalti
Pálmason hefur að vísu leyst hlut-
verk Markúsar vel en Valsmenn
þurfa á Markúsi að halda. Ef hann
verður hins vegar ekki með þá ættu
möguleikar ÍR-inga að aukast en í
undanförnum leikjum þá hafa Vals-
menn klárað sig vel án Markúsar og
því skyldu þeir ekki gera það áfram?
Ég get ekki séð að ÍR-ingar mættu
við því að missa út einn af lykilmönn-
um sínum enda er breiddin hjá þeim
ekki ýkja mikil. Ég held að Valsmenn
hljóti að að leggja ríka áherslu á að
halda Einari Hólmgeirssyni niðri og
ef þeim tekst það þá hafa þeir veikt
sóknarleikinn hjá ÍR til muna. Það
skilur ekki mikið á milli liðanna.
Bæði spila þau góðan varnarleik en
svo segir mér hugur um að Valur hafi
betur í spennandi leikjum, 2:1.“
Haukar með besta
mannskapinn
„Þarna er á ferðinni stórskemmti-
leg viðureign og líkt og hjá Val og ÍR
þá spái ég því að úrslitin ráðist í
oddaleik og þar hafi Haukar betur.
Að mínu mati eru Haukar með besta
liðið á landinu. Þeir hafa mestu
breiddina og hafa í sínum röðum sig-
urvegara sem er ákaflega mikilvægt.
KA-liðið er mjög skemmtilegt sókn-
arlið og í þeirra röðum eru afburða
leikmenn eins og Arnór Atlason og-
Andrius Stelmokas og þá spilar Jón-
atan Magnússon stórt hlutverk með
liðinu. Haukarnir munu án efa taka
Arnór og Stelmokas föstum tökum
og ef þeir ná að halda þeim í skefjum
þá hafa þeir tekið í burtu aðalvopn
KA-manna. Arnór og Stelmokas eru
mennirnir á bak við meginþorra af
mörkum liðsins og því tel ég víst að
Haukar verði með þá í gjörgæslu.
Mér fannst KA-liðið missa svolítið
dampinn eftir bikarmeistaratitilinn
en kannski hafa þeir verið byrjaðir
að hugsa út í úrslitakeppnina.“
Sigurður telur að Haukarnir hafi
fleiri betri leikmenn í sínum röðum
en KA og að gamall refur í liði Hauk-
anna, Halldór Ingólfsson, eigi eftir
að reynast þungur á metunum.
„Haukarnir hafa fleiri vopn á
Sigurður Bjarnason spáir í spilin fyrir undanúrslitin á
Íslandsmóti karla í handknattleik sem hefjast í kvöld
Haukar og
Valur leika
til úrslita
ÚRSLITAKEPPNIN um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla
fer aftur af stað í kvöld en þá fara fram fyrstu leikirnir í undanúrslit-
unum. Íslandsmeistarar Hauka taka á móti KA á Ásvöllum og í Vals-
heimilinu mætast Valur og ÍR. Sá möguleiki er því fyrir hendi að
Haukar og ÍR mætast annað árið í röð í úrslitunum um titilinn en
Sigurður Bjarnason, fyrrum þjálfari Stjörnunnar, sem Morgunblaðið
fékk til að spá í undanúrslitarimmurnar, er ekki á því. Hann spáir að
bræðrafélögin Haukar og Valur bítist um titilinn.
Morgunblaðið/Þorkell
Arnór Atlason og Andrius Stelmokas eru í aðalhlutverkum hjá
KA og hér á Arnór línusendingu á félaga sinn í leik í vetur.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
Reuters
Thierry Henry og Ars-
ene Wenger sigursælir.