Morgunblaðið - 27.04.2004, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 27.04.2004, Qupperneq 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2004 47 THIERRY Henry framherji Arsen- al hefur verið útnefndur besti leik- maður ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu annað árið í röð af leikmönnum deildarinnar og Scott Parker, Chelsea, varð fyrir valinu sem besti ungi leikmaðurinn. „Ég er mjög heppinn að leika með liði Arsenal. Við erum eins og stór fjölskylda sem vinnur að hlut- unum saman. Við berjumst hver fyrir annan, spilum sem ein liðs- heild og ég tel mig sérlega heppinn að hafa fengið tækifæri á að spila með jafn frábæru liði og Arsenal er,“ sagði Henry þegar hann tók á móti viðurkenningu sinni en hann hefur skorað 29 mörk í 34 leikjum í úrvalsdeildinni og lagt mörg upp. Frank Lampard miðvallarleik- maður í Chelsea varð annar í kjör- inu og kollegi hans í liði Liverpool, Steven Gerrard, varð þriðji. Henry, sem hefur átt frábært tímabil, er aðeins þriðji leikmað- urinn í sögu ensku úrvalsdeildar- innar sem hreppir þennan eftir- sótta titil í annað sinn en þeir Mark Hughes og Alan Shearer hafa báðir verið valdir í tvígang. Valið á Scott Parker sem besta unga leikmanninum kom mörgum á óvart en reiknað var með að annað hvort John Terry, Chelsea, eða Kolo Toure, Arsenal, yrði fyrir val- inu. Parker, sem er 23 ára gamall, átti hins vegar mjög góðu gengi að fagna með liði Charlton áður en hann var seldur til Chelsea á miðju tímabili. Thierry Henry bestur í Englandi annað árið í röð SEX leikmenn úr meistaraliði Arsenal skipa lið ársins í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu sem tilkynnt var í fyrrakvöld þegar útnefndir voru leikmenn ársins í árlegu hófi sem samtök leikmanna standa fyrir undir lok hverrar leiktíðar. Liðið er þannig skipað: Markvörður: Tim Howard, Manchester United. Varnarmenn: Lauren, Arsen- al, Sol Campbell, Arsenal, John Terry, Chelsea, Ashley Cole, Arsenal. Miðjumenn: Steven Gerrard, Liverpool, Frank Lampard, Chelsea, Patrick Vieira, Ars- enal, Robert Pires, Arsenal. Framherjar: Thierry Henry, Arsenal, Ruud Van Nistelrooy, Manchester United. Sex úr Arsenal í liði ársins  HAUKUR Valtýsson, einn af sprækari uppspilurum landsins hér á árum áður þegar hann var á fullu með KA, verður Öldungur næsta öld- ungamóts blakara sem fram fer á Akureyri í lok apríl næsta ári. Þetta var samþykkt á þingi öldunga á Akranesi um helgina. Mótið þar var það 29. í röðinni þannig að næsta Öldungamót verður númer þrjátíu.  AÐ venju var mikið um að vera á Öldungamótinu. Áttatíu lið mættu til leiks og leikið var í 11 mismunandi deildum. Skagamenn tóku vel á móti blökurum, gerðu meðal annars fína texta við þekkt dægurlög þannig að blakarar gátu sungið sína eigin texta þegar hitað var upp fyrir hvern leik- inn af öðrum. Fór þar bæjarstjór- innn, Gísli Gíslason, fremstur í flokki.  STÚDENTAR sigruðu í 1. deild karla en Afturelding féll, en Mosfell- ingar komu upp í 1. deild í fyrra. Sæti þeirra í efstu deild tekur lið Hrunamanna sem tapaði ekki hrinu að þessu sinni. Bresi frá Akranesi fellur í þriðju deild og Óðinn/Skaut- ar tekur sæti þeirra en Tindastóll fór niður í fjórðu deild og annað lið Óðins kemur upp. Íþróttafélagið Flatmag- ar lét fara vel um sig í neðsta sætinu.  HJÁ konunum sigruðu Víkings- stúlkur í 1. deild en ÍK féll. Þróttur Reykjavík tekur sæti ÍK en Völsung- ur B féll í þriðju deild. Þaðan kemur lið Aftureldingar sem vann 3. deild- ina en Víkingar féllu í 4. deild.  HEIMAKONUR úr Bresa fögnuðu sigri í 4. deild en ÍK-b féll í þá fimmtu þaðan sem IDOL kemur upp um deild en Hvannir féllu í neðstu deild- ina. Höttur frá Egilsstöðum færist upp up deild að ári liðnu.  KEPPT var í Öðlingaflokki kvenna en þar voru sex lið skipuð konum sem komnar eru yfir fertugt. HK sigraði þar en Víkingsstúlkur vermdu neðsta sætið.  MAGNÚS Lárusson endaði í 12.- 14. sæti á opna þýska áhugamanna- mótinu í golfi um helgina, lék á 217 höggum (73-69-75). Örn Ævar Hjart- arson varð í 31.-36. sæti á 226 högg- um og Birgir Már Vigfússon í 39.-40. sæti á 228 höggum. Gunnar Þór Gunnarsson, Helga Rut Svanbergs- dóttir og Helena Árnasdóttir kom- ust ekki áfram þegar keppendum var fækkað eftir tvo hringi.  IAN Thorpe, ólympíumeistari í 400 metra skriðsundi, fær tækifæri til að verja titil sinn á leikunum í Aþenu í sumar. Landi hans frá Ástr- alíu, Craig Stevens, ákvað í gær að gefa eftir sæti sitt og leyfa Thorpe að keppa, en kappinn var dæmdur úr leik í greininni á úrtökumótinu í Ástralíu fyrir nokkru, en þá þjóf- startaði hann og átti því ekki rétt á að keppa í greininni á ólympíuleik- unum. FÓLK hendi en KA. Ásgeir Örn og Andri Stefan hafa vaxið gríðarlega, Pauz- uolis getur hrokkið í mikið stuð og Halldór Ingólfsson kemur alltaf gríð- arlega sterkur upp þegar mest á reynir. Halldór er svo klókur og hann gæti hæglega unnið upp á eigin spýtur leikinn fyrir Hauka. Halldór kemur til með að verða Haukunum mjög mikilvægur í þessum leikjum sem og Birkir Ívar. Hann vill sanna sig fyrir Ólympíuleikana og komast í liðið sem fer á leikana sem ég tel hann eiga skilið. Það eina sem gæti spillt fyrir Haukum er ef þeir fara að vanmeta andstæðinga sína. Mér fannst örla á því hjá þeim í leikjunum við ÍBV en ég trúi því tæplega að það gerist hjá þeim á þessum tíma- punkti.“ Morgunblaðið/Ómar Vignir Svavarsson, línumaðurinn efnilegi í Haukum, svífur inn í vítateiginn og skorar í leik gegn FH. Morgunblaðið/Árni Sæberg Heimir Örn Árnason hefur verið drjúgur með Valsmönnum í vet- ur og hér er hann í baráttu gegn FH-ingum í 8 liða úrslitum. Morgunblaðið/Þorkell Hannes Jón Jónsson, leikstjórnandi ÍR-inga, skorar í leik gegn Haukum í úrvalsdeildinni. Hann glímir næst við Valsmenn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.