Morgunblaðið - 18.05.2004, Page 21

Morgunblaðið - 18.05.2004, Page 21
SUÐURNES sumarskolinn.is sumarskolinn.is Reykjanesbær | Mikið var um að vera í Reykjanesbæ um helgina. Efnt var til svokallaðrar Frístunda- helgar og handverkssýningar. Í Heiðarskóla var sýning á verkum nemenda og mótorhjóladagar hjá Frumherja. Þá hélt varnarliðið sína árlegu vorhátíð á Keflavíkurflug- velli. Á Frístundahelginni kynntu klúbbur og félög starfsemi sína. Opið hús var víða af þessu tilefni með kynningu og sýningum. Að sögn Gísla H. Jóhannssonar um- sjónarmanns var rennirí á öllum stöðum. Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs, sagði þegar hann setti Frístundahelgina, að komið hefði í ljós að ótrúlega mörg tækifæri væru til tómstundaiðkunar í Reykjanesbæ, fyrir börn á öllum aldri. Hápunktur Frístundahelg- arinnar átti að vera sumarhátíð við menningarmiðstöð ungs fólks, 88 húsið, á laugardag. Þar var ætlunin að vera með dagskrá utan dyra en henni varð að hnika til vegna veð- urs. Gísli segir að veðrið hafi lagast þega leið á daginn og þá hafi verið hægt að grilla úti og margir nýtt sér það. Í íþróttahúsinu við Sunnubraut var haldin sýningin Handverk og list. Þar sýndu á sjöunda tug hand- verks- og listafólk verk sín. Gísli áætlaði að um tvö þúsund manns hefðu komið á sýninguna en það er mun færra en á undanförnum ár- um. Áætlað var að á fimmta þúsund manns hafi sótt sýninguna síðustu tvö árin.Gísli segir að athuga þurfi hvort tímasetning sýningarinnar sé rétt og eins kynningu á henni. Í tilefni af fimm ára starfsafmæli Heiðarskóla í Keflavík var á laug- ardag haldin sýning á verkefnum nemenda í stofum og á göngum skólans. Sýningin var haldin í tengslum við Fjölskyldudag skól- ans. Mikið var um að vera á lóð skólans og inni, auk sýningarinnar. Fjöldi fólks kom í skólann þennan dag. Foreldrafélag Heiðarskóla gaf skólanum tvo fána með merki Heið- arskóla sem Aðalsteinn Axelsson, nemandi í 7. bekk, hannaði. Fáni skólans var dreginn að húni í fyrsta skipti við upphaf foreldradagsins ásamt nýjum fána foreldrafélagsins sem Leifur Leifsson hannaði. Mótorhjóladagur var hjá Frum- herja í Njarðvík á laugardag. Þar komu mótorhjólaeigendur saman og þeir sem vildu gátu látið skoða hjólin sín. Á Keflavíkurvelli var einnig margt um manninn síðastliðinn laugardag. Vorhátíð varnarliðsins var haldin í stóra flugskýlinu með karnivalsniði. Varnarliðsmenn og starfsfólk voru í skrautlegum bún- ingum við þjónustu við íbúa á varn- arsvæðinu og gesti sem voru fjöl- margir. Í boði var fjölbreytt skemmtidagskrá auk þess sem gestir fengu tækifæri til að skoða þyrlur, þotur og ýmsan annan bún- að varnarliðsins. Fjöldi hátíða var í Reykjanesbæ og nágrenni um helgina Foreldradagur: Fáni Heiðarskóla dreginn að hún, f.v. Guðmundur Axelsson formaður foreldrafélagsins, Leifur Gunnar Leifsson stjórnarmaður, Aðalsteinn Axelsson, höfundur merkisins, og Gunnar Þór Jónsson skólastjóri. Rennirí á öllum stöðum Frístundahelgi: Starfsemi tómstundaklúbba var kynnt á Frístundahelgi í Reykjanesbæ. Drengirnir höfðu mikinn áhuga á fjarstýrðum bílum. Vorhátíð: Gestir varnarliðsfólks skoðuðu vopn varnarliðsins og verjur. Þessi telpa fékk að setjast í flugmannssæti einnar björgunarþyrlunnar. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Handverkssýning: Ása Böðvarsdóttir hefur áhuga á dansi. Við setningu sýningarinnar náði hún athygli foreldra sinna, Böðvars Jónssonar, for- manns bæjarráðs, og Önnu Karlsdóttur Taylor, sem og Valgerðar Guð- mundsdóttur menningarfulltrúa og Árna Sigfússonar bæjarstjóra. Tónleikar lúðrasveita | Lúðra- sveitir Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar, A, B og C, halda tónleika í Kirkjulundi, safnaðarheimili Kefla- víkurkirkju, í kvöld, þriðjudag, klukkan 19.30. Þetta eru fyrstu tónleikar A- sveitar, sem er yngsta sveitin. A- sveit er sett saman í febrúarmánuði á hverjum vetri og hana skipa nem- endur sem eingöngu hafa stundað tónlistarnám í nokkra mánuði. Þessir tónleikar verða allsérstakir og hugsanlega einstakir á landsvísu, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar, því að um fjörutíu blokk- flautuleikarar úr forskóla 2 munu leika saman einleikshlutverk með B- sveitinni í laginu Blokkflauturokk. Tónleikarnir verða einnig nokkuð sérstakir fyrir það leyti að nokkrir af nemendum C-sveitar munu spreyta sig á sérhlutverkum, utan síns reglulega tónlistarnáms.    MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 21 Jón í Safnaðarheimilinu | Jón Ólafsson tónlistarmaður er með tón- leika í Safnaðarheimilinu í Sand- gerði annað kvöld, miðvikudag, klukkan 21. Jón er á tónleikaferð um landið í tilefni af útgáfu nýs geisladisks. Hann leikur tónlist sína og spjallar við gesti. www.thjodmenning.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.