Morgunblaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.05.2004, Blaðsíða 21
SUÐURNES sumarskolinn.is sumarskolinn.is Reykjanesbær | Mikið var um að vera í Reykjanesbæ um helgina. Efnt var til svokallaðrar Frístunda- helgar og handverkssýningar. Í Heiðarskóla var sýning á verkum nemenda og mótorhjóladagar hjá Frumherja. Þá hélt varnarliðið sína árlegu vorhátíð á Keflavíkurflug- velli. Á Frístundahelginni kynntu klúbbur og félög starfsemi sína. Opið hús var víða af þessu tilefni með kynningu og sýningum. Að sögn Gísla H. Jóhannssonar um- sjónarmanns var rennirí á öllum stöðum. Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs, sagði þegar hann setti Frístundahelgina, að komið hefði í ljós að ótrúlega mörg tækifæri væru til tómstundaiðkunar í Reykjanesbæ, fyrir börn á öllum aldri. Hápunktur Frístundahelg- arinnar átti að vera sumarhátíð við menningarmiðstöð ungs fólks, 88 húsið, á laugardag. Þar var ætlunin að vera með dagskrá utan dyra en henni varð að hnika til vegna veð- urs. Gísli segir að veðrið hafi lagast þega leið á daginn og þá hafi verið hægt að grilla úti og margir nýtt sér það. Í íþróttahúsinu við Sunnubraut var haldin sýningin Handverk og list. Þar sýndu á sjöunda tug hand- verks- og listafólk verk sín. Gísli áætlaði að um tvö þúsund manns hefðu komið á sýninguna en það er mun færra en á undanförnum ár- um. Áætlað var að á fimmta þúsund manns hafi sótt sýninguna síðustu tvö árin.Gísli segir að athuga þurfi hvort tímasetning sýningarinnar sé rétt og eins kynningu á henni. Í tilefni af fimm ára starfsafmæli Heiðarskóla í Keflavík var á laug- ardag haldin sýning á verkefnum nemenda í stofum og á göngum skólans. Sýningin var haldin í tengslum við Fjölskyldudag skól- ans. Mikið var um að vera á lóð skólans og inni, auk sýningarinnar. Fjöldi fólks kom í skólann þennan dag. Foreldrafélag Heiðarskóla gaf skólanum tvo fána með merki Heið- arskóla sem Aðalsteinn Axelsson, nemandi í 7. bekk, hannaði. Fáni skólans var dreginn að húni í fyrsta skipti við upphaf foreldradagsins ásamt nýjum fána foreldrafélagsins sem Leifur Leifsson hannaði. Mótorhjóladagur var hjá Frum- herja í Njarðvík á laugardag. Þar komu mótorhjólaeigendur saman og þeir sem vildu gátu látið skoða hjólin sín. Á Keflavíkurvelli var einnig margt um manninn síðastliðinn laugardag. Vorhátíð varnarliðsins var haldin í stóra flugskýlinu með karnivalsniði. Varnarliðsmenn og starfsfólk voru í skrautlegum bún- ingum við þjónustu við íbúa á varn- arsvæðinu og gesti sem voru fjöl- margir. Í boði var fjölbreytt skemmtidagskrá auk þess sem gestir fengu tækifæri til að skoða þyrlur, þotur og ýmsan annan bún- að varnarliðsins. Fjöldi hátíða var í Reykjanesbæ og nágrenni um helgina Foreldradagur: Fáni Heiðarskóla dreginn að hún, f.v. Guðmundur Axelsson formaður foreldrafélagsins, Leifur Gunnar Leifsson stjórnarmaður, Aðalsteinn Axelsson, höfundur merkisins, og Gunnar Þór Jónsson skólastjóri. Rennirí á öllum stöðum Frístundahelgi: Starfsemi tómstundaklúbba var kynnt á Frístundahelgi í Reykjanesbæ. Drengirnir höfðu mikinn áhuga á fjarstýrðum bílum. Vorhátíð: Gestir varnarliðsfólks skoðuðu vopn varnarliðsins og verjur. Þessi telpa fékk að setjast í flugmannssæti einnar björgunarþyrlunnar. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Handverkssýning: Ása Böðvarsdóttir hefur áhuga á dansi. Við setningu sýningarinnar náði hún athygli foreldra sinna, Böðvars Jónssonar, for- manns bæjarráðs, og Önnu Karlsdóttur Taylor, sem og Valgerðar Guð- mundsdóttur menningarfulltrúa og Árna Sigfússonar bæjarstjóra. Tónleikar lúðrasveita | Lúðra- sveitir Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar, A, B og C, halda tónleika í Kirkjulundi, safnaðarheimili Kefla- víkurkirkju, í kvöld, þriðjudag, klukkan 19.30. Þetta eru fyrstu tónleikar A- sveitar, sem er yngsta sveitin. A- sveit er sett saman í febrúarmánuði á hverjum vetri og hana skipa nem- endur sem eingöngu hafa stundað tónlistarnám í nokkra mánuði. Þessir tónleikar verða allsérstakir og hugsanlega einstakir á landsvísu, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar, því að um fjörutíu blokk- flautuleikarar úr forskóla 2 munu leika saman einleikshlutverk með B- sveitinni í laginu Blokkflauturokk. Tónleikarnir verða einnig nokkuð sérstakir fyrir það leyti að nokkrir af nemendum C-sveitar munu spreyta sig á sérhlutverkum, utan síns reglulega tónlistarnáms.    MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2004 21 Jón í Safnaðarheimilinu | Jón Ólafsson tónlistarmaður er með tón- leika í Safnaðarheimilinu í Sand- gerði annað kvöld, miðvikudag, klukkan 21. Jón er á tónleikaferð um landið í tilefni af útgáfu nýs geisladisks. Hann leikur tónlist sína og spjallar við gesti. www.thjodmenning.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.