Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 156. TBL. 92. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Tjaldað til tjáningar Heimilda- og stuttmyndahátíð að hefjast í Reykjavík | Fólk Englendingar í útlegð Enginn heimamaður stýrir bestu liðum Englands | Íþróttir Bílar í dag Virðulegir bílar á sýningu í Höllinni  Nýjung í tryggingum  Fleiri tor- færuhjól  Aukin sala hjá Hyundai UNGUR Nýsjálendingur, Fraser Ray, hefur líklega sett heimsmet í að senda SMS-skeyti, 80.012 á ein- um mánuði, að sögn netsíðu Jyl- landsposten í Danmörku. Ray gerði fátt annað en senda vinum og kunningjum skeyti allan sólarhringinn í maímánuði en efnið var alltaf eins: „Hæ, hvernig líður þér?“ Ástæðan var þó ekki sú að hann hefði áhyggjur af líðan þeirra heldur var hann gramur yfir stefnubreytingu hjá Telecom Corp., farsímafyrirtækinu sem hann skiptir við. Viðskiptavinir þess hafa hingað til aðeins þurft að borga sem svar- ar um 270 íslenskum krónum á mánuði fyrir ótakmarkaðan fjölda SMS-sendinga en senn verður breyting á og krafist aukagjalds ef fólk sendir meira en þúsund skeyti á mánuði. Ray hafði staðið í þeirri mein- ingu að núgildandi skilmálum yrði ekki breytt fyrr en í fyrsta lagi árið 2010. „Hæ, hvernig líður þér?“ ÞING verður kallað saman 5. júlí til að und- irbúa atkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin, að því er Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði við blaðamenn í gær. Sagði hann að á þinginu yrði kjördagur ákveðinn sem og fyrirkomu- lag kosninganna. „Við höfum ekki endanlega ákveðið kjördaginn en við væntum þess að það geti orðið fyrripart í ágústmánuði. Það yrði erfitt að bíða með það mikið lengur vegna stjórnarskrár,“ sagði Davíð. Forystumenn stjórnarflokkanna og stjórn- arandstöðuflokkanna funduðu í gær um fjöl- miðlamálið og sleit forsætisráðherra fundin- um þegar rúmar 15 mínútur voru liðnar af honum. Sagðist hann hafa gert það eftir að Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður VG, hefði farið að setja skilyrði „sem ætti að vinna eftir, um hvað mætti gera og hvað mætti ekki gera,“ útskýrði Davíð. Ögmundur Jónasson segist ekki sjá betur en að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar séu að setja hér alla stjórnsýslu og stjórnskipan í fullkomið uppnám. „Það er dapurlegt að þeir vilja ekki taka í útrétta hönd okkar um að setjast sameiginlega yfir málið og reyna að ná samkomulagi um alla þætti þess strax á frumstigi umræðna,“ sagði Ögmundur. Nefndin ætlar að vinna hratt Fjórir hæstaréttarlögmenn hafa verið skipaðir í starfshóp ríkisstjórnarinnar sem undirbúa á lagasetningu um tilhögun þjóð- aratkvæðagreiðslunnar. Karl Axelsson, lekt- or við lagadeild HÍ, formaður hópsins, sagði eftir fyrsta fundinn í gærkvöld að engar efn- islegar ákvarðanir hefðu verið teknar, en nefndarmenn legðu áherslu á að vinna hratt. „Við erum að meta stjórnskipunarreglur, en þetta snýst ekki eingöngu um það hvort setja megi efnisleg skilyrði um þátttöku og fjölda. Við þurfum að gera einhverjar tillögur um það hvernig kosningalöggjöfin eigi að vera úr garði gerð.“ Karl sagði einnig að skoða þyrfti hvort eðlilegt væri að aukinn meirihluta þyrfti til þess að lögunum yrði hnekkt. Morgunblaðið/ÞÖK Forsvarsmenn stjórnarandstöðuflokkanna ræða við fréttamenn í gærmorgun. Þing kallað saman 5. júlí  Segir ekki/Miðopna ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti í gær einum rómi tillögu Bandaríkja- manna og Breta um framtíð Íraks og fullveldi bráðabirgðastjórnarinnar sem þar tekur form- lega við 30. júní. Talið er að með samþykktinni hafi hernámsveldin unnið mikinn, pólitískan sig- ur og jafnframt að stigið hafi verið stórt skref í þá átt að lægja deilur vegna Íraksstríðsins. Stefnt er að því að lýðræðislega kjörin stjórn taki við í Írak í árslok 2005. Hernáminu lýkur formlega um næstu mánaðamót, erlenda liðið verður framvegis kallað fjölþjóðlegt lið og hefur umboð frá SÞ til að gæta öryggis. Umboðið rennur út í árslok 2005 en þá er stefnt að því að búið verði að samþykkja nýja stjórnarskrá og rétt kjörin stjórn taki við völdum. ungu fyrir Íraka sjálfa heldur allt svæðið og þannig fyrir alla heimsbyggðina,“ sagði Blair. Ágreiningur hefur verið í nokkrar vikur um orðalag ályktunarinnar og hún verið endurskoð- uð fjórum sinnum en öll 15 ríkin í ráðinu greiddu atkvæði með henni. Frakkar og fleiri þjóðir höfðu látið í ljós efasemdir um að Írakar fengju raunverulegt fullveldi; hernámsveldin myndu þegar upp væri staðið fara sínu fram. Bandaríkjamenn voru ófúsir að láta Íraks- stjórn hafa neitunarvald gagnvart einstökum aðgerðum erlenda herliðsins. Fundin var sú málamiðlun að Bandaríkjamenn mega beita „öll- um ráðum“ til að berja niður uppreisnir en þeir heita að ráðfæra sig við öryggisráð Íraks áður en „viðkvæmar“ aðgerðir komi til framkvæmda. George W. Bush Bandaríkjaforseti fagnaði mjög niðurstöðunni og sama gerði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sem sagði að hún markaði þáttaskil. „Við viljum nú öll slá striki yf- ir gamlar deilur og sameinast um að Írak verði nútímalegt, lýðræðislegt ríki, að Írak sem búi við stöðugleika verði afl til góðs, ekki einvörð- Eining um Írakstillögu hjá SÞ markar þáttaskil Öll 15 ríki öryggis- ráðsins samþykktu tillögu Bandaríkja- manna og Breta Sameinuðu þjóðunum. AP, AFP. PELÍKANI og sjómenn við Flagler-strönd í Flórída héldu áfram sínu daglega amstri í gærmorgun þótt Venus leyfði sér að skyggja ofurlítið á sólina. Stjörnufræðingar kalla þetta sjaldgæfa fyrirbæri þvergöngu Venusar. Síðast fór hún fyrir sólu árið 1882. Ástarstjarnan er örlítið minni en jörðin og nær sólu./4 AP Ósnortnir af Venusi STJÓRNVÖLD í Zimbabwe tilkynntu í gær, að allt rækt- arland yrði þjóðnýtt og einka- eign afnumin. Allt land, þar á meðal þær 5.000 bújarðir, sem teknar hafa verið af hvítum mönnum og af- hentar svörtum, verður ríkis- eign en síðan leigt til 99 ára. Um 200.000 blökkumanna búa nú á því landi, sem tekið hefur verið af hvítum bændum, en John Nkomo ráðherra, sem fer með þessi mál, segir, að rík- isstjórnin ætli hvorki „að eyða fé né tíma“ í dómsmál vegna eignaupptökunnar. Landtakan og ónóg úrkoma hafa valdið því, að landbúnað- arframleiðslan í Zimbabwe hef- ur hrunið og leitt til mikils skorts á öllum sviðum. Þeir, sem tóku við jörðum hvítu bændanna, hafa hvorki haft fjármagn né þekkingu til að reka þær og hagfræðingar segja, að þjóðnýtingin muni gera út af við þá litlu, erlendu fjárfestingu, sem er í Zimb- abwe, og leiða til enn meiri eymdar. Allt land í Zimbabwe þjóðnýtt Harare. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.