Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. VALDIR kaflar úr fjórum Íslend- ingasögum, þeim Njálu, Eglu, Grettlu og Gunnlaugs sögu ormstungu, eru komnir út í sérstakri viðhafnarútgáfu á rússnesku og með skreytingum þar- lendra listamanna. Eru tvö fyrstu eintök útgáfunnar nú til sýnis í Hermitage-safninu í Pétursborg. Gefnar eru út tíu númeraðar bækur, og er hver þeirra bundin í kápu úr kálfskinni og selskinni, og þær skreytt- ar með gulli og gimsteinum. Alls tóku sjö listamenn þátt í gerð bókanna, við skrautritun, myndskreytingar og bók- band. Útgáfa bókanna var samvinnu- verkefni Hermitage-safnsins og útgáfu- félagsins Rare books of St. Petersburg, en rússneski auðjöfurinn Roman Abramovitsj kostar framleiðslu þeirra. Morgunblaðið/Ásgeir Ingvarsson Rússnesk viðhafnarútgáfa Íslendingasögur skreyttar gulli og gimsteinum  Íslendingasögur/6 JÓN Ólafsson, fyrrverandi stjórnar- formaður Norðurljósa, er með ákvæði í samningum sínum eftir sölu fyrir- tækisins til Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar um að hann eigi forkaupsrétt að Skífunni. Norðurljós hafa selt allan sinn hlut í Skífunni til Róberts Melax, fyrrum stofnanda og forstjóra Lyfju, fyrir hönd óskráðs félags. Gert hefur verið ráð fyrir að hinn nýi eigandi taki yfir fyrirtækið í byrj- un júlí að lokinni áreiðanleikakönnun. Þegar lokasamningur liggur fyrir á Jón Ólafsson hins vegar kost á því að ganga inn í tilboðið samkvæmt for- kaupsréttarákvæðunum. Jón Ólafsson hefur ekkert viljað tjá sig um hvort hann nýti sér forkaupsréttinn en sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa ýmsir aðilar lýst áhuga á Skíf- unni. Jón Ólafsson á forkaupsrétt að Skífunni Á HAUSTMÁNUÐUM verður frumsýnd ný íslensk söngsýning á stóra sviði Broad- way byggð á Stuðmanna-myndinni Með allt á hreinu. Valgeir Guðjónsson, sem lengi var einn aðallagahöfundur og liðsmaður Stuð- manna, verður listrænn stjórnandi sýn- ingarinnar en hann samdi stóran hluta hinna sívinsælu laga sem hljómuðu í myndinni. Valgeir segir í samtali við Morgunblað- ið að ekki sé verið að endurtaka kvik- myndina enda sé vinnuheiti sýningarinnar Með næstum allt á hreinu. Sýningin muni fyrst og fremst byggjast á tónlistinni úr Með allt á hreinu en spunnið í nýjan sögu- þráð. Þá muni önnur tónlist Stuðmanna einnig koma við sögu í sýningunni.  Með næstum/49 Söngsýning byggð á Með allt á hreinu ÞAÐ var leikið af kappi á Miklatúni í gærdag þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið um. Mátti sjá krakka í loftköstum við alls kon- ar kúnstir. Veðrið á að leika við höfuðborgar- búa og aðra landsmenn næstu daga og spáð er hlýju veðri og sólskini um nær allt land. Morgunblaðið/RAX Viðrar vel til útileikja hjá börnum í Reykjavík SÍMINN, Og Vodafone, Norðurljós og Val+ hyggjast öll hefja dreifingu stafræns sjónvarpsefnis næstu misseri og mikil aukning í framboði á stafrænu sjónvarpsefni er vænt- anleg. Fjöldi þeirra sjónvarps- stöðva sem íslenskum áhorfendum stendur til boða mun því fjölga á næstunni en fyrirtækin semja við erlendar sjónvarpsstöðvar um að endurvarpa dagskrá stöðvanna til áhorfenda. Fyrirtækið Val+ mun hefja út- sendingar sínar nú í sumar og hjá Norðurljósum er fyrirhugað að fara í loftið í haust. Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformað- ur Norðurljósa, segir að þessa dagana sé verið að skoða hvort það markmið standist. Landssíminn stefnir á að dreifa stafrænu sjón- varpsefni með ADSL-tækni í haust og bjóða notendum upp á gagn- virkt sjónvarp og kvikmyndaveitu í framtíðinni. Hjá Og Vodafone eru uppi áform um að hefja slíka dreif- ingu en engin dagsetning er komin um hvenær af því verður. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra kynnti auk þess í vetur áætlanir um uppbyggingu dreifi- kerfis fyrir starfænt sjónvarp hér á landi en áætlað er að því verki ljúki árið 2008. Með stafrænum sjónvarpsút- sendingum aukast gæði útsend- ingarinnar auk þess sem hægt er að senda út á mun fleiri stöðvum en hingað til hefur verið mögulegt. Þorbjörn Broddason, prófessor í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, segir að þótt aðgengi landsmanna að erlendum stöðvum muni aukast mik- ið í framtíðinni búist hann ekki við því að þörfin fyrir innlenda dagskrá og innlendar fréttir minnki. Undirbúa aukið framboð af stafrænu sjónvarpsefni  Fleiri/10 CHERIE Blair, lögmaður og for- sætisráðherrafrú í Bretlandi, er væntanleg hingað til lands í lok ágúst sem sér- stakur gestur málþings á veg- um Rann- sóknastofu í kvennafræðum og lagadeildar Háskóla Íslands. Yfirskrift mál- þingsins er Kon- ur, vald og lögin og verður mál- þingið haldið hinn 27. ágúst. Annar erlendur gestur málþingsins er finnski lagaprófessorinn Anu Pylkainen en hún starfar við Há- skólann í Helsinki. Auk þeirra verður fjöldi innlendra fyrirlesara. Að sögn Kristínar Ástgeirs- dóttur, verkefnastjóra málþings- ins, tók Cherie Blair strax vel í að koma þegar henni var boðið til landsins, en þetta er í fyrsta skipti sem hún heimsækir Ísland. Það var Þórdís Ingadóttir lögfræðingur sem hlustaði á frú Blair halda erindi í New York í vor og hafði samband við hana í kjölfarið. Frú Blair hefur ferðast um heim- inn og haldið erindi um þýðingu þess að fjölga konum í dómarastétt auk þess að fjalla um lög og sátt- mála sem snúa að réttindum kvenna. Þá hefur hún lengi starfað sem lögmaður, bæði í Bretlandi og við Mannréttindadómstól Evrópu. „Blair er mjög þekktur lögmaður og hefur fengist við mannréttinda- mál og hefur langa reynslu af því að vera kona í lögmannastétt,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir. „Hún hefur ákveðnar skoðanir á því að það skipti máli að konur séu t.d. dóm- arar. Hinn svokallaði kvennaréttur hefur lítið verið ræddur hérlendis en erlendis hafa verið gerðar miklar rannsóknir á því sviði.“ Cherie Blair gestur á íslensku málþingi Cherie Blair BÓNUSKERFI bílatrygginga hjá Tryggingamiðstöðinni verður lagt niður og iðgjaldaskráin gerð að- gengilegri og gagnsærri, segja for- ráðamenn Tryggingamiðstöðvarinn- ar um nýtt kerfi bílatrygginga sem fyrirtækið hefur tekið upp og kynnt var í gær. Allir bíleigendur greiða sama iðgjald sem tekur þó mið af bú- setu og gerð ökutækis en lendi þeir í tjóni eru þeir krafðir um 15 þúsund króna iðgjaldsálag fyrir tjón sem er 50 þúsund krónur eða meira. Gunnar Felixson, forstjóri TM, og Guðmundur Örn Gunnarsson deild- arstjóri kynntu nýja kerfið í gær og segja það gjörbreytt. Þeir sögðu nú- verandi bónuskerfi í raun ónýtt og því hefði verið ákveðið að leggja það niður. Nýja fyrirkomulagið gerði ráð fyrir 15 þúsund króna iðgjaldsálagi á þá sem yllu tjóni yfir 50 þúsund krónum. Ef slík tjón yrðu fleiri en þrjú á ári áskildi TM sér rétt til að leggja á sérstakt iðgjald. Þeir segja breytinguna í raun þýða að gjaldskrá skyldutryggingar sé færð niður um 75% og gjaldskrá kaskótrygginga um 50 til 60%, hvort tveggja sem næmi há- marksbónus. Þeir segja nýja kerfið réttlátara þar sem allir ökumenn sitji við sama borð og greiði aðeins iðgjaldsálag lendi þeir í tjóni. Með því er bæði fallið frá bónuskerfinu og aldurs- flokkaskiptingu sem verið hefur, þ.e. að ungir bíleigendur geti skráð bíla sína á foreldra til að njóta hag- stæðari iðgjalda. Leggja niður bónuskerfi í bíla- tryggingum  15 þúsund/Bílar 2 ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.