Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ SAMRÁÐSFUNDI SLITIÐ Fundi formanna stjórnarflokkanna og forystumanna stjórnarand- stöðuflokkanna var slitið eftir 15 mín- útur í gærmorgun. Að sögn Össurar Skarphéðinssonar lauk fundinum skyndilega með snörpum orðaskipt- um. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að Alþingi komi saman hinn 5. júlí vegna þjóðaratkvæðagreiðslu, og skipaður hefur verið starfshópur til að und- irbúa lagasetningu vegna atkvæða- greiðslunnar. Samstaða í öryggisráði SÞ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma ályktun Breta og Bandaríkjamanna um framtíð Íraks í gærkvöld. Allar 15 þjóðirnar, sem eiga fulltrúa í ráðinu, studdu álykt- unina. Samstaðan um ályktunina er talin skref í þá átt að lægja deilur í al- þjóðasamfélaginu um Írak og er talin mikill stjórnmálasigur fyrir Banda- ríkjamenn og Breta. Von á stafrænu sjónvarpi Sjónvarpsstöðvum hér á landi mun fjölga á næstunni þegar Síminn, Og Vodafone, Norðurljós og Val+ hyggj- ast öll hefja dreifingu stafræns sjón- varpsefnis. Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra kynnti í vetur áætlanir um uppbyggingu stafræns sjónvarps og áætlað er að verkinu ljúki um 2008. Gæði útsendinga aukast mjög með stafrænni útsend- ingu. Cherie Blair væntanleg Rannsóknastofa í kvennafræðum og lagadeild Háskóla Íslands munu fá Cherie Blair, forsætisráðherrafrú Bretlands, hingað til lands á málþing í lok ágúst. Þingið ber yfirskriftina „Konur, vald og lögin“. Frú Blair er mjög þekktur lögmaður, hefur feng- ist við mannréttindamál og ferðast víða og haldið erindi um þýðingu þess að fjölga konum í dómarastétt. Leiðtogar G-8 hittast Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims komu í gær til Bandaríkjanna til að halda árlegan fund sinn. Meðal tillagna sem ræddar verða á fund- inum eru hugmyndir Bandaríkjanna um ráðstafanir til að stuðla að umbót- um í Mið-Austurlöndum og aðgerðir í baráttu við fátækt og alnæmi. Sagt hefur verið, að Bandaríkjastjórn hafi hrundið af stað „blíðkunarherferð“ til að hrista af sér neikvæða ímynd. Hungursneyð í Súdan Átök í Darfur-héraði í vestanverðu Súdan hafa komið af stað miklum hörmungum í landinu. Um milljón manna hefur flúið heimili sín og er talin hætta á hungursneyð. Ástandið í landinu er skelfilegt, að sögn Mat- vælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Viðskipti 12/13 Minningar 32/36 Erlent 14/16 Bréf 40 Höfuðborgin 19 Kirkjustarf 41 Akureyri 20 Dagbók 42/43 Suðurnes 21 Staksteinar 42 Landið 22 Fólk 48/53 Listir 24/25 Bíó 50/53 Umræðan 26/27 Ljósvakamiðlar 54 Forystugrein 28 Veður 55 * * * HEILBRIGÐISEFTIRLIT Vestur- lands tók í gær, í samvinnu við heilsu- gæsluna í Borgarnesi, sýni úr gestum á tjald- og sumarhúsasvæðinu á Húsafelli þar sem grunur leikur á að veirusýking hafi gert vart við sig á svæðinu. Sýkingin lýsir sér með upp- köstum og stundum niðurgangi og gengur oftast yfir á 12–24 tímum. Helgi Helgason, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, segir að eftirlitið hafi fengið um 100 formlegar tilkynningar vegna sýk- inga á Húsafelli undanfarnar vikur, en tilfellin séu hugsanlega fleiri. Fyrstu tilkynningarnar bárust í lok maí, en vitað er um tilfelli í héraðinu frá því um miðjan maí. „Við vitum í raun ekki hvað veldur þessari sýkingu, en svo virðist sem um veirusýkingu sé að ræða. Við ætl- um að ná í sýni úr fólki á Húsafelli því ef um veirusýkingu er að ræða er ekki hægt að greina hana í vatni,“ segir Helgi. Ekkert bendir til þess að veir- an sé í vatninu á staðnum en ekki hægt að útiloka það. Þá er fylgst reglulega með gerlum í vatni á Húsa- felli. Helgi segir að sýkingin geti bor- ist hratt á milli manna því nábýli gesta á Húsafelli er mikið, einkum um helgar. „Þarna koma hundruð eða jafnvel þúsund manns um helgar og því kjör- aðstæður fyrir veiruna að dreifa sér, ef um veirusýkingu er að ræða á ann- að borð,“ segir hann. Helgi segir að sams konar sýking hafi einnig komið fram í sveitum í kring og líklega sé um að ræða sömu veirusýkingu og kom upp á elliheim- ilum og sjúkrahúsum í vetur. Úr því fáist hins vegar ekki skorið nema með rannsóknum og sýnatöku úr fólki. Sýnataka vegna gruns um veirusýkingu VALDHEIMILDIR lögreglu til að halda konu í gæsluvarðhaldi í sex skipti á árunum 1988–1992 fullnægðu ekki þeim kröfum sem 5. grein Mann- réttindasáttmála Evrópu gerir til frelsissviptingar. Þetta er niðurstaðan í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í máli sem kona höfðaði gegn íslenska rík- inu, en dæmt var í málinu í gær. Í dag gilda reglur lögreglulaga frá 1996 um handtökuheimildir lög- reglu en í málinu voru til umfjöllunar lagaákvæði frá 1974 og lögreglusamþykkt frá 1987, sem nú eru úr gildi fallin. Meirihluti dómsins taldi að þegar handtökurnar áttu sér stað hefði skort í íslenska löggjöf nægilega skýr ákvæði um ákvörðun á lengd gæsluvarðhalds og þótti það skapa hættu á að slík ákvörðun væri undir geðþóttavaldi lögreglu komin. Tildrög málsins eru þau að konan var sett í gæsluvarðhald sex sinnum á árunum 1988–1992 vegna ýmissa brota, m.a. drykkjuláta og vegna þess að hún gerði sig líklega til að ráðast að lögreglu- mönnum. Hún fór í mál og krafði íslenska ríkið um skaðabætur vegna ólöglegrar handtöku í öll þessi skipti en þeirri kröfu var hafnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur Hæstaréttar gekk árið 1996 og skaut konan málinu til Mannréttindadóm- stóls Evrópu árið 1998. Reglur um lengd varðhalds ekki nægilega skýrar Fimm af sjö dómurum Mannréttindadómstólsins töldu að skort hefði á að reglur um lengd gæslu- varðhaldstíma væru nægilega skýrar til að „forðast alla áhættu um geðþóttaákvörðun“ lögreglunnar. Einnig komst dómstólinn að því að íslensk lög hafi ekki verið fullnægjandi grundvöllur fyrir ákvörðun um gæsluvarðhald í fyrsta sinn sem konan var handtekin í byrjun árs 1988. Í hinum fimm tilvik- unum taldi dómstóllinn að handtökurnar hefðu staðist efnis- og málsmeðferðarreglur og ekki hefði verið beitt harkalegri úrræðum en þörf var á. Dómurinn taldi að tjón konunnar væri ófjárhags- legt og að viðurkenning á broti ríkisins væri sann- gjarnar málsbætur en hún fékk dæmdan máls- kostnað. Hæstiréttur ekki nógu gagnrýninn Ragnar Aðalsteinsson fór með málið fyrir hönd konunnar í Strassborg. Ragnar segir niðurstöðu dómsins hafa mikil áhrif. „Svona mál hafa mjög mikil áhrif og eru alltaf áfall fyrir okkur. Það sýnir sig að þeir sem und- irbjuggu löggjöfina og þeir sem notuðu löggjöfina áttuðu sig ekki á hvað hún var ófullkomin. Í nútíma- réttarríki gildir ekki að vísa til þess að við höfum alltaf gert þetta svona. Frelsissvipting er alltaf mjög alvarlegt brot á mannréttindum og þess vegna verður réttarheimildin að vera klár og ljós og öllum aðgengileg,“ sagði Ragnar. Hann segir að Hæstiréttur verði að átta sig á því að hann hafi ekki verið nógu gagnrýninn og að þeir sem undirbúi lög- gjöf megi ekki aðeins skoða texta Mannréttinda- sáttmála Evrópu heldur einnig hvernig hann sé túlkaður af dómstólum í Strassborg. Íslenska ríkið dæmt fyrir brot á mannréttindasáttmála Evrópu Valdheimildir lögreglu upp- fylltu ekki skilyrði sáttmálans NEMENDUR og kennarar við Ár- túnsskóla fjölmenntu ásamt for- eldrum við undirritun samstarfs- samnings skólans við Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur um grenndarskóg skólans. Þetta er fjórði grenndarskógurinn sem samningar takast um. Grenndarskógur Ártúnsskóla af- markast af svæði austan Félags- heimilis Orkuveitu Reykjavíkur að vestan, að brúnni yfir Elliðaárnar að austan, að Elliðaánum að sunnan og að veginum meðfram veitu- stokknum að norðan. Alls er svæðið um þrír hektarar að stærð. Með samningnum er skólanum heimilt að nýta skóginn í tengslum við skipulagða fræðslu og aðra þætti er tengjast skólastarfinu. Nemendur Ártúnsskóla fylltu skóg- inn með söng og hljóðfæraslætti um leið og skilti um grenndarskóginn var afhjúpað. Morgunblaðið/Eggert Nemendur fylltu skóginn með söng VINNA við Fáskrúðsfjarðargöng gengur vel og var búið að sprengja 4.676 metra, eða 82,1% af göngun- um, hinn 7. júní. Alls verða göngin 5,7 kílómetrar að lengd, ásamt 200 metra vegskálum. Vinna við þá er nú í fullum gangi, og sömuleiðis vega- gerð, en lagður verður alls 8,5 kíló- metra langur vegur um göngin og til að tengja þau við vegakerfið. Nú eru eftir 1.018 metrar þar til vinnuflokkar mætast í miðju fjalli. Göngin lengdust um 64 metra á einni viku Fáskrúðsfjarðarmegin og 81 metra Reyðarfjarðarmegin og er þetta með besta árangri þeim megin frá því að sprengingar hófust. Að sögn Ásgeirs Loftssonar, stað- arstjóra Ístaks á svæðinu, er áætlað að búið verði að bora í gegn síðsum- ars eða í september. „Þá er hins veg- ar verkið aðeins hálfnað, þar sem öll vegagerð í göngunum og annar frá- gangur er eftir,“ sagði Ásgeir í sam- tali við Morgunblaðið. Að hans sögn er bergið misgott til borunar. „Það hefur verið mjög gott upp á síðkastið þannig að þetta hefur gengið vel síð- ustu vikur,“ sagði Ásgeir. Fáskrúðsfjarðargöng Eftir að sprengja um einn kílómetra Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.