Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 16
ERLENT 16 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ LEIÐTOGAR átta mestu iðnríkja heims tíndust í gær á Sea Island í Georgíu í suðaustanverðum Banda- ríkjunum, þar sem árlegur fundur þeirra fer fram að þessu sinni. Gest- gjafinn George W. Bush Banda- ríkjaforseti tók þar á móti leiðtogum Japans, Kanada, Bretlands, Frakk- lands, Ítalíu, Þýzkalands og Rúss- lands, en fundurinn hófst í gær- kvöld. Á dagskrá leiðtoganna er að „samþykkja að hrinda af stað mörg- um nýjum aðgerðum til að vinna að framförum og auknu frelsi með efl- ingu alþjóðlegs samstarfs,“ eins og Condoleezza Rice, þjóðaröryggis- ráðgjafi Bandaríkjaforseta, orðaði það við blaðamenn. Íraksályktun bætir horfurnar Þessi orð Rice eru til marks um að ráðamönnum í Washington er umhugað um að nýta þennan fund G8-hópsins til að bæta samstarfs- andann sem deilurnar um íhlutunina í Írak ollu. Horfur virtust góðar á því að samstarfsandinn á þessum fundi yrði sannarlega betri en á þeim síð- ustu, enda lýstu fulltrúar Frakk- lands og Þýzkalands, sem voru með- al hörðustu gagnrýnenda Íraks- stríðsins, því yfir í gær að þeir myndu samþykkja nýja ályktun um Íraksmál í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Bandarísk og brezk stjórnvöld höfðu þrýst mjög á um samþykkt ályktunarinnar nú er inn- an við þrjár vikur eru til stefnu þar til valdaframsalið í hendur bráða- birgðastjórnarinnar í Írak á að fara fram. Það er ekki nema rúmt ár síðan Bush forseti varaði við því að Sam- einuðu þjóðirnar dæmdu sjálfar sig til tilgangsleysis ef þær samþykktu ekki að styðja hernaðaríhlutun gegn stjórn Saddams Husseins í Írak. Nú bregður svo við að talsmenn Banda- ríkjastjórnar keppast við að benda á tillögu sem liggur fyrir fundi G8- hópsins um að hann kosti þjálfun 75.000 friðargæzluliða á næstu fimm árum, sem hægt verði að beita í verkefnum í nafni SÞ. „Blíðkunarherferð“ AFP-fréttastofan orðaði það svo, að Bandaríkjastjórn hefði „hrundið af stað hnattrænni blíðkunarher- ferð“ með fjölda tillagna á G8-fund- inum um fjölþjóðasamstarfsverk- efni, að því er virtist í þeim tilgangi að hrista þá ímynd af stjórninni að hún hefði engan áhuga á fjölþjóða- samstarfi heldur vildi bara treysta á eigin mátt og megin til að koma því til leiðar í heiminum sem hana lysti. Meðal tillagna sem liggja fyrir fundinum að frumkvæði Banda- ríkjastjórnar eru nýjar ráðstafanir til að stuðla að umbótum í Mið-Aust- urlöndum; að víkka út raðir alþjóða- bandalagsins gegn hryðjuverkum, einkum varðandi öryggi í milliríkja- samgöngum og varðandi eftirlit með vopnaviðskiptum. Þá er þar einnig að finna tillögur um aðgerðir í bar- áttunni gegn fátækt, hungursneyð, lömunarveiki og HIV/alnæmi. Meðal tillagnanna er meira að segja ein um „metan á markað“, en hún hefur að markmiði að draga úr því magni gass sem myndast á sorp- haugum og sleppur út í andrúms- loftið og nýta það þess í stað sem umhverfisvænt eldsneyti. Auk leiðtoga auðugustu iðnríkj- anna sjö og Rússlands eru leiðtogar Afganistans og Tyrklands, araba- ríkjanna Bahrain, Jórdaníu, Jemen og Alsír, og Afríkuríkjanna Ghana, Senegal, Nígeríu, Úganda og Suður- Afríku boðnir til Sea Island til skrafs og ráðagerða. Fundurinn er enn fremur fyrsta tækifæri Ghazi al-Yawar, bráða- birgðaforseta Íraks, til að fóta sig á leiksviði alþjóðastjórnmálanna. Í hinni nýju ályktun öryggisráðs SÞ um Íraksmálin er skipun bráða- birgðastjórnarinnar fagnað. Álykt- unin veitir herliði Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra jafnframt umboð til að dvelja áfram í Írak eft- ir að bráðabirgðastjórnin fær full- veldisrétt landsins í sínar hendur. Vonazt er til að nýja ályktunin fari langt með að brúa þann djúp- stæða ágreining sem myndaðist milli bandamanna beggja vegna Atl- antshafsins vegna Íraksstríðsins. Áfram deilt um framhaldið Samt má fastlega reikna með því að þótt þessi áfangi hafi náðst í átt að sáttum greini leiðtogana áfram á um framhaldið, þ.e. hvernig farið skuli að við uppbyggingu Íraks. Til dæmis er ekkert samkomulag í aug- sýn um það hvernig skuldir Íraks skuli gerðar upp, en stærstu lán- ardrottnarnir eru einmitt Rússland, Frakkland og Þýzkaland, sem voru mest andsnúin stríðinu. Bandaríkja- menn vilja að 80–90% af gömlum skuldum landsins verði gefnar eftir, en Frakkar og Þjóðverjar hafa gefið til kynna að þeir séu ekki tilbúnir að samþykkja meira en 50% eftirgjöf. Tillögur Bandaríkjamanna um umbætur í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku mæta einnig tor- tryggni. Talsmenn arabaríkja segja að umbætur verði að vera „heima- ræktaðar“ eigi þær að bera árangur. Reuters Skólabörn fagna Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, við komu hans til G8-fundarins í Georgíuríki í gær. Bandaríkjastjórn í alþjóðahyggjuham auar@mbl.is Leiðtogafundur átta helztu iðnríkja heims fer nú fram í Bandaríkj- unum. Auðunn Arnórs- son segir ráðamenn í Washington vilja nýta fundinn til að bæta sam- starfið við bandamenn og vinna að sátt um framhaldið í Írak. BANDARÍSKA dómsmálaráðuneytið upp- lýsti Hvíta húsið í ágúst 2002 um að pynt- ingar á meintum hryðjuverkamönnum er- lendis gætu verið réttlætanlegar. Segir þar ennfremur, að alþjóðalög, sem banna pynt- ingar, kunni að stríða gegn bandarísku stjórnarskránni, séu þau látin ná til pynt- inga í stríðinu gegn hryðjuverkamönnum. Kemur þetta fram í skjali, sem dóms- málaráðuneytið sendi Hvíta húsinu, en til- efnið var, að CIA, bandaríska leyniþjón- ustan, hafði farið fram á leiðsögn ráðuneytisins í þessum efnum. Í skjalinu segir, að séu pyntingar rökstuddar sem „nauðsyn og sjálfsvörn“, kunni það að vera næg réttlæting og koma í veg fyrir, að unnt sé að sækja menn til sakar fyrir þær. Meg- intilgangur þeirra væri þá að koma í veg fyrir aðrar árásir al-Qaeda-hryðjuverkasam- takanna á Bandaríkin. Undir þetta ritar Jay Baybee, aðstoðardómsmálaráðherra Banda- ríkjanna. Litlar upplýsingar frá föngunum Dagblaðið The Washington Post, sem komst yfir skjalið, segir, að það hafi aftur verið notað af lögfræðingum varnarmála- ráðuneytisins og Donald Rumsfeld varnar- málaráðherra þegar yfirmenn í Guantanamo kvörtuðu yfir því, að illa gengi að fá upplýs- ingar upp úr föngunum þar. Talsmaður George W. Bush Bandaríkja- forseta segir, að hann hafi skipað hernum af fara mannúðlega með meinta hryðjuverka- menn og í samræmi við Genfarsáttmálann en ýmsir fréttaskýrendur segja, að fyrr- nefnt skjal og það, sem varnarmálaráðu- neytið gekk frá í mars 2003, sýni löngun Bandaríkjastjórnar til að ganga eins langt og unnt er. Með lögum frá 1994 er banda- rískum hermönnum bannað að pynta fanga hvar sem er í heiminum en í skjali dóms- málaráðuneytisins eru pyntingar túlkaðar með miklu þrengri hætti. Þar segir til dæm- is, að erfitt sé „að taka ákveðna athöfn úr samhengi og álykta, að hún ein og sér jafn- gildi pyntingum“. Til að um pyntingar geti verið að ræða, verði þær að hafa í för með andlegan skaða í langan tíma, mánuði eða ár. „Frábrugðnar yfirheyrsluaðgerðir“ Með skýrslu varnarmálaráðuneytisins fyr- ir ári, sem er í flestu samhljóða skýrslu dómsmálaráðuneytisins, var reynt að leggja lagalegan grunn undir „frábrugðnar yfir- heyrsluaðferðir“ og var það gert í samvinnu við bandaríska hermálaráðuneytið og leyni- þjónustustofnanir. Þar er því haldið fram, að innlend lög og alþjóðleg verði að víkja fyrir valdi Bandaríkjaforseta á stríðstímum. Þá segir þar, að lögin frá 1994 um bann við pyntingum „nái ekki til bandarískra her- manna í Guantanamo“. Sagt er, að þessar skýrslur hafi hneykslað marga lögfræðinga Bandaríkjahers og margir þeirra mótmælt þeim formlega. „Þetta er algert einsdæmi. Í 30 ár höfum við farið eftir Genfarsáttmálanum,“ sagði háttsettur lögfræðingur á vegum hersins. „Þegar farið er að segja fólki, að það sé allt í lagi að brjóta lögin, þá veit enginn hvar það endar.“ Talsmaður bandaríska varnarmálaráðu- neytisins sagði í fyrrakvöld, að skýrslan frá því í mars í fyrra hefði verið „fræðileg til- raun til að skilgreina lögin“ og bætti við, að það, sem væri löglegt, og það, sem væri stundað, væri sitt hvað. Fram hefur komið hjá embættismönnum ráðuneytisins, að hjá því hafi verið kannaðar 35 yfirheyrsluaðferð- ir og hafi Rumsfeld lagt blessun sína yfir 24 þeirra. Ráðuneytið neitar hins vegar að upp- lýsa hverjar þær eru. „Stríðsglæpir“ Mannréttindasamtök hafa brugðist ókvæða við þessum upplýsingum. „Þetta er það versta, sem ég hef séð síðan Abu Ghraib-hneykslið kom upp,“ sagði Tom Malinowski hjá samtökunum Human Rights Watch. „Svo virðist sem þeir hafi lagt á ráð- in um stríðsglæpi og leitað leiða til að kom- ast hjá ábyrgð.“ Pyntingar „geta verið réttlætanlegar“ Kemur fram í skýrslu bandaríska dómsmála- ráðuneytisins 2002 og endurtekið í skýrslu frá varnarmálaráðuneytinu í mars í fyrra Washington. AFP, Los Angeles Times. BANDARÍSKUR ríkisborgari var skotinn til bana í gær í austurhluta Riyadh, höfuðborgar Sádi-Arabíu, og hefur rannsókn verið hafin á morðinu. Lögreglustjóri borgarinnar sagði manninn hafa verið myrtan á heimili sínu en vitni heldur því fram að hann hafi verið skotinn fyrir utan heilsu- gæslustöð. Skotárásin varð tveimur dögum eftir að írskur myndatöku- maður var myrtur og fréttamaður BBC særður lífshættulega í skotárás sem líklegt er talið að Al-Qaeda- hryðjuverkasamtökin beri ábyrgð á. Fjöldi útlendinga hefur fallið und- anfarnar vikur í landinu og er skemmst að minnast gíslatökunnar 29. og 30. maí í olíuborginni Al-Khob- ar þar sem 22 féllu, þar af margir Vesturlandabúar. Í kjölfar hennar kom yfirlýsing frá hryðjuverkasam- tökunum Al-Qaeda, að því að talið er, þar sem því var heitið að Arabíuskagi yrði „losaður við villutrúarmenn“. Alls hafa 85 verið drepnir í árásum á búðir Vesturlandabúa og araba í Sádi-Arabíu og eru hryðjuverkasam- tök Osama bin Ladens talin bera ábyrgð á þeim. Bandaríkja- maður myrt- ur í Riyadh Riyadh. AFP. RÍKISSAKSÓKNARI í Frakklandi ætlar að reyna að fá hjónaband tveggja samkynhneigðra karla, sem gefnir voru saman í bænum Begles á laugardag, dæmt ógilt. Mennirnir eru fyrstu hommarnir sem ganga í hjónaband í Frakklandi. Noel Mamere, bæjarstjóri Begles, sem gaf mennina saman, hefur verið kærður og á hann yfir höfði sér sekt- ir og að verða vikið tímabundið úr embætti. Möguleiki er á að hann verði jafnvel rekinn úr stóli bæjar- stjóra fyrir fullt og allt en það þykir þó ólíklegt. Búist er við að mennirnir nýgiftu fari með málið fyrir Mannréttinda- dómstól Evrópu. Fékk margar viðvaranir Jean-Pierre Raffarin, forsætisráð- herra Frakklands, hefur lýst yfir andstöðu sinni við giftinguna og Dominique Perben dómsmálaráð- herra lýsti því yfir strax eftir athöfn- ina að hjónabandinu yrði aflýst. Mamere, sem situr á þingi fyrir græningja, sagði athöfnina þátt í því að binda endi á mismunun af öllu tagi og því hefði hann gift mennina. Bæjarstjóri kærður fyrir að gifta homma Bordeaux. AFP. Frakkland ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.