Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 19 Sundlaug mótmælt | Andstæð- ingar áforma um nýja sundlaug við Lágafellsskóla í Mosfellsbæ hafa af- hent fulltrúum bæjarstjórnar undir- skriftarlista með nöfnum 1.617 bæj- arbúa, þar sem áformunum er mótmælt. Þarna er um að ræða um 36% atkvæðisbærra íbúa bæjarins, og skora undirritaðir á bæjaryf- irvöld að byggja sundlaug við íþróttamiðstöðina að Varmá. Þannig verði haldið áfram uppbyggingu miðstöðvarinnar og tryggt að íþróttaaðstaða bæjarins sé í tengslum við útivistarsvæðið í ná- grenni miðstöðvarinnar. Seltjarnarnes | Framkvæmdir standa nú yfir við nýtt bæjarhlið Seltjarnarnes- bæjar við Nesveg en í fyrrasumar var reist slíkt hlið við Eiðsgranda. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdum við hliðið fyrri hluta sumars. Segir í tilkynningu frá Seltjarnarnesbæ að með nýju bæj- arhliði verði aðkoman að Seltjarnarnesi frá Nesvegi mun fallegri og snyrtilegri auk þess sem bæjarmörk verði skarpari. Bæjarhliðið verður mun minna um sig en Eiðsgrandahliðið enda hafi við hönn- un þess verið tekið mið af umhverfinu við Nesveg sem ekki bjóði upp á stórt mannvirki. Nýtt bæjarhlið Mosfellsbær | Gúmmívinnslan hf. á Akureyri og Mosfellsbær hafa gert með sér viðskipta- og samstarfs- samning til fjögurra ára um kaup Mosfellsbæjar á öryggishellum úr endurunnu gúmmíi til notkunar á leikvöllum bæjarins. Mosfellsbær er fyrsta sveitarfélag- ið á landinu til að gera slíkan samning við Gúmmívinnsluna, en endurvinnsla gúmmís í öryggishellur þykir sam- rýmast Staðardagskrá 21, sem kveð- ur á um virka umhverfisstefnu sveit- arfélaganna. Þeir Oddgeir Þór Árnason, garð- yrkjustjóri og starfsmaður Stað- ardagskrár 21 í Mosfellsbæ, og Þór- arinn Kristjánsson, stjórnarformaður Gúmmívinnslunnar, undirrituðu samninginn á dögunum, en áætlað er að viðskipti Mosfellsbæjar og Gúmmívinnslunnar verði upp á um 2,5 milljónir króna á næstu fjórum ár- um og að um 14 tonn af gúmmí- úrgangi fari í að framleiða þær ör- yggishellur sem um ræðir. Að sögn bæjaryfirvalda í Mos- fellsbæ er þessi ráðstöfun í beinu framhaldi af því starfi sem unnið hef- ur verið að í umhverfismálum í bæj- arfélaginu á undanförnum árum, en Mosfellsbær hefur fengið fjölda við- urkenninga á því sviði. Gúmmívinnslan hefur framleitt ör- yggishellur fyrir leikvelli í um tíu ár en 90% af hráefninu í hellunum eru fengin úr notuðum hjólbörðum. Ör- yggishellurnar hafa fengið vottun frá viðurkenndum erlendum vottunar- aðila til að standast fyllstu öryggis- kröfur sem undirlag á leikvelli. Gúmmíhellur á leikvelli Ljósmynd/Haraldur Ingólfsson Skrifað undir á mjúkri gúmmíhellu. Miðbær | Það var glatt á hjalla og mikil hátíð- arhöld þegar nemendur, starfsfólk og for- eldrar í Austurbæjarskóla héldu lokahátíð fjölmenningarverkefnis skólans á dögunum. Höfðu viðstaddir vissulega ástæðu til að fagna, enda markaði hátíðin hápunkt um- fangsmikils og skemmtilegs samstarfs skóla, foreldra, félagsmiðstöðvarinnar 100og1 og ekki síst unglinganna. Hátíðin hófst með skrúðgöngu um hverfið, en síðan voru haldin ýmis skemmtiatriði út um allan skóla; dans, söngur og ýmis atriði sem unglingarnir hafa verið að vinna að í vet- ur. Guðbjörg Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá félagsmiðstöðinni 100og1, segir hátíðina hafa heppnast gríðarvel, enda hafi veðrið leikið við viðstadda og mæting betri en búist hafði verið við,“ segir Guðbjörg. Fjölmenningarkennslan hefur tvímælalaust skilað sér að mati Guð- bjargar. „Krakkarnir eru opnari fyrir annarri menningu og læra heilan helling á þessu. Þau eru umburðarlyndari og njóta þess að kynnast krökkum af ólíkum uppruna og skiptast á ýmsum fróðleik. Þau læra svo mikið af hvert öðru.“ Morgunblaðið/Árni Torfason Þeir voru kátir, krakkarnir sem þrömmuðu niður á Laugaveg. Lokahátíð fjölmenningar- verkefnis Vesturbær | Hreinsunarátak Reykjavíkur- borgar 2004, „Tökum til hendinni,“ hófst formlega, þegar Þórólfur Árnason borgar- stjóri tók rösklega til hendinni við leikskól- ann Sæborg í gær. Hugmyndina að átakinu má rekja til funda borgarstjóra með borgarbúum sl. haust þar sem fram kom mikill og almennur vilji þess efnis að Reykjavíkurborg beitti sér fyrir auk- inni vitund borgarbúa um umhverfi sitt og gildi góðrar umgengni. Að sögn borgaryf- irvalda er ærið tilefni til að fegra borgina, en fjöldi gesta, erlendra sem innlendra, er vænt- anlegur til Reykjavíkur í sumar og 60 ára af- mæli lýðveldisins verður fagnað 17. júní. Borgin sýni gott fordæmi Reykjavíkurborg hyggst sjálf ganga á und- an með góðu fordæmi og hefur tilmælum þannig verið beint til allra stjórnenda hjá Reykjavíkurborg um að þeir hyggi að um- hverfi vinnustaða sinna og virki starfsfólk borgarinnar í þeim efnum. Þá hafa skólabörn þegar tekið til hendinni og leikskólabörn og eldri borgarar munu einnig taka þátt í verk- efninu. Sérstakt átak verður líka haldið á vegum vinnuskólans í tengslum við verk- efnið. Sérstakir ruslapokar hafa verið útbúnir sem verða aðgengilegir fólki og fyrirtækjum í borginni næstu daga en þá er m.a. hægt að nálgast á bensínstöðvum höfuðborgarsvæð- isins, í Ráðhúsi Reykjavíkur, félagsmið- stöðvum félagsþjónustunnar og við sundlaug- ar borgarinnar. Einstaklingar og fyrirtæki í Reykjavík eru hvött til að leggja sitt af mörkum, fegra nán- asta umhverfi og senda frásögn og myndir af framtakinu á hreinn@reykjavik.is, en frá- sagnir og myndir verða birtar á vefsvæði Reykjavíkur og verðlaun veitt fyrir kraft- mikil og skemmtileg verkefni. Hreinn Hreinsson, upplýsingafulltrúi í Ráðhúsi Reykjavíkur, segir hverfafundina hafa verið gagnlega, en umgengni hafi skipt fólk miklu máli þegar það átti samtöl við borgarstjóra. „Þetta er allt spurning um hvernig við bregðumst við þessu,“ segir Hreinn. „Borgin er með heilmikinn mann- skap og tæki sem eru að þrífa og fegra borg- ina á hverjum einasta degi, en engu að síður er mikið af umgengninni undir hverjum og einum komið, hvernig hann gengur um borg- ina. Þess vegna ákváðum við að fara af stað með hvatningarátak, ekki hvað síst til að vekja fólk til umhugsunar um hvernig maður gengur um og líka til að sýna að tækifærin til að gera betur í ungengninni eru út um allt.“ Hreinn segir von borgaryfirvalda að íbúar borgarinnar finni það hjá sjálfum sér að gera hreinlætið og góða umgengni að venju sinni, að taka upp rusl þegar fólk sér það og vinna saman að betri borg. Hreinsunarátakið „Tökum til hendinni“ hafið í Reykjavíkurborg Kviknaði vegna mikils áhuga borgaranna TENGLAR .................................................................. www.reykjavik.is hreinn@rvik.is Morgunblaðið/Jim Smart Ungur temur: Borgarstjóri nýtur leiðsagnar ungu kynslóðarinnar í fegrun borgarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.