Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU RÁÐGJAFARNEFND Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins leggur nú til að veiði á þorski í Barentshafi á næsta ári verði ekki meiri en 485.000 tonn. Það er um 100.000 tonnum hærri ráðlegging en fyrir þetta ár, þrátt fyrir að stöðugt hafi verið veitt meira en lagt hefur verið til. Leyfi- legur heildarafli af þorski í Barents- hafinu á þessu ári er 505.000 tonn, þar af 40.000 tonn af svokölluðum strandþorski. Hann er reyndar tal- inn standa illa og lagt til að ekkert verði veitt af honum á næsta ári. Ráðgjafarnefndin telur að staða þorskstofnsins í Barentshafi, ýsu- stofnins, ufsa, kolmunna og norsk- íslenzkrar síldar standi vel, þrátt fyrir að veitt sé of mikið úr til- teknum stofnum eins og kolmunna og þorski og ýsu að nokkru leyti. Í stuttu máli leggur ráðgjafar- nefndin til að að afli af Baretnshafs- þorski verði 485.000 tonn, að ekkert verði veitt af strandþorski, að ýsu- kvótinn í Barentshafi verði 106.000 tonn og að þar megi einnig veiða 215.000 tonn af ufsa. Lagt er til að verulega verði dregið úr veiðum á kolmunna og að ekki verði tekið meira en 1.075.000 tonn á næsta ári. Gert er ráð fyrir að ríflega tvær milljónir tonna veiðist á þessu ári. Lagt er til að sókn í norsk-íslenzku síldina verði svipuð áfram, en það þýðir 884.000 tonna veiði á næsta ári. Síldin í Norðursjó er að braggast og leggur nefndin til að leyfðar verði veiðar á 500.000 tonnum af fullorðinni síld. Þá er lagt til að veiðar á karfa verði dregnar verulega saman og beinar veiðar takmarkaðar mjög eða bann- aðar. Ráðlagður afli af grálúðu er 13.000 tonn, lagt til að sókn í keilu og löngu verði dregin saman um þriðjung og að engar beinar veiðar á blálöngu verði stundaðar. Leyfilegur þorskafli í Barentshaf- inu nú er 505.000 tonn og skiptist hann þannig að Norðmenn eru með 224.600 tonn, Rússar 212.600 tonn og önnur lönd með 68.800 tonn. Þar af er hlutur Íslands 6.000 tonn. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um leyfilegan heildarafla á næsta ári, en ólíklegt er að hann verði minni en á þessu í ljósi sögunnar. Norð- menn og Rússar hafa lengst af heimilað mun meiri afla en ráðlagt hefur verið. Leggja til 485.000 tonna þorskafla í Barentshafi KOMI til atvinnuveiða á hrefnuleggur Hafrannsóknastofnunin til að veiðum verði haldið innan við 400 dýr á ári og jafnframt að veiðum verði háttað í samræmi við dreifingu hrefnu á íslenska landgrunninu. Jafnframt er talið að veiðar á 200 langreyðum árlega á hefðbundinni veiðislóð vestur af landinu teljist sjálfbærar. Þetta kemur fram í mati Hafrann- sóknastofunar á stofnstærð hvala. Samkvæmt talningum voru um 18.900 langreyðar á hafsvæðinu Austur-Grænland/Ísland/Jan Mayen árið 1995. Niðurstöður taln- inga frá 2001 sýna marktæka fjölg- un langreyða og að heildarstofninn sé nú um 23 þús. dýr. Vísindanefnd NAMMCO ályktaði að árlegar veið- ar á 150 langreyðum næstu 20 ár væru sjálfbærar. Ljóst er að fyr- irhugaðar veiðar á langreyði í vís- indaskyni (100 dýr á ári í tvö ár) munu ekki hafa teljanleg áhrif á stofninn. Talningar benda til að sandreyð- arstofninn sem Íslendingar hafa veitt úr sé a.m.k. um 10 500 dýr. Þar sem veiðar úr stofninum voru mjög takmarkaðar á síðustu áratugum má telja víst að þær hafi ekki haft alvar- leg áhrif á stofninn. Samkvæmt talningum sem fram fóru árið 2001 eru um 67 þús. hrefn- ur á Mið-Atlantshafssvæðinu, þar af um 44 þús. á íslenska landgrunninu. Samkvæmt nýrri úttekt vísinda- nefndar NAMMCO er stofnstærð hrefnu hér við land nú nálægt því sem talið er að hún hafi verið áður en veiðar hófust. Samkvæmt öllum þeim forsendum sem vísindanefndin taldi raunhæfar eru hverfandi líkur á að árlegar veiðar á 200 hrefnum næstu 20 ár muni færa stofnstærðina niður fyrir 80% af upprunalegri stofnstærð. Á sama hátt er ólíklegt að árlegar veiðar á 400 hrefnum færi stofninn niður fyrir 70% á sama tímabili. Þessar niðurstöður um ástand hrefnustofnsins hér við land eru í samræmi við eldri úttektir vísinda- nefnda NAMMCO og IWC. Ljóst er að árlegar veiðar á bilinu 200-400 hrefnur á íslenska landgrunninu samrýmast markmiðum um sjálf- bæra nýtingu hrefnustofnsins, enda er almennt viðurkennt að kjörnýt- ingarstærð hvalastofna liggur á bilinu 60-72% af upphaflegri stærð. Óhætt að veiða 400 hrefnur Morgunblaðið/Alfons Finnsson Njörður KÓ á hrefnuveiðum. SKIPIN eru nú farin til veiða á síld og kolmunna á ný eftir fríið um sjó- mannadagshelgina. Lítið er enn að frétta af veiði. Alls hefur 172.200 tonnum af kol- munna verið landað hérlendis á árinu. Íslenzk skip hafa landað 132.500 tonnum, en erlend skip tæp- lega 40.000 tonnum. Síldarvinnslan á Seyðisfirði hefur tekið á móti lang- mestu, 51.000 tonnum. Eskja á Eskifirði kemur næst með 33.000 tonn, þá Loðnuvinnslan á Fáskrúðs- firði með 26.900 tonn og Síldar- vinnslan í Neskaupstað með 25.000 tonn. HB Grandi á Akranesi hefur tekið á móti 12.250 tonnum, Vinnslu- stöðin í Vestmannaeyjum er með 7.600. 7.200 tonn hafa borizt til Tanga á Vopnafirði, 6.300 tonn til Samherja í Grindavík og Ísfélagið í Eyjum hefur tekið á móti 2.900 tonnum. Alls hafa 17.200 tonn af norsk- íslenzku síldinni borizt á land. Þar af hafa erlend skip landað 4.600 tonn- um. Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur tekið á móti tæplega 4.800 tonnum og Hraðfrystistöð Þórs- hafnar er með 3.000 tonn. Vinnslu- stöðin hefur tekið á móti 2.900 tonn- um og ísfélagið 2.850. 1.500 tonn hafa borizt til Vopnafjarðar og sama magn til Akraness. Loks landaði færeyski báturinn Saxaberg 800 tonnum á Fáskrúðsfirði um daginn. 130.000 tonn veidd TÍMASETNING og óþarflega flóknar leiðbeiningar hafa hugsan- lega haft eitthvað að segja með hve fá fyrirtæki veittu félagsmálaráðu- neytinu upplýsingar um jafnrétt- isáætlanir sínar, en einungis um eitt- hundrað fyrirtæki af þeim tæplega 800 sem óskað var eftir slíkum upp- lýsingum frá, skiluðu þeim. Þetta segir Ari Edwald, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins. „Þetta eru afskaplega dræm við- brögð, sérstaklega miðað við það sem við eigum að venjast í tölvupóst- könnunum sem við höfum staðið fyr- ir,“ segir Ari. Segir hann hugsanlegt að ástæðurnar megi finna í hvenær ársins könnunin sé gerð, en margir starfsmenn séu komnir í sumarfrí. „Þá er hugsanlegt að nálgun ráðu- neytisins hafi, að einhverra mati, þótt fráhrindandi. Með beiðninni voru sendar leiðbeiningar um gerð jafnréttisáætlana, sem okkar fólk telur óþarflega flóknar og ganga lengra en lög gera kröfu um, auk þess sem þær gera ekki greinarmun á því hvað teljist lagaskylda og hvað jafnréttisyfirvöld telji æskilegt við gerð jafnréttisáætlana, þegar skyld- unni sleppi.“ Segir Ari að menn verði að hafa í huga að langflest íslensk fyrirtæki séu fámenn og það séu í raun tiltölulega fá fyrirtæki sem eru með fasta starfsmenn sem sjái ein- göngu um starfsmannamál. Jafnrétti hluti faglegrar stjórnunar „Samtök atvinnulífsins leggja mikla áherslu í sínum málflutningi á að það sé liður í faglegri starfs- mannastjórnun að gæta að jafnrétt- ismálum. Að umbun og framganga sé veitt á málefnalegum forsendum, eftir verðleikum og framlagi – burt- séð frá kyni. Það má hins vegar spyrja hvort ekki séu einfaldari og áhrifaríkari leiðir til að ná því markmiði en sú sem farin hefur verið í lögunum,“ segir Ari. Að sögn Ara voru samtök- in því ekki hlynnt að skylda til setn- ingar jafnréttisáætlunar, eins og sú sem hér um ræðir, væri lögfest. „Við teljum mikla skriffinnsku falla illa að veruleika íslenskra fyrirtækja, sem oft eru knappt mönnuð, og erum ekki sannfærð um að hún sé til þess fallin að ýta undir jafnrétti í reynd.“ Ari segir að þegar þetta hafi hins vegar orðið lagakrafa árið 2000 hafi SA skrifað leiðbeiningar um gerð jafnréttisáætlana, sem gera myndu fyrirtækjum kleift að uppfylla kröfur um jafnréttisáætlun á tiltölulega ein- faldan hátt. „Við höfum ekki haft neina ástæðu til að ætla að þær leið- beiningar séu ekki í samræmi við lög þar sem Jafnréttisstofa hefur ekki gert neinar athugasemdir þar að lút- andi,“ segir Ari. SA telja kröfu um setningu jafnréttisáætlana falla illa að veruleika fyrirtækja Aukin skriffinnska ekki besta leiðin MATSFYRIRTÆKIÐ Moody’s hef- ur staðfest lánshæfiseinkunnina Aaa fyrir Ísland og segir að mat um stöðugar horfur byggist á aukinni fjölbreytni hagkerfisins og sveigj- anleika þess. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Moody’s Investors Service að því er segir í frétta- tilkynningu frá Seðlabanka Íslands. Sérfræðingur Moody’s bendir á það í skýrslu fyrirtækisins að ís- lenska hagkerfið sé frábrugðið öðr- um hagkerfum í Vestur-Evrópu sökum smæðar, sveiflna í efnahags- lífi og mikillar erlendrar skuldsetn- ingar. Þrátt fyrir það leggur sér- fræðingurinn og einn af höfundum skýrslunnar, Kristin Lindow, áherslu á að sterk staða ríkisfjár- mála, tiltölulega hagstæð aldurs- samsetning þjóðarinnar og kröft- ugur hagvöxtur styðji þessa lánshæfiseinkunn, sem er sú hæsta sem Moody’s gefur. Áhyggjum er þó lýst af því að ójafnvægis sé þeg- ar farið að gæta í þjóðarbúskapn- um, einkum af völdum mikillar upp- sveiflu sem hófst með erlendri fjárfestingu á síðasta ári. Aðhaldsstefna í ríkisfjármálum Segir í tilkynningu Seðlabankans að sérfræðingur Moody’s sé fremur bjartsýnn á að ríkisstjórnin standi við fyrirheit sín um aðhald í rík- isfjármálum og að fyrirhuguð for- sætisráðherraskipti í ríkisstjórn- inni breyti þar engu um. Engu að síður telji matsfyrirtækið að við- skiptahallinn haldi áfram að aukast umtalsvert á næstu árum vegna mikilla umsvifa í hagkerfinu og mikils innflutnings í tengslum við ál- og orkuver. Moody’s segir að efnahags- aðstæður gætu versnað ef til kæmi mikil lækkun á gengi krónunnar eða óvænt og kröpp efnahagslægð. Í ljósi þess sé enn brýnna að halda áfram að lengja lánstíma erlendra lána þjóðarbúsins. Einnig verði af- ar mikilvægt að fylgja aðhalds- samri stefnu í ríkisfjármálum og peningamálum og að stuðla að hóf- legri röðun framtíðarfjárfestinga sem kunna að vera til athugunar. Án slíks aðhalds óttast sérfræð- ingur Moody’s að sú aðlögun sem nauðsynleg verður til þess að ná jafnvægi í þjóðarbúskapnum á ný geti orðið harkalegri en mjúk að- lögun hagkerfisins árin 2001–2002. Moody’s ítrekar hins vegar að ís- lenska hagkerfið hafi reynst óvenju sveigjanlegt í viðbrögðum sínum við sveiflum og telur matsfyrir- tækið að slík aðlögun ætti að geta endurtekið sig. Morgunblaðið/Golli Hagstæð aldurssamsetning Matsfyrirtækið Moody’s segir að hagstæð aldurssamsetning þjóðarinnar eigi sinn þátt í lánshæfiseinkunn Íslands. Moody’s staðfestir hæstu lánshæfisein- kunn fyrir Ísland NORLAX, danska fiskfram- leiðslufyrirtækið sem tveir stjórnendur fyrirtækisins, framkvæmdastjórinn Ole Clem- ensen og sölu- og markaðsstjór- inn Per Seeberg, hafa fest kaup á ásamt hópi íslenskra fjárfesta undir forystu Íslandsbanka, var rekið með tapi í heil tólf ár í röð, eða allt þar til í fyrra þegar 7 milljóna danskra króna tapi árið 2002 var snúið í 13,9 milljóna danskra króna hagnað. Sá ár- angur náðist að því er segir í danska viðskiptablaðinu Børsen með því meðal annars að hreinsa til í viðskiptavinahópn- um og skilja erlendar lágvöru- verðskeðjur frá öðrum við- skiptavinum. Í Børsen segir að félagið, sem á rætur að rekja til ársins 1918 og er samsett úr fimm smærri framleiðendum reyktra mat- væla, framleiði árlega 3.000 tonn af reyktum norskum eld- islaxi, villilaxi, urriða og grálúðu og selji þær afurðir um allan heim. Leiðandi í reyktum laxi Norlax hefur 185 starfsmenn og veltan er 180 milljónir danskra króna á ári eða rúmlega 2,1 milljarður íslenskra króna. Á heimasíðu félagsins segir að það sé leiðandi fyrirtæki í Evrópu í framleiðslu á reyktum laxi og öðrum reyktum fisktegundum. Félagið hefur verið hluti af Norway Seafood síðan árið 1995. „Við erum ánægð að hafa lagt okkar af mörkum til að gefa Norlax trausta undirstöðu til að vinna á til framtíðar. Ég er viss um að horfur fyrirtækisins til framtíðar eru góðar með nýjum eigendum,“ segir Yngve Myhre, forstjóri Norway Seafood, í samtali við Børsen. Tap í tólf ár í röð Norlax
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.