Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Discovery kemur og fer í dag. Pamiut og Mánafoss koma í dag. Selfoss, Freri og Þern- ey fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Arrow kemur í dag. Selfoss og Viking fara í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Skrif- stofa s. 551 4349, fax. 552 5277, mataraðstoð kl. 14–17. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa og postulín, kl. 13 postulín, kl.13.30 Leshringur í fund- arsalnum. Hársnyrting, fótaað- gerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og handavinna, kl. 10.30–11.30 heilsu- gæsla, kl. 13–16.30 smíðar og handavinna, kl. 13 spil. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 bað, kl. 9–16 handavinna, kl. 13– 16.30 bridge/vist. Sími 535 2760. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9–14 aðstoð við böðun, kl. 10–10.45 leikfimi, kl. 14.40 ferð í Bónus, púttvöllurinn opinn. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 13.30 bankinn, kl. 11–11.30 leikfimi. Félagsstarfið Löngu- hlíð 3. Kl. 9.30 hjúkr- unarfræðingur á staðn- um, kl. 10 hársnyrting, kl.10–12 verslunin opin til kl. 12, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Vinnustofan opin miðviku-, fimmtu- og föstudag með leið- beinanda til 15. júní. Púttvöllurinn opinn. Böðun mánu- og fimmtudaga. Fótaað- gerðastofa á mið- vikudögum, aðra daga eftir samkomulagi. Hárgreiðsla alla daga kl. 9–12 Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Sameiginleg kvennaleikfimi í Kirkjuhvoli kl. 11. Vöfflukaffi í Garða- bergi e.h. Handa- vinnuhornið í Garða- bergi kl. 13. Félag eldri borgara Kópavogi. Skrifstofan er opin í dag frá kl. 10– 11.30, viðtalstími í Gjá- bakka kl 15–16. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Samfélagið í nærmynd kl. 11 þáttur um málefni eldri borg- ara á RÚV. Söngfélag FEB kóræf- ing kl. 17. Línudans- kennsla kl. 19.15. Far- þegar í ferð um Snæfellsnes, fundur með fararstjóra í kvöld í Ásgarði Glæsibæ kl. 20.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Kl. 11 línudans, kl. 13.30 pílu- kast. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar kl. 10.30 sund- og leikfimiæfingar í Breið- holtslaug frá hádegi spilasalur opinn. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 10–17 handavinna, kl. 13 félagsvist, kl. 17. bobb. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin alla virka daga frá kl. 9–17. Handavinnustofan er opin frá kl. 13–16. Alltaf heitt á könnunni. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna og búta- saumum , kl. 10–11 pútt, hárgreiðsla, fóta- aðgerð og banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 10–11 og kl. 11–12 jóga, kl. 10.30 samverustund. Fótaaðgerðir, hár- snyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 vinnustofa, kl. 9– 16 fótaaðgerð, kl. 14 fé- lagsvist, kaffi og verð- laun. Vesturgata 7. Kl. 9– 10.30 setustofa, dag- blöð og kaffi, kl. 10–12 sund í Hrafnistulaug, kl. 9–16 fótaaðgerð og hárgreiðsla, kl. 12.15– 14.30 verslunarferð í Bónus, kl. 13–14 mynd- bandssýning, spurt og spjallað. Þeir sem eru skráðir í ferð til Skagafjarðar 10. júní vinsamlegast vitjið farseðlana sem fyrst. Nánari upplýsingar í síma 535 2740. Vitatorg. Kl. 8.45– 11.45 smiðjan, kl. 9–16 hárgreiðsla, kl. 9.30–16 handmennt, almenn, kl. 10–11 morgunstund, kl. 10–16 fótaaðgerðir, kl. 10–16.30 bókband , kl. 12.30 verslunarferð í Bónus Þjónustumiðstöðin, Sléttuvegi 11. Kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13– 16 keramik, taumálun, föndur, kl. 15 bókabíll- inn. Hafnargönguhóp- urinn. Kvöldganga kl. 20 miðvikudaga. Lagt af stað frá horni Hafn- arhússins norð- anmegin. Brúðubílinn Brúðubílinn, verður í dag kl. 10 við Fífusel og kl. 14 við Frostaskjól og á morgun kl. 10 við Fróðengi. Í dag er miðvikudagur 9. júní, 161. dagur ársins 2004, Kól- úmbamessa. Orð dagsins: Vitur maður sér ógæfuna og felur sig, en einfeldningarnir halda áfram og fá að kenna á því. (Ok. 27, 12.) Fréttablaðið birti í gærfrétt á forsíðu þess efnis að „helztu at- hugasemdir“ skattrann- sóknarstjóra á skatt- skilum Baugs hefðu lotið að því hvernig „staðið var að verðmati fyrirtækja, sem lögð voru inn í félagið við stofnun þess“. Nú er það svo að skatt- rannsóknarstjóri veitir fjölmiðlum engar upplýs- ingar um málefni fyr- irtækja eða einstaklinga sem tekin eru til athug- unar. Eini aðilinn sem það getur gert er sá aðili sem athugun embættisins bein- ist að. Í fréttum ríkissjón- varpsins í gærkvöldi var haft eftir Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs, að fyrirtækið mundi engar upplýsingar veita um efni frumskýrslu skattrann- sóknarstjóra.     Vandinn við fréttir áborð við þá sem Fréttablaðið birti í gær um þetta mál er sá að les- endur geta ekki vitað hvort sagan öll er sögð eða einungis hluti hennar. Flestir fjölmiðlar mundu hafa þann hátt á, ef þeim bærust upplýsingar af þessu tagi, að þeir mundu telja nauðsynlegt að sjá skýrsluna alla til þess að leggja sjálfstætt mat á það hvort sagan öll væri sögð eða hvort þeir væru mat- aðir á upplýsingum sem hentuðu viðkomandi aðila. Nú má vel vera að Frétta- blaðið hafi alla frum- skýrslu skattrannsókn- arstjóra undir höndum og frétt blaðsins í gær bygg- ist á slíku sjálfstæðu mati. Eða þá að um upphafsfrétt hafi verið að ræða og fleiri fréttir um efni skýrsl- unnar fylgi í kjölfarið. Þetta kemur í ljós næstu daga eða þegar málið allt verður upplýst opinber- lega.     Í þessu sambandi erástæða til að minna á að Jón Ólafsson kaupsýslu- maður og fyrirtæki hon- um tengd voru í rann- sókn hjá skattrann- sóknarstjóra fyrir nokkr- um miss- erum. Jón Ólafsson tók sjálfur ákvörðun um að óska eftir því við Morgunblaðið að skýrsla skattrannsókn- arstjóra ásamt at- hugasemdum yrði birt í heild í blaðinu. Morg- unblaðið varð við þeim óskum Jóns Ólafssonar. Með því að óska eftir birt- ingu á skýrslunni allri gerði Jón Ólafsson les- endum Morgunblaðsins kleift að leggja sjálfstætt mat á efni málsins. Segja má að þau vinnubrögð hans hafi verið til fyr- irmyndar.     Hins vegar er ljóst aðtakmarkaðar upplýs- ingar hafa borizt um eft- irleikinn, þ.e. um end- urálagningu o.s.frv. Það er viðtakandinn einn sem getur ákveðið að birta þær upplýsingar. STAKSTEINAR Er sagan öll sögð? Hreinn Loftsson Jón Ólafsson Óhreinn ferðamaður ÉG VAR á ferð um landið síðustu helgi og lá leið mín á Kirkjubæjarklaustur þar sem ég var að taka þátt í vélhjólakeppni ásamt um það bil 300 öðrum keppend- um. Þegar löngum og skít- ugum degi var lokið var ákveðið að skella sér í sund til að hreinsa af sér óhrein- indin. Þá varð ég fyrir mikl- um vonbrigðum. Til að byrja með var starfsmaður- inn í GSM-símanum sínum þegar við mættum til að borga. Hann lagði þó fljót- lega á þegar hann varð okk- ar var. Fyrir framan bún- ingsklefana voru engar skóhillur og voru skór því á víð og dreif og var illmögu- legt að komast inn í klefana fyrir skóm. Búningsklef- arnir sjálfir voru hreint og beint ógeðslegir. Sturturn- ar skiluðu nánast engu vatni frá sér til að hægt væri að þrífa sig, gólfin í búningsklefanum voru blaut og skítug, það var myrkur inni á klósettinu og enginn pappír. Þessi aðstaða var svo slæm að við misstum áhug- ann á að fara í pottinn og yfirgáfum staðinn óánægð og illa þrifin. Þetta var alls ekki peninganna virði. Við skorum á þennan vinsæla ferðamannastað að bæta aðstöðuna hjá sér fyrir sumarið. Björn Ingvar Einarsson. Yndisleg sýning ÉG FÓR í Iðnskólann í Hafnarfirði í gær og þar er yndisleg sýnging eftir Þor- kel Guðmundsson arkitekt og listamann, sem ber heit- ið Hönnun og handverk í hálfa öld. Ég hvet alla til þess að mæta á þessa sýn- ingu en henni lýkur á fimmtudag. Sigríður. Tapað/fundið Hálsmen tapaðist SILFURHÁLSMEN með handsmíðaðri skeifu tapað- ist á afmæli Sjálfstæðis- flokksins á Hótel Nordica hinn 27. maí sl. Hestshaus er í skeifunni og á skeifuna er grafið nafn eigandans, Guðrún Fjeldsted. Finn- andi vinsamlegast hafi samband í síma 437 1686 eða 893 3886. Fundarlaun í boði. Dýrahald Kettlingur af skógarkattarkyni GÓÐAN fress af skógar- kattarkyni vantar heimili. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband í síma 866 4403 eftir klukkan 5 á daginn. Tveir kettlingar fást gefins YNDISLEGIR kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 554 2406. Persa vantar heimili MOLI er silfurpersi, tæp- lega 3ja ára og sérlega ljúf- ur, fallegur og kelinn kött- ur. Vegna breyttra að- stæðna vantar hann nýtt heimili. Upplýsingar í síma 669 9313. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 kría, 4 þyrping, 7 lofað, 8 óhæfa, 9 kraftur, 11 skelin, 13 fiskurinn, 14 dögg, 15 vegg, 17 ilma, 20 hlass, 22 heldur, 23 hefja, 24 ávöxtur, 25 fugl. LÓÐRÉTT 1 þjónustustúlka, 2 hæsi, 3 sníkjudýr, 4 fatnað, 5 frumeindar, 6 duglegur, 10 flandur, 12 miskunn, 13 væla, 15 glampi, 16 kind, 18 orða, 19 dýrin, 20 sóminn, 21 slæmt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 góðgætinu, 8 skælt, 9 nætur. 10 agn, 11 arinn, 13 alinn, 15 mögla, 18 efsta, 21 fen, 22 trant, 23 geðug, 24 Dalabyggð. Lóðrétt: 2 ólæti, 3 gátan, 4 tunna, 5 nýtni, 6 espa, 7 grun, 12 nál, 14 lyf, 15 meta, 16 glaða, 17 aftra, 18 Eng- ey, 19 siðug, 20 auga. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... Víkverji verður mitt í gleði sinniyfir glimrandi sumartíð að kvarta eilítið, svona rétt til að finna ákveðinni útrás farveg. Kvörtunar- efnið er lenging skólaársins. Man Víkverji þá bernskudaga fyr- ir norðan að skólaslita var beðið með mikilli eftirvæntingu svo hægt væri að fara út í stutta íslenska sumarið að leika sér. Ekki var orðið pláss í heilabúi krakkanna fyrir meiri boð- skap eftir margra mánaða nám og sól hátt á lofti. x x x Nú er svo komið að flestir skólarlandsins, einkum í þéttbýlinu, eru að störfum fram í júnímánuð en í þeim tilvikum sem Víkverji þekkir til er varla hægt að tala um eiginlegt skólastarf síðustu dagana. Þeir ganga gjarnan undir heitinu „skertir dagar“ og þá eru nemendur kannski ekki látnir mæta fyrr en kl. 10 á morgnana og eru búnir upp úr há- degi. Skólabókum er að mestu vikið til hliðar þessa daga og nemendur fara margir hverjir í vettvangsferðir með kennurum sínum. Allt er það góðra gjalda vert en Víkverji leggur til að skólastarfinu ljúki með hnit- miðaðri hætti, þannig að foreldrar geti gengið að ákveðinni dagsetn- ingu vísri þegar skóla lýkur alfarið og sumarfrí tekur við hjá börnunum. Óboðlegt er þegar skólarnir rekast t.d. á við sumarnámskeið og -æfing- ar hjá íþróttafélögum. Þannig á Vík- verji erfitt með að skilja af hverju grunnskólum Reykjavíkur var ekki öllum slitið fyrir síðustu helgi. Nokkrir þeirra héldu áfram í þessari viku, þegar sumarstarfið hjá ÍTR hófst og æfingar hjá íþróttafélögum byrjuðu á nýjum tímum, og þurftu krakkar þá að mæta í skólann á „skertum“ mánudegi, starfsdagur kennara var svo í einhverjum til- vikum á þriðjudegi og skólaslit ekki fyrr en í dag, á miðvikudegi. Þetta fyrirkomulag er ekki nemendum í hag og hvað þá foreldrum sem þurfa að standa í alls konar reddingum varðandi pössun og akstur í miðjum vinnutíma. Þegar Víkverji hefur fært þetta í tal við kennara þá hefur viðkvæðið gjarnan verið þetta, með svolitlu hæðnisglotti þeirra: Nú, það voruð þið, foreldrarnir, sem vilduð lengja skólaárið, ekki við! x x x Ekki veit Víkverji við hvaða for-eldra var talað í þeim efnum en flestir slíkir sem hann þekkir og um- gengst hafa lýst óánægju sinni með núverandi fyrirkomulag. Vonandi taka skólastjórnendur þetta til greina fyrir skipulagningu næsta skólaárs. Það dugir ekkert hálfkák, annaðhvort er skólinn búinn eða ekki, og ekki látinn fjara út með ómældum óþægindum fyrir foreldra og forráðamenn. Það er til dæmis óskiljanlegt að slíta sundur síðustu vikuna með starfsdegi kennara, skólastjórnendur hljóta að geta fundið þeim stað fyrr. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skólunum er loksins að ljúka, enda komið stutt íslenskt sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.