Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 41 Til sölu rúmlega 11 hektara landspilda á mjög góðum stað í Ölfusi. Landið er gróið og afgirt. Á rennur meðfram landinu. Mjög stutt í heitt og kalt vatn, svo og rafmagn. Verulega áhugavert land til ýmissa nota. Upplýsingar gefur sölumaður Hóls – bújarðir, Jón Hólm Stefánsson, sími 896 4761. Land í Ölfusi Jörðin er á góðu og eftirsóttu svæði milli Hveragerðis og Selfoss í svonefndu nýbýla- hverfi. Húsakostur jarðarinnar er mikill og býður upp á margvíslega nýtingarmögu- leika, en gripahús eru nú innréttuð sem nýtísku hest- hús. Mjög gott íbúðarhús. Landstærð um 30 hektarar. Hitaveita. Einkasala. Upplýsingar gefur sölumaður Hóls – bújarðir, Jón Hólm Stefánsson, sími 896 4761. Til sölu er jörðin Akurgerði í Ölfusi OPIÐ HÚS - Glósalir 7, 201 Kóp. Afar falleg og vel búin íbúð á 7. hæð ásamt stæði í bíla- geymslu í nýlegu og vönduðu viðhaldslitlu lyftuhúsi. Eikar- parket á gólfum og kirsuberja- viður í skápum. Yfirbyggðar svalir. Hér er um lúxusíbúð að ræða. Erna Valsdóttir lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali. Sölufulltrúi: Páll Höskuldsson, gsm 864 0500, tölvup.: pall@fasteignakaup.is Ármúla 15 • sími 515 0500 fax 515 0509 • www.fasteignakaup.is fasteignakaup@fasteignakaup.is Heimilisfang: Glósalir 7 Stærð eignar: 73,4 fm Staðsetning í húsi: 7. hæð Bílskúr: Já Byggingarár: 2001 Brunabótamat: 11,9 millj. Afhending eignar: Fljótlega Verð: 14,5 millj. Páll Höskuldsson frá Fast- eignakaupum tekur á móti gestum á milli kl. 19 og 20 í dag. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrir- bænum í síma 520 9700. Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8. Hug- leiðing, altarisganga, léttur morgunverður. Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11. Súpa og brauð borið fram í Setrinu kl. 12. Kvöldbænir kl. 18. Brids kl. 13-16. Mánu- daga og miðvikudaga verður spilað „pútt“ í garðinum frá kl. 13-15. Kaffi á eftir. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10 undir stjórn Aðalbjargar Helgadóttur. Að þessu sinni koma konurnar saman í Hús- dýra- og fjölskyldugarðinum. Gönguhópurinn Sólarmegin leggur af stað frá kirkjudyrum kl. 10.30 alla miðvikudagsmorgna. Öllu fólki velkomið að slást í hópinn. Gengið er á þægilegum hraða í rúma klukkustund. Neskirkja. Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Sigurður Árni Þórðarson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund í hádeg- inu kl. 12. Altarisganga. Léttur hádegisverð- ur eftir stundina. Allir velkomnir. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur máls- verður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar kl. 10-12 með Nönnu Guðrúnu í Vídalínskirkju. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safnaðarheim- ili Strandbergs, kl. 10-12. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12, íhugun, orgelleikur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður kl. 12.30 í Ljósbroti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbænastund í dag kl. 12. Góður kostur fyrir þá sem vilja taka frá kyrrláta og helga stund í erli dagsins til að öðlast ró í huga og frið í hjarta. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Boðið upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu að kyrrðarstund lokinni. Bessastaðasókn. Miðvikudagur er dagur kirkjunnar í Haukshúsi. Foreldramorgnar eru frá kl. 10-12. Þar koma saman foreldrar ungra barna á Álftanesi með börnin og njóta þess að hittast og kynnast öðrum foreldrum sem eru að fást við það sama, uppeldi og umönnun ungra barna. Opið hús eldri borg- ara er síðan frá kl. 13:00-16:00. Dagskráin verður fjölbreytt en umfram allt eru þetta notalegar samverustundir í hlýlegu umhverfi. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10-12. Lágafellskirkja. AA-fundur kl. 20.30 í Lága- fellskirkju. Unnið í 12 sporunum. Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20. Í blíðu og stríðu með Jesú. Lúk. 9.28-36. Ræðumaður Mar- grét Hróbjartsdóttir. Einsöngur Ólöf Inger Kjartansdóttir. Kaffiveitingar eftir samkom- una. Allir velkomnir. Glerárkirkja. Hádegissamvera kl. 12. Org- eltónar, sakramenti, fyrirbænir, léttar veiting- ar á vægu verði í safnaðarsal. Safnaðarstarf LANDSSAMBAND soroptimista fagnaði 30 ára afmæli sínu á dögun- um. Afmælisveislan hófst með mót- töku í Þjóðarbókhlöðunni sl. föstu- dag, þar sem mættu um 260 manns. Forseti landssambandsins, Hafdís Karlsdóttir, bauð gesti velkomna til afmælishátíðarinnar og landsbóka- vörður, Sigrún Klara Hannesdóttir, sagði gestum sögu Landsbókasafns- ins. Nær fjörutíu erlendir gestir, soroptimistar og makar, frá Dan- mörku, Þýskalandi, Hollandi, Skot- landi og Englandi komu til að taka þátt í fagnaðinum. Landssambands- fundur á Akranesi Laugardaginn 5. júní héldu sor- optimistar síðan landssambandsfund í Grundaskóla á Akranesi, þar sem um 200 manns voru viðstaddir setn- ingu. Þema fundarins var „Mann- auður innflytjenda“ út frá mismun- andi sjónarhornum verkefnasviða þeirra. Umræður urðu um hvernig rétta mætti hjálparhönd nýjum Ís- lendingum. Í framhaldi af þeim um- ræðum komu ýmsar tillögur um hvernig soroptimistar gætu á ein- hvern hátt lagt sitt af mörkum til að auðvelda nýbúum að aðlagast ís- lensku samfélagi. Fjögurra ára verkefni alþjóða- sambands soroptimista 2003–2007, er „Project Independence – Women Survivors of War“. Ásgerði Kjart- ansdóttur hefur verið falið að sjá um verkefnið meðan á því stendur. Sor- optimistar ætla að aðstoða konur sem hafa lifað af stríð og ofbeldi í Bosníu-Herzegóvínu, Rúanda og Afganistan. Verkefnið er unnið í samvinnu við „Women for Women International“, samtök sem stofnuð voru 1993 í þeim tilgangi að aðstoða konur í stríðshrjáðum löndum við að byggja upp nýtt líf. Soroptimistaklúbbur Akraness sá um alla umgjörð fundarins og há- tíðarveisluna um kvöldið, sem haldin var í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Meðan íslensku sor- optimistarnir sátu landssambands- fundinn fóru erlendu gestirnir í skoðunarferð til Þingvalla og víðar. Eftir fundinn bauð Akraneskaup- staður til móttöku á safnasvæðinu í Görðum þar sem Gísli Gíslason bæj- arstjóri tók á móti hópnum. Afmælishátíðarveisla var síðan haldin í Fjölbrautaskóla Vestur- lands. Í tilefni afmælisins var gefinn út upplýsingabæklingur til kynningar á starfsemi soroptimista, en höfuð- markmið þeirra er að vinna að betra mannlífi í hverfulum heimi, segir í fréttatilkynningu. Landssamband soroptimista 30 ára 160 konur sátu landssambandsfundinn sem haldinn var á Akranesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.