Morgunblaðið - 09.06.2004, Page 41

Morgunblaðið - 09.06.2004, Page 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 41 Til sölu rúmlega 11 hektara landspilda á mjög góðum stað í Ölfusi. Landið er gróið og afgirt. Á rennur meðfram landinu. Mjög stutt í heitt og kalt vatn, svo og rafmagn. Verulega áhugavert land til ýmissa nota. Upplýsingar gefur sölumaður Hóls – bújarðir, Jón Hólm Stefánsson, sími 896 4761. Land í Ölfusi Jörðin er á góðu og eftirsóttu svæði milli Hveragerðis og Selfoss í svonefndu nýbýla- hverfi. Húsakostur jarðarinnar er mikill og býður upp á margvíslega nýtingarmögu- leika, en gripahús eru nú innréttuð sem nýtísku hest- hús. Mjög gott íbúðarhús. Landstærð um 30 hektarar. Hitaveita. Einkasala. Upplýsingar gefur sölumaður Hóls – bújarðir, Jón Hólm Stefánsson, sími 896 4761. Til sölu er jörðin Akurgerði í Ölfusi OPIÐ HÚS - Glósalir 7, 201 Kóp. Afar falleg og vel búin íbúð á 7. hæð ásamt stæði í bíla- geymslu í nýlegu og vönduðu viðhaldslitlu lyftuhúsi. Eikar- parket á gólfum og kirsuberja- viður í skápum. Yfirbyggðar svalir. Hér er um lúxusíbúð að ræða. Erna Valsdóttir lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali. Sölufulltrúi: Páll Höskuldsson, gsm 864 0500, tölvup.: pall@fasteignakaup.is Ármúla 15 • sími 515 0500 fax 515 0509 • www.fasteignakaup.is fasteignakaup@fasteignakaup.is Heimilisfang: Glósalir 7 Stærð eignar: 73,4 fm Staðsetning í húsi: 7. hæð Bílskúr: Já Byggingarár: 2001 Brunabótamat: 11,9 millj. Afhending eignar: Fljótlega Verð: 14,5 millj. Páll Höskuldsson frá Fast- eignakaupum tekur á móti gestum á milli kl. 19 og 20 í dag. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrir- bænum í síma 520 9700. Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8. Hug- leiðing, altarisganga, léttur morgunverður. Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11. Súpa og brauð borið fram í Setrinu kl. 12. Kvöldbænir kl. 18. Brids kl. 13-16. Mánu- daga og miðvikudaga verður spilað „pútt“ í garðinum frá kl. 13-15. Kaffi á eftir. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10 undir stjórn Aðalbjargar Helgadóttur. Að þessu sinni koma konurnar saman í Hús- dýra- og fjölskyldugarðinum. Gönguhópurinn Sólarmegin leggur af stað frá kirkjudyrum kl. 10.30 alla miðvikudagsmorgna. Öllu fólki velkomið að slást í hópinn. Gengið er á þægilegum hraða í rúma klukkustund. Neskirkja. Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Sigurður Árni Þórðarson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund í hádeg- inu kl. 12. Altarisganga. Léttur hádegisverð- ur eftir stundina. Allir velkomnir. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur máls- verður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar kl. 10-12 með Nönnu Guðrúnu í Vídalínskirkju. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safnaðarheim- ili Strandbergs, kl. 10-12. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12, íhugun, orgelleikur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður kl. 12.30 í Ljósbroti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbænastund í dag kl. 12. Góður kostur fyrir þá sem vilja taka frá kyrrláta og helga stund í erli dagsins til að öðlast ró í huga og frið í hjarta. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Boðið upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu að kyrrðarstund lokinni. Bessastaðasókn. Miðvikudagur er dagur kirkjunnar í Haukshúsi. Foreldramorgnar eru frá kl. 10-12. Þar koma saman foreldrar ungra barna á Álftanesi með börnin og njóta þess að hittast og kynnast öðrum foreldrum sem eru að fást við það sama, uppeldi og umönnun ungra barna. Opið hús eldri borg- ara er síðan frá kl. 13:00-16:00. Dagskráin verður fjölbreytt en umfram allt eru þetta notalegar samverustundir í hlýlegu umhverfi. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í dag kl. 10-12. Lágafellskirkja. AA-fundur kl. 20.30 í Lága- fellskirkju. Unnið í 12 sporunum. Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20. Í blíðu og stríðu með Jesú. Lúk. 9.28-36. Ræðumaður Mar- grét Hróbjartsdóttir. Einsöngur Ólöf Inger Kjartansdóttir. Kaffiveitingar eftir samkom- una. Allir velkomnir. Glerárkirkja. Hádegissamvera kl. 12. Org- eltónar, sakramenti, fyrirbænir, léttar veiting- ar á vægu verði í safnaðarsal. Safnaðarstarf LANDSSAMBAND soroptimista fagnaði 30 ára afmæli sínu á dögun- um. Afmælisveislan hófst með mót- töku í Þjóðarbókhlöðunni sl. föstu- dag, þar sem mættu um 260 manns. Forseti landssambandsins, Hafdís Karlsdóttir, bauð gesti velkomna til afmælishátíðarinnar og landsbóka- vörður, Sigrún Klara Hannesdóttir, sagði gestum sögu Landsbókasafns- ins. Nær fjörutíu erlendir gestir, soroptimistar og makar, frá Dan- mörku, Þýskalandi, Hollandi, Skot- landi og Englandi komu til að taka þátt í fagnaðinum. Landssambands- fundur á Akranesi Laugardaginn 5. júní héldu sor- optimistar síðan landssambandsfund í Grundaskóla á Akranesi, þar sem um 200 manns voru viðstaddir setn- ingu. Þema fundarins var „Mann- auður innflytjenda“ út frá mismun- andi sjónarhornum verkefnasviða þeirra. Umræður urðu um hvernig rétta mætti hjálparhönd nýjum Ís- lendingum. Í framhaldi af þeim um- ræðum komu ýmsar tillögur um hvernig soroptimistar gætu á ein- hvern hátt lagt sitt af mörkum til að auðvelda nýbúum að aðlagast ís- lensku samfélagi. Fjögurra ára verkefni alþjóða- sambands soroptimista 2003–2007, er „Project Independence – Women Survivors of War“. Ásgerði Kjart- ansdóttur hefur verið falið að sjá um verkefnið meðan á því stendur. Sor- optimistar ætla að aðstoða konur sem hafa lifað af stríð og ofbeldi í Bosníu-Herzegóvínu, Rúanda og Afganistan. Verkefnið er unnið í samvinnu við „Women for Women International“, samtök sem stofnuð voru 1993 í þeim tilgangi að aðstoða konur í stríðshrjáðum löndum við að byggja upp nýtt líf. Soroptimistaklúbbur Akraness sá um alla umgjörð fundarins og há- tíðarveisluna um kvöldið, sem haldin var í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Meðan íslensku sor- optimistarnir sátu landssambands- fundinn fóru erlendu gestirnir í skoðunarferð til Þingvalla og víðar. Eftir fundinn bauð Akraneskaup- staður til móttöku á safnasvæðinu í Görðum þar sem Gísli Gíslason bæj- arstjóri tók á móti hópnum. Afmælishátíðarveisla var síðan haldin í Fjölbrautaskóla Vestur- lands. Í tilefni afmælisins var gefinn út upplýsingabæklingur til kynningar á starfsemi soroptimista, en höfuð- markmið þeirra er að vinna að betra mannlífi í hverfulum heimi, segir í fréttatilkynningu. Landssamband soroptimista 30 ára 160 konur sátu landssambandsfundinn sem haldinn var á Akranesi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.