Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 43
STJÖRNUSPÁ Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert ákveðin/n og átt það til að láta fara mikið fyrir þér. Þú hefur varðveitt barnið í sjálfri/sjálfum þér og hefur því einstaklega gott lag á börnum. Þú þarft að taka mikilvægar ákvarð- anir á árinu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú hikar ekki við að segja skoðanir þínar á hlutunum í dag. Þetta getur komið af stað óvæntri atburðarás í samskiptum þínum við systk- ini þín. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú munt sennilega kaupa eitthvað óvænt í dag. Þá mun vinur þinn hugsanlega stinga að þér góðri fjáröflunar- hugmynd. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú vilt ekki láta segja þér fyrir verkum í dag. Þú vilt ráða því sjálf/ur hvernig þú hagar lífi þínu og það getur valdið spennu á milli þín og foreldra þinna eða yfir- manna. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Hugsanirnar eru á fleygiferð í kollinum á þér í dag. Þú veist ekki hvar þú átt að byrja og ættir helst að gera sem minnst þar til hlutirnir skýrast. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Samningaviðræður þínar við vini þína geta tekið óvænta stefnu í dag. Gakktu úr skugga um að þú hafir fengið allar nauðsynlegar upplýs- ingar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Búðu þig undir óvæntar breytingar á fyrirætlunum þínum í dag. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú munt líklega lenda í deil- um um trúmál og heimspeki í dag. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Farðu vandlega yfir alla reikninga í dag. Það liggur einhver fljótfærni í loftinu og það gæti komið sér illa fyrir þig á einhvern hátt. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Varastu að taka fljótfærn- islegar ákvarðanir í fjöl- skyldumálunum í dag. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú verður að öllum líkindum að gera einhverjar breyt- ingar á vinnufyrirkomulaginu hjá þér í dag. Þetta má hugs- anlega rekja til einhvers kon- ar tafa eða bilana. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert einstaklega frjó/r í hugsun í dag. Notaðu tæki- færið til að gera eitthvað skapandi eða eitthvað sem krefst frumlegrar hugsunar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er ekki útlit fyrir að neitt gangi samkvæmt áætlun hjá þér í dag. Það eina sem þú getur gert er að taka þessu með æðruleysi og þolinmæði. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT BJÖSSI LITLI Á BERGI Bjössi litli á Bergi, bróðurlaus á jörð, hljóður fram til fjalla fylgdi sinni hjörð. Stundum verða vorin vonum manna hörð. Bjössi litli á Bergi bjó við stopul skjól. Hálsinn hamrasvartur huldi vetrarsól. Inni jafnt sem úti einstæðinginn kól. – – – Jón Magnússon MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 43 DAGBÓK Í SUMUM spilum lýkst skiptingin upp í fyrsta slag. Þetta er eitt af þeim. Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♠KG84 ♥D2 ♦73 ♣97652 Suður ♠ÁD ♥K106 ♦K10965 ♣ÁD8 Vestur Norður Austur Suður 2 tíglar * Pass PASS 3 grönd Pass Pass Pass Sagnir eru skrýtnar, en upplýsandi. Opnun vesturs er „multi“ – sýnir sex-spila hálit og veik spil. Reynar mjög veik spil (0–7 punkta), því samkvæmt kerfi myndi vestur opna á tveimur í hálit með 8–10 punkta og sexlit. Austur tekur óvenjulegan pól í hæðina þegar hann passar tvo tígla, en það þýðir bara eitt: hann á langan tígul og er stuttur í öðrum hálitn- um – þeim sem hann býst við að makker eigi. Stökk suðurs í þrjú grönd er vissulega um- deilanlegt, en hann vonast eftir svolítilli hjálp frá makk- er. En þá er það spila- mennskan. Vestur kemur út með spaða, austur fylgir, og sagnhafi tekur með ás heima. Hvernig myndi lesandinn spila? Ekki er það glæsilegt, en þó er von ef laufið gefur þrjá slagi. Sú hugmynd er fljót að kvikna að spila hjarta á drottningu í þeirri von að vestur sé með ásinn. Sé svo, mætti svína fyrir laufkóng og (vonandi) fríspila laufið. Þá eru átta slagir komnir í hús og vörnin gæti gefið þann ní- unda á tígul eða hjarta. Þetta er kannski eðlileg spila- mennska, en í rauninni slæm. Norður ♠KG84 ♥D2 ♦73 ♣97652 Vestur Austur ♠1097532 ♠6 ♥7543 ♥ÁG98 ♦– ♦ÁDG842 ♣G43 ♣K10 Suður ♠ÁD ♥K106 ♦K10965 ♣ÁD8 Best er að leggja niður laufás í öðrum slag og spila svo litlu laufi! Vestur lendir inni á kóng og verður strax að gefa tvo rauða slagi. Rest- in er handavinna. Þessi spilamennska bygg- ist á því að austur eigi kóng annan í laufi. Sem er vissu- lega heppilegt, en í raun mjög líklegt eftir sagnir. Vestur á varla tígul til úr því hann kom þar ekki út. Sem þýðir að hann á sjö spil í hjarta og laufi. Varla á hann fimmlit í hjarta, svo hann hlýtur að eiga minnst þrjú lauf. Spilið kom upp á lands- liðsæfingu um síðustu helgi. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Rf3 Db6 6. a3 c4 7. g3 Bd7 8. h4 Ra5 9. Rbd2 O-O-O 10. Bh3 f5 11. exf6 gxf6 12. O-O Re7 13. He1 Rf5 14. Dc2 Bd6 Staðan kom upp á Evr- ópumeistaramóti ein- staklinga sem lauk fyrir skömmu í Antalya í Tyrk- landi. Stefán Kristjánsson (2404) hefur ásamt Ingvari Jóhannessyni hin undanfarin misseri verið að skrifa bók um franska vörn. Ekki er vitað hvenær afraksturinn kemst á prent en á Evr- ópumótinu tefldi Stefán nokkrar áhugaverðar skákir með hvítu í 3. e5 af- brigðinu. Næsti leik- ur hvíts tryggir hon- um langvarandi frumkvæði gegn heimanninum Yakup Erturan (2273). 15. Hxe6! Bxe6 16. Bxf5 Bxf5 17. Dxf5+ Kb8 18. Hb1 Dc7 19. Rf1 Hhg8 20. Bh6 Hg6 21. Bd2 Rc6 22. h5 Hgg8 23. He1 Dc8 24. Rh4 Re7 25. Dxf6 ítök hvíts á stöðunni aukast hægt og sígandi og að lokum tekst honum að knýja sigur. 25...Dc7 26. Bg5 Rc8 27. Bh6 Db6 28. He6 Hge8 29. Rf5 Hxe6 30. Dxe6 Dxb2 31. Rxd6 Rxd6 32. Bf4 Db6 33. Re3 Ka8 34. Rxd5 Dc6 35. De7 Hd7 36. Df8+ Dc8 37. Dxc8+ Rxc8 38. Rc7+ Kb8 39. Re6+ Ka8 40. g4 b6 41. Be5 Re7 42. g5 Rd5 43. g6 hxg6 44. hxg6 Re7 45. g7 Rg8 46. f4 Kb7 47. Kf2 Kc6 48. Ke3 Kb5 49. f5 Ka4 50. Kd2 Kxa3 51. Kc2 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. ÁRNAÐ HEILLA        70 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 9. júní, er frægasta önd í heimi, Andrés önd, sjötug- ur. Hann dvelur nú í faðmi fjölskyldu og vina í heimabæ sínum, Andabæ. Dagana 12.–13. júní nk. verður hann staddur hér á landi. Í tilefni af því verður haldin mikil afmælishátíð í Kringlunni báða dagana. Allir hjartanlega velkomnir. 50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 9. júní, er fimmtugur Sigurður B. Arnþórsson, löggiltur endurskoðandi, Grófarseli 18, Reykjavík, meðeigandi hjá Pricewaterhouse- Coopers hf. og formaður Félags löggiltra endur- skoðenda. Eiginkona hans er Aðalheiður Diego. Morgunblaðið/Kristján Þessar ungu stúlkur héldu nýlega hlutaveltu á Akureyri til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðust 4.171 kr. Þær heita Guðríður Lilja Lýðsdóttir og Sandra María Jessen. HLUTAVELTA Opnunartími mán.-fös. kl. 11-18 lau. kl. 11-14 Hverafold 1-3 • Torgið Grafarvogi • Sími 577 4949 Skipagötu 5 • Akureyri • Sími 466 3939 Óskum eftir að ráða starfskraft 25 ára og eldri til afgreiðslu í verslun okkar í Skipagötu 5, Akureyri. Upplýsingar gefur Þorgerður í verslun mbl.isFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.