Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 9 HEIMDALLUR, félag ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, hélt upp á skattadaginn í fyrradag með því að afhenda Geir H. Haarde, fjár- málaráðherra, skýrslu um skatta- daginn. Í skýrslunni kemur fram hvernig þróun útgjalda ríkis og sveitarfélaga hefur verið und- anfarin ár. Heimdellingar hafa haldið skattadaginn hátíðlegan um nokkurra ára skeið en dag- urinn segir til um hvenær lands- menn hætta að vinna fyrir hið op- inbera og fara að vinna fyrir sig sjálfa. Samkvæmt upplýsingum frá Heimdalli eyddu landsmenn 159 dögum í það að vinna fyrir hið op- inbera sem er fimm dögum meira en þeir unnu á síðasta ári. Þar af á ríkið þátt í tveimur dögum en sveitarfélögin eiga þrjá daga. Sér- staklega gagnrýna Heimdellingar fjármálastjórn Reykjavíkurborgar, sem þeir kalla „fjármálaóstjórn“. Heimdellingar telja út- gjaldaaukningu hins opinbera óásættanlega og krefjast þess að hið opinbera dragi úr útgjöldum með aukinni hagræðingu í rekstri og að álögur á landsmenn verði lækkaðar. Heimdellingar hafa lagt fram ýmsar tillögur um útgjaldaliði sem hið opinbera mætti losa sig við. Þar vega þyngst hlutur Rík- isútvarpsins og greiðslur vegna sauðfjár-, mjólkur-, og grænmet- isframleiðslu, eða samtals rúmir níu milljarðar króna. Heimdellingar halda upp á skattadaginn Morgunblaðið/Eggert Afhentu fjár- málaráðherra skýrslu um þróun útgjalda ríkis og sveitarfélaga HEIMIR Örn Herbertsson lögmaður hefur fyrir hönd umbjóðanda síns sent Per- sónuvernd formlegt erindi vegna skráningar á undir- skriftalistann áskorun.is, sem Fjölmiðlasambandið stóð að í síðasta mánuði, þar sem skor- að var á forseta Íslands að undirrita ekki lög um eign- arhald á fjölmiðlum. Að sögn Heimis er þess óskað að Persónuvernd upp- lýsi á grundvelli hvaða heim- ildar umrædd undirskrifta- söfnun fór fram og jafnframt að gerð verði grein fyrir því til hvaða úrræða verði gripið til að tryggja hagsmuni þeirra sem skráðu sig á listann. „Það er augljóst að framkvæmd af þessu tagi veldur hættu á því að menn sem ekki ætluðu að skrá sig voru engu að síður skráðir,“ segir Heimir. „Einhvern veg- inn verður að tryggja að allir sem eru skráðir viti af því svo þeim sé unnt að grípa sjálfir til viðeigandi ráðstafana. Einnig er þess óskað að Per- sónuvernd leggi bann við því að skráningarnar verði nýtt- ar, birtar eða unnið með þær uns réttur hinna skráðu hefur verið tryggður.“ Undirskriftasöfnun á áskorun.is Persónu- vernd sent formlegt erindi UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur í áliti að Landspítali – háskólasjúkra- hús hafi ekki gefið nægilega grein- argóða skýringu á því hvers vegna ákveðinn umsækjandi var tekinn fram yfir annan í starf yfirfélagsráð- gjafa á ákveðinni deild á sjúkrahús- inu. Sá umsækjandi sem ekki fékk starfið leitaði til umboðsmanns þar sem hann taldi að hann hefði ekki fengið nægjanlega skýringu á því hvers vegna hinn umsækjandinn varð fyrir valinu. LSH sagði að um- sækjandinn sem ekki fékk starfið hefði uppfyllt öll skilyrði, en að sá sem var ráðinn hefði haft lengri og víðtækari starfs- og stjórnunar- reynslu, auk viðbótarmenntunar. Umboðsmaður segist í niðurstöðu sinni telja að nokkuð hafi skort á að LSH gerði viðhlítandi grein fyrir því í hverju þessi reynsla og menntun hefði verið fólgin. Því hefði ekki ver- ið unnt að álykta út frá rökstuðn- ingnum hvort ákvörðun sjúkrahúss- ins hefði verið tekin á réttum forsendum, hvað þetta varðar. Um- boðsmaður komst að þeirri niður- stöðu að rökstuðningur LSH hefði ekki samræmst þeim kröfum sem leiddar yrðu af ákvæði stjórnsýslu- laga um efni rökstuðnings. Umboðsmaður gerir einnig at- hugasemdir við að LSH hefði ekki leiðbeint umsækjandanum sem var hafnað um rétt hans til að óska eftir rökstuðningi ákvörðunar, í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga, þegar viðkomandi var tilkynnt að annar hefði verið ráðinn í starfið. Loks taldi umboðsmaður ástæðu til að finna að þeim drætti sem varð á því að sjúkrahúsið veitti umsækjandanum umbeðinn rökstuðning. Umboðsmaður beinir þeim tilmæl- um til sjúkrahússins að það bæti úr þeim annmarka sem var á rökstuðn- ingi til umsækjandans, fari hann fram á það og að LSH taki framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram koma í álitinu. LSH gaf ekki nægi- legan rökstuðning Sjálfstæðisflokkurinn bætir verulega við sig fylgi í nýjustu könnun Fréttablaðsins og nýt- ur stuðnings 34,7% sem er nær 10% meira en í síðustu könnun blaðsins og 1% meira en í síð- ustu alþingiskosningum. Fylgi Framsóknarflokksins dalar verulega og er liðlega 8% í könnuninni en var 17,7% í kosn- ingunum. Spurt var sérstaklega um af- stöðu manna til ríkisstjórnar- innar og sögðust 59,7% vera henni andsnúnir en 40,3% sögð- ust vera henni fylgjandi og er það svipaður stuðningur og í síðasta þjóðarpúlsi Gallups. Fylgi Samfylkingarinnar mælist vera 37% en var 30,9% í kosningunum, fylgi Vinstri grænna mælist tæplega 17% en var 8,8% í kosningunum og fylgi Frjálslynda flokksins 3,2% en var 7,4% í kosningun- um. Könnun Fréttablaðsins var gerð 5. júní og var úrtakið 800 manns með jöfnu kynjahlutfalli og rétt deilt niður eftir kjör- dæmum. Afstöðu til ríkisstjórn- arinnar tóku 86,2% aðspurðra en 58,4% gáfu upp afstöðu sína til flokkanna. Sjálfstæð- isflokk- urinn með tæplega 35% fylgi Sex af hverjum tíu andvígir ríkisstjórninni REYKJAVÍK • AKUREYRI „Bumbubaninn“ sívinsæli gerir sitt gagn. Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222. www.feminin.is Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Sumar- fatnaður í úrvali Vorum að taka upp nýjar miniquevörur Glæsilegt úrval Stærðir 42-60 Nám fyrir nemendur í 10. bekk Sumarskólinn í FB Allar frekari upplýsingar á www.fb.is jakkar — buxur — pils Laugavegi 84, sími 551 0756 Hörfatnaður AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.