Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ F jölmiðlafrumvarps- málið, sem nú er eig- inlega orðið að stjórnarskrármálinu – eða þjóð- aratkvæðagreiðslumálinu – er ekki síst athyglisvert vegna mót- sagnarinnar sem í því birtist. Það má til sanns vegar færa að öll sú umræða sem staðið hefur hvar- vetna í þjóðfélaginu vegna máls- ins, og væntanleg þjóðaratkvæða- greiðsla, sé holl fyrir lýðræðið með svipuðum hætti og líkams- rækt er holl fyrir mann sjálfan. En um leið væri það líka hollt og styrkjandi fyrir lýðræðið að þjóðin myndi sam- þykkja þessi umdeildu lög. Enn er al- gjörlega óljóst hvenær þessi atkvæðagreiðsla fer fram og með hvaða hætti. Þessi óvissa er framhald á þeirri „full- komnu óvissu“, svo notuð séu orð utanríkisráðherrans, sem kom upp þegar forsetinn neitaði að staðfesta fjölmiðlalögin. Þessi óvissa er eiginlega af hinu góða, vegna þess að hún er lífsmark lýðræðislegrar framvindu. Lýðræðisleg þróun er nefni- lega svolítið eins og náttúruleg þróun. Hún er alltaf frá ríkjandi ástandi, fremur en að einhverju fyrirfram gefnu markmiði. Það ríkir því ætíð óvissa um útkom- una, sem ekki er gefin fyrirfram. Lýðræði er því ekki eins og að byggja hús – það er ekki til teikn- ing sem segir hvað gera skuli til að ná settu marki. Með þessu er ekki verið að segja að það hafi verið þarfaverk af forsetanum að neita að stað- festa lög ríkisstjórnarinnar, og ekki heldur að hann hafi haft góð- ar ástæður til. Að minnsta kosti hefur hann ekki tilgreint neinar augljóslega gildar ástæður (þetta með meinta gjá milli þjóðar og þings þarf hann að útskýra nán- ar, mikið nánar, ef það á að verða skiljanlegt og sannfærandi). Þvert á móti má segja að for- sætisráðherrann hafi fært ágæt rök fyrir því að þetta hafi verið fráleitt tilefni fyrir forsetann að synja lögum. En lykilatriðið er, að ekkert af þessu skiptir lengur máli. Þetta eru liðnir atburðir í framvindunni. Þessari lýðræð- islegu. Með synjun sinni steig forset- inn næsta skref í framvindu sem þegar var hafin. Hann kom engu af stað. Það sem nærir þessa framvindu er einhverskonar blanda af lagabókstaf og pólitísku andrúmslofti nákvæmlega núna. Þótt svo megi komast að orði, að forsetinn hafi blásið lífi í 26. grein stjórnarskrárinnar (þá hina sömu og hann sjálfur fyrir einhverjum árum lýsti látna), er í rauninni um að ræða að ytri aðstæður voru slíkri endurlífgun hallkvæmar, ekki vegna málsins sem um var að ræða (fjölmiðlalaganna), held- ur vegna pólitísks andrúmslofts. Það hafa verið færð fyrir því harla sannfærandi rök að eig- inlega ættu stjórnvöld alls ekki að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu, því að forsetinn hafi ekki heimild til að krefjast slíks. Rökin fyrir því að forsetinn hafi þessa heimild og að stjórnvöld verði að hlíta ákvörðun hans eru reyndar ekki síður sannfærandi. Þannig að það var alls ekki sjálf- gefið að forsætisráðherra myndi fara að tilmælum forsetans. En það hefði ekki verið pólitískt hyggilegt af forsætisráð- herranum að hunsa kröfu forset- ans. Þess vegna verður atkvæða- greiðslan haldin. En hvernig er þá þetta „póli- tíska andrúmsloft“ sem á svona stóran þátt í því hvernig fram- vindan hefur orðið? Kannski verður þessu andrúmslofti best lýst sem svo, að þjóðin sé eins og tveggja ára stelpa sem er að upp- götva að hún getur sjálf komið hlutunum til leiðar og bregst því ókvæða við þegar velmeinandi foreldrarnir ætla að hjálpa henni og hrópar staðföst: „Ég gera sjálf!“ Útkoman verður sú sama, hvort sem foreldrarnir klæða hana í skóna eða hún gerir það sjálf. Markmiðið var líka það sama. En það sem skiptir máli var ekki það sem gera þurfti, heldur hver gerði það. Blessuð ríkisstjórnin er nefni- lega að verða svo óskaplega fyr- irferðarmikil og þaulsætin, að jafnvel sumum sem kusu stjórn- arflokkana þykir nóg um. Þetta sést best á Alþingi, þar sem ekki hefur bólað á eiginlegri stjórn- arandstöðu árum saman. Einu þingmennirnir sem máli skipta eru stjórnarþingmennirnir. Það er í raun orðið algert formsatriði að hafa stjórnarandstöðuþing- mennina þarna. Þetta er óeðlilegt ástand, hverju eða hverjum sem um er að kenna. Þetta er svo óeðlilegt ástand, að forsetinn er allt í einu – þótt af orðum hans að dæma hafi hann ekki gert sér grein fyrir því – kominn í stjórnarandstöðu. (Og ekki verður ástandið eðli- legra við það.) Því má ekki gleyma, að í þingræði eru það ekki bara stjórnarliðar sem eru fulltrúar þjóðarinnar og hafa skyldur við hana, stjórnarand- staðan er líka fulltrúi þjóðarinnar og hefur sínar skyldur. Þjóðinni var farið að finnast hún vera eins og áhrifalaus áhorfandi að eigin lífi, og það er vond tilfinning. Kannski ekki nema von að þegar loksins var gert eitthvað í málinu varð það hálfgert gönuhlaup. Ef til vill hefur forsetinn skynj- að þetta andrúmsloft, en með þeim dálítið klaufalega hætti sem virðist honum áskapaður valið skringilega leið til að gera and- rúmsloftið áþreifanlegt. Nema náttúrulega að hann hafi í raun- inni stjórnast af allt öðrum hvöt- um og ekki haft hugmynd um að hann væri að leika hlutverk í lýð- ræðislegri söguframvindu. Það eru jú gömul sannindi að þótt stjórnmálaskörungum sé gjarnt að telja sig ráða gangi sögunnar er það líklega á endanum sagan sem ræður gangi skörunganna. „Ég gera sjálf!“ Þetta er svo óeðlilegt ástand, að forset- inn er allt í einu – þótt af orðum hans að dæma hafi hann ekki gert sér grein fyrir því – kominn í stjórnarandstöðu. (Og ekki verður ástandið eðlilegra við það.) VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is ✝ Fjóla Haralds-dóttir var fædd í Vestmannaeyjum hinn 22. mars 1913. Hún lést 2. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru þau Haraldur Sigurðsson kaupmaður og smið- ur, f. 18.10. 1876, d. 18.9. 1943, og Krist- ín Ingvarsdóttir hús- freyja, f. 27.7. 1881, d. 22.8. 1952. Al- systkini hennar voru þau Ragna, hús- freyja, f. 24.9. 1905, d. 11.5. 1966. Guðmundur Trausti múrari, f. 15.10. 1909, d. 29.3. 1960, Kalman Steinberg vélsmið- ur, 8.3. 1907, d. 24.11. 1978, og Sigurður Ólafsson, gullsmiður, f. 10.8. 1911, d. 6. 4 1992, og Hörður, f. 1908, d. 1909. Hálfsystkini Fjólu sammæðra voru þau Ingvar Þor- gils Jónsson Antonsson gullsmið- ur, f. 15.7. 1903, d. 3.1. 2004, og Kristín Jónsdóttir Ásgeirsson hús- freyja, f. 24.8. 1901, d. 26.2. 1999. Hálfsystkini hennar samfeðra voru þau Unnur húsfreyja, f. 19.10. 1904, d. 14.7. 1991, Harald- ur Ágúst, renni- og járnsmiður, f. 27.10. 1919, d. 16.10. 1984, Rúrik leikari, f. 14.1. 1926, d. 23.1. 2003, Ása húsfreyja, f. 12.7. 1928, og kvikmyndagerðarmaður, f. 20.1. 1977. 2) Óttar, læknir og rithöf- undur, f. 29.4. 1948, kvæntur Ernu Einarsdóttur, sviðsstjóra á Land- spítala Háskólasjúkrahúsi, f. 5.1. 1954. Barn þeirra er Helga Þór- unn, f. 8.7. 1991. Önnur börn Ótt- ars eru: A) Andri, lögfræðingur, f. 15.5. 1975. B) Edda, íslenskufræð- ingur, f. 20.6. 1975, sambýlismað- ur Loftur Jónsson skógfræðingur, f. 4.9. 1971, barn þeirra Móeiður, f. 15.3. 2004. C) Kristín læknanemi, f. 30.1. 1979. Stjúpdóttir Þóra Jensdóttir bankastarfsmaður, f. 13.10. 1978. Fjóla ólst upp hjá móður sinni og systkinum í Reykjavík. Hún gekk í Samvinnuskólann og starf- aði um tíma í bókaverslun Eggerts Briem í Reykjavík. Hún hóf störf hjá Tryggingastofnun ríkisins 1960 og vann síðan í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu frá 1970 sem stjórnarráðsfulltrúi og ritari þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Fjóla og Guðmundur bjuggu allan sinn búskap í Reykja- vík. Hún var virk í skátahreyfing- unni á sínum yngri árum og í Sósíalistafélagi Reykjavíkur. Fjóla var mikil áhugakona um bók- menntir og listir og ferðaðist víða um heim. Síðustu æviár sín starf- aði hún mikið í Blindrafélagi Ís- lands ásamt vini sínum og sálu- félaga Þórði Jónssyni sem reyndist henni ómetanlega síðustu árin. Útför Fjólu verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 11.30. Friðrik bakari, f. 9.8. 1922. Fjóla giftist árið 1944 Guðmundi Sig- urðssyni, bókara og rithöfundi, f. 27. 2. 1912, d. 30. 9. 1972. Foreldrar hans voru þau Sigurður Helga- son bóndi, f. 11.2. 1873 d. 26.6. 1938, og Helga Jónsdóttir, húsfreyja, f. 2.8. 1886, d. 4.10. 1961. Börn Fjólu og Guðmundar eru: 1) Steinunn ritari, f. 17.6. 1944, gift Fróða Jóhannssyni garð- yrkjumanni, f. 26.10. 1945. Þeirra börn eru: A) Högni, hestabóndi í Kanada, f. 27.8. 1969, eiginkona Marion Schorn hestabóndi í Kan- ada, f. 16.3. 1973. Þeirra börn eru Ari, f. 23.7. 2002, og Mia, f. 15.3. 2004. Áður átti Högni soninn Mími, f. 24.11. 1998. B) Ragna fata- hönnuður, f. 27.12. 1970, eigin- maður Þorkell Harðarson kvik- myndagerðarmaður, f. 23.7. 1969. Þeirra börn eru Högna Sól, f. 29. 6. 2000, og Harpa Kristín, f. 14.11. 2002. C) Halla læknir, f. 9.2. 1973, eiginmaður Hákon Pétursson smiður, f. 28.4. 1973. Barn þeirra er Máni, f. 20.8. 2002. D) Birta, nemi í arkitektúr, f. 10.5. 1980, sambýlismaður Rúnar Rúnarsson Tengdamóðir mín, Fjóla Haralds- dóttir, er látin á tíræðisaldri. Hún tilheyrði þeirri kynslóð sem upplifði hvað mestar breytingar og framfar- ir í íslensku samfélagi og er senn gengin. Þessi kynslóð lifði tvær heimsstyrjaldir, kreppu, fátækt, heimótt, einangrun, harðindi, heil- brigðisvandamál og á hinn bóginn framfarir á öllum sviðum. Tækni- byltingu, framfarir í fjarskiptum, heilbrigðisvísindum, byltingu í mat- aræði, húsakosti, samgöngum, ferðalögum og almennri upplýs- ingu. Það er merkilegt til þess að hugsa hversu ólíka hluti þessi kyn- slóð upplifði. Konur þessa tíma þekktu ekki þvottavélar, strætis- vagna, leikskóla, efnalaugar, græn- metismarkaði eða kröfuna um jafna stöðu karla og kvenna. Þær ólust upp við þá hugsun að konan ætti að giftast, ala manni sínum börn, sinna þeim og húsverkum, styðja karlinn á sinni braut og ekki hafa of sterkar skoðanir á þjóðmálum. Lífshlaup Fjólu var reyndar ekki með þessum hefðbundna hætti. Hún vann úti alla tíð, tók virkan þátt í þjóðmála- umræðunni og sótti alla menningar- viðburði sem hún komst yfir. Þegar ég tengdist fjölskyldu Fjólu seint á níunda áratugnum var hún á áttræðisaldri. Hún hafði þá starfað í Tryggingastofnun ríkisins í fjölmörg ár en fluttist síðan yfir í heilbrigðisráðuneytið þegar þær stofnanir voru aðskildar. Þegar hún fór á eftirlaun hófst nýr kafli. Hún sótti leiksýningar, málverkasýning- ar og margvíslega aðra viðburði í menningarlífinu. Þegar við kynnt- umst var hún því orðin fullorðin kona með sína lífsreynslu og lífs- sögu en keik, vel á sig komin og naut lífsins. Fjóla var amma litlu stúlkunnar minnar sem var hennar áttunda barnabarn og langyngst í þeim hópi. Hún var góð amma, sýndi henni ávallt áhuga og ástúð, vildi heyra hana spila á píanóið sem hún gaf henni, skoða myndirnar hennar, sjá einkunnirnar og heyra hvað hún hafði að segja um lífið og tilveruna. Ég kynntist ekki tengdaföður mínum, Guðmundi Sigurðssyni, þar sem hann lést fyrir aldur fram. Hins vegar gladdi það mig að eftir að hún hafði verið ekkja í mörg ár bar Fjóla gæfu til að kynnast Þórði Jónssyni og með þeim tókust gegn- heil og ástúðleg kynni sem stóðu til þessara tímamóta. Þórður reyndist Fjólu traustur förunautur og félagi í sætu og súru og fyrir það erum við þakklát. Að leiðarlokum er við hæfi að þakka fyrir sig. Þakka fyrir kynnin, þakka fyrir allt sem var gott og samgleðjast þeim sem fær hvíldina saddur lífdaga. Erna Einarsdóttir. Elsku amma. Nú ertu farin eftir langt og gott líf. Þú lifðir lífinu lif- andi. Elskaðir að vera innanum fólk, ferðast og skoða menningu og listir. Þú varst frábær amma. Við systkinin getum endalaust rifjað upp minningar sem við áttum með þér. Eftir þig eigum við stórt og mikið myndasafn af okkur frá því við vorum pínulítil og þar til við vorum unglingar. Þú tókst myndir af okkur í tíma og ótíma. Þetta er dýrmætur fjársóður góðra minn- inga sem við eigum með þér og af lífinu. Við vorum vön að fá að koma til þín um helgar á Bergstaðastræti 14, Beggó eins og við kölluðum það. Við komum sitt í hvoru lagi eða saman. Og þetta var mikið sport að koma úr sveitinni til ömmu í Reykjavík og fá að gista. Þú varst svo mikil amma og gerðir svo margt fyrir okkur og með okkur. Þegar farið var til ömmu Fjólu á Beggó var alltaf prógramm í gangi, helgin var vel skipulögð. Það var farið niður á tjörn eða niður á höfn, í bíó, í leikhús, á kaffihús sem voru ekki mörg í þá daga og maður fékk alltaf að velja það sem maður vildi og það var allt í lagi þó maður klár- aði ekki af disknum. Þannig varst þú. Það var fastur liður á laugar- dagskvöldum að fara í Klakahöllina og kaupa bananasplitt sem var svo borðað yfir litasjónvarpinu. Ég man hvað við vorum spenntar þegar Pálmi Gunnarson vann söngva- keppni sjónvarpsins með „Ástin er eins og sinueldur“. Þú lifðir þig inn í þetta alltsaman með okkur. Oft fannst mér þú lifa fyrir okkur barnabörnin. Þú heklaðir agnarlítil dúkkuföt handa okkur eða saumaðir á okkur systurnar kjóla og ýmislegt annað. Þú varst alltaf að gera eitt- hvað fyrir okkur. Það er endalaust hægt að rifja upp góðar minningar um þig. Þú áttir stóran þátt í mínu lífi, amma Fjóla á Bergstaðastæti 14. Ég bjó svo hjá þér í einn vetur þegar ég var unglingur og ákvað að fara í skóla í Reykjavík. Ég fékk að vera í herberginu frammi á gangi og það var góður vetur. Við vorum ekki alltaf sammála um reglur lífs- ins og höfðum ekki alltaf sömu skoðanir á því hvernig maður ætti að lifa lífinu. En við vorum alltaf góðar vinkonur. Þú varst alltaf ung þó svo í árum teldistu gömul. Þú varðst þeirrar lukku aðnjótandi að eignast hann Þórð að vini síðustu árin. Það var mikil gæfa fyrir þig eftir að hafa búið ein í mörg ár. Ég gæti skrifað endalaust og rifjað upp hversu góð amma þú varst. Þú gafst mér svo mikið og áttir svo stóran hluta af mínu hjarta. Högna Sól minnti mig á að koma og heim- sækja þig síðasta árið þegar hún vildi fara og heimsækja langömmu Fjólu og langafa Þórð. Þó að þú hefðir ekki þekkt okkur upp á síð- kastið var svo gott að koma og halda í góðu og hlýju hendurnar þínar og bara sitja með þér og rifja upp allar góðu og ríku stundirnar sem við áttum saman. Elsku amma, takk fyrir að hafa verið til og hafa verið hérna svona lengi með okkur með þitt stóra hjarta. Guð geymi þig. Ragna. Lífið og dauðinn sífellt sækjast á, sorgin og gleðin öndótt talast við (J. Hj. Jónsson.) Þessi viðureign hefur átt sér stað um aldir og sannast enn með því að í dag er Fjóla Haraldsdóttir – Fjóla frænka, eins og hún var jafnan köll- uð á heimili okkar – borin til grafar. Víst var hún réttilega fænka, með því að vera móðursystir Sólveigar konu minnar. En hún var „meira“ en „frænka“. Hjartahlýja hennar, manngöfgi og vinsemd umvafði okkur svo ríkulega, að hún var öllu líkari „móður“. Þessi glæsilega, göfuga myndar- kona hafði allt til að bera, sem prýða mætti eina konu – þess vegna hverja mannveru sem vera skyldi. Ytri glæsileiki og virðuleiki vakti athygli, hvar sem hún fór. Innri kostir hennar svo sem glögg- skyggni, sjálfstæði í hugsun, feg- urðarskyn, víðsýni, örlæti, virðing fyrir sjónarmiðum annarra, verk- snilli, yfirlætisleysi og trúmennska voru sterkir og ráðandi þættir í skaphöfn hennar og samskiptum öllum. Salómon, mestur allra spek- inga, hefði trúlega skipað henni meðal þeirra kvenna sem hann kall- aði „væna“ konu, með spurning- unni: „Hver hlýtur hana?“ Orðs- kviðir Salómons 31.10 - 31. Ég sé ekki betur, en Fjóla frænka hefði fallið vel inn í listann sem speking- urinn dró upp varðandi kosti „vænnar“ konu. Um áratuga skeið lágu leiðir okk- FJÓLA HARALDSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.