Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 13 ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI ● SÚ óvissa sem ríkir varðandi væntanlegt fyrirkomulag skipta á hús- og húsnæðsbréfum fyrir íbúðabréf, ásamt frekari vaxta- hækkunum Seðlabankans, hafa valdið nokkrum taugatitringi á markaði, að mati Greiningar Ís- landsbanka. Í Morgunkorni deild- arinnar í gær segir að búast megi við áframhaldandi titringi á mark- aði þar til fréttir berist frá Íbúða- lánasjóði um fyrirkomulag skipt- anna. Áætlað er að skiptum á hús- og húsnæðisbréfum fyrir íbúðabréf verði lokið fyrir 1. júlí næstkom- andi. Að því er fram kemur í Morg- unkorni ÍSB hefur lítið þurft til að hreyfa ávöxtunarkröfu hús- og húsnæðisbréfa upp á við að und- anförnu. Ávöxtunarkrafan hafi hækkað töluvert, mest á lengri flokkum hús- og húsnæðisbréfa. Ávöxtunarkrafa á 25 ára hús- bréfum var í gær komin í rúmlega 4,5%, en það þýðir um 3% yfirverð við sölu þeirra á markaði. Hefur krafan svo til stöðugt hækkað frá því í lok aprílmánaðar er hún var í kringum 4,1%. Titringur á markaði ● BAKKAVÖR Group hefur aukið hlut sinn í breska matvælafram- leiðslufyrirtækinu Geest Plc um 445.000 hluti, sem samsvarar 0,6% af útgefnu hlutafé í félaginu. Samtals á Bakkavör Group þá 11.420.124 hluti í Geest Plc, sem eru 15,32% af útgefnu hlutafé í fé- laginu. Frá þessu var greint í til- kynningu til Kauphallar Íslands í gær. Bakkavör keypti 10,27% hlut í Geest í síðasta mánuði og var kaupverðið á bilinu 5 til 6 millj- arðar. Þá lýsti félagið því yfir að það hefði ekki í hyggju að yfirtaka Geest að sinni, en þegar þetta stór hlutur er keyptur þarf sam- kvæmt reglum breska hlutabréfa- markaðarins að upplýsa um hvort yfirtaka vofi yfir á næstu sex mán- uðum. Um viku eftir þessi kaup jók Bakkavör hlut sinn um 4,45% og hefur nú enn aukið hann, þó minna sé í þetta skipti. Bakkavör eykur hlut sinn í Geest ● BANDARÍSKA hugbúnaðarfyr- irtækið Microsoft hefur áfrýjað úr- skurði sam- keppnisyfirvalda Evrópusam- bandsins, ESB, um að fyrirtækið hefði misnotað markaðsstöðu sína, til Evr- ópudómstólsins í Lúxemborg. Frá þessu var greint á vefmiðli BBC- fréttastofunnar. Fram- kvæmdastjórn ESB sektaði Micro- soft um 497 milljónir evra í mars síðastliðnum, sem svarar til tæp- lega 44 milljarða íslenskra króna, og skipaði fyrirtækinu jafnframt að gera breytingar á Windows- stýrikerfinu. Var þetta niðurstaða fimm ára rannsóknar ESB á við- skiptaháttum Microsoft. Hafði framkvæmdastjórnin komist að þeirri niðurstöðu að Microsoft hefði brotið gegn samkeppn- islögum og misnotað markaðs- ráðandi aðstöðu sína á markaði fyrir hugbúnað í ríkjum ESB. Microsoft áfrýjar úrskurði ESB Bill Gates, stofn- andi Microsoft. FJÁRFESTINGARBANKINN FIH Erhvervsbank, fjórði stærsti banki Danmerkur, er til sölu að því er fram hefur komið í dönskum fjöl- miðlum. Sænski bankinn Fören- ingsSparbanken á 75% í FIH. Að sögn Børsen hafa nokkrir að- ilar sýnt áhuga á að kaupa FIH og meirihlutaeigandinn hefur áhuga á að selja. Meðal þeirra sem nefndir hafa verið í dönskum fjölmiðlum í þessu sambandi eru bankarnir Svenska Handelsbanken, Nordea og SEB. Hópur danskra fjárfesta með mikil tengsl við danskt við- skiptalíf hafði einnig óskað eftir að kaupa FIH og hafði áhuga á að eignarhald bankans yrði danskt. Samkvæmt Berlingske Tidende taldi stjórn FIH tilboð þeirra of lágt. Børsen segir að verðið á FIH muni að minnsta kosti verða 8 millj- arðar danskra króna, eða 94 millj- arðar íslenskra króna. Til saman- burðar er markaðsverð stærsta banka Íslands, KB banka, nú um 150 milljarðar króna. FIH skilaði nær 6,7 milljarða ís- lenskra króna hagnaði í fyrra miðað við núverandi gengi. Hagnaðurinn var í samræmi við væntingar stjórnenda bankans en dróst saman um 10% milli ára. Heildareignir FIH um síðustu áramót voru um 750 milljarðar ís- lenskra króna. Til samanburðar voru eignir KB banka 559 millj- arðar króna um áramót. Danski fjárfestingar- bankinn FIH til sölu ● ALAN Greenspan, seðlabanka- stjóri Bandaríkjanna, sagði í gær að bankinn kynni að hækka vexti hraðar en markaðurinn gerir ráð fyrir, ef verð- bólguþrýsingur eykst. Þetta kom fram í frétt á vefmiðli New York Times. Greenspan sagði í ávarpi á al- þjóðlegri peningamálaráðstefnu í Lundúnum, að líklegt væri að stýri- vextir yrðu hækkaðir í litlum skrefum. Það væri byggt á mati stjórnarnefndar bankans á því hvernig þróun efna- hags- og peningamála verði á kom- andi mánuðum. Reynist það mat hins vegar rangt sé nefndin reiðubúin að gera það sem þurfi til að uppfylla skyldur hennar um að viðhalda stöð- ugu verðlagi og tryggja viðvarandi efnahagslegan vöxt. Vaxtahækkun í Bandaríkjunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.