Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 21 Drengur fyrir bíl | Fimm ára drengur á reiðhjóli varð fyrir bíl á Stapavegi í Vogum síðdegis í fyrra- dag. Hann slasaðist lítilsháttar á fót- um, að því er fram kemur á vef lög- reglunnar í Keflavík, og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar.    Eldur í hjólbörðum | Kveikt var í nokkrum gömlum dekkjum við Gokartbrautina við Njarðvíkurveg í fyrrinótt. Lögreglan og slökkvilið voru látin vita af eldinum á öðrum tímanum um nóttina. Greiðlega gekk að slökkva en ekki er vitað hver kveikti í. Reykjanesbær | Síðasta námskeiði vetrarins hjá Myndlistarskóla Reykjaness lauk á dögunum. Skól- inn hefur nú starfað í eitt ár. Í vetur var boðið upp á sex mis- munandi námskeið, svo sem teikn- un og málun fyrir byrjendur, málun fyrir lengra komna, námskeið í ab- strakt, vatnslitanámskeið, nám- skeið í blandaðri tækni og mósaik- námskeið. Fimm kennarar störfuðu við skólann í vetur, Kristinn Pálmason, Inga Þórey Jóhannsdóttir, Ásta Árnadóttir, Hermann Helgason, Svana Daðadóttir og Þuríður Sig- urðardóttir. Nemendur voru alls 52, þar af voru 9 sem sóttu tvö nám- skeið og 3 sem sóttu þrjú námskeið. Nemendur voru á öllum aldri. Við útskrift fá nemendur við- urkenningarskjal þar sem vottað er hvaða námskeið þeir sóttu, hjá hvaða kennara og fjöldi tíma á bak við námskeiðið. Starfsárið hefur gengið vel, samkvæmt upplýs- ingum Hjördísar Árnadóttur, for- manns Félags myndlistarmanna í Reykjanesbæ, og það fyrirkomulag að stofna skóla utan um nám- skeiðahald félagsins hefur gefið þeim meira vægi og leitt til þess að nemendur og kennarar leggja metnað í starfið.    52 sóttu námskeið í Myndlistarskóla Reykjaness Garður | Hópar fólks ganga á fjörur í nágrenni Garðskaga og víðar til að tína krabba, marflær og fleira sem unnt er að matreiða. Fólki sem býr við fjörurnar þykir nóg um ásóknina. Mikil fjara er frá Garðskagaflös og að Lambarifi. Herbert Guð- mundsson sem býr í Ásgarði í Sand- gerðisbæ segir að hóparnir komi yfirleitt á stórstraumsfjöru og allt- af þegar hana ber upp á helgi. Stundum komi fjórir til fimm bílar, fullir af fólki, og oft sömu bílarnir. Fólkið sé með stór ílát og fylli þau af krabba, marflóm og öðru. Það kunni greinilega vel til verka því það rífi upp þarann þar sem krabb- inn heldur sig. Fólkið notar krabbann í súpur, að því er Herbert telur, eins og það er vant úr sínum fyrri heimahögum en hann telur að flestir séu ættaðir frá Kína og löndunum þar í kring. Ekki telur hann mögulegt að fólkið geti torgað öllum þessum mat sjálft og því líklegt að hann fari á veit- ingahús í Reykjavík. Herbert hefur vakið athygli bæj- arstjórans í Garði á málinu. Hvorki landeigendur né sveitarfélögin hafa gefið leyfi fyrir þessari at- vinnu. Sjálfur á Herbert skika af fjörunni þar sem hann er með smá- vegis æðarvarp. Hann kveðst hræddur um að mannfólkið sé að skaða lífríkið með svona stórfelldri tínslu og taka fóðrið frá fuglunum. Þá sé töluvert ónæði af þessum hóp- um, bæði fyrir fugla og fólk. Sigurður Jónsson, bæjarstjóri í Garði, segir á vef sveitarfélagsins að bæjaryfirvöld í Garði og Sand- gerði þurfi að kynna sér málið nán- ar. Stórfelld krabbatínsla í óleyfi á fjörum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Mikið fugla- og smádýralíf er við gamla vitann á Garðskaga. SVEITARFÉLÖGIN fimm á Suð- urnesjum og samtökin Gróður fyrir fólk í Landnámi Íslands hafa gert samning um nýtt Landnámsverkefni á Suðurnesjum. Alls munu sextíu til sjötíu ungir Suðurnesjamenn vinna að trjárækt og annarri uppgræðslu með aðferðum Landnáms í sinni heimabyggð. Þetta er annað árið sem Gróður fyrir fólk og sveitarfélögin fimm á Suðurnesjum vinna að þessu verk- efni. Í sumar verður unnið í júní og júlí. Tíu til fimmtán manna hópur úr vinnuskóla hvers sveitarfélags fyrir sig tekur þátt í verkefninu og er unn- ið á svæði í nágrenni heimabyggð- arinnar. Í Grindavík er tekið fyrir svæði utan í Lágafelli, eins og á síð- asta ári, samkvæmt upplýsingum frá Birni Guðbrandi Jónssyni, fram- kvæmdastjóra Gróðurs fyrir fólk. Ekki er ákveðið svæði í Sandgerði. Í Garði var unnið í fyrra í gamalli mal- arnámu en nú færir hópurinn sig á annað svæði nær þorpinu. Krakk- arnir úr Reykjanesbæ gróðursetja í Sólbrekku og jafnaldrar þeirra í Vogum vinna á Vogastapa og eru báðir hóparnir á sömu svæðum og unnið var á síðasta sumar. 60–70 krakkar taka þátt í Landnámi Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 Vöggusett barnasett
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.