Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 27
árekstrar af þessu tagi eru vissu- lega vel þekktir meðal ráðamanna út um allar jarðir og hafa svo verið ár og síð. Því ber að leysa menn í opinberri þjónustu úr slíkum vanda, ef kostur er. Í Bandaríkjunum er ekki þingræði að evrópskum hætti og því ekki auðvelt að losa forseta eða varaforseta við þann glæp að hygla fyrri vinnuveitendu eða við- skiptafélögum o.s.frv. Hér á landi er þingræði, eða svo hefur verið talið til þessa, og því ætti að vera gerlegt að losa forsetann við þann glæp að hygla bakhjörlum sínum úr hófi. Að fenginni reynslu síðustu daga tel ég einsýnt að taka eigi þann rétt af forsetanum að geta gengið í ber- högg við Alþingi. Krafa um þjóð- aratkvæðagreiðslu verður framvegis að koma frá Alþingi sjálfu eða kjós- endum og Alþingi í sameiningu. Einhvers konar „danskt fyrir- komulag“ eins og háttvirtur þing- maður Mörður Árnason gerir að umtalsefni í Morgunblaðinu í dag (7. 6. 2004) kemur að mínu viti vel til greina. Ég tel jafnframt, að for- seti geti mjög vel sómt sér í sinni stöðu, þótt hann hafi misst heimild til þess að kveða á um þjóð- aratkvæðagreiðslu í blóra við al- þingi og vafalaust, þegar til lengdar lætur, betur en áður. Höfundur er dr. med., prófessor úr embætti. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 27 Alltaf 25% ódýrari gleraugu og linsur* í stað 19,68% vsk. áður Hagstæð gleraugnakaup Þjónustu- og ábyrgðaraðilar: SMÁRALIND: OPTICAL STUDIO RX / OPTICAL STUDIO SÓL KEFLAVÍK: GLERAUGNAVERSLUN KEFLAVÍKUR OPTICAL STUDIO DUTY FREE STORE LEIFSSTÖÐ - KEFLAVÍKURFLUGVELLI • SÍMI 425 0500 - FAX 425 0501 ERTU Á LEIÐ Í LEIFSSTÖÐ? * Innifalið er virðisaukaskattur, 19,68%, og afsláttur 5,32%, miðað við verðlagningu í neðangreindum verslunum. SUMIR hlutir eru þannig að maður skilur þá ekki til fulls fyrr en maður reynir þá á sjálfum sér. Ég tel að því sé þannig farið með hinn fræga mál- skotsrétt forsetans. Það er augljóst að þetta ákvæði stjórnarskrárinnar hefur ekki verið hugsað til enda. Það hefur nú komið berlega í ljós að þetta kerfi einfaldlega gengur ekki upp. Forsetinn hefur nú neitað að und- irrita umdeilt fjölmiðlafrumvarp á þeim forsendum að hann meti það sem svo að gjá hafi myndast milli þings og þjóðar. Þetta mat sitt hlýtur forsetinn að byggja á því að skoðanakannanir hafi sýnt andstöðu við frumvarpið og að fjölmiðlar hafi farið mikinn í mál- inu.(Þetta er reyndar skemmtileg myndlíking þar sem segja má að gjá eða öllu heldur gjár hljóti ávallt að hafa verið á milli þings og þjóðar á meðan þing fór fram á Þingvöllum.) Ef ofangreint er skilyrði þess að nauðsyn sé á þjóðaratkvæðagreiðslu þá er tvennt nokkuð ljóst. Í fyrsta lagi mun forseti héðan í frá þurfa að leggja sig í líma við að fylgjast með öllum nýj- um lagafrumvörpum og kanna sér- staklega hug þjóðarinnar til þeirra til að fullvissa sig um að meirihluta kjós- enda sé ekki í nöp við neitt þeirra. Í öðru lagi þá mun þetta væntanlega einnig gera ríkisstjórnum ókleift að setja á nokkur þau lög sem ekki njóta almannahylli. Til dæmis mun þetta lík- lega útiloka öll frumvörp í framtíðinni sem fela í sér skattahækkanir. Það er nokkuð einsýnt að slík frumvörp munu seint njóta mikilla vinsælda í skoð- anakönnunum. Þetta tiltekna dæmi sýnir nú reyndar jákvæðustu birting- armynd þessa nýja veruleika íslenskra stjórnmála. Það má reyndar snúa þessu við og spyrja hvort forseta beri þá ekki á sama hátt að kanna hug kjósenda til ýmissa mála sem ekki hafa verið sett sérstök lög um. Ef vilji almennings sýni að eitthvað vanti þar uppá beri honum að þrýsta á Alþingi að setja slík lög þar sem gjá sé á milli vilja kjós- enda og þeirra laga sem séu við lýði og Alþingi sem löggjafarvald beri ábyrgð þar á. Velji forseti að beita þessu valdi sínu oftar en hingað til hefur tíðkast myndast fljótlega sérkennileg staða í stjórnkerfinu. Ríkisstjórn mun ávallt áður en frumvarp er lagt fram þurfa að íhuga hver muni verða afstaða for- seta. Það yrði bæði dýrt og tímafrekt ef ríkisstjórn legði oft fram frumvörp sem væri hafnað af forseta. Þetta myndi þar með þróast í þá átt að rík- isstjórn sæi sig tilneydda til að kalla eftir blessun forsetans áður en farið væri af stað með lagafrumvörp. Þann- ig myndi vald forseta aukast langt um- fram það sem hingað til hefur tíðkast. Þetta myndi líkjast ískyggilega mikið hinu gamla kerfi þar sem konungur hafði ráðgefandi þing en þó ávallt sjálfur síðasta orðið. Beiti forsetinn málskotsréttinum á þann hátt sem að ofan er lýst þá hefur það einnig í för með sér að aðferðir við val á forseta breytast. Forseta- frambjóðendur munu þurfa að gera grein fyrir pólitískri afstöðu sinni og því á hvern hátt þeir hyggist beita málskotsréttinum. Það er ekkert sem stöðvar pólitískan forseta sem er í andstöðu við sitjandi ríkisstjórn að gera henni ókleift að starfa eðlilega. Við slíkar aðstæður hefðum við í raun innleitt kerfi sem líkist hinu franska stjórnkerfi æði mikið. Hið viðamikla kerfi stjórnmálaflokka og kjördæma mætti sín lítils gagnvart hinu mátt- uga embætti forseta. Þetta er sérstaklega at- hyglisvert í ljósi þess að forseti getur verið kos- inn með minnihluta at- kvæða. Sem dæmi má nefna að væru fimm frambjóðendur í boði gæti sigurvegarinn fræðilega séð unnið með liðlega 20% atkvæða. Er réttlætanlegt að forseti sem kosinn er á þann hátt geti tekið fram fyrir hendurnar á Al- þingi? Ég hygg að flestir sjái að slíkt gengur ekki upp. Að lokum vil ég með örlitlu dæmi sýna fram á hversu illa ígrundaður og afleitur kostur málskostsrétturinn er. Þótt það sé kannski ögn langsótt, má vel ímynda sér eftirfar- andi atburðarás: For- seti hefur neitað að skrifa undir fjölmiðla- frumvarpið. Alþingi er boðað til fundar og lög samin um þjóð- aratkvæðagreiðslu. Óeining er um frum- varpið á þingi en meiri- hlutinn samþykkir ákveðið frumvarp. For- seta líst ekki á lögin um þjóðaratkvæðagreiðsluna og hann neitar að skrifa undir þau. Alþingi þarf þá að semja ný lög um þjóðaratkvæða- greiðslu um þjóðaratkvæðagreiðslu- lögin. Svona mætti halda áfram fram í hið óendanlega. Stjórnkerfið er patt. Kóngur og patt Arnar Þórisson skrifar um málskotsrétt forsetans ’Er réttlætanlegt aðforseti sem kosinn er á þann hátt geti tekið fram fyrir hendurnar á Alþingi? Ég hygg að flestir sjái að slíkt geng- ur ekki upp.‘ Arnar Þórisson Höfundur er viðskiptafræðingur og MBA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.