Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 23
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 23 Það skiptir að sjálfsögðu máli viðhvaða aðstæður fólk ætlar aðnota tjöldin sín, en okkar reynsla er sú að fólk ætti ekki að velja tjald með minna vatnsþol en 3.000 mm,“ segir Guðbjörn Margeirs- son, aðstoðarverslunarstjóri í ferða- og útivistarversluninni Everest. „Með tjald sem hefur þá vatnsheldni ætti viðkomandi að vera öruggur undir öllum kringumstæðum, jafnvel þótt rigni í nokkra daga samfleytt.“ Að sögn Guðbjörns nemur vatnsheldni hinna hefðbundnu unglingatjalda um 2.000 mm [mælikvarðinn er fundinn með því að dúkur er strengdur undir rör og vatni helt í rörið þar til dúk- urinn fer að leka. 2.000 mm jafngildir því að dúkurinn þolir tveggja metra vatnssúlu]. „Í góðri helgarútilegu ertu nokkuð öruggur með slíkt tjald og það dugir alveg þótt rigni í einn dag, en lendi maður í lengri rigningu og hvað þá miklu roki og þá er þetta tjald ekki jafnöruggt og það sem er með 3.000 mm vatnsþol.“ Guðbjörn bendir á að dúkurinn í botni tjaldsins eigi alltaf að vera vatnsþolnari en tjaldið sjálft, og mæl- ir með 5.000 mm vatnsheldni í því til- felli svo þrýstingurinn af þunga tjaldbúanna valdi ekki leka. Að sögn Guðbjörns skiptir vissu- lega töluverðu máli hvaða not fólk ætlar að hafa af tjaldinu og því sé skynsamlegt að meta notkunina áður en fjárfest er. Þannig nota sumir t.d. tjöld sín eingöngu í stuttar helg- arútilegur, en aðrir kjósa að leggjast út í lengri tíma, enn aðrir leita þá upp á hálendið þar sem veður geta reynst válynd jafnvel yfir hásumarið og svo kjósa þeir ævintýragjörnustu jafnvel að gista í tjaldi utan hefðbundins ferðamannatíma. Stöðugleiki gagnvart veðri og vindum „Önnur mæling en vatnsheldnin sem líka er mikið notuð er árs- tíðamælingin sem byggist á stöð- ugleika tjaldsins gagnvart veðrum og vindum. Tveggja árstíða tjald hentar vel í vor- og sumarútilegur á láglendi hér á landi og ættu tjöldin að geta staðið af sér flest veður undir þeim kringumstæðum. Um leið og komið er upp á hálendið, t.d. þegar Lauga- vegurinn er genginn, þá veitir hins vegar ekkert af þriggja til fjögurra árstíða tjaldi, enda oft mjög vinda- samt á Íslandi. Í þessu samhengi má nefna að ferðabækurnar þekktu Lonely Planet ráðleggja útlendingum að taka ekki minna en fjögurra árs- tíða tjald með sér til Íslands.“ Guðbjörn segir tjaldbúa þó eiga að vera örugga hvar sem er á landinu í þriggja til fjögurra árstíða tjaldi á tímabilinu frá maíbyrjun og út sept- ember, en þessi tjöld eru að sjálf- sögðu líka vatnsheldari. „Stöðugleiki tjaldsins gagnvart veðri og vindum gegnir stóru hlutverki hér á landi og því skiptir bygging tjaldsins miklu máli. Einföld regla til að finna öfl- ugustu tjöldin er að þau standa sjálf og treysta ekki á stög til annars en að festa sig við jörðina.“  ÚTIVIST|Hvernig tjald á að velja í útileguna? Tjald þarf að vera vatnshelt og stöðugt Morgunblaðið/Jim Smart Guðbjörn Margeirsson: Segir að mörgu að huga þegar tjald er keypt. Göngutjöld: Þurfa að vera létt og viðráðanleg. Nóg rými: Rúmgott tjald fyrir stórfjölskylduna. Tjaldferð um landið er fastur liður í sumar- fríum margra. Það borgar sig hins vegar að hafa hugfast þegar tjaldið er valið að ís- lensk veðrátta getur verið dyntótt. annaei@mbl.is  Tveggja árstíða tjald dugar yfir sumarmánuðina niðri á láglendi.  Þriggja árstíða tjald hentar í flestar hálendisferðir yfir sumartímann.  Fjögurra árstíða tjald er góður kostur fyrir hálend- isferðir frá maíbyrjun og til loka september.  Fimm árstíða tjald er ætlað fyrir háfjallagöngur og vetrarferðir. TÍVOLÍ í Kaupmannahöfn var enn einu sinni vinsælasti ferðamannastaður Danmerk- ur í fyrra, samkvæmt sam- antekt danska ferðamálaráðs- ins. Þangað komu rúmlega fjórar milljónir manna á síð- asta ári, en aðeins einu sinni á undanförnum áratug hafa gestirnir verið fleiri. Í næstu sætum voru skemmtigarðurinn Dyre- havsbakken í útjaðri Kaup- mannahafnar, með 2,6 millj- ónir gesta, Legoland, með rúmlega 1,6 milljónir gesta, og Dýragarðurinn í Kaup- mannahöfn, en hann sóttu nær 1,2 milljónir manna á síðasta ári. Þessir fjórir staðir hlutu allir ágæta aðsókn í fyrra miðað við undanfarin ár, en þangað komu samtals um 9,5 milljónir gesta, sem er nær helmingur af heild- argestafjölda 25 vinsælustu ferðamannastaðanna. Af öðrum vinsælum við- komustöðum í Danmörku má nefna Louisiana- listasafnið, Glyptotekið, Rík- islistasafnið í Kaupmanna- höfn og dýragarðana í Óð- insvéum og Álaborg.  DANMÖRK Tívolí vinsælast F í t o n / S Í A F I 0 0 9 1 3 8 16 hótel allan hringinnSími: 444 4000 Frábær tilboð fyrir 10 manns eða fl eiri www.esja. is Dugguvogi 8 Sími 567 6640 Sími 533 2660 www.hafsulan.is HAFSÚLAN Hvalaskoðun frá Reykjavík - frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! með viðkomu í Lundey Brottför frá Ægisgarði alla daga kl. 9,13 og17 10 tíma kort á aðeins 3500 kr. 12 tíma morgunkort 3500 kr Stakur tími 400 kr T I L B O Ð ljósab ekki Við no tum e inung is hág æða Eddufelli • s. 567 3535 Hvalaskoðun með Moby Dick Sími: 421 7777 & 800 8777 Farsími 896 5598 - Fax 421 3361 Pósthólf 92, 230 Kefl avík www.dolphin.is - moby.dick@dolphin.is Daglega frá Kefl avíkurhöfn frá apríl til október. Sjóstangveiði - Skemmtisiglingar. 10 ára 1994 - 2004 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.