Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 33 ar saman. Á heimili hennar vorum við tíðir gestir og kenndum okkur raunar sem eitt með fjölskyldunni. Þar blöstu við og birtust allir ofan nefndir eiginleikar, höfðingslundin, rausnin, ljúfmennskan, fegurð heimilisins, gleðin í umgengni allri og samskiptum. Hún var í senn mikil móðir og húsmóðir… Þannig urðu kynni okkar langstæð, náin, einlæg og innileg allt fram á síðustu stund. Hún var harla fróðleiksfús, kjarkmikil, vildi kanna og kunna skil á sem flestu. Gott dæmi þess er, að á árunum sem við störfuðum í Afríku þurfti kona mín að skreppa heim til að sinna málefnum okkar. Þá greip Fjóla tækifærið og ákvað að skreppa með henni til Afr- íku – þá vel við aldur – en lét það ekki aftra sér. Við vorum staðsett í Ghana skammt norðan við miðbaug í 30-40 stiga hita. Samanlagt er þetta um 20 tíma flug. Við ferðuðumst með henni til ým- issa landa þar í Afríku, en allt mikl- ar vegalengdir og þreytandi, 6, 8, 10 tíma. Tógóland er austan við Ghana. Þangað ákváðum við fara, skoða svo stærsta minjagripasvæðið í Accra, Höfuðborg Ghana, þegar við kæm- um til baka. Í Afríku getur sitthvað gerzt forvaralaust til tafar. Svo var og þennan dag. Því þegar við kom- um til baka voru menn farnir að draga muni sína saman og ganga frá. En við brunuðum inn á svæðið. Það var eins og við manninn mælt. Þegar Fjóla birtist, hávaxin miðað við svertingjana okkar, sló þögn og kyrrð á allt. Menn spurðu, hver þessi hefðarmaddama væri. Ég svaraði að bragði, að hún væri Drottningarkyns frá Íslandi, komin til að kynna sér Afríku, mannfólk hennar, menningu og listir og hefði mikinn hug á að sjá listmunina þeirra. Aftur var allt eins og við manninn mælt. Menn sviptu ábreið- unum af minjastöflunum sínum og nú helltust öldur sölumennskunnar og viðskiptanna yfir Fjólu rétt eins og hafrót við Heimaklett. Því allir vildu selja og sýna sem mest. En þar stóð hún með blíða brosið sitt og fágunina, en glöggskyggnin vök- ul til staðar, og vissi vel, hvað taka skyldi og hverju hafna. Þegar Afríku-tíminn hennar var liðinn, flaug hún ein heim, Accra, Amsterdam, Kaupmannahöfn, Keflavík. Þetta sýnir vel, hvað í henni bjó. Oft rifjuðum við þetta ævintýri upp og glöddumst. Fjóla var víðlesin og vel greind. Margt bar því á góma í tíðum sam- ræðum okkar – allt frá hversdags- málunum til dýpstu viðfangsefna – m.a. um lífið, dauðann og eilífðina. Samkvæmt fyrirheitum Frelsarans um nýjan himin og nýja jörð litum við fram til endurfundanna á landi lifenda. Dauðanum kveið hún ekki, enda fékk hún hið friðsælasta and- lát í svefni og yfir ásjónu hennar látinnar hvíldi sannur friður og mikil fegurð. Nú hefur hún lagt að baki langan, afkastamikinn og farsælan ævidag og eftirlætur okkur fagurt fordæmi og göfgar minningar. Að njóta sam- fylgdar hennar voru mikil forrétt- indi. Hjartkæru vinir, Óttar minn, Steinunn og allir ástvinirnir. Þið eigið óskiptan samhug fjölskyld- unnar okkar allrar, og við biðjum Guð að blessa ykkur og styrkja. Blessuð veri minning Fjólu. Sólveig, Jón Hjörleifur og fjölskyldan öll. Samstarfsmaður minn í rúmlega tvo áratugi Fjóla Haraldsdóttir fyrrverandi deildarstjóri er látin 91 árs að aldri. Þegar ég varð tryggingayfir- læknir 1960 og tók til starfa í Tryggingastofnun ríkisins var Fjóla þar fyrir og hafði um skeið verið ritari tryggingayfirlæknis. Hún hélt áfram starfi sínu og var ritari okkar Stefáns Guðnasonar sem kom til starfa sem tryggingalæknir, en það var þá nýtt starf. Ég hafði starfsaðstöðu til að byrja með á 4. hæð en Stefán og Fjóla á 2. hæð svo samskipti okkar voru í byrjun ekki mikil. En fljót- lega fann ég að þar fór ritari sem var alveg frábær, því hún var svo vandvirk og velvirk að óvenjulegt var. Á þessum tíma fór öll vélritun fram í ritvélum og þeir sem létu rita fyrir sig skrifuðu handrit með penna sem ritari þurfti að lesa. Ég hafði vanist því í spítalavinnu minni í Svíþjóð að tala allt inn á band sem rita þurfti og þegar skipulega var talað var þetta mikill vinnusparnaður. Þessi tækni var lít- ið komin í not hér á landi þá. Ég fékk heimild forstjórans, Sverris Þorbjörnssonar, til þess að kaupa tæki af þessu tagi og við Stefán og Fjóla hófum notkun þeirra við vinnu okkar. Fjóla var fljót að til- einka sér þessa tækni. Hún skilaði aldrei inn vélrituðu handriti þar sem nokkur villa var, svo við Stefán þurftum varla að lesa yfir. Gerði þetta vinnu okkar eins auðvelda og hægt var. Öðrum í Tryggingastofn- un þótti þetta óþörf tækni og tóku hana ekki upp. Á þessum árum var Fjóla á fimmtugsaldri, var í hjónabandi og átti tvö börn. Hún var hávaxin og grönn og ávallt mjög vel klædd og hár hennar var dökkt og mikið og fór vel. Hún var víðlesin og hafði sérstakt dálæti á bókum Halldórs Laxness. Þegar tímar liðu flutti læknahóp- urinn saman á 3. hæð í Trygginga- stofnun og myndaði góða einingu. Við Stefán fengum ágæta aðstöðu með viðtals- og skoðunarherbergi og fyrir framan mitt viðtalsherbergi var skrifstofa Fjólu þar sem hún annaðist alla vélritun fyrir okkur báða. Hún hafði svo stúlku í mót- tökunni sem tók á móti þeim sem komu og vísaði þeim inn til okkar. Stefán vann eingöngu á stofnun- inni en ég hafði sjúklinga á Landa- koti og einnig á stofu úti í bæ en flutti þá starfsemi síðar inn á Tryggingastofnun. Kom þá í hlut Fjólu að vera milligöngumaður. Sumarið 1970 fékk ég starf sem ráðuneytisstjóri í nýstofnuðu heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyti. Ég bað Fjólu þá að koma með mér til þessa nýja starfs. Hún hafði þá starfað í Tryggingastofnun á annan áratug, þekkti þar allt starfsfólk og var í vafa um hvað gera skyldi. Ég lagði hart að henni því ég vissi að betri ritara var ekki hægt að fá. Hún lét loks til leiðast og flutti með okkur Jóni Ingimarssyni og Ragn- hildi E. Þórðardóttur inn á Lauga- veg 172 þar sem ráðuneytið var fyrst til húsa. Ég veit að fyrstu mánuðina og ef til vill árin var hún ekki fullánægð en þetta breyttist, einkum eftir að við fluttum niður í Arnarhvol. Fjóla annaðist vélritun fyrir okk- ur Jón en fór einnig að fást við önn- ur störf svo sem skjalavistun. Hún gekk upp í starfi og fékk titil deild- arstjóra. Ráðuneytið flutti 1980 inn á Laugaveg 116 og þar lauk Fjóla föstu starfi þegar hún varð sjötug 1983. Við starfsmenn og Svavar Gestsson ráðherra færðum henni þá silfurdisk með nöfnum okkar allra og hún bauð til mikillar veislu á heimili sínu við Bergstaðastræti. Fjóla vann tímabundið í ráðu- neytinu eftir starfslok og hélt góð- um tengslum við okkur. Þá voru gamlir starfsmenn boðnir þegar eitthvað var um að vera svo sem um litlu-jólin, boð sem ráðherra bauð til eftir áramótin og í ferðalögin á haustin. Fjóla mætti til allra þess- ara hátíða meðan ég var ráðuneyt- isstjóri en eftir að ég hætti lagðist þetta niður. Ég hitti Fjólu síðast í áttræðisafmæli séra Jóns Hjörleifs sl. haust. Þá þekkti hún mig ekki, enda orðin níræð. Ég á góðar minningar um sam- starf okkur Fjólu og þakka henni samstarf og vináttu í meira en fjóra áratugi. Ég bið henni blessunar Guðs og flyt börnum hennar og öllum ætt- ingjum samúðarkveðjur frá okkur Guðrúnu. Páll Sigurðsson. Ég bjó á fyrstu hæðinni en þau Fjóla og Guðmundur á þeirri þriðju, í risinu. Milli fjölskyldnanna var náið vináttusamband frá því þau fluttu inn í húsið þegar ég var 12 ára. Við vorum ekki með síma lengi vel og þeir sem vildu hringja í okkur hringdu í þau uppi. Sam- komulag var um að eitt högg í ofn á þriðju hæðinni væri hringing til pabba, tvö högg símtal við mömmu og svo þrjú högg símtal við mig, strákinn. Þegar ég 15 ára gamall fór að starfa meðal róttæklinga, í Æskulýðsfylkingunni, þurfti mikil símasamskipti og stöðugt glumdi í ofnakerfinu. Fjóla vissi hvaðan hringingarnar komu og líkaði vel. Hún og þau Guðmundur bæði voru róttæklingar, verkalýðssinnar, fólk lífsgleði og lista. Margir helstu listamenn þjóðarinnar virtust eiga athvarf hjá þeim á góðum stundum. Börn þeirra voru Steinunn og Ótt- ar. Ég passaði þau, sem laun fyrir símaþjónustuna og svo margt fleira sem þau voru mér og foreldrum mínum. Guðmundur var mesti hag- yrðingur þjóðarinnar á þessum tíma, ótrúlega fyndinn. Fjóla var líka mikill húmoristi þótt hún flíkaði því ekki nema við þá nánustu. Bak- við gleðina var hlýja sem ég orna mér enn við. Fjólu datt í hug að ég væri músíkalskur og vildi kenna mér á gítar. Þetta var fyrir tíma Bítlanna og ég hafði bara hlustað á Öskubuskur spila á gítar og fannst þetta algert stelpuhljóðfæri. Ég vildi sannarlega ekki vera kenndur við gítar. Mamma og Fjóla voru mínir nánu ráðgjafar í öllu því sem líf mitt varðaði. Þegar leið að því að ég, tvítugur að aldri, færi til náms í Svíþjóð sátu þær stöllur í eldhúsinu niðri og ræddu málin og ráðlögðu. Varaðu þig á þeim sænsku, sagði Fjóla. Mér datt nú strax í hug að þetta gæti verið hennar stríðnislega fyndni. Þegar ég svo kom til Ís- lands nokkrum árum seinna með þáverandi sænska eiginkonu mína, tók enginn eins vel á móti henni og Fjóla. Vináttan milli fjölskyldnanna hélt áfram þrátt fyrir að við flyttum hvert í sína áttina. Nú lifir pabbi einn af eldri kynslóðinni í þessum góða vinahóp, en vináttan heldur áfram og erfist til hinna yngri. Ragnar Stefánsson. Við fráfall Fjólu Haraldsdóttur minnist ég einstakra samvista við þau hjónin Fjólu og Guðmund Sig- urðsson, sem hófust upp úr 1950 að Sigtúni 35 í Reykjavík. Þetta var skemmtilegt sambýli og vináttan sem myndaðist þá varaði áfram þótt við flyttumst hvert í sína átt- ina. Börnin þeirra Steinunn og Ótt- ar urðu líka börnin okkar Rósu. Ég votta þeim, mökum þeirra og börn- um, mína innilegustu samúð. Stefán Bjarnason. JÓN ÆGIR JÓNSSON sjómaður, Kleppsvegi 68, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 30. maí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks lungnadeildar 6A, Landspítala Fossvogi, fyrir frábæra umönnun. Aðstandendur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, SIGURÐUR HALLMANNSON, Heiðarbraut 1, (Hrauni) Garði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnu- daginn 30. maí sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jarðsett var í Útskálakirkjugarði. Ágústa Sigurðardóttir, Páll Zophoníasson, Guðrún Ágústa Sigurðardóttir, Karl Njálsson, Hjörtur S. Sigurðsson, Erna Björnsdóttir, og afabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, LAUFEY GOTTLIEBSDÓTTIR, Dvergabakka 32, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánu- daginn 7. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Valur Sigurðsson, Karen Aradóttir, Rúnar Sigurðsson, Guðmundur Sigurðsson, Steinunn Gísladóttir, Sigurjóna Sigurðardóttir, Hildur Sigurðardóttir, Sigurjón Ólafsson, Hörður Sigurðsson, Þóra Eylands, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JAKOBÍNA HALLDÓRA ÞORVALDSDÓTTIR, Gullsmára 11, Kópavogi, andaðist á Landspítala háskólasjúkrahúsi mánudaginn 7. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þorvaldur J. Sigmarsson, Elín Richards, Hólmfríður K. Sigmarsdóttir, Eðvald Geirsson, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSGRÍMUR KRISTJÁNSSON frá Siglufirði, Hjallabrekku 43, Kópavogi, lést sunnudaginn 30. maí. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Kristrún Ásgrímsdóttir, Gunnlaugur R. Jónsson, Kristján Lúðvík Ásgrímsson, barnabörn og barnabarnabarn. Minn ástkæri eiginmaður, stjúpfaðir, faðir, afi og langafi, INGIMUNDUR ÓLAFSSON, Frostafold 49, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 10. júní kl. 13.30. Erna Eden Marinósdóttir, Guðrún Erna Sigurðardóttir, Ásbjörn Hjálmarsson, Örn Ingvar, Hjálmar Sigurður, Sigríður Kristín, Erna Hanna, Ólafur Ingimundarson, Helga B. Gunnarsdóttir, Inga Björk, Gunnar Backman, Lilja Dögg, Ingibergur Ólafur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.