Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 49 2004INNRITUN NÝNEMA Nú stendur y r innritun nýnema við Verzlunarskóla Íslands fyrir veturinn 2004 - 2005 sem er 100. starfsár skólans. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans og á heimasíðu hans www.verslo.is Opið hús verður miðvikudaginn 9. júní n.k. í Verzlunarskóla Íslands milli klukkan 15 og 18. Þar verða námsráðgjafar og kennarar skólans til viðtals og taka á móti umsóknum. Nemendur kynna félagslí ð í máli og myndum og gestir geta skoðað húsakynni skólans. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00, föstudaginn 11. júní. eðlisfræðisvið líffræðisvið tölvusvið alþjóðasvið hagfræðisvið viðskiptasvið félagsfræðabraut viðskiptabraut - hagfræðisvið náttúrúrfræðibraut - líffræðisvið náttúrufræðibraut málabraut viðskiptabraut Stúdentspróf á þremur árum Nemendur geta valið milli fjögurra mismunandi brauta. Einnig gefst nemendum kostur á að taka stúdentspróf á þremur árum á viðskiptabraut - hagfræðisviði og náttúrufræðibraut - líffræðisviði. SKÓLI MEÐSÉRKENNI VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS Á HAUSTMÁNUÐUM stendur til að setja upp heljarinnar söng- sýningu í Broadway undir yf- irskriftinni Með næstum allt á hreinu. Eins og nafnið gefur til kynna er til staðar skyldleiki við kvikmyndina Með allt á hreinu sem Stuðmenn og Grýlurnar gerðu ódauðlega fyrir rúmum tveimur áratugum. Valgeir Guðjónsson er listrænn stjórnandi verksins og óhætt að segja að hann sé á heimaslóðum þar sem hann á drjúgan hlut í laga- og textasmíðum sem bæði verkin byggja á. Sýningin mun fyrst og fremst byggjast á tónlistinni úr Með allt á hreinu en spunnið í nýjan sögu- þráð. Önnur tónlist úr ranni Stuð- manna fléttast inn í. Valgeir tekur fram að ekki sé verið að end- urtaka kvikmyndina enda er vinnuheiti sýningarinnar Með næstum allt á hreinu. Áherslan verður á tónlistina ásamt leik og ýmsu skopi. Valgeir sagði aðstandendur sýn- ingarinnar hafa komið auga á áhugaverða leið til að skoða lögin og textana í nýju ljósi sem byði upp á ómæld skemmtilegheit. Valgeir sagði val í hlutverk og hljómsveit standa yfir en ekkert væri enn birtingarhæft í þeim efn- um, nema hvað landsþekkt lista- fólk væri inni í myndinni. Aðspurður hvort Stuðmenn yrðu í einhverjum hlutverkum sýningarinnar svarar Valgeir neit- andi. „En andi okkar mun svífa yf- ir vötnum,“ bætir hann þó við. Vinna við sýninguna er á byrj- unarstigi en þó „er búið að ýta bátnum úr vör“, eins og Valgeir kemst að orði. Áformað er að frumsýna í fyrri hluta októbermánaðar og segist Valgeir gera ráð fyrir að sýn- ingum verði haldið áfram næstu 5 til 6 árin. Söngsýning byggð á Með allt á hreinu í burðarliðnum Með næstum allt á hreinu Morgunblaðið/Sverrir Valgeir Guðjónsson er Með næstum allt á hreinu. BRESKA leikkonan Alex Kingston segir að til standi að láta hana hætta í þáttunum um Bráðvaktina (ER), því hún teljist ekki nógu ung til að leika í þeim. Kingston hefur undanfarin sjö ár leikið lækninn Elizabeth Corday í þáttaröðinni, en henni var nýlega tilkynnt að samningur hennar yrði ekki endurnýj- aður. Í viðtali við tímaritið Rad- io Times segir Kingston, sem er 41 árs, að aukin áhersla sé nú lögð á unga leikara í þátt- unum: „Svo virðist sem framleið- endum og höfundum þáttarins finnist ég tilheyra hópi ellismella sem ekki eru lengur spennandi,“ segir Kingston … ETHAN Hawke er aftur byrjaður með kanadísku fyrirsætunni Jen Perzow, þeirri sem Hawke átti að hafa haldið við þegar hann var enn giftur Umu Thurman. Hawke og Thurman skildu á síð- asta ári eftir að Perzow lýsti yfir opinberlega að hún ætti í ást- arsambandi við Hawke … FÓLK Ífréttum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.