Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ LEIKMANNAHÓPUR karlaliðs Stjörnunnar í handknattleik þynnist með hverjum deginum sem líður en mikill flótti er úr Garðabæjarliðinu. Í gær gekk Bjarni Gunnarsson til liðs við FH og er hann fimmti leik- maðurinn sem lék með Stjörnunni á síðustu leiktíð sem kominn er í ann- að lið. Arnar Jón Agnarsson er kom- inn til FH, Vilhjálmur Halldórsson í Val, Gunnar Ingi Jóhannsson í Hauka og Björn Friðriksson í Gróttu/KR. Þá eru Sigurður Bjarna- son og Gústaf Bjarnason hættir og markvörðurinn Jacek Kowal verður ekki með Stjörnunni á næstu leiktíð og líklegt er að Þórólfur Nielsen leiti á önnur mið eða taki sér frí. „Það er vonum slæmt að missa nánast byrjunarliðið á einu bretti en við verðum bara að taka þessu og vinna okkur út úr vandræðunum,“ sagði Halldór Sigurðsson stjórn- armaður í Stjörnunni við Morgun- blaðið í gær. Spurður hvort kæmi til greina að senda ekki lið til leiks á næsta tímabili sagði Halldór; „Það kemur ekki til greina. Stjarnan hef- ur alltaf sent lið til leiks í karla- og kvennaflokki og það verður engin breyting á því. Þetta verður örugg- lega þungur róður en við leysum þetta í sameiningu Stjörnumenn,“ sagði Halldór. Magnús Teitsson var á dögunum ráðinn þjálfari Stjörnunnar í stað Sigurðar Bjarnasonar og ljóst er að hans bíður afar erfitt verkefni.  KRISTINN Jakobsson, knatt- spyrnudómari, er þessa dagana í Frakklandi þar sem hann er einn dómara á móti fyrir leikmenn 21 árs og yngri í Toulon. Kristinn dæmdi á laugardaginn leik Frakklands og Kólumbíu, sem endaði 2:0 fyrir Frakka og hafði áður verið vara- dómari á leik Japan og Svíþjóðar og aðstoðardómari á leik Frakklands og Kína. Kristinn verður í Frakklandi út þessa viku en undanúrslit og úrslit verða um helgina.  GUNNAR Pettersen landsliðs- þjálfari Norðmanna í handknattleik segir að sínir menn hafi burði til að vera með í baráttunni um verðlaun á heimsmeistaramótinu í Túnis á næsta ári en Norðmenn tryggðu keppnisréttinn á HM með því að hafa betur samanlagt gegn Ungverjum í leikjum um sæti á HM. „Ég sagði fyr- ir þremur árum að ég hefði sett mér það markmið að vinna til verðlauna á stórmóti innan fimm ára og ég stend við það,“ sagði Petterson í viðtali við norska blaðið Verdens Gang. Norð- menn hafa ekki tekið þátt í stórmóti síðan árið 2000.  NORSKA landsliðið hefur sjaldan eða aldrei verið eins vel mannað og í dag og margir leikmanna liðsins leika með sterkum félagsliðum. Christian Berge, Johnny Jensen og Kjetil Strand leika allir með meistaraliði Flensburgar í Þýskalandi, Glenn Solberg og Frode Hagen með Barce- lona á Spáni, Jan Thomas Lauritzen með Essen í Þýskalandi, markvörð- urinn Steinar Ege er hjá Gummers- bach í Þýskalandi, Kristian Kjelling hjá Ademar Leon á Spáni, Marius Riise hjá Altea á Spáni og Preben Vildalen leikur með þýska liðinu Eisenach.  SKOSKI landsliðsframherjinn Paul Dickov gekk í gær til liðs við Blackburn Rovers frá Leicester City. Kaupverðið var 150 þúsund pund. Dickov, sem er 31 árs, gekk til liðs við Leicester frá Manchester City árið 1997 fyrir eina milljón punda og skor- aði 35 mörk í 97 leikjum fyrir félagið.  JESPER Grønkjær mun að öllum líkindum ekki spila með danska landsliðinu á EM í Portúgal. Alvarleg veikindi komu upp í fjölskyldu hans og því fór hann ekki með liðinu til Portúgal eins og til stóð. Morten Ol- sen, þjálfari danska landsliðsins, ætl- ar þó að halda sæti hans lausu færi svo að Grønkjær ákveði að spila með.  FULHAM hefur leyst sóknarmann- inn Barry Hayles undan samningi við liðið. Hinn 32 ára gamli Hayles kom til félagsins árið 1998 og hann lék yfir 100 leiki fyrir Fulham.  VARNARMAÐURINN Paulo Ferreira mun leika með Chelsea á næsta keppnistímabili en hann hefur verið í herbúðum Porto. Ferreira er 25 ára gamall portúgalskur landsliðs- maður. FÓLK ROBERTAS Pauzuolis, lithá-íska stórskyttan í Íslands- meistaraliði Hauka, er geng- inn til liðs við þýska 1. deildarliðið Wilhelmshavener. Pauzuolis, sem er 31 árs gam- all og hefur leikið með Sel- fossi, ÍBV, Fram og Haukum, gerði eins árs samning við Wil- helmshavener en samkvæmt ákvæði í samningnum hefur hann möguleika á að fram- lengja hann um eitt ár. Þetta er óneitanlega mikil blóðtaka fyrir Hauka en hann hefur verið einn besti leikmaður liðsins undanfarin ár tvö ár. Landsliðsmaðurinn Gylfi Gylfason leikur með Wilhelms- havener sem lenti í 11. sæti á nýafstöðnu tímabili. Það var blaðamaður AP-frétta-stofunnar sem ræddi í vikunni um þessi mál og fer hér á eftir laus- leg þýðing á grein hans. Þar segir hann meðal annars að sterkustu deildir heims séu á Englandi, Spáni og Ítalíu. Í Miðjarðarhafslöndunum tveimur séu langflestir leikmenn lið- anna heimamenn og það sama sé að segja um þjálfarana. Í Englandi hef- ur heimamaður ekki verið við stjórn- völinn hjá meistaraliði síðan 1992. Land sem áður átti fræga þjálfara leitar nú út fyrir landsteinana að þjálfurum. Frakkinn Arsene Wenger hefur þjálfað Arsenal síðan 1996 og krækti í þriðja meistaratitil sinn fyrir skömmu. Helstu stjörnur liðsins eru Frakkar: Thierry Henry, Robert Pires og miðjumaðurinn og fyrirlið- inn Patrick Vieira. Markvörðurinn Jens Lehmann er þýskur og einn lit- ríkasti leikmaður deildarinnar und- anfarin ár er Hollendingurinn Denn- is Bergkamp. Skotinn Sir Alex Ferguson þjálfar Manchester United og besti maður liðsins er Hollendingurinn Ruud van Nistelrooy. Jafnvel enska landsliðið hefur leit- að út fyrir landsteinana og þar er Svíinn Sven-Göran Eriksson við stjórnvölin. „Við höfum ekkert á móti því að hæfir erlendir þjálfarar vinni hér,“ segir Frank Clark, varaforseti enska knattspyrnuþjálfarafélagsins. „En við erum ekki sammála fras- anum „útlendingar eru góðir en Englendingar slæmir“, og við viljum eyða þeirri hugsun,“ segir hann og tekur fram að hann flokki Skota sem útlendinga í ensku knattspyrnunni. Þegar rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich rak Ítalann Claudio Ranieri í síðustu viku og réð síðan Jose Mourinho frá Portúgal sem næsta knattspyrnustjóra Chelsea var enginn Englendingur inni í myndinni. Síðasti heimamaðurinn til að stjórna liði til sigurs í ensku deild- inni var Howard Wilkinson, en hann var við stjórnvölinn hjá Leeds fyrir tólf árum. Eini heimamaðurinn sem er við stjórnvölinn hjá einu af fimm efstu liðum deildarinnar er hinn 71 árs gamli Bobby Robson hjá New- castle. Og hann lærði mikið sem þjálfari á Spáni og í Portúgal. Það var einmitt Robson sem upp- götvaði Mourinho og réð hann sem túlk fyrir sig hjá Sporting Lissabon fyrir áratug eða svo. „Hann hefur svo sannarlega komið ár sinni vel fyrir borð og ég er ánægður fyrir hans hönd,“ segir Robson um fram- gang félaga síns. Tottenham réð Danann Frank Arnesen sem yfirmann íþróttamála og undir lok síðustu viku var Jacq- ues Santini, landsliðsþjálfari Frakka, ráðinn knattspyrnustjóri. Tekur hann við strax að loknum Evrópumeistaramótinu í Portúgal. Helsta breska nafnið sem nefnt er þessa dagana er Martin O’Neill, Norður-Íri sem var hjá Celtic í Skot- landi. Liverpool rak á dögunum Frakk- ann Gerard Houllier. Sá sem talinn er líklegasti arftaki hans nú um- stundir er Rafa Benitez. Hljómar það enskt? Varla! Hann er Spánverji hefur undanfarin ár verið við stjórn- völin hjá Valencia. Það eru nokkrir frambærilegir enskir þjálfarar. Alan Curbishley hjá Charlton, Sam Allardyce hjá Bolton, Steve McClaren hjá Middl- esbrough og Steve Bruce hjá Birm- ingham. En sterkustu liðin hafa ekki litið við þeim. Þó svo Kínverjar og Egyptar haldi því fram að þeir hafi fundið upp knattspyrnuna þá hjálpuðu Englendingar til við að setja íþrótt- inni reglur fyrir 120 árum. Nú virð- ist sem sú mikla uppbygging, sem var á Englandi áður fyrr, sé að hverfa. Þjálfarar í Englandi þurftu engin formleg próf allt þar til á síðustu leiktíð. England var eina Evrópu- landið sem þannig var ástatt með. „Við höfðum þá hefð hér að hver sem er gat í rauninni komið af götunni og þjálfað lið, ef hann hafði þokkalegt næmi fyrir íþróttinni. Þetta var gamli áhugamannahugsunarháttur- inn. Við trúðum því líka að til að verða góður þjálfari þyrfti þú að vera góður knattspyrnumaður. Arsene Wenger hefur afsannað þá kenningu,“ segir Clark hjá þjálfara- félaginu. Það gerðu líka ensku hetjurnar frá HM 1966, Bobby Charlton og Bobby Moore, sem báðir þóttu standa sig illa sem þjálfarar. Wenger breytti enskri knatt- spyrnu þegar hann kom til landsins fyrir nærri átta árum. Hann kom með nýjar aðferðir við þjálfun sem meðal annars fólust í því að sleppa bjórnum eftir æfingar og leggja áherslu á léttleikandi samleik og hreyfingu án bolta í stað „kick-and- chase“-aðferðarinnar. Með Bosman-reglunum, sem heimila Evrópubúum að leika hvar sem er í Evrópu, komu dýrir leik- menn þangað sem miklir peningar voru – til Englands. Líkt og Wenger var Mourinho að- eins miðlungsleikmaður. Fyrir þremur árum þjálfaði hann Uniao Leiria, lið sem aðeins nokkur þús- und áhorfendur komu til að sjá leika. Reuters Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, og Sir Alex Ferguson, hjá Manchester United, hafa sett hvað mestan svip á enska knattspyrnu síðustu ár enda stýrt tveimur sigursælustu liðum Englands. Eru færir enskir þjálfarar vandfundnir um þessar mundir? Enginn enskur stjóri hjá bestu liðunum KNATTSPYRNAN kann að vera runnin undan rifjum Englendinga, en öðru máli virðist gegna um þá sem sjá um þjálfun knattspyrnu- manna. Enginn Englendingur er við stjórnvölinn hjá stærstu og sig- ursælustu liðum Englands og aukin heldur er landsliðsþjálfari Eng- lendinga útlendingur. Pauzuolis til Wilhelms- havener Leikmannahópur Stjörn- unnar þynnist enn frekar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.