Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 35 stoppuðum við í Eden til að kaupa ís. Það var sama hvað ég plataði þig til að gera, þú gerðir allt sem ég bað um. Skemmtilegar þótti mér stundirnar þegar við lögðum net eftir miðnætti í Brúará og tókum upp klukkan sex á morgnana, það var oft erfitt að sofa þær nætur fyrir spenningi. Margar fleiri minningar á ég um okkar stund- ir við ána. Einu sinni keyrðum við út í hólmann í ánni og veiddum þar silung, það var frábær stund. Ég fór einu sinni með ykkur ömmu til Danmerk- ur og Svíþjóðar og var það mikið æv- intýri, það hefði verið gaman að fara oftar með ykkur. Ég gæti setið hér og skrifað í marga daga um allar þær yndislegu stundir sem við áttum saman, þær stundir geymi ég út af fyrir mig. Nú er komið að því að kveðja þig, elsku afi minn, þótt erfitt sé. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér. Sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri, vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi, viti á minni leið, þú varst skin á dökkum degi, dagleið þín var greið. Þú barst tryggð í traustri hendi, tárin straukst af kinn. Þér ég mínar þakkir sendi, þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson.) Guð geymi þig, elsku afi minn. Þinn Jón Viðar. Frændi minn og föðurbróðir, Egill í Keflavík, er látinn á nítugasta og fyrsta aldursári, saddur lífdaga og tilbúinn að kveðja þennan heim. Hann var yngsta barn Steinunnar ömmu minnar, bónda á Spóastöðum, uppá- haldið hennar og eftirlæti. Systkini hans voru Hildur sem bjó í Bæ í Borg- arfirði og Þórarinn bóndi á Spóastöð- um. Auk þeirra ól Steinunn upp fóst- ursoninn Valdimar Pálsson sem kom ungur að Spóastöðum með móður sinni. Egill er síðastur systkinanna til að kveðja þennan heim. Með Agli er horfin kynslóðin sem fæddist og ólst upp á Spóastöðum á fyrstu áratugum síðustu aldar, kyn- slóðin sem lifði ótrúlegar framfarir í lifnaðarháttum fólksins í sveitinni. Á uppvaxtarárum þeirra systkina voru allir aðdrættir á klyfjahestum, ferjað var yfir árnar, sláturfé rekið til Reykjavíkur á haustin, orf og hrífa einu heyskaparáhöldin og í sveitinni var farskóli. Amma mín, Steinunn, varð fyrir þeirri raun að missa mann sinn eftir fárra ára búskap. Börnin voru þá á unga aldri, Egill á fyrsta ári og naut því aldrei handleiðslu föður síns. Spóastaðajörðina höfðu þau á leigu. Ekkjan unga hélt þó áfram búskap og tókst að halda hópnum sínum saman. Nokkrum árum síðar eignaðist hún svo jörðina. Þótti það mikill kjarkur því ekki gekk hún heil til skógar, hún fékk lömunarveikina á unglingsaldri og gekk með spelkur á öðrum fæti upp frá því. Öllum börnunum sínum kom hún til mennta. Valdimar og Hildur fóru í Kennaraskólann, Þór- arinn að Hvanneyri og Egill gerðist skipasmiður. Árið 1921 var gerð brú yfir Brúará hjá Spóastöðum. Sagt var að Egill hefði eytt mörgum stundum við að fylgjast með brúarsmíðinni, en þá var Egill átta ára gamall. Líklegt er að þar hafi smiðsáhugi hans vaknað. Hann lauk skipasmíðanáminu vestur á Ísafirði og hafa bátar smíðaðir eftir teikningum hans þótt mjög góð sjó- skip. Egill var mikið náttúrubarn og bar sterkar taugar til átthaganna, hann átti lengi part úr Spóastaðajörðinni. Þar við Brúará byggðu þau hjónin sér sumarbústað, stunduðu veiði í ánni og ræktuðu fallegan trjálund. Þangað fannst okkur krökkunum gaman að koma, þegar leið að helgi var oft eitt- hvert yngri systkinanna sent út á hæð til að gá hvort bíllinn hans Egils væri kominn að bústaðnum. Hann hafði gaman af að fræða okkur krakkana, kenndi okkur örnefni á jörðinni og sagði margar sögur frá „gömlu dög- unum“ í æsku þeirra systkina. Fyrstu ferðalögin sem við fórum í var með Agli og Ástu á „víponinum“, þá var bara troðið í bílinn þar til allir komust, þetta er ógleymanlegt. Þegar gamli bærinn á Spóastöðum brann 1947 og hraða þurfti byggingu nýs íbúðarhúss var Egill foreldrum mínum ómetanleg hjálparhella. Oft skrapp hann austur með fullan bíl af fiski, nýmeti sem var góð tilbreyting frá salt- og súrmatnum, mamma minnist þess enn og dásamar hann fyrir. Egill og Ásta voru afar samhent hjón sem virtu hvort annað og eltust fallega saman, nutu góðrar heilsu fram til síðustu ára. Þau fylgdust vel með málefnum líðandi stundar. Þau áttu börnin tvö, Þorfinn og Steinunni, myndarlegt heimili þar sem gestrisni var í fyrirrúmi, þangað var gott að koma. Egill hress og stundum svolítið stríðinn, Ásta ræðin, bæði minnug og ættfróð. Ferðalög bæði utanlands og innan var sameiginlegt áhugamál þeirra hjóna. Þekktu þau landið sitt vel og á hverju sumri var farið austur á Norð- fjörð, heimaslóðir Ástu. Ásta lést fyrir rúmu ári síðan, eftir það fór að halla undan fæti hjá frænda mínum. Síðustu mánuðina hefur hann þurft að dvelja á sjúkra- stofnunum, þrátt fyrir góða umönnun veit ég að það hefur honum verið erf- iður tími. Dýrðlegt er að sjá eftir dag liðinn haustsól brosandi í hafið renna. Hnígur hún hóglega og hauður kveður friðarkossi og á fjöllum sest. (Jónas Hallgr.) Guð blessi minningu þessa mæta manns. Steinunn Þórarinsdóttir. Mig langar með nokkrum orðum að minnast föðurbróður míns Egils Þor- finnssonar. Yfir honum og Ástu konu hans er sérstakur ljómi frá æsku minni. Árið 1956 þegar ég var sjálf lítil stúlka í sveitinni heima á Spóastöð- um, hófst hann handa við að byggja sumarhús á heimaslóðum sínum og varð þá tíður gestur á heimili okkar, þaðan í frá og efldi fjölskyldu- og vinabönd sem héldust æ síðan. Ég man svo vel þegar sást til hans koma eftir veginum á fínum drossíum sem ég þekkti langar leiðir, brunandi að sunnan, oft um hverja helgi og bauð í bíltúr. Að fá að stíga upp í hvítan Chevrolet eða græna Ramblerinn fyrir barn sem sjaldan sá annað en traktora og slitna jeppa var ævintýri líkast. Oftast var líka eitt- hvað til að gleðja, nýstárlegt nammi, flík eða dót, jafnvel komið frá fjar- lægum löndum. „Viltu ekki líta í hanskahólfið og vita hvort eitthvað er þar, ef Ásta er þá ekki búin með það?“ Þau hjónin tóku á móti börnunum eins og fullorðnu fólki og gáfu sér tíma til að spjalla og bjóða upp á Ass- is-djús og myndakex. Ekki er þó síður minnisstætt að fá að fara með Agli frænda í veiðiskap í Brúará þar sem hann sagði mér frá náttúrufarinu, kenndi mér nöfn á fuglum, plöntum og fleiru. Hann var mikið náttúrubarn og undi sér þar vel þótt starf hans væri á öðrum vett- vangi. Þótt árin hafi liðið þá hefur sam- bandið haldist óslitið alla tíð. Þau hafa fylgst með sjálfri mér og börnum mínum og verið fastir gestir á öllum helstu tímamótum. Frá þeim hefur stafað í minn garð mikil góðvild og hlýja sem yljað hefur mér og fjöl- skyldu minni alla tíð. Eftir fráfall föður míns varð sam- bandið við þennan kæra föðurbróður minn mér kannski enn dýrmætara það sem það var í raun tengsl við liðna tíð, veröld sem einu sinni var. Konu sína hana Ástu missti hann í fyrra og þá var sem ekki væri lengur eftir neinu að sækjast í þessu lífi. Saddur lífdaga kvaddi hann þetta líf. Ég kveð með þakklæti og söknuði þennan gamla frænda minn og bið þess að honum hafi auðnast endur- fundir þeirra er unnast í faðmi Guðs. Ragnhildur Þórarinsdóttir og fjölskylda. Egill Þorfinnsson fæddist að Spóa- stöðum í Biskupstungum og ólst þar upp. Hann hóf ungur nám við skipa- smíðar og er það eftirtektarvert á þeim tímum, þar sem ekki voru bátar og skip í námunda við æskustöðvar hans. Egill, sem var völundur, var þó svo sannarlega á réttri hillu sem skipasmiður, sem hann lauk námi í Reykjavík. Hann fluttist að námi loknu til Ísafjarðar, þar sem hann starfaði um nokkur ár, en fluttist svo til Keflavíkur, þar sem hann bjó, ásamt eiginkonu sinni Ástu og tveim- ur börnum þeirra, starfaði þar og bjó til dánardægurs. Hann var um langt skeið starfandi hjá Dráttarbraut Keflavíkur og teiknaði á þeim tíma í hjáverkum nokkra tugi báta, sem voru byggðir hérlendis og erlendis og báru honum glæsilegt vitni. Síðar gerðist hann framkvæmda- stjóri Vélbátaryggingar Reykjaness og starfaði þar, uns hann lét af störf- um sökum aldurs. Egill setti svip á Keflavík, bæði glæsilegur og svipmik- ill. Hann tók fljótlega þátt í félagsmál- um bæjarins, bæði iðnaðarmanna, svo og öðrum félögum. Hann gerði miklar gæðakröfur, bæði hvað varðaði vöru og þjónustu en einkum gerði hann þó kröfur til þeirra verka, sem hann sjálfur innti af hendi, enda naut hann verðskuldaðs trausts samferðamanna sinna. Ég kynntist Agli snemma sökum vináttu föður míns og hans, enda áttu þeir það sameiginlegt að vera báðir aðfluttir sveitamenn í þeim útgerð- arbæ, sem Keflavík var á mínum upp- vaxtarárum. Sú vinátta var fölskva- laus og stóð í áratugi. Hittust þeir nánast daglega og nutu samverunnar með góðlegri kerskni sín á milli og eru hnyttin tilsvör og skemmtilegheit Eg- ils minnisstæð. Egill tilheyrði þeirri kynslóð manna, sem nú er óðum að hverfa, menn, sem settu svip á samtíð sína og verða öðrum eftirminnilegir sökum margra hluta, þó einkum, hvað Egil varðar, vegna mannkosta, heiðar- leika, útsjónarsemi og trygglyndis, svo eitthvað sé nefnt. Egill er nú látinn, saddur lífdaga í hárri elli, en sannarlega er ég þakk- látur fyrir að hafa kynnst honum á vegferð minni. Minning hans lifir. Ólafur Huxley Ólafsson. ✝ Ethel Ingólfs-dóttir Arnórsson fæddist á Innra- Hólmi við Akranes 13. júní 1916. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi 31. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ingólfur Jónsson frá Hólum í Laxárdal S-Þingeyjarsýslu og kona hans Hlín Jóns- dóttir Johnsen, f. á Sandhaugum í Bárð- ardal. Ethel var næstyngst barna þeirra Hlínar og Ingólfs sem öll eru nú látin nema Guðrún. Hin voru Ingólfur, Sigríður, Páll, Hlín, Ída og Jón. Árið 1938 giftist Ethel Hannesi Arnórssyni verkfræðingi. Þau eignuðust fjögur börn og eru þrír synir þeirra á lífi en eina dóttur misstu þau sex mánaða gamla. 1) Jón Ingi, kvæntur Elnu Katrínu Jónsdóttur. Jón á dæturnar Völku og Dagnýju en Valka á börnin Kolbrúnu, Þóri og Ey- rúnu. Eiginmaður hennar er Guðni Kjartansson. Dagný á Elfu Björk, Kristínu og Ásgeir. Sam- býlismaður hennar er Kristján Guð- mundsson 2) Arnór Þórarinn. Hann á dótturina Kristínu Álfheiði sem á Önnu Ólafíu, Jón Kristin, Erlu og Davíð. 3) Þorlákur Lárus, kvæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur. Eftir lát Hannesar í mars 1948 átti Ethel dótturina Dagmar Ólafsdóttur. Heimili Ingólfs og Hlínar að Innra- Hólmi leystist upp og fór Ethel sjö ára gömul í fóstur til Eyjólfs Guðmundssonar á Suður-Hvoli í Mýrdal. Þar var hún til 14 ára aldurs er hún fór til Jakobs Krist- inssonar og Helgu konu hans á Eiðum á Héraði þaðan sem hún útskrifaðist sem gagnfræðingur. Eftir lát manns síns vann Ethel ýmis verslunarstörf og á veitinga- húsum, síðast í mötuneyti Heilsu- verndarstöðvarinnar við Baróns- stíg. Útför Ethelar fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Og ég er einn, og elfarniðinn ber að eyrum mér jafn rótt sem fyrsta sinni. Með skynjun tveggja heima í hjarta mér ég hverf á brott úr rökkurveröld minni. Og seinna þegar mildur morgunn skín á mannheim þar sem sálir stríð sitt heyja, mig skelfa engin sköp sem bíða mín: Þá skil ég líka að það er gott að deyja. (Tómas Guðm.) Með þessum fátæklegu orðum langar mig að kveðja ömmu mína Ethel Arnórsson, mikla kjarnorku- konu með stórt hjarta. Lífið var henni ekki eintómur dans á rósum. Barn að aldri var hún send í fóstur til vandalausra og ung missti hún mann sinn Hannes Arnórsson frá þremur ungum börnum. Þetta var reynsla sem markaði hana fyrir lífstíð. Amma lá ekki á skoðunum sínum og skipti hana engu þótt fólk væri ekki alltaf sammála henni. Aldrei sá ég hana sleppa verki úr hendi og allt fram á síðasta dag hélt hún heimili fyrir sig og son sinn Arnór. Henni var mjög umhugað um að öllum liði vel og allir hefðu nóg að bíta og brenna og hún fylgdist vel með því sem barnabörnin voru að gera. Hún hringdi reglulega til þess að athuga hvernig börnin stæðu sig í skóla og íþróttum og var mjög um- hugað um að allir væru ánægðir með lífið. Það var alltaf gaman að skreppa í heimsókn til ömmu. Hún var ekki lengi að bera fram ýmsar kræsingar eins og heitt súkkulaði og kökur. Þá var hún í essinu sínu. Það er margt sem leitar á hugann þessa dagana. Ég er svo lánsöm að eiga margar góðar minningar um ömmu, sérstaklega úr æsku. Við þær ylja ég mér nú en vegna atvinnu minnar er ég í fjarlægu landi á þeirri stundu sem hún verður borin til grafar. Það er eðlilegur þáttur lífsins þeg- ar dauðinn sækir okkur heim. Amma var södd lífdaga þegar hún fékk að fara. Minning hennar lifir og ég og fjölskylda mín munum halda í minn- ingu ömmu Ethelar með því að vera þakklát fyrir það sem við höfum og eigum. Valka Jónsdóttir. ETHEL INGÓLFSDÓTTIR ARNÓRSSON AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Frágangur afmælis- og minning- argreina Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, BJARGAR MAGNÚSDÓTTUR THORODDSEN, Grundarlandi 15, Reykjavík. Alúðarþakkir fá heimilisfólk og starfsfólk hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir einstaka umönnun og elskulegt viðmót. Magnús Thoroddsen, Sólveig Kristinsdóttir, María Kolbrún Thoroddsen, Soffía Þóra Thoroddsen, Sigurður Kristinsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ást- kærrar eiginkonu minnar, móður, ömmu, lang- ömmu og langalangömmu, GUÐLAUGAR BJARGAR SVEINSDÓTTUR, Hrafnistu v/Kleppsveg, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær hjúkrunarfólk og starfs- fólk á Hrafnistu fyrir einstaka umönnun og alúðlegt viðmót. Árni G. Sveinsson, Rúnar Georgsson, Lúðvík Per Jónasson, Soffía Jónasdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.