Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 37 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Leikskólastjóri Staða leikskólastjóra Grænagarðs á Flateyri er laus frá og með 1. ágúst 2004. Skólinn vinn- ur eftir Hjallastefnunni og er með börn á aldrin- um 1-6 ára. Leitað er eftir faglegum stjórnanda helst með þekkingu á Hjallastefnu til að leiða áframhaldandi starf skólans. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Ísafjarðarbæjar www.isafjordur.is og hjá leik- skólafulltrúa Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Við bjóðum flutningsstyrk og niðurgreidda húsaleigu. Grunnskólakennarar Við grunnskóla Ísafjarðarbæjar eru lausar stöð- ur í almennri kennslu, textílmennt, tæknimennt (smíðar), myndmennt, tónmennt, heimilis- fræði, tölvum og íþróttum. Stöður við íþrótta- kennslu eru bæði afleysingarstöður og framtíð- arstöður. Einnig vantar sérkennara og þroska- þjálfa í sérdeild á Ísafirði og til almennrar sér- kennslu. Umsóknarfrestur er til 18. júní 2004 og má finna nánari upplýsingar á heimasíðu Ísafjarðarbæjar. Við bjóðum flutningsstyrk og niðurgreidda húsaleigu. Umsóknarfrestur um ofangreind störf er til 18. júní 2004 og skulu umsóknir berast viðkom- andi skóla. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Kvosin/skrifstofuhúsnæði 100 fm² gott skrifstofuhúsnæði Tvö skrifstofuherbergi með aðgangi að eldhúsi og snyrtingu. Garðabær 900 fm² lager-, þjónustu/lagerhúsnæði. Næg bílastæði og gámaaðstaða. Kópavogur 230 fm² verslunar/þjónustuhúsnæði á 1. hæð á sérlóð. Malbikuð bílastæði og stór lóð. Upplýsingar gefur Karl í síma 892 0160. FYRIRTÆKI Fyrirtæki til sölu Leika Ísland ehf. (www.leika.is) hefur starfað á markaðnum í eitt ár. Fyrirtækið er dótturfyrir- tæki Leika Danmark A/S (www.leika.dk). Af sérstökum ástæðum er fyrirtækið til sölu. Góðir tekjumöguleikar fyrir duglegt fólk. Óskað er eftir einstaklingi sem haldið getur starfsemi áfram þar sem frá er horfið. Einnig vill rekstur- inn passa vel inn í annan rekstur sem viðbót. Fyrirtækið selur búnað fyrir leikskóla, skóla og stofnanir. Kynnið ykkur leika á netinu. Áhugasamir sendi inn upplýsingar til augl- deildar Mbl. eða á box@mbl.is merktar: „leika 15514“. Upplýsingar gefnar í síma 534 1666. NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Gránugötu 4-6, Siglufirði, mánudaginn 14. júní 2004 kl. 13:50 á eftirfar- andi eignum: Hólavegur 4, fastanr. 213-0415, þingl. eig. Ómar Geirsson, gerð- arbeiðandi Íbúðalánasjóður. Hvanneyrarbraut 60, 02-0202, fastanr. 213-0559, þingl. eig. Hreiðar Þór Jóhannsson, gerðarbeiðandi Endurskoðun Norðurlands hf. Lindargata 22B, 01-0101, fastanr. 213-0734, þingl. eig. Jóhann Frið- finnur Sigurðsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Siglufirði. Norðurgata 24, fastanr. 213-0806, þingl. eig. þ.b. Rækjuvinnslunnar Pólarrækja hf., gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Siglufirði. Norðurgata 26, fastanr. 221-8430, þingl. eig. þ.b. Rækjuvinnslunnar Pólarrækja hf., gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Siglufirði. Túngata 10b, efri hæð og ris, fastanr. 213-0957, þingl. eig. Sigurbjörg Elíasdóttir og Sigurður Friðfinnur Hauksson, gerðarbeiðandi Lífeyr- issjóðurinn Lífiðn. Túngata 12, fastanr. 213-0961, þingl. eig. Hans Ragnar Ragnarsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Vetrarbraut 17b, 02-0101, fastanr. 213-1019, þingl. eig. Gylfi Pálsson, gerðarbeiðendur Byggðastofnun, sýslumaðurinn á Siglufirði og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda. Sýslumaðurinn á Siglufirði, 8. júní 2004. Guðgeir Eyjólfsson. TILBOÐ / ÚTBOÐ F.h. Fasteignastofu Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í ræstingu á skrifstofu- húsnæði Umhverfis- og tæknisviðs Reykjavikur- borgar. Um er að ræða eftirtaldar eignir: Borgartún 1 Borgartún 3 Skúlatún 2 Skúlagata 19 Samtals um 5.200 m² Samningstími er frá 1. júlí 2004 til 1. júlí 2005. Útboðsgögn fást á skrifstofu Innkaupastofnun- ar Reykjavíkur. Opnun tilboða verður kl. 10.00 föstudaginn 18. júní 2004. 10294 TILKYNNINGAR SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ Auglýsing um breytingar á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að breytingum á deiliskipulagi í Reykjavík. Rimaskóli. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Rimaskóla. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir nýjum gerfigrasvelli út frá leiksvæði á milli álma skólans, 33 x 18m, með timburgirðingu umhverfis og verður hann upplýstur inn á við með tveimur 10m háum ljósastaurum, byggingareit fyrir bráðabirgða- kennslustofur verður breytt og nær yfir ráð- gerðan boltavöll sem nýtist ekki sem slíkur meðan lausar kennslustofur eru á vellinum og gert er ráð fyrir gróðri og girðingu á lóðamörk- um milli bráðabirgðakennslustofa og aðlægra lóða við Hrísrima. Að öðru leyti gildir deiliskipulag Rimaskóla sem samþykkt var í borgarráði 19. ágúst 2003. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Starengi, íbúðir námsmanna Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 6 við Starengi. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að lóðin verði skilreind sem íbúðarsvæði í stað verkbúðar, fyrirhugað er að byggja 6 litlar námsmanna- íbúðir til leigu fyrir námsmenn á svæðinu, mesta leyfilega hæð skal vera 5.0m yfir gólf- kóta, þakform og útfærsla húss skal vera frjáls og vegna umferðar skal gera skal 1 – 1,5 metra háan vegg á lóðarmörkum við Mosaveg til að tryggja hljóðvist á lóð. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 08:20 – 16.15, frá 9. júní til og með 21. júlí 2004. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eigi síðar en 21. júlí 2004. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 9. júní 2004 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur. Auglýsing um kjörskrár vegna kjörs forseta Íslands Kjörskrár vegna kjörs forseta Íslands sem fram á að fara laugardaginn 26. júní 2004 skulu lagð- ar fram eigi síðar en miðvikudaginn 16. júní 2004. Kjörskrá skal leggja fram á skrifstofu sveitar- stjórnar eða á öðrum hentugum stað sem sveitarstjórn auglýsir sérstaklega. Kjörskrá skal liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags. Þeim sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá er bent á að senda þær hlutaðeigandi sveitarstjórn. Athygli er vakin á því að sveitar- stjórn getur allt fram á kjördag gert leiðrétting- ar á kjörskrá, ef við á. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 8. júní 2004. Í kvöld kl. 20.00 Hjálparflokkur í Garðastræti 38. Allar konur velkomnar. Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Heilunar- og hugleiðslustund í kvöld kl. 20:30 í Ljósheimum, Brautarholti 8, 2. hæð. Hjartanlega velkomin! www.ljosheimar.is upplýsingar er að finna á mbl.is/upplýsingar ATVINNU- OG RAÐAUGLÝSINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.