Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.06.2004, Blaðsíða 24
LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ A4 /H GM FINNSKI karlakórinn Wasa Sång- erille er hér á tónleikaferð og held- ur tónleika í Langholtskirkju kl. 20 á fimmtudagskvöld. Á efnisskrá er verkið Jónas – frelsari gegn vilja sínum, sem skrifað er fyrir karlakór og er blanda af kórsöng, einsöng, tvísöng og hljóðfæraleik, ásamt leiknum atriðum, upplestri og dansi. Tónlistin er eftir Kaj-Erik Gust- afsson við texta Lars Huldén, en báðir eru þeir í fremstu röð sænskumælandi listamanna hvor á sínu sviði. Í Wasa Sångerille eru 75 söng- menn. Stjórnandi er Stefan Vikman, en leikstjórn er í höndum Kristina Hurmerinta. Auk þeirra taka þátt í flutningum einsöngvararnir Mikael Fagerholm, Susanne Westerlund og Sören Lillkung. Henry Byskata annast upplestur og um hljóðfæra- leik sjá Annikka Konttori- Gustafsson á píanó og orgel, og Liisa Ruoho, sem leikur á flautu. Kirkjudramað Jónas – frelsari gegn vilja sínum er stærsta verk- efni kórsins til þessa. Kórinn hóf undirbúning að stóru „kirkju- drama“ í lok níunda áratugarins. Til verksins réð kórinn þá Lars Huldén til að semja texta og Kaj-Erik Gust- afsson til að semja tónlistina. Fyrsta útgáfa verksins var tilbúin árið 1988 en af ýmsum ástæðum varð ekki úr flutningi fyrr en 2001 þegar kórinn tók það á efnisskrá sína og flutti það síðan í Vasa í apríl 2002. Fram að þessu hafa um 3.000 manns séð verkið, bæði í Vasa, Turku (Åbo) og Helsinki. Viðtökur hafa jafnframt verið góðar hjá gagnrýnendum. Texti Lars Huldén byggist á Jón- asarbók í Gamla testamenntinu sem færð hefur verið í nýstárlegan bún- ing. Meðal annars hefur ástarsögu Jónasar og konu frá Ninive verið bætt í frásögnina. Velt er upp ýms- um mikilvægum málefnum, s.s. ákafri leit mannsins að hamingju og tilgangi lífsins og spurningunni um hvort guðleg forsjá ráði lífi okkar. Sameiginlegir tónleikar Á föstudagskvöld kl. 20 í Selja- kirkju verða sameiginlegir tónleikar þeirra og Karlakórsins Stefnis. Kór- arnir syngja á víxl, hvor í sínu lagi og nokkur lög saman. Á efnisskrá er fjöldi finnskra og íslenskra sí- gildra kóralaga. Stjórnandi Stefnis er Atli Guðlaugsson og undirleikari er Sigurður Marteinsson. Finnskir karlar flytja söng- og leikverk BLÁSARASVEIT belgískra land- gönguliða, The Royal Symphonic Band of the Belgian Guides, hefur lokið upptökum á klarinettukonsert Tryggva M. Baldvinssonar, í því augnamiði að gefa hann út á geisla- diski í sumar. Verkið var frumflutt í Belgíu í fyrravetur af Sveinhildi Torfadóttur og blásarasveit konung- legu tónlistarakademíunnar í Gent undir stjórn Tryggva, en hann skrif- aði verkið að beiðni Sveinhildar fyrir fyrri hluta meistaraprófs hennar frá tónlistarakademíunni. Sveinhildur flutti síðan verkið hérlendis á Myrk- um músíkdögum í fyrra. „Í síðustu viku var ég svo við æf- ingar fyrir upptöku á þessum klarin- ettukonsert, sem nú er lokið. Það var belgísk áhöfn sem var á ferð að þessu sinni, einleikarinn heitir Eddy Vanoosthuyse og er vel þekktur í Belgíu og víðar, en hann er einnig kennari Sveinhildar við tónlistaraka- demíuna. Dirk Brossé stjórnaði konsertinum, en hann er þekktur stjórnandi og tónskáld í Belgíu, og er að slá í gegn um þessar mundir með söngleik um Tinna.“ The Royal Symphonic Band of the Belgian Guides telst til betri lúðra- sveita í heiminum að sögn Tryggva. „Þetta er frábær hljómsveit, sem er alveg sambærileg við Vínarfílharm- óníuna í lúðrasveitarheiminum. Þeir eru ótrúlega góðir.“ Til stendur að gefa klarinettu- konsertinn út á nótum hjá Gobelin- útgáfunni í Hollandi, en Gobelin mun gefa út upptökurnar á konsertinum líka. „Þetta á sem sagt að verða geisladiskur með blönduðum klarin- ettukonsertum, þar á meðal mínum, sem verður kynntur á klarinett- ufestivali í Bandaríkjunum nú í sum- ar. Það var Eddy Vanoosthuyse sem hafði milligöngu um það að minn konsert varð fyrir valinu, en ég geri ráð fyrir að hann hafi kynnst kons- ertinum gegn um Sveinhildi og fund- ist hann flottur,“ segir Tryggvi. Tryggvi hafði áður skrifað verk fyrir Sveinhildi Torfadóttur, en það var þegar hún útskrifaðist á Íslandi. Þá samdi hann verkið Seið, sem einnig hefur ílenst í Belgíu. „Einn samnemandi Sveinhildar við kon- unglegu tónlistarakademíuna kaus að leika það á lokaprófi sínu síðasta vor og nú hefur Eddy Vanoosthuyse ráðist í að gefa það út, bæði á diski og nótum, hjá Gobelin-útgáfunni einnig, auk þess sem hann mun leiða það á tónleikaferð um Kína í sumar.“ Klarinettan er að öðru leyti ekki á dagskrá hjá Tryggva, en um þessar mundir er hann að ljúka kórverki fyrir Graduale Nobile. „En svo fer ég fljótlega af stað með einleiksverk fyrir bassaklarinett og Kammersveit Reykjavíkur, sem verður frumflutt á Myrkum músíkdögum næsta vetur. Þannig að það stendur mikið til,“ segir Tryggvi að síðustu. Tryggvi ásamt stjórnanda og einleikara klarinettukonsertsins. Frá vinstri: Dirk Brossé, Eddy Vanoosthuyse og Tryggvi M. Baldvinsson. Klarinettukonsert Tryggva tekinn upp í Belgíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.