Morgunblaðið - 09.06.2004, Page 49

Morgunblaðið - 09.06.2004, Page 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 49 2004INNRITUN NÝNEMA Nú stendur y r innritun nýnema við Verzlunarskóla Íslands fyrir veturinn 2004 - 2005 sem er 100. starfsár skólans. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans og á heimasíðu hans www.verslo.is Opið hús verður miðvikudaginn 9. júní n.k. í Verzlunarskóla Íslands milli klukkan 15 og 18. Þar verða námsráðgjafar og kennarar skólans til viðtals og taka á móti umsóknum. Nemendur kynna félagslí ð í máli og myndum og gestir geta skoðað húsakynni skólans. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00, föstudaginn 11. júní. eðlisfræðisvið líffræðisvið tölvusvið alþjóðasvið hagfræðisvið viðskiptasvið félagsfræðabraut viðskiptabraut - hagfræðisvið náttúrúrfræðibraut - líffræðisvið náttúrufræðibraut málabraut viðskiptabraut Stúdentspróf á þremur árum Nemendur geta valið milli fjögurra mismunandi brauta. Einnig gefst nemendum kostur á að taka stúdentspróf á þremur árum á viðskiptabraut - hagfræðisviði og náttúrufræðibraut - líffræðisviði. SKÓLI MEÐSÉRKENNI VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS Á HAUSTMÁNUÐUM stendur til að setja upp heljarinnar söng- sýningu í Broadway undir yf- irskriftinni Með næstum allt á hreinu. Eins og nafnið gefur til kynna er til staðar skyldleiki við kvikmyndina Með allt á hreinu sem Stuðmenn og Grýlurnar gerðu ódauðlega fyrir rúmum tveimur áratugum. Valgeir Guðjónsson er listrænn stjórnandi verksins og óhætt að segja að hann sé á heimaslóðum þar sem hann á drjúgan hlut í laga- og textasmíðum sem bæði verkin byggja á. Sýningin mun fyrst og fremst byggjast á tónlistinni úr Með allt á hreinu en spunnið í nýjan sögu- þráð. Önnur tónlist úr ranni Stuð- manna fléttast inn í. Valgeir tekur fram að ekki sé verið að end- urtaka kvikmyndina enda er vinnuheiti sýningarinnar Með næstum allt á hreinu. Áherslan verður á tónlistina ásamt leik og ýmsu skopi. Valgeir sagði aðstandendur sýn- ingarinnar hafa komið auga á áhugaverða leið til að skoða lögin og textana í nýju ljósi sem byði upp á ómæld skemmtilegheit. Valgeir sagði val í hlutverk og hljómsveit standa yfir en ekkert væri enn birtingarhæft í þeim efn- um, nema hvað landsþekkt lista- fólk væri inni í myndinni. Aðspurður hvort Stuðmenn yrðu í einhverjum hlutverkum sýningarinnar svarar Valgeir neit- andi. „En andi okkar mun svífa yf- ir vötnum,“ bætir hann þó við. Vinna við sýninguna er á byrj- unarstigi en þó „er búið að ýta bátnum úr vör“, eins og Valgeir kemst að orði. Áformað er að frumsýna í fyrri hluta októbermánaðar og segist Valgeir gera ráð fyrir að sýn- ingum verði haldið áfram næstu 5 til 6 árin. Söngsýning byggð á Með allt á hreinu í burðarliðnum Með næstum allt á hreinu Morgunblaðið/Sverrir Valgeir Guðjónsson er Með næstum allt á hreinu. BRESKA leikkonan Alex Kingston segir að til standi að láta hana hætta í þáttunum um Bráðvaktina (ER), því hún teljist ekki nógu ung til að leika í þeim. Kingston hefur undanfarin sjö ár leikið lækninn Elizabeth Corday í þáttaröðinni, en henni var nýlega tilkynnt að samningur hennar yrði ekki endurnýj- aður. Í viðtali við tímaritið Rad- io Times segir Kingston, sem er 41 árs, að aukin áhersla sé nú lögð á unga leikara í þátt- unum: „Svo virðist sem framleið- endum og höfundum þáttarins finnist ég tilheyra hópi ellismella sem ekki eru lengur spennandi,“ segir Kingston … ETHAN Hawke er aftur byrjaður með kanadísku fyrirsætunni Jen Perzow, þeirri sem Hawke átti að hafa haldið við þegar hann var enn giftur Umu Thurman. Hawke og Thurman skildu á síð- asta ári eftir að Perzow lýsti yfir opinberlega að hún ætti í ást- arsambandi við Hawke … FÓLK Ífréttum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.