Morgunblaðið - 09.06.2004, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 09.06.2004, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. VALDIR kaflar úr fjórum Íslend- ingasögum, þeim Njálu, Eglu, Grettlu og Gunnlaugs sögu ormstungu, eru komnir út í sérstakri viðhafnarútgáfu á rússnesku og með skreytingum þar- lendra listamanna. Eru tvö fyrstu eintök útgáfunnar nú til sýnis í Hermitage-safninu í Pétursborg. Gefnar eru út tíu númeraðar bækur, og er hver þeirra bundin í kápu úr kálfskinni og selskinni, og þær skreytt- ar með gulli og gimsteinum. Alls tóku sjö listamenn þátt í gerð bókanna, við skrautritun, myndskreytingar og bók- band. Útgáfa bókanna var samvinnu- verkefni Hermitage-safnsins og útgáfu- félagsins Rare books of St. Petersburg, en rússneski auðjöfurinn Roman Abramovitsj kostar framleiðslu þeirra. Morgunblaðið/Ásgeir Ingvarsson Rússnesk viðhafnarútgáfa Íslendingasögur skreyttar gulli og gimsteinum  Íslendingasögur/6 JÓN Ólafsson, fyrrverandi stjórnar- formaður Norðurljósa, er með ákvæði í samningum sínum eftir sölu fyrir- tækisins til Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar um að hann eigi forkaupsrétt að Skífunni. Norðurljós hafa selt allan sinn hlut í Skífunni til Róberts Melax, fyrrum stofnanda og forstjóra Lyfju, fyrir hönd óskráðs félags. Gert hefur verið ráð fyrir að hinn nýi eigandi taki yfir fyrirtækið í byrj- un júlí að lokinni áreiðanleikakönnun. Þegar lokasamningur liggur fyrir á Jón Ólafsson hins vegar kost á því að ganga inn í tilboðið samkvæmt for- kaupsréttarákvæðunum. Jón Ólafsson hefur ekkert viljað tjá sig um hvort hann nýti sér forkaupsréttinn en sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa ýmsir aðilar lýst áhuga á Skíf- unni. Jón Ólafsson á forkaupsrétt að Skífunni Á HAUSTMÁNUÐUM verður frumsýnd ný íslensk söngsýning á stóra sviði Broad- way byggð á Stuðmanna-myndinni Með allt á hreinu. Valgeir Guðjónsson, sem lengi var einn aðallagahöfundur og liðsmaður Stuð- manna, verður listrænn stjórnandi sýn- ingarinnar en hann samdi stóran hluta hinna sívinsælu laga sem hljómuðu í myndinni. Valgeir segir í samtali við Morgunblað- ið að ekki sé verið að endurtaka kvik- myndina enda sé vinnuheiti sýningarinnar Með næstum allt á hreinu. Sýningin muni fyrst og fremst byggjast á tónlistinni úr Með allt á hreinu en spunnið í nýjan sögu- þráð. Þá muni önnur tónlist Stuðmanna einnig koma við sögu í sýningunni.  Með næstum/49 Söngsýning byggð á Með allt á hreinu ÞAÐ var leikið af kappi á Miklatúni í gærdag þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið um. Mátti sjá krakka í loftköstum við alls kon- ar kúnstir. Veðrið á að leika við höfuðborgar- búa og aðra landsmenn næstu daga og spáð er hlýju veðri og sólskini um nær allt land. Morgunblaðið/RAX Viðrar vel til útileikja hjá börnum í Reykjavík SÍMINN, Og Vodafone, Norðurljós og Val+ hyggjast öll hefja dreifingu stafræns sjónvarpsefnis næstu misseri og mikil aukning í framboði á stafrænu sjónvarpsefni er vænt- anleg. Fjöldi þeirra sjónvarps- stöðva sem íslenskum áhorfendum stendur til boða mun því fjölga á næstunni en fyrirtækin semja við erlendar sjónvarpsstöðvar um að endurvarpa dagskrá stöðvanna til áhorfenda. Fyrirtækið Val+ mun hefja út- sendingar sínar nú í sumar og hjá Norðurljósum er fyrirhugað að fara í loftið í haust. Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformað- ur Norðurljósa, segir að þessa dagana sé verið að skoða hvort það markmið standist. Landssíminn stefnir á að dreifa stafrænu sjón- varpsefni með ADSL-tækni í haust og bjóða notendum upp á gagn- virkt sjónvarp og kvikmyndaveitu í framtíðinni. Hjá Og Vodafone eru uppi áform um að hefja slíka dreif- ingu en engin dagsetning er komin um hvenær af því verður. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra kynnti auk þess í vetur áætlanir um uppbyggingu dreifi- kerfis fyrir starfænt sjónvarp hér á landi en áætlað er að því verki ljúki árið 2008. Með stafrænum sjónvarpsút- sendingum aukast gæði útsend- ingarinnar auk þess sem hægt er að senda út á mun fleiri stöðvum en hingað til hefur verið mögulegt. Þorbjörn Broddason, prófessor í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, segir að þótt aðgengi landsmanna að erlendum stöðvum muni aukast mik- ið í framtíðinni búist hann ekki við því að þörfin fyrir innlenda dagskrá og innlendar fréttir minnki. Undirbúa aukið framboð af stafrænu sjónvarpsefni  Fleiri/10 CHERIE Blair, lögmaður og for- sætisráðherrafrú í Bretlandi, er væntanleg hingað til lands í lok ágúst sem sér- stakur gestur málþings á veg- um Rann- sóknastofu í kvennafræðum og lagadeildar Háskóla Íslands. Yfirskrift mál- þingsins er Kon- ur, vald og lögin og verður mál- þingið haldið hinn 27. ágúst. Annar erlendur gestur málþingsins er finnski lagaprófessorinn Anu Pylkainen en hún starfar við Há- skólann í Helsinki. Auk þeirra verður fjöldi innlendra fyrirlesara. Að sögn Kristínar Ástgeirs- dóttur, verkefnastjóra málþings- ins, tók Cherie Blair strax vel í að koma þegar henni var boðið til landsins, en þetta er í fyrsta skipti sem hún heimsækir Ísland. Það var Þórdís Ingadóttir lögfræðingur sem hlustaði á frú Blair halda erindi í New York í vor og hafði samband við hana í kjölfarið. Frú Blair hefur ferðast um heim- inn og haldið erindi um þýðingu þess að fjölga konum í dómarastétt auk þess að fjalla um lög og sátt- mála sem snúa að réttindum kvenna. Þá hefur hún lengi starfað sem lögmaður, bæði í Bretlandi og við Mannréttindadómstól Evrópu. „Blair er mjög þekktur lögmaður og hefur fengist við mannréttinda- mál og hefur langa reynslu af því að vera kona í lögmannastétt,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir. „Hún hefur ákveðnar skoðanir á því að það skipti máli að konur séu t.d. dóm- arar. Hinn svokallaði kvennaréttur hefur lítið verið ræddur hérlendis en erlendis hafa verið gerðar miklar rannsóknir á því sviði.“ Cherie Blair gestur á íslensku málþingi Cherie Blair BÓNUSKERFI bílatrygginga hjá Tryggingamiðstöðinni verður lagt niður og iðgjaldaskráin gerð að- gengilegri og gagnsærri, segja for- ráðamenn Tryggingamiðstöðvarinn- ar um nýtt kerfi bílatrygginga sem fyrirtækið hefur tekið upp og kynnt var í gær. Allir bíleigendur greiða sama iðgjald sem tekur þó mið af bú- setu og gerð ökutækis en lendi þeir í tjóni eru þeir krafðir um 15 þúsund króna iðgjaldsálag fyrir tjón sem er 50 þúsund krónur eða meira. Gunnar Felixson, forstjóri TM, og Guðmundur Örn Gunnarsson deild- arstjóri kynntu nýja kerfið í gær og segja það gjörbreytt. Þeir sögðu nú- verandi bónuskerfi í raun ónýtt og því hefði verið ákveðið að leggja það niður. Nýja fyrirkomulagið gerði ráð fyrir 15 þúsund króna iðgjaldsálagi á þá sem yllu tjóni yfir 50 þúsund krónum. Ef slík tjón yrðu fleiri en þrjú á ári áskildi TM sér rétt til að leggja á sérstakt iðgjald. Þeir segja breytinguna í raun þýða að gjaldskrá skyldutryggingar sé færð niður um 75% og gjaldskrá kaskótrygginga um 50 til 60%, hvort tveggja sem næmi há- marksbónus. Þeir segja nýja kerfið réttlátara þar sem allir ökumenn sitji við sama borð og greiði aðeins iðgjaldsálag lendi þeir í tjóni. Með því er bæði fallið frá bónuskerfinu og aldurs- flokkaskiptingu sem verið hefur, þ.e. að ungir bíleigendur geti skráð bíla sína á foreldra til að njóta hag- stæðari iðgjalda. Leggja niður bónuskerfi í bíla- tryggingum  15 þúsund/Bílar 2 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.