Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það er vissara að þú farir líka yfir þetta, Jón minn, maður veit aldrei hvað þetta lið er að bauka. Aðalfundi Lands-samtaka sauðfjár-bænda lauk á Hót- el Eddu á Eiðum á mánudag. Undirbúningur nýs búvörusamnings var helsta dagskrármál fund- arins en núverandi samn- ingur við ríkið, sem gerður var árið 2000, gildir til loka ársins 2007. Fram kom í máli formanns samtak- anna, Jóhannesar Sigfús- sonar, í Morgunblaðinu á mánudag að ekki væri úti- lokað að nýr samningur tæki gildi fyrr, jafnvel í byrjun árs 2006. Jóhannes sagði skiptar skoðan- ir vera meðal bænda um gildandi búvörusamning og upp væru komnar tvær fylkingar sauðfjár- bænda. Átti Jóhannes þar annars vegar við þá sem eru skyldugir til þess að flytja út lambakjöt og hins vegar þá sem undanþegnir eru þeirri skyldu, þ.e. þeir sem fram- leiða samkvæmt svonefndri „núllsjö-reglu“. Eru þeir bændur þá með framleiðslu sem nemur 70% af þeirra greiðslumarki. Fari framleiðslan upp fyrir sjötíu pró- sentin losna bændur sjálfkrafa undan reglunni og ber þeim þá að taka þátt í útflutningnum. Um 100 sauðfjárbændur starfa eftir þess- ari reglu en greiðslumarkshafar eru á bilinu 1.500 til 1.600. Félagar í Landssamtökum sauðfjárbænda eru um 1.900 talsins. Tillögum skilað á næsta aðalfundi Á aðalfundinum á Eiðum var skipuð sérstök undirbúnings- nefnd sauðfjárbænda. Henni er ætlað að gera uppkast að nýjum búvörusamningi út frá sjónarmið- um bænda. Var hópurinn skipaður þannig að þar sætu fulltrúar úr sem flestum landshlutum og tals- menn flestra sjónarmiða sem uppi eru. Formaður hópsins er Hörður Hjartarson, Vífilsdal í Dalabyggð, en aðrir eru Baldur Björnsson, Fitjamýri undir Eyjafjöllum, Þór- hildur Jónsdóttir, Ketilsstöðum í Mýrdal, Baldur Grétarsson, Kirkjubæ á Héraði, Einar Ófeigur Björnsson, Lóni II í N-Þingeyj- arsýslu, Smári Borgarsson, Goð- dölum í Skagafirði og Jóhann Ragnarsson, Laxárdal III í Strandasýslu. Þessi hópur fær tíma til næsta aðalfundar, sem fer líklega fram í apríl 2005, að skila inn tillögum. Er honum ætlað að finna sameig- inlega lausn, lausn sem getur orð- ið til þess að sætta sjónarmið þessara tveggja meginfylkinga sauðfjárbænda. Að fengnum til- lögum má svo búast við að eiginleg samninganefnd vegna búvöru- samnings verði skipuð og þá með aðild fleiri hagsmunaaðila. Á tímum offramboðs á mark- aðnum var „núllsjöreglunni“ ætl- að að draga úr framleiðslu á kindakjöti, án þess að tekjur bænda skertust. Benda bændur nú á að forsendur hafi breyst. Greiðslumarkið sé orðið frjálst og bændur farnir að versla með það sín á milli. Því geta bændur aukið sína framleiðslu án þess að taka þátt í útflutningi. Sömuleiðis er bent á að samfara þessari þróun hafi útflutningsverðið verið að hækka. Skilaverð til bænda fyrir útflutt kjöt er um 150 kr/kg en verð á innanlandsmarkaði er 100 kr. hærra. Miðað við fjölda þeirra sem starfa samkvæmt áðurnefndri reglu má reikna með að mikill meirihluti sé fyrir því meðal sauð- fjárbænda að afnema hana. Þann- ig telur einn fulltrúi í undirbún- ingshópnum, Einar Ófeigur Björnsson, sem starfar sam- kvæmt reglunni, að hún verði á endanum afnumin. Hann segist a.m.k. ekki ætla að leggjast gegn því ef sú breyting megi verða til þess að sætta sjónarmið sauðfjár- bænda og sameina þá í eina fylk- ingu. Einar segist ganga til þessa starfs með jákvæðum huga, og með þá von í brjósti að útflutn- ingsverð til bænda hækki. Þetta þurfi hins vegar ekki endilega að ganga eftir, hann sé í raun ekki bjartsýnn á að ein sameiginleg lausn finnist. „Það gengur samt ekki að sauðfjárbændur séu klofn- ir í tvær eða þrjár fylkingar,“ seg- ir Einar. Hörður Hjartarson, formaður hópsins, sem tekur að fullu þátt í útflutningi miðað við hans greiðslumark, segir markmiðið með undirbúningsvinnunni vera að fá sjónarmið bænda til að renna í einn farveg. Sætta þurfi mörg sjónarmið og bændur verði að standa betur saman sem ein stétt. Hörður bendir á að síðustu ár hafi verið unnið að því hörðum höndum að hækka verð til bænda fyrir útflutning. Sú vinna hafi að ýmsu leyti skilað árangri en betur má ef duga skal. Haldi útflutn- ingsverð áfram að hækka muni „núllsjöreglan“ hverfa sjálfkrafa. Menn muni ekki starfa samkvæmt henni öðruvísi en að hafa hag af því. Í stað þess að minnka fram- leiðslu sína hafi það hins vegar gerst að margir bændur hafi keypt til sín greiðslumark og hald- ið fullri framleiðslu án þess að taka þátt í útflutningi. Fréttaskýring | Sauðfjárbændur undirbúa nýjan búvörusamning Sátta leitað meðal bænda Sérstök undirbúningsnefnd á að gera uppkast að nýjum samningi Hörður Hjartarson bjb@mbl.is AÐ sögn Özurar Lárussonar, framkvæmdastjóra Lands- samtaka sauðfjárbænda, hefur sala á dilkakjöti smám saman verið að aukast. Aukningin á síðasta ári hafi verið 1,1% og á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hafi aukningin verið tæp 7%, miðað við sama tíma í fyrra. Özur segir að þetta hafi gerst þrátt fyrir erfitt ár á kjötmark- aðnum, árið 2003. Spurður um skýringu á þessu segir Özur hana vera fleiri en eina. Vöru- val í verslunum hafi verið að aukast og verslunareigendur jafnt sem framleiðendur tekið sig á. Sala á dilkakjöti að aukast VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands leggur nú í sitt fjórða þjóðarátak gegn umferðarslysum með því markmiði að hvetja Íslendinga til að leggjast á eitt í baráttunni gegn umferðarslysum. Athyglinni er að þessu sinni beint að fjölskyldum og aðstandendum þeirra sem láta lífið í umferðarslysum. Yfirskrift ástandsins er því: „Það vantar einn í hópinn“ og er lögð áhersla á það skarð sem myndast þegar fólk fell- ur frá í slysum. Veggspjöld og aug- lýsingar hafa verið hönnuð vegna átaksins, þar sem sýnt er hvernig fráfall einstaklings hefur áhrif á að- standendur, en síðustu tíu árin hafa að meðaltali tuttugu og tveir ein- staklingar látist í umferðarslysum á ári. Hraðakstur helsta orsök banaslysa Ragnheiður Davíðsdóttir, for- varna- og öryggismálafulltrúi VÍS, segir hraðakstur helstu orsök bana- slysa og því sérstaka ástæðu til að hvetja ökumenn til aðgátar þegar fyrsta stóra ferðahelgi sumarsins er framundan. Þá segir Ragnheiður það mikið fagnaðarefni að hraðakst- ur fari nokkuð minnkandi á þjóð- vegunum, en það sé helst að þakka öflugri löggæslu í umdæmum Sel- foss, Borgarness og Húnavatns- sýslu, en hún skili fækkun slysa. Fjórða þjóðarátak VÍS gegn umferðarslysum að hefjast Áherslan á þá sem eftir standa Morgunblaðið/Jim Smart Ragnheiður Davíðsdóttir, forvarna- og öryggismálafulltrúi VÍS, ásamt þeim Ágústu Dröfn Guðmundsdóttur, sem lamaðist í vélhjólaslysi fyrir sex- tán árum, en hefur eignast tvö börn síðan, og Sólveigu Svavarsdóttur, sem missti föður sinn í bílslysi fyrir 30 árum. SÓLVEIG Svavarsdóttir var nítján ára þegar hún missti föður sinn í bílslysi fyrir þrjátíu árum. Faðir hennar, Svavar Helgason, var kennari og var á bíla- leigubíl á fundaherferð fyrir Kennarasamband Ís- lands um Vestfirði ásamt starfssystur sinni þegar hvarf kom í veginn og bíllinn valt með þeim afleið- ingum að bæði Svavar og starfssystir hans létu lífið. Sólveig segir það algengan misskilning að tíminn lækni öll sár. „Hann linar, en hann læknar ekki,“ segir Sólveig. „Þetta gleymist ekki og maður upplifir biturð og söknuð og reiði sem maður veit ekki hvert á að beinast. Sorgin kemur alltaf aftur og aftur, sér- staklega á afmælisdögum og öðrum stórviðburðum þegar við upplifum að hann er ekki hjá okkur. Fólk gerir sér ekki alltaf grein fyrir þessu, heldur að maður komist yfir þetta, en í raun kemst maður aldrei almennilega yfir þetta.“ Sólveig segir sérstaklega erfitt að upplifa það þeg- ar börnin eru að ná góðum árangri í námi og í íþróttum að afi sé ekki til staðar til að samgleðjast. Afi sé aðeins mynd uppi á vegg. „Það er erfitt að börnin eigi ekki móðurafa,“ segir Sólveig og bætir við að það komi fyrir enn í dag að hún gráti föður sinn. Tíminn linar en læknar ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.