Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 28
MINNINGAR 28 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Elsku amma. Nú hefur þú kvatt þetta líf og við eigum eftir að sakna þín sárt. Eftir eru margar góð- ar minningar sem við munum geyma. Ein af eftirminnilegum minningum Unu er þegar hún átti nýlega að taka viðtal við ömmu sína eða afa fyrir skólann. Hún ákvað að taka viðtal við þig og var ein spurningin svona: „Hvað finnst þér best við að vera gömul?“ Þá svaraðir þú: „Mér finnst ég ekki vera gömul!“ Önnur spurningin var svona: „Hvernig horfir fram- tíðin við þér?“ Þú sagðist ætla að nýta tímann til að ferðast. En allt í einu varðstu veik og gast ekki gert neitt slíkt. Önnur góð minning okkar systr- anna var þegar foreldrar okkar voru að halda boð. Við vorum að borða þegar þú ætlaðir að þurrka þér í servíettu, en einhver hafði skilið eftir tyggjó í servíettunni sem þú þurrkaðir þér í, og festist tyggjóið á puttunum þínum. Þú fórst að skellihlæja þó að þér þætti tyggjó ógeð og þyldir ekki þegar fólk skildi tyggjó eftir á götunni. Eitt sem var svo skemmtilegt við þig var að þegar þú varst 70 ára fannst þér þú vera 18 ára, en þegar þú varðst 75 ára þá fannst þér þú vera 30 ára. Nú kveðjum við þig með söknuð í hjarta, en við munum geyma allar minningarnar um þig. Una Björk og Ása Karen. Elsku, amma mín. Ég held ég hafi vitað að ég væri að kveðja þig í hinsta sinn síðast þegar ég hitti þig en mig langaði svo að kveðja þig einu sinni en áður en þú færir frá okkur. Ég veit samt að afi, Jón Börkur og allir hinir hafa tekið vel á móti þér, lagt fallega á borð og kveikt á kertum, jafnvel þótt sólin skíni, því þótt það sé bjart er samt svo huggulegt að hafa kerti. Þið hafið borðað góðan mat saman, þú og afi horfst í augu allan tímann því það er svo ósköp langt síðan síðast. Ég vil þakka fyrir allt sem þú MARGRÉT PÉTURS- DÓTTIR JÓNSSON ✝ Margrét Péturs-dóttir Jónsson fæddist í Bremen í Þýskalandi 30. maí 1928. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 17. júní síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 29. júní. gerðir, varst og stóðst fyrir. Takk fyrir að vera yndisleg amma og hafa gefið okkur suðusúkkulaði vafið inn í bökunarpappír til að narta í þegar við vorum lítil. Takk fyrir að hafa haldið í hönd- ina mína á meðan við fórum í göngutúr á túninu við Borgarspít- alann og þakka þér fyrir að draga mig aft- ur í faðminn til þín um daginn þegar þú lást veik í rúminu þínu. Ég kveð þig með söknuði, virð- ingu og þakklæti. Hneta Rós. Elskuleg frænka og vinkona er látin. Lýðveldisdagurinn 17. júní skartaði sínu fegursta og sólin skein í heiði á bjartasta tíma árs- ins, þegar móðir mín hringdi og tjáði mér að Margrét hefði kvatt þennan heim þá um morguninn. Fyrstu kynni mín af Margréti voru á Ísafirði þegar ég var 12–13 ára gömul og passaði stundum Hildi Karen dóttur hennar. Mar- grét og Jón voru stórglæsileg hjón og mér þótti mikill heiður að fá þetta ábyrgðarmikla hlutverk. Margrét var mjög trygg og ósér- hlífin. Hún helgaði líf sitt fjöl- skyldu og starfi. Það er ekki ýkja langt síðan hún hætti störfum hjá Sölunefnd varnarliðseigna, þar sem hún var búin að vinna árum saman. Hún var foreldrum mínum alltaf tryggur vinur. Guðbjörg, móðir mín, þakkar henni sérstak- lega fyrir hennar órjúfanlegu vin- áttu. Elsku Hildur Karen, Hófí og fjölskyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Elsku Margrét, það er kominn tími til að kveðja, takk fyrir allt og allt. Sofðu lengi, sofðu rótt seint mun bezt að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt meðan hallar degi skjótt, að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. (Jóhann Sigurj.) Guð blessi minningu Margrétar Pétursdóttur Jónsson. Rósa Guðmundsdóttir. Vinkona mín til margra ára, Margrét Pétursdóttir Jónsson, er látin. Mig langar til að minnast hennar með nokkrum orðum. Góð- ar minningar og vinátta koma upp í hugann um samskipti okkar gegnum árin, sem hófust á Ísafirði 1955. Árin urðu ekki mörg þar, því mann sinn missti Margrét snögg- lega. Hún flutti þá suður með dæt- ur þeirra og tókst með miklum dugnaði að skapa hlýlegt og litríkt heimili fyrir þær. Margrét hafði auga fyrir litum og valdi þá af kostgæfni og smekkvísi svo eftir var tekið á heimili hennar. Það sem einkenndi Margréti mest af öllu var ást hennar á fjöl- skyldu og náttúru. Þar lagði hún sitt af mörkum með vistvænum lífsháttum í heimilishaldi og öllu sínu lífi. Hún naut þess að taka á móti vinum og hafði þá gjarnan á borðum gómsæta rétti. Margrét var hláturmild, og við áttum margar góðar stundir. Hún var vel að sér um lífið og tilveruna, sem hún miðlaði á sinn sérstæða og ógleymanlega hátt. Það var vel við hæfi, að náttúran skartaði sínu fegursta á dánardegi hennar, eins og til að þakka henni liðveisluna. Sálmavers Sigurbjarn- ar Einarssonar eru viðeigandi kveðjuorð til Margrétar: Allt vaknar nú, sem vakna má, hver von og þrá, sem jörðin á, til birtu Guðs er borin, það vottar allt, sem anda nær, það allt, sem geisli snortið fær og leitt til lífs á vorin. Innilegustu samúðarkveðjur frá fjölskyldu minni. Jónína Nielsen. Í hugann kemur stef frá Eyja- fjarðarskáldinu Davíð „en stundum lýsir ljós, sem aldrei var kveikt lengur en hin, sem kveikjum sínum brenna“. Margrét var ein af þess- um sérstæðu boðberum birtu og vinarþels, sem aldrei þarf að „kveikja“ á, því í þeirra innra sjálfi er birtan svo skær að hún lýsir sjálfkrafa upp allt þeirra umhverfi. Hin fölskvalausa góðvild með raunsæju ívafi, lítillæti og mynd- ugleiki, listrænir hæfileikar og ábyrgðarkennd, dugnaður og vel- vilji, allt í ríkum mæli, gaf hún sínu umhverfi og létti göngu sam- ferðamanna um grýttar götur lífs- baráttunnar. Því hvernig sem syrti í sálu hennar, lék hugur og kraftur öll sín ljóð. Hennar bros gat dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Það er svo margt sem kemur upp í huga okkar þegar við kveðjum hana að sinni. En fyrst og síðast er það gleði og þakklæti, því hún var vin- ur sem kastaði birtu og yl á allt sviðið hverja samverustund, svo stundin var önnur og betri en stundin sem var liðin, og sannaði um leið í hverju lífsins spori að maður getur verið manns gaman, en samt notið alvöru lífsins. Hún er ein af þeim sem lifir þótt hún sé dáin, móðir og vinur sem gaf okkur öllum svo mikið. Megi góður Guð blessa lifandi og fagra minningu Margrétar. Kærleiksríku dætur, tengdasyn- ir, barnabörn og aðrir aðstandend- ur, megi góður Guð styrkja ykkur og blessa á þessum erfiðu stund- um. Jóhanna og Erling Garðar Jónasson. Á afmælisdegi sínum 30. maí sl. var Margrét P. Jónsson umvafin hlýju fjölskyldu sinnar og vina, þar sem hún lá rúmföst á Borgarspít- alanum í Fossvogi. Sjúkrastofan var blómum prýdd og lágvær tón- list með söng föður hennar, Péturs Jónssonar óperusöngvara, heyrðist í bakgrunni. Þrátt fyrir, að allir vissu að hverju stefndi, var þessi dagur ekki eins og skilnaðarstund heldur gleðistund, þar sem rifjaðar voru upp ýmsar minningar frá liðnum árum. Margrét var þeirrar gerðar, að öllum, sem kynntust henni, hlaut að þykja vænt um hana og bera fyrir henni virðingu. Hún hafði lif- að viðburðaríku lífi, þar sem skipst höfðu á skin og skúrir. Ljósgeisl- arnir í lífi hennar voru dæturnar tvær, Hildur Karen og Hólmfríður, og barnabörnin, sem hændust að ömmu sinni. En sorgin hafði einnig barið á dyr. Ung að árum hafði hún misst eiginmann sinn í slysi. Dæturnar voru kornungar og lífs- baráttan var erfið á þeim tíma fyr- ir einstæða móður. En með elju- semi bjó Margrét dætrum sínum og aldraðri móður sinni hlýlegt heimili í vesturbæ Reykjavíkur. Annað áfall Margrétar var, þeg- Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Formáli minn- ingargreina Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, mágur og sonur, ÞORLEIFUR JÓN THORLACÍUS, Suðurbraut 26, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Krossinum, Hlíðasmára, Kópavogi, fimmtudaginn 1. júlí kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á MND-félagið. Elsa Jóhanna Gísladóttir, Haraldur Þ. Thorlacíus, Borghildur Birna Þorvaldsdóttir, Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, Emil Hörður Emilsson, Hjörtur Gísli Jónsson, Gísli Már Jónsson, Sigurður Hilmar Gíslason, Haraldur Þ. Thorlacíus, systkini og afabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, INGIBJARGAR ÁRNADÓTTUR, Espigerði 2, Reykjavík. Árni Þórarinsson, Valgerður Þ. Jónsdóttir, Steinunn Þórarinsdóttir, Jón Ársæll Þórðarson, Pétur Hrafn Árnason, Þórarinn Ingi Jónsson, Þórður Ingi Jónsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, KJARTAN MAGNÚSSON bifreiðastjóri, Hagamel 32, lést mánudaginn 28. júní. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 6. júlí kl. 13.30. Hallfríður Skúladóttir, Auðunn Kjartansson, Inga Dóra Kristjánsdóttir, Margrét Kjartansdóttir, Þröstur Sívertsen og barnabörn. Þökkum samúð og hlýjar kveðjur við fráfall STEFANÍU GÍSLADÓTTUR, Hvassaleiti 75, Reykjavík. Víkingur Heiðar Arnórsson, Svana Víkingsdóttir, Ólafur Óskar Axelsson, Gísli Arnór Víkingsson, Guðrún Ögmundsdóttir, Þóra Víkingsdóttir, Bjarni Jónsson, Arnór Víkingsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Ragnheiður Víkingsdóttir, Anton Karl Jakobsson, Þórhallur Víkingsson, Rósa Björk Sigurðardóttir. Minningarathöfn um elskulegan eiginmann minn, föður okkar, son og bróður, RAFN RAGNAR JÓNSSON tónlistarmann, Norðurbraut 41, Hafnarfirði, verður haldin í Fríkirkjunni í Reykjavík mánu- daginn 5. júlí kl. 15.00. Jarðsett verður frá Ísafjarðarkirkju fimmtudaginn 8. júlí kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast Rabba, er bent á Minningarkortasjóð MND- félagsins í síma 565 5727 eða 896 0317. Friðgerður Guðmundsdóttir, Helga Rakel Rafnsdóttir, Egill Örn Rafnsson, Ragnar Sólberg Rafnsson, Rafn Ingi Rafnsson, Ragna Sólberg, Óskar Líndal, Gísli Þór Guðmundsson, Sóley Guðmundsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA ÓLÍNA ARADÓTTIR, Móbergi, Langadal, andaðist á sjúkrahúsinu á Akranesi sunnu- daginn 27. júní sl. Jarðarförin auglýst síðar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.