Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 16
MINNSTAÐUR 16 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ LOFTMYNDIR ehf. hafa gefið út útivistarkort af Reykjanesi. Kortið er unnið í samvinnu við gönguleiða- hóp Ferðamálasamtaka Suð- urnesja. Með stuðningi sveitarfé- laga og fyrirtækja verður kortinu dreift inn á öll heimili á Suð- urnesjum. Stjórn Ferðamálasamtaka Suð- urnesja skipaði hóp til að vinna að gerð gönguleiðakorts fyrir svæðið. Tekin var upp samvinna við Loft- myndir ehf. sem tóku að sér að gefa kortið út og var það kynnt á blaða- mannafundi í Fræðasetrinu í Sand- gerði í gær. Kortið er byggt á loftljósmyndum af Reykjanesskaganum og færðar inn á það ýmsar upplýsingar. Þar eru sýndar 22 númeraðar fornar gönguleiðir auk Reykjavegarins og fjölda smærri gönguslóða. Merktir eru 39 áhugaverðir staðir auk 33 fornra selja og 24 hella. Á bakhlið kortsins eru hagnýtar upplýsingar um gönguleiðirnar og staðina auk jarðfræðiupplýsinga um svæðið. Kristján Pálsson, formaður Ferða- málasamtaka Suðurnesja, tók fram á fundinum að upplýsingarnar væru allar unnar af fólki sem gengið hefði þessar leiðir og væru þær því áreið- anlegar. Kortið er GPS-hnitað og má fylgja leiðunum með staðsetn- ingartæki. Að auki verða GPS-hnit fáanleg á vefnum myndkort.is. Kortið verður til sölu í verslunum Pennans og víðar. Ferðamála- samtökin, Hitaveita Suðurnesja, Reykjanesbær, Sveitarfélagið Garður og Sandgerðisbær kaupa ákveðið upplag og dreifa frítt til sex þúsund heimila á Suðurnesjum í næstu viku. Reynir Sveinsson, varaformaður Ferðamálasamtak- anna, segir að markmiðið með því sé að hvetja Suðurnesjamenn til að ganga um svæðið og upplifa ein- stæða náttúru þess. Ánægðir heimamenn muni síðan láta það spyrjast út. Nákvæmari og öruggari Arnar Sigurðsson hjá Loftmynd- um ehf. segir að fólk fái mun betri tilfinningu fyrir staðháttum með korti sem byggist á ljósmyndum heldur en teiknuðum kortum og þau séu nákvæmari og því öruggari. Loftmyndir munu halda áfram að þróa kortið og upplýsingarnar í samvinnu við Ferðamálasamtökin. Sérstakur miðlægur gagnagrunnur er í vinnslu. Fyrirhugað er að gefa síðar út undirkort og margmiðl- unardisk. Þá verður hægt að kalla fram upplýsingar um einstaka staði í farsíma. Loftmyndir ehf. hafa gef- ið út svipuð kort af nokkrum stöð- um á landinu. Kortið af Suð- urnesjum er þó unnið í náinni samvinnu við heimamenn og því fylgja því meiri upplýsingar. Loft- myndir eiga ljósmyndir af meg- inhluta landsins og er fyrirhugað að gefa út fleiri kort í stíl Reykjane- skortsins. Nýtt útivistarkort af Reykjanesi er byggt á ljósmyndum Sýndar fornar gönguleiðir og áhugaverðir staðir Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Nýjung: Kristján Pálsson, Arnar Sigurðsson og Reynir Sveinsson sýna nýtt útivistarkort af Reykjanesi. Því verður dreift á heimili Suðurnesjamanna. TENGLAR ..................................................... www.myndkort.is SUÐURNES Keflavíkurflugvöllur | Tekin hefur verið í notkun viðbót við innrit- unarsal Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar. Salurinn er í glerbyggingu og stækkar um eitt þúsund fermetra. Unnið er að frágangi bygging- arinnar. Svæðið sem afgreiðslufyrirtæki og farþegar fá eykst til mikilla muna og á afgreiðslan að verða hraðari, skilvirkari og þægilegri fyrir far- þega og starfsfólk. Jafnframt hefur skipulagi forgarðs verið breytt og bílastæðum til að greiða aðgang far- þega til og frá flugstöðinni. Í síðari áfanga sem á að ljúka að ári verður móttökusalurinn stækk- aður á sama hátt til austurs sem og norðurbygging og gerð ýmis end- urskipulagning innan dyra. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Viðbót við innritunar- sal tekin í notkun ÚTLIT er fyrir að sumarið verði gott fyrir ferðaþjónustufólk á Suð- urnesjum, jafnvel það besta sem Suðurnesjamenn hafa fengið. For- ystumenn í ferðaþjónustu segja að fleiri hópar og einstaklingar hafi komið það sem af er sumri en áður. Kjartan Kristjánsson, ferða- málafulltrúi í Grindavík, nefnir að hópar úr skemmtiferðaskipum sem komi við í Reykjavík hafi nú bæst í hóp gesta Saltfisksetursins í Grindavík. Á hann von á verulegri fjölgun í Grindavík þess vegna og muni veitingastaðir og fleiri aðilar njóta góðs af. Sumarið byrjaði vel í Bláa lón- inu, segir Magnea Guðmunds- dóttir markaðsstjóri. Hún segir út- litið gott. Útlit fyrir gott ferðasumar ÞAÐ var slegið á létta strengi þegar félagarnir Ragnar Sverrisson og Logi Már Einarsson buðu malbik- unargengi bæjarins upp á tertur í blíðunni í gærmorgun. „Við vissum af því að leggja ætti malbik á göt- una og að það myndi þýða að ekki kæmi sála inn í verslunina,“ sagði Ragnar. „Við tókum því bara út borð og stóla og keyptum fullt af tertum og buðum upp á kaffi. Menn voru bara ánægðir með þetta,“ sagði Ragnar. „Við snerum þessu bara upp í kæruleysi, skemmtun í góða veðrinu, enda 18 stiga hiti, sól og blíða og ekkert við að vera innan- dyra.“ Þeim sem leið áttu hjá var umsvifalaust boðið upp á kræsingar og þáðu það margir með þökkum. „Það gefur lífinu gildi að gera eitt- hvað svona skemmtilegt,“ sagði Ragnar, en ekki var annað að sjá en strákarnir í malbikinu létu móttök- urnar sér vel líka. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kaffi og kökur: Ragnar Sverrisson, kaupmaður í JMJ, og Logi Már Ein- arsson arkitekt starfa í sama húsi við Gránufélagsgötuna sem malbikuð var í gær og þá buðu þeir körlunum í malbikinu upp á kaffi og kökur. Malbik og kræs- ingar í blíðunni Akureyri | Alls sóttu 109 ungmenni 17 ára og eldri um vinnu hjá Ak- ureyrarbæ, en einkum er um að ræða skólafólk sem ekki hefur enn fengið sumarvinnu. Bæjarráð hefur heimilað ráðningu umsækjenda um sumarstörf og er það í samræmi við fyrri samþykktir. Jónína Kristín Laxdal hjá starfs- mannaþjónustu bæjarins segir að umsækjendum verði boðið á at- vinnu í sex vikur í sumar. „Við fengum 125 umsóknir í fyrrasumar og það er mesti fjöldi umsókna frá því bærinn byrjaði að bjóða upp á þetta úrræði,“ sagði Jónína, en um- sóknir nú koma þar á eftir hvað fjölda varðar. Fæstar hafa umsókn- irnar verið 30 fyrir nokkrum árum. Um helmingur umsækjenda er 17 ára, en aðrir eldri, 18 til 20 ára. Hlutfallið er svipað milli kynja. Vaninn er sá að einhverjir hafi fengið vinnu annars staðar, en Jón- ína bjóst við að um 90 ungmenni, til viðbótar þeim sem þegar hafa verið ráðin til ýmissa starfa, myndu þiggja vinnu hjá bænum nú.    109 sóttu um sumarvinnu Skokkað í Þorvaldsdal | Þorvalds- dalsskokkið verður þreytt í 11. sinn nú á laugardag, 3. júlí. Skokkið er ætl- að hlaupurum, en einnig verður boðið upp á göngu með leiðsögn. Farið er frá Fornhaga í Hörgárdal og endað á Árskógsströnd. Sá sem hraðast hefur hlaupið var 2 tíma og 7 mínútur og elsti þátttakandinn hefur verið 79 ára. Þetta skokk er gjörólíkt öllum götu- hlaupunum sem nú eru í boði. Fram- kvæmdaaðilar Þorvaldsdalsskokks- ins eru: Ferðafélagið Hörgur, Ungmennafélagið Reynir, Björgun- arsveit Árskógsstrandar (SVFÍ) og Ferðaþjónustan Ytri-Vík/Kálfsskinni. VONAST er til að við endurskoðun vegaáætlunar næsta haust verði Vaðlaheiðargöngum markaðir fjár- munir til undirbúningsrannsókna, en næsta skref er að ráðast í ýmsar undirbúningsframkvæmdir vegna gerðar ganganna. Greið leið ehf., sem er undirbún- ingsfélag um gerð jarðganga undir Vaðlaheiði, hélt aðalfund sinn á Ak- ureyri, en að félaginu standa öll sveitarfélög sem aðild eiga að Ey- þingi, samtökum sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu auk tíu fyrirtækja. Tilgangur félagsins er að standa að nauðsynlegum und- irbúningi fyrir stofnun félags um gerð og rekstur jarðganga undir Vaðlaheiði. Á fundinum kom fram að Vaðla- heiðargöng verða blönduð fram- kvæmd með þátttöku ríkisins, horft sé til þess að ríkið verði með 40 til 45% eignarhlut og að 55 til 60% kostnaðar verði fjármögnuð með veggjöldum. Næsta skref í undirbúningi Vaðlaheiðarganga er að ráðast í jarðfræðikortalagningu á svæðinu, en velja þarf heppilegustu veg- línuna sem taka þarf mið af jarð- lögum sem og tengingu við vega- kerfið beggja vegna heiðarinnar. Gert er ráð fyrir að kostnaður við undirbúning gangagerðarinnar nemi um 100 til 150 milljónum króna, sem er 2–3% af áætluðum 5 milljarða heildarkostnaði við gerð ganganna. Styttir leið um 15 kílómetra Vaðlaheiðargöng yrðu um 7,2 kílómetrar að lengd, forskálar um 200 metrar og þá þarf að leggja nýja vegi að göngunum, um 2 kíló- metra. Stytting leiðarinnar með til- komu jarðganga miðað við akstur um Víkurskarð er um 15–16 kíló- metrar. Á síðasta ári fóru um 980 bílar yfir Víkurskarð á sólarhring en umferðin var umtalsvert meiri yfir sumarmánuðina þegar 1.590 bílar fóru yfir skarðið að meðaltali á sólarhring. Gera menn ráð fyrir að með opnun ganga undir Vaðlaheiði megi búast við fjórðungs aukningu umferðar. Gróft áætlað er talið að leiðaval og jarðfræðirannsóknir vegna Vaðlaheiðarganga taki um eitt ár, lokarannsóknir, matsferli, hönnun og gerð útboðs taki tvö ár og loks að framkvæmdirnar sjálfar taki um þrjú ár. Á aðalfundi Greiðrar leiðar í gær var kynnt samþykkt stjórnar KEA um að félagið sé tilbúið að tryggja 100 milljóna króna hlutafé til fram- kvæmdafélags um gerð Vaðlaheið- arganga. Vaðlaheiðargöng kosta um 5 milljarða 55–60% kostnað- ar fjármögnuð með veggjöldum AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.