Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 14
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898- 5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg- arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Meira helvíti | Helgi og hljóðfæraleik- ararnir hafa sent frá sér nýja plötu sem heitir „Meira helvíti“ og inniheldur 13 kraftmikil rokklög, öll í styttri kantinum, kraftmikið popp í anda ræflarokksins. Textarnir fjalla líkt og áður um daginn og veginn, dauða poppara, falleg kvendýr og göngur og réttir, segir í frétt um plötuna. Umslag plötunnar býður upp á fjórar mismunandi framhliðar, fólk getur valið um hvort það hefur snotra blómamynd, haus- kúpu eða Jón forseta framan á plötunni. Platan fæst í versluninni Tólf tónum í Reykjavík og Tónabúðinni á Akureyri. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Djöfullinn úr Féló | Fimmtán ára sögu djöfulsins í Féló, Félagsmiðstöð ungs fólks í Vestmannaeyjum, er lokið. Vegna til- tektar og endurskipulagningar á listaverk- um þurfti mynd Kristleifs Guðmundsson- ar, sem prýtt hefur veggi húsins í fimmtán ár, að víkja, að því er fram kemur á vef Vinnuskóla Vestmannaeyja. Hugmyndin að djöflinum var fengin af umslagi plötunnar The number of the beast með Iron Maiden, sem gefin var út árið 1982. Síðastliðina daga hafa krakk- arnir í málningarhópi vinnuskólans verið að mála nýjar myndir sem þau segja und- urfagrar og allar tengjast hljómplötuum- slögum. Fjölmiðlahópur var stofnaður innan Vinnuskólans í fyrsta skipti. Heldur hann úti vef vinnuskólans þar sem birtar eru fréttir af starfi skólans en slóð hans er: www.vestmannaeyjar.is/vinnuskoli. Einnig er fyrirhugað að gefa út fréttabréf og unn- ið að gerð heimildamyndar um starfsem- ina í sumar. Farþegaferja leysir Herjólf af | Eist- neska farþegaferjan St. Ola mun leysa Herjólf af í haust, á meðan hann verður tek- inn í slipp. Vegagerðin hefur kynnt bæjarráði Vestmannaeyja þessi áform og gerir það ekki athugasemdir. Herjólfur verður tekinn í slipp 19. september og hefur aftur siglingar 3. október. Undanfarin ár hafa litlir flóabátar leyst skipið af. Fram kemur í fundargerð bæj- arráðs að flutningsgeta St. Ola er svipuð og Herjólfs og ganghraði skipsins er 15 hnútar. Bæjarstjórinn í Hafn-arfirði hefur gert samkomulag við ráðgjaf- arfyrirtækið Alta um framkvæmd íbúaþings sem haldið verður í Hafn- arfirði 9. október næst- komandi. Bæjarbúar fá með því tækifæri til þess að hafa áhrif á stefnumót- un og ákvarðanir sem snerta bæjarfélagið og íbúa þess. Aðferðin sem Alta notar við gefur öllum sem þess óska, jafnt íbúum, fagfólki sem og öðrum hags- munaaðilum, jafna mögu- leika á að leggja sitt af mörkum til mótunar skipu- lags eða starfsemi sveitar- félagsins. Nú stendur yfir samkeppni á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar um yfirskrift þingsins. Íbúaþing Landsmótið hestamannaer umgjörin glæsi- leika, og sagði kona í út- varpinu að hestamennska væri mikil ást-ríða. Björn Ingólfsson Orti: Á skeiðvöllum fægðum og fínum með fannhvítum, þráðbeinum línum við hver annan í kapp, eða allir í hnapp, þeir ást-ríða hestunum sínum! Þessi limra minnti Árna Reynisson á gamla stílæf- ingu. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur hefði att sér út í að spreyta sig á limru- forminu og uppskriftin að sannri limru væri að hafa: (1) persónu, helst konu, nefnda til sögunnar, (2) knúsað rím og (3) illa sam- kvæmishæft innihald: Kvinna sem kölluð er Ástríður sínar kann ekki að hemja ástríður. Á sér elskhuga fjöld sem hún kvöld eftir kvöld og hvað svo sem líður ást, ríður. Ástríður pebl@mbl.is SKEMMTILEGT er að kafa fyrir utan Hraunin, sunnan Straumsvíkur. Héðinn Ólafsson köf- unarkennari fer mikið með nemendur sína í vör- ina á Óttarsstöðum. Hann segir að þar sé þara- skógur og flestar tegundir íslensks sjávargróðurs og hægt að velja dýpi eftir reynslu og getu nem- endanna. Myndin var tekin þegar tveir kafarar stigu á land og úti fyrir dólaði flutningaskip. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Gott að kenna á Hraununum Köfun Kárahnjúkavirkjun | Annar risaborinn á virkjunarsvæðinu verður að líkindum tekinn í notkun í aðgöngum 2 við Axará fljótlega eftir mánaðamót. Frá þessu greinir á vef virkjunarinnar, karahnjuk- ar.is. Fyrsti risaborinn fór inn í aðgöng 3 í vetur og hefur borað hálfan annan kíló- metra, þar af 229 metra í síðustu viku. Verið er að setja saman þriðja og síðasta borinn við aðgöng 1 á Teigsbjargi og sá ætti að verða klár til verka síðsumars. Borinn við aðgöng 2 rann á teinum inn í fjallið í síðustu viku, alveg inn að stafni, og þar er nú unnið að undirbúningi sjálfrar borunarinnar. Mokað í gljúfrið Áfram var haldið við Kárahnjúkastíflu, yfir 40 þúsund rúmmetrar af fylling- arefni bættust við í gljúfrið. Í Fljótsdal var lokið við að styrkja berg í hvelfingum stöðvarhúss- og spennahella. Þá var hafist handa við að ljúka gerð komuganga að spennahell- inum þvert í gegnum hann miðjan. Það verður svo sprengt 7 metra þykkt berg- lag til beggja enda til að fullgera hellinn. Spennahellirinn verður 105 metra lang- ur, 13,5 metra breiður og lofthæðin allt að 17 metrum. Fyrri fallgöng fullgerð Starfsmenn Skanska Raceboring luku um helgina við fyrri fallgöngin í Val- þjófsstaðarfjalli, yfir 400 metra löng, lóð- rétt göng úr aðrennslisgöngum virkjun- arinnar niður að stöðvarhússhellinum. Göngin eru yfir 4 metrar í þvermál. Bor- menn flytja sig nú um set og búa sig undir að gera seinni göngin. Vinnan við fallgöngin gengur afar vel og er um þremur vikum á undan áætlun. Annar risaborinn í notkun Á fullum snúningi: Þessi byrjaði í mars sl. á þriðju aðkomugöngum og nú er annar risabor að ryðjast í bergið í aðkomugöng- um 2 við Axará. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hvammstangi | Hljómlist- armaðurinn KK hélt tón- leika í Staðarkirkju í Hrútafirði á Jóns- messukvöldi. Hann hefur heimsótt fjölda kirkna vítt um land á liðnum vik- um og kallar tónleika sína „Frá ljósi til ljóss“. Það var táknrænt að hlýða á listamanninn, sitjandi í skini kvöldsólar í þessari fallegu kirkju. Húsfyllir var og þurfti að setja inn aukastóla svo allir fengju sæti. Tónleikarnir voru í samstarfi við sóknarnefnd Staðarkirkju. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson KK í Staðarkirkju       Hólmavík | Hólmvík- ingar fengu á dögunum góða gesti frá norrænu vinabæjunum Arslev í Danmörku, Hole í Nor- egi og Tanum í Svíþjóð. Fimmtán komu til að taka þátt í vinabæja- mótinu, en slík mót hafa verið haldin annað hvert ár, til skiptis í fimm bæjum. Hólmavík á einnig vinabæ í Finn- landi. Héldu gestirnir til á heimilum en nokkrir þeirra höfðu verið hér áður og eiga orðið vini og kunningja á staðn- um. Nú tókust ný kynni með þeim sem ekki hafa hist fyrr. Haldinn var stuttur fundur með sveitarstjórn og gengið um bæ- inn. Meðal annars var litið á fram- kvæmdir við íþróttamiðstöðina. Siglt var með þeim út í Æðey. Feðgarnir í Æðey fylgdu hópnum þangað ásamt þremur kennurum frá Hólmavík og Þórði Halldórs- syni, bónda á Laugalandi við Ísa- fjarðardjúp. Frá Æðey var siglt í Reykjanes þar sem var farið í hina rómuðu 50 metra útilaug. Gestirnir tóku einnig þátt í hátíð- arhöldunum á þjóðhátíðardaginn með gestgjöfum sínum og heim- sóttu Sauðfjársetrið, Galdrasýn- inguna og rækjuvinnslu Hólma- drangs. Gestirnir kynntir fyrir gestgjöfunum. Karl Axel frá Tanum í Svíþjóð gefur merki. Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Norræn vináttu- bönd treyst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.