Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2004 11 ÚR VERINU AFLAVERÐMÆTI íslenskra skipa var nærri 19,6 milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi ársins 2004, samanborið við tæplega 19,7 millj- arða á sama tímabili 2003. Aflaverð- mæti hefur því dregist saman um 0,4% á milli ára eða um nærri 76 milljónir króna, samkvæmt útreikn- ingum Hagstofu Íslands. Verðmæti botnfiskaflans var 13,7 milljarðar króna og jókst um 360 milljónir króna (2,7%). Verðmæti þorsks var 9,4 milljarðar króna og jókst um tæplega 500 milljónir króna (5,6%). Verðmæti ýsuaflans nam 2 milljörðum króna og jókst verðmæti hans um 300 milljónir króna (17,9%). Verðmæti karfa var 1,1 milljarður króna og dróst því saman um 250 milljónir króna (-18,2%). Verðmæti loðnuaflans nam tæplega 3,6 milljörðum króna og dróst saman um rúmar 600 milljónir króna (-14,5%). Þá var verðmæti skel- og krabbadýraafla 394 millj- ónir króna en var 700 milljónir króna á sama tímabili 2003. Verðmæti afla í beinni sölu út- gerða til vinnslustöðva var á tíma- bilinu 10 milljarðar króna saman- borið við 10,8 milljarða á árinu 2003 og er það samdráttur um 7%. Verð- mæti sjófrysts afla var 4,6 millj- arðar króna en nam rúmum 4 millj- örðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2003 og er þetta aukning um 13,5% á milli ára. Verð- mæti afla sem seldur var á fisk- mörkuðum til fiskvinnslu innan- lands dróst saman um 5,9%, var 3 milljarðar króna samanborið við 3,2 milljarða króna á sama tímabili 2003. Í gámum var fluttur út fersk- ur fiskur fyrir 1,7 milljarða króna sem er aukning frá fyrra ári um 500 milljónir króna. Á Suðurnesjum var unnið úr afla að verðmæti 4,1 milljarður króna og er það aukning um 244 milljónir króna á milli ára eða 6,3%. Mestur samdráttur milli ára varð á Austur- landi, 447 milljónir króna eða sem nemur 14,5%. Verðmæti afla ís- lenskra skipa sem unninn var er- lendis jókst um 30,4%, úr 1,2 millj- örðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins 2003 í nærri 1,6 milljarða króna á sama tímabili 2004. Aflaverðmætið lækkar lítið eitt FORMLEG opnun jarðbaðanna í Jarðbaðshólum fer fram í dag, mið- vikudag kl. 17. Miklar væntingar eru bundnar við þessa framkvæmd að hún verði til að styrkja umtalsvert ferðaþjónustu ekki aðeins í Mý- vatnssveit heldur miklu víðar. Nú keppast menn við að gera allt klárt fyrir opnunina. Síðustu daga hefur almenningi verið boðið að nota að- stöðuna bæði jarðböðin og lónin og hafa fjölmargir notað sér það boð. Tilkynnt hefur verið að fram í byrj- un september verði opið frá 10 að morgni til 1 eftir miðnætti. Morgunblaðið/BFH Opnað hjá Baðfélaginu í dag Mývatnssveit. Morgunblaðið. STURLA Böðvarsson samgönguráð- herra og Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra hafa staðfest samning milli Landhelgisgæslunnar, Neyðarlín- unnar og Slysavarnafélagsins Lands- bjargar og Siglingastofnunar um rekstur einnar samræmdrar sigl- ingavaktstöðvar í Björgunarmiðstöð- inni Skógarhlíð. Landhelgisgæslan og Neyðarlínan sjá um rekstur nýju vaktstöðvarinnar og flytur vaktþjón- usta sjálfvirku tilkynningaskyldunn- ar sem Landsbjörg hefur rekið í Gufunesi, skipafjarskipti Landssíma Íslands og vaktþjónusta Landhelgis- gæslunnar við Seljaveg, þar með í Björgunarmiðstöðina. Loftskeyta- stöðin í Vestmannaeyjum verður áfram rekin tengslum við vaktstöð Björgunarmiðstöðvarinnar. Eftirlit með nýju skipavaktstöð- inni er í höndum Siglingastofnunar og fyrirtæki á vegum Flugmála- stjórnar, Flugfjarskipti ehf., þjónust- ar stöðina á sviði fjarskipta. Þá verð- ur vaktstöðin tengd þjónustu Neyðarlínunnar og fjarskiptamiðstöð lögreglu. „Þetta sparar peninga til lengri tíma litið og stóreykur öryggið þegar allir þessir aðilar eru hér á sama gólf- inu og geta unnið sameiginlega,“ seg- ir Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra um kosti nýrrar samræmdrar vaktstöðvar. Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók í sama streng og sagði það augljósan kost að allar upplýsingar um skip í kringum landið yrðu eftirleiðis aðgengilegar á einum stað. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra sagði um nýju vaktstöðina að með tilkomu hennar væru innviðir björgunarstarfs og öryggisgæslu í Björgunarmiðstöðinni styrktir enn frekar. Samræmd siglinga- vaktstöð tekin til starfa Morgunblaðið/Eggert Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra og Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, undirrita samkomulag um samræmda siglingavaktstöð í fyrradag. VEIÐIFRÉTTIR sem berast þessa dagana eru flestar á sömu bókina lærðar. Veiðisvæði eru enn að opna og víðast hvar lofar byrjunin góðu. Þannig var feiknagóð veiði fyrstu vikuna í Veiðivötnum á Landmannaafrétti, 3.574 silungar komu á land og margir stórir. Vikuna 18.–25. júní veiddust alls 3.574 silungar, 2.870 urriðar og 704 bleikjur. Fer bleikjuveiði vaxandi en fyrir ekki svo ýkja mörgum árum fannst sú fiskiteg- und ekki á svæðinu. Eftir að Tungná náði að tengjast nokkrum vötnum, nam bleikjan land. Besta vatnið að vanda er Litlisjór en þar veiddust 900 urriðar, allt að 8,5 pund, en síðan komu Snjóöldu- vatn með 308 urriða upp í 7 pund og Hraunvötn með 281 urriða, upp í 8 pund. Besta bleikjuvatnið er Skyggnisvatn með 475 bleikjur. Álftá var opnuð á mánudaginn og veiddust 13 fiskar fyrsta dag- inn, 8 laxar og 5 birtingar. Þetta er besta byrjun í ánni sem menn muna, að sögn eins leigutaka hennar, Dags Garðarssonar. Lax- arnir voru á bilinu 5 til 8 pund og birtingarnir 3 til 6 punda. Fiskur var víða og tók bæði maðk og flugu. Góð skot hafa komið í Blöndu og Miðfjarðará síðustu daga. Einn dagurinn í Blöndu var uppá 26 laxa á fjórar stangir og í Mið- fjarðará veiddust 22 laxar á tveimur dögum. Leiðrétting Ranglega var frá því greint í umfjöllun um dýpkun á ósi Gljúf- urár í Borgarfirði, að Stefán Hall- ur Jónsson væri formaður ár- nefndar Gljúfurár. Formaður til margra ára er Hannes Ólafsson og er hann beðinn velvirðingar. Sömu góðu tölurnar Dagur Garðarsson með 11 punda lax úr Brennu. Sá stærsti í sumar: Jakob Valdemar Þorsteinsson með 21 punds fisk úr Fnjóská. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? NORÐMENN eru að auka útflutn- ing sinn á ferskum þorskflökum til landa innan Evrópusambandsins. Þannig fluttu þeir út 1.170 tonn af þorskflökum fyrstu fimm mánuðina í fyrra, en 2.093 nú. Ísland er hins vegar með langmesta hlutdeild á þessum markaði, eða 70% og eykur hlut sinn einnig. Þetta kemur fram hjá Útflutn- ingsráði fiskafurða í Noregi. Þar kemur fram að ESB hafi flutt inn tæp 9.000 tonn af ferskum þorskflök- um á síðasta ári, sem sé tvöfalt meira en árið 2000. Af þessu sé Ísland með 70% en Norðmenn séu að auka hlut- deild sína. Aukinn útflutningur Norðmanna á ferskum þorskflökum er svar þeirra við samkeppninni frá Kína. Á síðasta ári var útflutningur ferskra þorskflaka frá Íslandi til ESB 6.500 tonn en Norðmenn voru með 1.800 tonn. Sé litið á tímabilið janúar til apríl hefur Ísland aukið hlut sinn úr 1.744 tonnum í 3.312 tonn frá árinu 2000. Á sama tímabili hafa Norðmenn farið úr 335 tonnum í 1.823. Frá því á síðasta ári hefur Ís- land aukið sinn útflutning um 32% en Norðmenn hafa tvöfaldað sinn. Nýjustu tölur, sem ná yfir fyrstu fimm mánuði ársins sýna að útflutn- ingur ferskra þorskflaka frá Noregi hefur aukizt og farið úr 1.170 tonn- um í fyrra í 2.093 tonn nú. Meðalverð hefur verið um 600 krónur á kíló, sem er 15% hækkun frá því á sama tíma í fyrra. Mest fer til Danmerkur, Frakklands og Bretlands, eða um 500 tonn til hvers lands fyrir sig. Hæsta verðið fæst í Frakklandi, um 680 krónur. Í Danmörku fást 638 krónur og í Bretlandi 607 krónur að meðaltali fyrir hvert kíló. ESB kaupir meira af ferskum þorskflökum LÆKNAR væru betur í stakk búnir til að segja til um hvort sjúklingur sé líklegur til að fá hjartaáfall, mæli þeir magn fiskilýsis í blóði, að því er kem- ur fram í niðurstöðum bandarískrar könnunar. Sérfræðingur við Harv- ard-háskóla segir að þeir sem séu í mestri hættu á að fá hjartaáfall hafi minnst magn af omega-3 fitusýrum í blóði en þær fást úr fiskilýsi. Í frétt BBC segir hins vegar haft eftir breskum hjartalæknum að álíka gagnlegt sé að ræða við sjúklinga um mataræði. Niðurstöður rannsóknar- innar voru kynntar á ráðstefnu um rannsóknir á fitusýrum og lípíðum en hún fer fram í Brighton í Bretlandi. Vitað er að skortur á ákveðnum gerð- um omega-3 fitusýra í blóði eykur lík- urnar á hjartaáfalli. Þá hafa vísinda- menn vitað um nokkurt skeið að neyzla á feitum fiski verndar hjartað og dregur úr líkum á hjartaáfalli. Þó svo að ekki sé vitað með hvaða hætti, virðist sífellt fleira benda til þess að fiskilýsi hafi áhrif til stöðugleika á hjartað. Dr. Albert og samstarfsmenn hans segja að með því að kanna magn omega-3 fitusýra sé unnt að bjarga mannslífum. Læknar geti þannig séð hvaða sjúklingar eru í mikilli hættu á að fá hjartaáfall. Þetta myndi gera læknum kleift að grípa fyrr inn í. Bretar borða lítið af feitum fiski Manneldisráð í Bretlandi hefur nú lagt til að fólk auki neyzlu sína á fitu- ríkum fiski úr tveimur skömmtum á viku í fjóra. Þessar ráðleggingar vísa til karlmanna, drengja og kvenna, sem komnar eru úr barneign, en kon- um í barneign og stúlkum er enn ráð- lagt að takmarka neyzlu á feitum fiski við eina til tvær máltíðir á viku. Að meðaltali borða Bretar þriðjung skammts af feitum fiski á viku og sjö af hverjum tíu borða aldrei feitan fisk. Þessar ráðleggingar eru byggðar á niðurstöðum víðtækra rannsókna þar sem kannað var samspil lyfja og eit- urefna í mataræði og heilsu fólks. Þar var tekið tillit til mögulegrar eitrunar af völdum díoxíns og PCB-eiturefna og sú áhætta vegin á móti þeirri holl- ustu sem fiskátinu fylgir. Hollusta neyzlu á feitum fiski staðfest

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.