Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 15
MINNSTAÐUR | MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2004 15 Söluaðilar Sími Vesturland / Vestfirðir Hjólbarðaviðgerðin Akranesi 431 1777 Bifreiðaþjónustan Borgarnesi 437 1192 Dekk og Smur Stykkishólmi 438 1385 KM þjónustan Búðardal 434 1611 Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar 456 3501 Vélaverkstæði Sveins Borðeyri 451 1145 Norðurland Kaupfélag V. Húnvetninga 451 2370 Léttitækni Blönduósi 452 4442 Pardus Hofsósi 453 7380 Hjólbarðaþjónusta Óskars Sauðárkróki 453 6474 Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki 455 4570 Bílaþjónustan Dalvík 466 1062 B.H.S. Árskógsströnd 466 1810 Bílaþjónustan Húsavík 464 1122 Austurland Dagsverk Egilsstöðum 471 1118 Réttingaverkstæði Sveins Neskaupsstað 477 1169 Sigursteinn Melsteð Breiðdalsvík 475 6616 Vélsmiðja Hornafjarðar Höfn 478 1340 Suðurland Bifreiðaverkstæði Gunnars Klaustri 487 4630 Framrás Vík 487 1330 Þ.G.B. Hvolsvelli 487 8114 Varahlutaverslun Björns Hellu 487 5995 Bílaþjónustan Hellu 487 5353 Vélaverkst. Guðmundar & Lofts Iðu 486 8840 Gunnar Vilmundars. Laugarvatni 486 1250 Sólning Selfossi 482 2722 Hjólbarðaþjónusta Magnúsar Selfossi 482 2151 Bílaverkstæði Jóhanns Hveragerði 483 4299 Höfuðborgarsvæðið Bæjardekk Mosfellsbæ 566 8188 Höfðadekk Reykjavík 587 5810 Gúmmívinnustofan Reykjavík 587 5588 Ísdekk Reykjavík 587 9000 Allar stærðir og gerðir landbúnaðarhjólbarða Ánægður viðskiptavinur „Ég fékk tilboð um fría auglýsingu í 7 daga. Ég auglýsti bílinn minn og fór auglýsingin inn um hádegisbilið. Kl. 15 voru tveir búnir að hringja og eftir kl. 17 stoppaði síminn ekki. Til að gera langa sögu stutta þá seldist bíllinn um kvöldið og hef ég aldrei áður fengið svo góða svörun við smáauglýsingu.“ Höfuðborgarsvæðið | Rúmlega hundrað unglingar af Suðvesturhorn- inu taka nú þátt í landgræðsluverk- efninu LAND-NÁM samvinnuverk- efnis samtakanna Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs (GFF) og nokkurra sveitarfélaga.Verkefnið felst í nýt- ingu lífræns úrgangs til uppgræðslu og trjáræktar á örfoka svæðum og öðrum stöðum þar sem uppgræðslu er þörf, ásamt því að nemendur vinnuskóla afla gagna um vöxt og framvindu þess gróðurs sem þeir vinna með. Vinnuskólaflokkar frá hverju sveitarfélagi á Suðurnesjum taka þátt í verkefninu auk nemenda í vinnuskólum Reykjavíkur og Kópa- vogs og vinna flokkarnir að trjárækt og annarri uppgræðslu með aðferð- um LAND-NÁMs í námunda við sína heimabyggð fram til þrítugasta júlí. Að sögn Björns Guðbrands Jóns- sonar, framkvæmdastjóra GFF, hafa skipuleggjendur leitast við að gæða verkefnið fræðslu- og mennt- unargildi sem kostur er. Nemendum er gert að fylgja nokkuð strangri að- ferð við gagnaöflun og koma gögn- unum fyrir í gagnagrunni sem m.a. er ætlað hlutverk sem uppsprettu þekk- ingar um vöxtu og viðgang trjágróð- urs við mismunandi aðstæður, til dæmis við ólíka áburðargjöf. Nem- endur Vinnuskólanna fá aðstöðu í tölvuverum grunnskóla sveitarfélag- anna til að slá inn gögnin. Á hverju ári koma svo nýir nemendur sem bæta upplýsingum í gagnagrunninn, m.a. af vöktun þeirra plantna sem nemendur fyrri ára gróðursettu. Ár- angurinn verður, að sögn Björns, m.a. haldgóð þekking á mikilsverðum þáttum er varða samspil manns og náttúru á suðvesturhorninu. Hægt er að nálgast upplýsingar úr gagna- grunninum af vefsíðunni www.gff.is. Duglegir krakkar Einnig er í verkefninu rík áhersla lögð á vandvirkni fremur en afköst. Þannig séu ungu nemendurnir ekki í akkorðsvinnu, heldur sé mun mik- ilvægara að vel sé gengið frá plönt- unum, allt sé vel skráð og vandað sé til allra verka. Notuð eru málbönd og skífumál til að mæla hæð og breidd trjáplantna þegar þær fara niður og GPS-tæki notuð til að staðsetja hvern klasa tuttugu og fimm trjáa sem sett eru niður. Hver klasi er einstakur og sérstaklega merktur til að mælingar verði áreiðanlegar, en vöxtur trjánna er mældur árlega. Í hvern klasa fara tuttugu birkiplöntur, fjórar víði- plöntur og ein reyniplanta. Leitast er við að forðast augljós manngerð form eins og það að planta í beinar línur eða að mynda rétt horn. Þeir krakkar sem blaðamaður hitti þegar verið var að hefja plöntun uppí í Bolaöldu, voru spenntir fyrir starf- inu og fullir af krafti. Vönduðu þeir sig gríðarlega við verkið og sýndu mikinn dugnað. Þá mátti í Bolaöldu einnig sjá áþreifanlegan árangur af burði garðaúrgangs af höfuðborg- arsvæðinu í rofabörð, en þar má sjá mikið rof sem GFF hefur verið að vinna á. Einn megintilgangur LAND- NÁMs er, að sögn Björns, að tengja betur saman bókvit og vinnu og setja t.a.m. ýmsa raungreinaþætti í verk- legra samhengi. „Við leitumst við að lífga við hugtök úr bóklega náminu og gera þekkinguna verklega,“ segir Björn og segist sannfærður um að þessi nálgun hafi sterkt uppeldis- og menntunarlegt gildi. „En gleymum því ekki að meðan þessu fer fram er- um við jú að vinna að uppgræðslu lands sem er meginhlutverk GFF. Það er þessi hugsun, þessi samþætt- ing, sem er drifkrafturinn að baki verkefninu. Nú er ört að byggjast upp gagnagrunnur sem getur nýst í tölfræði- og raungreinakennslu á framhaldsskólastigi, en þar er hægt að fylgjast með framvindu trjáa í klösum með mismunandi áburði. Við getum þannig fengið haldgóðar upp- lýsingar um hvernig lífrænn úrgang- ur af ýmsu tagi nýtist til uppgræðslu í lengd og bráð.“ Eitt meginstefnumið GFF er að nýta lífrænan úrgang sem fellur til frá mannlegri athafnasemi í þágu uppgræðslu, þannig hefur GFF not- að svína-, refa- og hrossaskít auk gar- ðaúrgangs, moltu og fleiri jarðefna frá sveitarfélögum. Þá beitti GFF sér fyrir verkefni þar sem gömlum síma- skrám var blandað við svínamykju til að gera hana nýtilega til áburðar. Þetta hefur gefist afar vel að sögn Björns. „Við leitumst við að beina líf- ræna úrganginum í þennan farveg, tökum móður Náttúru okkur til fyr- irmyndar sem hagræðir lífrænum leifum inn í líffræðilega hringrás og jarðvegsmyndun,“ segir Björn. „Þetta sparar sveitarfélögunum í ýmsum tilvikum kostnað sem má sjá beint í hefðbundnu bókhaldi. Í grænu bókhaldi þeirra væri um hreinan ágóða að ræða þar sem mörgum um- hverfismarkmiðum er mætt með þessum hætti. Við nýtum úrganginn sem annars tæki upp dýrmætt land- rými í urðun. Með uppgræðslu verndum við jarðveg og bindum kolefni og gleymum því ekki að með því að vinna með unga fólkinu í vinnu- og framhaldsskólunum byggj- um við upp mannauð framtíð- arinnar.“ LAND-NÁM – sumarskóli í uppgræðslu og upplýsingatækni Gefur verklega sýn á raungreinar Morgunblaðið/Svavar Björn Guðbrandur kennir ungum landnemum hvernig nota skal GPS- staðsetningartæki í verkefninu. DILBERT mbl.is HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.