Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 34
DAGBÓK 34 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ  Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú gætir fundið fyrir svolitlu eirð- arleysi í dag. Þú vilt fá meira út úr líf- inu, lenda í ævintýrum og læra eitthvað nýtt. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú vilt hafa fjármálin í röð og reglu og þetta er góður dagur til að fara yfir skatta og skuldir og málefni sem tengj- ast sameiginlegum eignum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tunglið er beint á móti merkinu þínu og því máttu eiga von á mildri and- stöðu maka þíns og náinna vina við fyr- irætlanir þínar. Reyndu að taka þetta ekki allt of nærri þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Leggðu þig fram um að taka til í vinnunni og á heimilinu í dag. Flestir krabbar eiga erfitt með að henda hlut- unum og því safnast mikið af dóti í kringum þá. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Reyndu að gera eitthvað skemmtilegt í dag. Gefðu þér tíma til að leika við börnin, fara í uppáhaldsíþróttina þína og spjalla við vini þína. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú gætir átt mikilvægar samræður við foreldra þína eða einhvern sem þú lítur upp til í dag. Láttu ekki tilfinningar þínar villa þér sýn. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það verður mikið að gera hjá þér í dag. Þú þarft að fara á marga staði og hitta margt fólk. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ættir að huga að fjármálunum í dag. Farðu í bankann og greiddu reikn- ingana. Reyndu að fá yfirsýn yfir hlut- ina og halda henni. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Tunglið er í merkinu þínu og það gerir þig óvenju tilfinninganæma/n. Annars ætti þér að ganga allt í haginn í dag. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Gefðu þér tíma til að vera ein/n með sjálfri/sjálfum þér í dag. Þú þarft á hvíld að halda því samskipti þín við maka þinn og vini hafa verið krefjandi að undanförnu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ræddu hugmyndir þínar við vini þína. Það mun hjálpa þér að gera upp hug þinn að segja frá þeim og fá álit ann- arra. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú munt draga að þér athygli annarra í dag sama hvað þú tekur þér fyrir hendur. Það eina sem þú getur gert er að vera viðbúin/n. Stjörnuspá Frances Drake Krabbi Afmælisbörn dagsins: Eru slyng í peningamálunum. Þau eru einnig þrautseig og mörg þeirra tileinka sér einhvers konar sérhæfða tækniþekk- ingu. Þau eiga skemmtilegt ár í vændum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 75 ÁRA afmæli. Ídag er 75 ára Atli Steinarsson, blaðamaður, Bleikju- kvísl 15, Reykjavík. Hann tekur á móti vinum og vandamönn- um kl. 17–20 á heimili dóttur sinnar og tengdasonar að Sjávargötu 8, Álfta- nesi. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 70 ÁRA afmæli. Ídag verður sjötugur Elías E. Guðmundsson, flug- vélstjóri og fyrrver- andi forstjóri Stein- prýði ehf. Elías og Guðný Sigurð- ardóttir, kona hans, verða í faðmi fjölskyldunnar og verða að heiman. 70 ÁRA afmæli. Ídag er sjötug- ur Hilmir Guðmunds- son, vélstjóri, Hring- braut 2a, Hafnarfirði. Hann er staddur á af- mælisdaginn í Kali- forníu, Bandaríkj- unum. EFTIR tvo erfiða daga í vörninni sest lesandinn aftur í suðursætið – sæti sagnhafa. Þraut 5. Norður ♠532 ♥1074 ♦8652 ♣K95 Suður ♠ÁKD10764 ♥G ♦K9 ♣Á86 Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta Pass 3 hjörtu * 4 spaðar Pass Pass Pass * Veik hækkun. Vestur spilar út hjartaás og síðan kóng, sem þú trompar. Hver er áætlunin? Svar birtist á morgun. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. c4 c6 2. e4 d5 3. exd5 cxd5 4. d4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bg5 dxc4 7. Rf3 h6 8. Bxf6 exf6 9. Bxc4 Bd6 10. 0–0 0–0 11. h3 Bf5 12. Bd3 Bd7 13. a3 Hc8 14. Hc1 f5 15. He1 Bf4 16. Hb1 Re7 17. Bc2 Be6 18. Bb3 Rd5 19. Dd3 g6 20. h4 h5 21. Ra4 b6 22. g3 Bh6 23. Re5 He8 24. Df3 Kg7 25. Rc3 Rxc3 26. bxc3 Bd2 27. d5 Hxc3 28. De2 Bxe1 29. dxe6 Dd2 30. Df1 Staðan kom upp á heimsmeist- aramóti FIDE sem stendur nú yfir í Trípólí í Líbýu. Kúbverski stórmeist- arinn Lenier Dominguez (2.612) hafði svart gegn Vladislav Tkachiev (2.635). 30. … Hxb3! 31. Hxb3 Bxf2+! 32. Dxf2 Dd1+ 33. Kh2 Dxb3 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 ræma, 8 mergð, 9 dáin, 10 kraftur, 11 ávinnur sér, 13 fyrir inn- an, 15 reifur, 18 á langt líf fyrir höndum, 21 verk- færi, 22 kyrru vatni, 23 ókyrrð, 24 farangur. Lóðrétt | 2 guðlega veru, 3 líkamshlutar, 4 tölustaf, 5 selurinn, 6 æsa, 7 röskur, 12 bors, 14 goggur, 15 hrósa, 16 ráfa, 17 and- varpi, 18 óþefur, 19 slægjulands, 20 strá. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 skjól, 4 gefur, 7 bólan, 8 öngul, 9 dáð, 11 anna, 13 urra, 14 urtan, 15 hlýr, 17 gafl, 20 enn, 22 saddi, 23 amman, 24 renna, 25 norpi. Lóðrétt | 1 subba, 2 jólin, 3 lind, 4 glöð, 5 fagur, 6 rolla, 10 áttin, 12 aur, 13 ung, 15 hosur, 16 ýldan, 18 armar, 19 lundi, 20 eira, 21 nafn. 50 ÁRA afmæli. Ídag verður fimmtug Eygló Hjaltadóttir, Brekku- götu 12, Hafnarfirði. Hún og eiginmaður hennar, Halldór M. Ólafsson, verða að heiman á afmælisdag- inn. Fréttir Mæðrastyrksnefnd | Reykjavíkur. Skrif- stofa s. 551 4349, fax. 552 5277, mat- araðstoð kl. 14–17. Fundir Alliance française | Túngötu 8, heldur að- alfund sinn 12. júlí kl. 17. Krabbameinsfélagið | Skógarhlíð 8. Stuðn- ingshópur kvenna sem fengið hafa krabba- mein í eggjastokka heldur rabbfund kl. 17. Kirkjustarf Dómkirkjan | Hádegisbænir kl. 12.10. Létt- ur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. Hallgrímskirkja | Morgunmessa kl. 8. Hug- leiðing, altarisganga, léttur morgunverður. Háteigskirkja | Bænaguðsþjónusta kl. 11. Súpa og brauð kl. 12. Brids kl. 13–16. Mánu- daga og miðvikudaga verður spilað „pútt“ í garðinum frá kl. 13–15. Kaffi á eftir. Kvöld- bænir kl. 18. Laugarneskirkja | Síðasti Mömmu- morgunn, kl. 10, á þessu starfsári. Göngu- hópurinn Sólarmegin leggur af stað kl. 10.30 alla miðvikudagsmorgna. Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Sigurður Árni Þórðarson. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund í dag kl. 12. Léttur málsverður. Vídalínskirkja | Foreldramorgnar kl. 10–12 í sumar. Víðistaðakirkja | Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í dag kl. 12. Hægt er að koma fyr- irbænaefnum til sóknarprests eða kirkju- varðar. Súpa og brauð. Þorlákskirkja | Barna- og foreldramorgnar kl. 10–12. Lágafellskirkja | AA-fundur kl. 20.30. Sauðárkrókskirkja | Kyrrðarstund kl. 21. Kletturinn | Bænahópar í heimahúsum kl. 20.30. Upplýsingar í síma 565 3987. Kristniboðssalurinn | Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20. Ræðumaður Ragnar Gunnarsson. Haraldur Jóhannsson fjallar um Evangeliska trú. Kaffiveitingar eftir samkomu. Leiklist Vetrargarðurinn | Smáralind. Söngleik- urinn Fame kl. 19.30. Myndlist Fjöruhúsið | Hellnum, Snæfellsnesi. Sýn- ingu Rúnu K. Tetzschner á ljóðskreytingum lýkur í dag. Eden | Hveragerði. Sigríður Rósink- arsdóttir opnar sýningu á vatns- litamyndum. Sýningin stendur til 11. júlí. Austurbæjarskóli | Guðný Rúnarsdóttir og Sólveig Einarsdóttir myndlistarmenn standa fyrir myndlistarnámskeiði fyrir 9– 12 ára börn. Námskeið hefst 5. júlí. Kennd er m.a. fjarvídd, skygging, stenslar og mót- un. Að námskeiði loknu verður sýning í Klink og Bank. Skráning í símum 663-8818 og 868-3742, eða rafmagn@yahoo.com. Námskeið Blómaskreytingar | Dorthe Vembye og Uffe Balslev blómaskreytingakennarar halda námskeið 6. og 7. júlí nk. í Hvassa- hrauni, Vatnsleysuströnd. Upplýsingar í síma 897 1876 eða 555 3932. Árbæjarsafn | Námskeið í tálgun kl. 13–16. Börn komi í fylgd með fullorðnum sem aðstoða börnin. Leið- beinandi er Bjarni Þór Kristjánsson. Skráning í miðasölu safnsins. Næsta námskeið verður 7. júlí. Skemmtanir Kristján X. | Hellu. Hljómsveitin Gilitrutt. Hótel Valaskjálf | Egilsstöðum. Færeyska hljómsveitin Týr spilar ásamt íslensku hljómsveitinni Douglas Wilson. Starf eldri borgara Aflagrandi 40 | Kl. 9 vinnustofa, kl. 13.30 Leshringur. Hársnyrting, fótaaðgerð. Árskógar 4 | Kl. 9–12 bað, kl. 13 smíða- stofa, kl. 13.30 frjáls spilamennska, kl. 10– 16 púttvöllurinn. Ásgarður | Félag eldri borgara Reykjavík, Glæsibæ. Samfélagið í nærmynd kl. 11. Þáttur um málefni eldri borgara á RUV. Eigum nokkur sæti laus í 7 daga ferð um Austurland 4. júlí. Ath. fjöldi spennandi dagsferða framundan. Uppl. og skráning hjá félaginu. Bólstaðarhlíð 43 | Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8–12.30 bað, kl. 9–16 handavinna, kl. 13– 16.30 bridge/vist. Sími 535 2760. Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið. Kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9–14 aðstoð við böðun, kl. 10–10.45 leik- fimi, kl. 14.40 ferð í Bónus, púttvöllurinn opinn. Dalbraut 27 | félagsstarfið. Kl. 8–16 handavinnustofan opin, kl. 10–13 opin versl- unin, kl. 13.30 bankinn, kl. 11–11.30 leikfimi. Garðabær | Félagsstarf aldraðra. Sameig- inleg kvennaleikfimi í Kirkjuhvoli kl. 11. Gerðuberg | félagsstarf. Kl. 9-16.30 vinnu- stofur opnar, kl. 10.30 sund- og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug. Spilasalur opinn frá hádegi. Gjábakki | Fannborg 8. Kl. 10–17 handa- vinna, kl. 17. bobb. Hraunbær 105 | Kl. 9 handavinna og búta- saumur, kl. 10–11 pútt, hárgreiðsla, fótaað- gerð og banki, kl. 13 brids. Hraunsel | Félag eldri borgara | Hafn- arfirði, Flatahrauni 3. Kl. 9 Moggi, rabb, kaffi. Kl. 13.30 pílukast. Kl. 16-18 pútt á Ás- völlum. Hvassaleiti 58–60 | Kl. 9–10 jóga, kl. 10–11 jóga, kl. 10.30–11.30 samverustund. Fóta- aðgerðir, hársnyrting. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið. Opin vinnustofa kl. 9–16.30, hárgreiðsla kl. 9–12, fótaaðgerðir kl. 9–16.30. Kópavogur | Félag eldri borgara. Skrif- stofan opin kl. 10–11.30, viðtalstími í Gjá- bakka kl. 15–16. Langahlíð 3 | Félagsstarfið. Kl. 9.30 hjúkr- unarfræðingur á staðnum, kl. 10 hársnyrt- ing, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Norðurbrún 1 | Kl. 9–16.45 vinnustofa, kl. 9–16 fótaaðgerð, kl. 14 félagsvist, kaffi og verðlaun. Vesturgata 7 | Kl. 9–10.30 setustofa, dag- blöð og kaffi, kl. 10–12 sund í Hrafnistulaug, kl. 9–16 fótaaðgerð og hárgreiðsla, kl. 12.15–14.30 verslunarferð í Bónus, kl. 13–14 myndbandssýning, spurt og spjallað. Vitatorg | Kl. 8.45–11.45 smiðjan, kl. 9–16 hárgreiðsla, kl. 9.30–16 handmennt, kl. 10– 11 morgunstund, kl. 10–16 fótaaðgerðir kl. 10–16.30 bókband, kl. 12.30 versl- unarferð í Bónus. Þjónustumiðstöðin | Sléttuvegi 11. Opið í júlí og ágúst frá kl. 10–14. Útivist Hafnargönguhópurinn | Kvöldganga kl. 20. Lagt af stað frá horni Hafnarhússins norðanmegin. Tónlist Skálholtskirkja | Danskur kammerkór frá Lemvig á Jótlandi heldur tónleika ásamt Landsvirkjunarkórnum kl. 15.30. Flutt verður kirkjutónlist, dönsk alþýðulög o.fl. Aðgangur er ókeypis. Útivist Karmelklaustur | Helga Thorberg og Steinar Björgvinsson eru með leiðsögn í kvöldgöngu Garðyrkjufélags Íslands. Klausturgarður Karmelsystra í Hafnarfirði skoðaður. Byrjað verður á að ganga upp á Hamarinn. Mæting kl. 20 á bílastæðinu við Flensborgarskóla. Eftir göngu verður farið á Súfistann. Ungmennasamband | Borgarfjarðar (UM- SB) verður með göngu með strönd Borg- arfjarðar kl. 20 á morgun. Gengið frá bíla- stæði Norðuráls og fræðst um athafnasvæði og starfsemina á svæðinu undir leiðsögn Guðmundar Gíslasonar. Staðurogstund idag@mbl.is Bjarni Þór Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund á forsíðu mbl.is. Meira á mbl.is Steinþór Birgisson kvikmyndagerðarmaður spjallar um myndbönd og kvikmyndagerð á síðasta Tímafyrirlestrarkvöldinu sem hald- ið verður í Klink & Bank, Stakkholti kl. 21 í kvöld. Steinþór ætlar að tala um „spreng- ingu á notkun myndlistarmanna á miðlinum og raunverulega framkvæmd á notkun hans,“ eins og segir í tilkynningu. Kvöldið er sett upp sem umræðukvöld þar sem ræddir verða fyrirfram ákveðnir punkt- ar. „Þetta er smátilraun til að sjá hvort sé hægt að gera einhverskonar hraða- hugsmiðju (speed-workshop).“ Aðgangur er ókeypis. Steinþór Birgisson kvikmyndagerðarmaður. Kvikmyndagerð á Tímakvöldi Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.