Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Svínið mitt ÞÚ ERT DAUÐANS MATUR AMÍGÓ! BYSSAN ÞÍN ER TÓM!! HA HA HA! © DARGAUD OG NÚ SMÁ AUGLÝSINGA HLÉ ALLTAF SAMA SAGAN! EIN- MITT ÞEGAR EITTHVAÐ FER AÐ GERAST!! ALLTAF SAMA .... LET’S TWIST AGAIN ... RÓLEGUR ELSKAN ... ÉG LÆKKA ..NÝJUSTU BLEIJURNAR ... VEL SMURÐ BRAUÐSNEIÐ ... ER LJÚFENG ... FJÓTT!! FJARSTÝRINGUNA BORÐA MEIRA ... ... MEIRA HVAÐ GENGUR Á ADDA! SSSH ... ÞETTA VAR SKINKUAUGLÝSING ... RÚNAR ÞOLIR ÞÆR EKKI! Grettir Smáfólk Smáfólk HVERNIG FER HANN AÐ ÞESSU? HVENÆR ÆTLARÐU AÐ HÆTTA MEÐ ÞETTA TEPPI? EINHVERN DAGINN VERÐUR ÞÚ AÐ STANDA Á EIGIN FÓTUM... SEINNA VERÐUR ÞÚ AÐ TAKAST Á VIÐ LÍFIÐ ÁN ÞESS AÐ FÁ HJÁLP FRÁ NEINUM... SEINNA ÞÚ ERT AÐ LESA BÓKINA MÍNA! SAGT ER AÐ ABRA- HAM LINCOLN HAFI GENGIÐ Í STORMI TIL ÞESS AÐ SKILA BÓK ÞÚ VILT EKKI GANGA YFIR HER- BERGIÐ! ÉG HEFÐI ÁTT AÐ LÁNA ABRAHAM LINCOLN BÓKINA! Dagbók Í dag er miðvikudagur 30. júní, 182. dagur ársins 2004 Víkverji brá sér tilheimsborgarinnar London á dögunum og naut þess að spóka sig í sól og blíðviðri sem ekki hefur farið of mik- ið fyrir á höfuð- borgarsvæðinu það sem af er sumri. Þar gæddi Víkverji sér líka á sælkeraréttum frá hinum ýmsu heims- hornum á hinu mikla úrvali veitingastaða sem finna má í borg- inni. x x x Nú er Víkverjiáhugamaður um góð vín og sættu ferðafélagarnir sig góðfúslega við meinta sérþekkingu Víkverja og létu það allsendis óátalið að hann yf- irtæki vínseðilinn á hverjum veit- ingastaðnum á fætur öðrum. Þess ber að geta að Víkverji dagsins er kona, sem virðist að mati breskra þjóna a.m.k. ekki geta farið saman við vín- þekkingu. Þjónarnir tóku svo sem nógu kurteislega við pöntun Víkverja, en færðu undantekningalaust smökk- un og gæðaeftirlit vínsins í hendur einhvers karlmannsins í hópi ferða- félaganna. Víkverji og ferða- félagar hans gátu ekki annað en hlegið og gert grín að íhaldsseminni, og höfðu karlmennirnir sérstaklega gaman af þessum þjón- ustuháttum. Færðust reyndar allir í aukana við þennan nýfengna og óvænta virðing- arvott. Var í kjölfarið farið að ræða stöðu mála á íslenskum veitingastöðum og gat enginn ferðafélaganna munað eftir að hafa lent í svipaðri aðstöðu þar. Íslenskir veitingastaðir virðast einfaldlega fylgja þeirri stefnu að sá sem pantar vín á hvert borð er líka sá sem látinn er leggja blessun sína yfir veigarnar, nokkuð sem allir voru sammála um að væri öllu meira í anda jafnréttis en breska stefnan. x x x Víkverji verður að viðurkenna aðhann er langt í frá sáttur við þessa karlægu þjónustuhætti Bret- anna, en hann getur um leið ekki ann- að en verið frekar stoltur af kollegum þeirra í norðri sem virðast í öllu nán- ari tengslum við tíðarandann. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is       Laugardalur | Kári hefur undanfarna daga gert fólki erfitt um vik með sterk- um vindum sínum. En í sólargeislunum í Grasagarðinum í fyrradag sá þessi unga stúlka við honum og fangaði svifdiskinn á lofti. Morgunblaðið/Eggert Fangaður á lofti MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: En þeim sem afneitar mér fyrir mönnum, mun og ég af- neita fyrir föður mínum á himnum. (Matth. 10,33.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.