Íslendingaþættir Tímans - 08.04.1970, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 08.04.1970, Blaðsíða 8
Þorleifur Pálsson, Þykkvabæ dís Snæbirni, einum sona Jóns á Undirfelli. Hefur þeirra hjóna band staðið með miklum traust- leikum allt til hennar hinztu stund ar, bundið þeim órofaböndum, sem ná út yfir gröf og dauða. Þau voru fyrstu búskaparár sin í Þórormstungu í Vatnsdal, en síð- an reistu þau bú að Snæringsstöð- um, sem er næsti bær við Undir fell og bjuggu þar allan sinn bú- skap í sveit. Fimm börn eignuðust þau Her- dís og Snæbjörn, tvö dóu ung, en þrír synir komust til fullorðinsára, allir hinir mannvænlegustu. Þeir eru: Jón, forstöðumaður Vélabók- haldsins, Þórður, garðyrkjufræð- ingur í Hveragerði, og Bjarni, bif vélavirki hér í Reykjavík. Allir kvæntir menn. í samskiptum sínum við annað fólk var Herdís vönduð og ná- kvæm bæði til orðs og æðis, og í störfum sínum var hún trú mann- eskja, hvort heldur sem hjú amn- arra eða eigin húsmóðir, atorku söm og afkastamikil, ósérhlífin og samvizkusöm. Það hefi ég ein- hvern tíma heyrt, að tengdafaðir hennar hafi talið hana duglegustu kaupakonu, sem hjá honum hafi verið. Ég var eitt sumar með henni við heyvinnu, er hún var um þrítugt, og það voru alldrjúg hrífuförin hennar þá og myndar- leg föngin, er hún saxaði og önn- ur verk fóru eftir því. Hún átti heldur ekki langt að sækja það. Foreldrar henmar voru báðir at orku- og dugnaðarmanneskjur. Á æskuárum sínum og fram eftir aldrinum vakti Herdís sórstaka at- hygli fyrir glæsilegt útlit og yndis- þokka, er hún bar, þó að aldur og erfiði og nú síðustu árin sjúk leiki, settu á hana sín fingraför eins og aðra, er vinna langa ævi hörðum höndum. En þrátt fyrir það var fasið og hreyfingarnar þær sömu, létt en sett, óbugað og ákveðið. Fyrir fáum árum urðu þau Her- dís og Snæbjörn að hætta búskap. Fluttu þau þá til Reykjavíkur og keyptu sér íbúð á Háaleitisbraut 30, þar sem þau gerðu sér gott heimili og vonuðust eftir að geta notið þar góðrar hvíldar eftir langt og mikið ævistarf, en þau ár urðu alltof fá, sem Herdís naut þess. í sinni löngu sjúkdómslegu, sem hún bar með hugprýði og skap- festu, vonaðist iiún allta.f eftir að geta komizt heim á þetta heimili Skylt er að minnast með nokkr- um þakkar- og kveðjuorðum mik- ils dugnaðar og greiðamanns — Þorleifs Pálssonar bónda i Þykkva- bæ 1 Landbroti. Hann veiktist skyndilega, þar sem hann sat í hópi ástvina sinna að kvöidi nýárs- dags. Innan sólarhrings var hann liðið lí'k. Þessi skyndilega brottför hans af þessum heimi minnti á vissan hátt á líf hans. Hann var alltaf fijótur til þurfti lítt að tvi- nóna eða tefja sig á hiki eða óvissu um athafnir eða framkvæmdir, heldur gekk beint til verks af iif- andi áhuga. Þorleifur í Þykkvabæ var mikill afkastamaður til vinnu og dugmikill til framkvæmda, svo að stundum fannst manni kappið bera forsjána ofurliði. Hann var með afbrigðum ósérhlífinn og spar- aði aldrei krafta sína hellur lagoi sig allan fram til að koma sem mestu í verk á sem skemmstum tíma. Byggingar og önnur mannvirki, er hann reisti á bæ sínum bera ó- rækan vott um afkóst hans og at- orku og í hugum okkar, sarn þekkt- um hann, mun geymast minningin um þennan verkfúsa og vinnu- glaða greiðamann. Ég sendi eiginkoni hans og börnum og öllum ættingjum inni- lega samúðarkveðju og bið þeim blessunar Guðs. siitt aftur, og þess óskuðu heitast allir vinir hennar og frændur, en þær vonir hafa nú brugðizt og þær óskir rætast aldrei. En hún er kom in heim í unaðsdal eilífðarinnar, heim í þá tilveru, sem búin er þeim, sem lifa grandvöru og heið- arlegu lífi, heim í þá paradís. þar sem eilífur gleðisöngur hijómar að lokinni pílagnmsgöngu þessa jarðneska lífs. Ég veit að hún tek ur undir þann söng með fagnuði, svo söngvin var hún. Hjartkær bróðir horfinn mér, hinztu kveðju vil þér vanda vermda hreinum kærleiks anda margt ég hef að þakka þér. AHtaf kært með okkur var bióður göfgin bezt mig nærði birtu inn í líf mitt færði aldrei skugga á það bar. Þó að móðan milda nú skilji okkur bezti bróðir bænin heit og englar góðir til sólarlanda byggja brú. Bið ég guðsdóms gæzku ráð konu þína að hugga og lnressa henni fagra minning blessa veita í ^prgum vizku og náð. L.B Ég vona, að ævikvóld Snæbjarn- ar vinar mírus verði bjart og yl- ríkt við minninguna frá hans góðu konu, og að hugljúfar endurminn- ingar um hana geymi í meðal barna hennar og barnabarna. Að endingu vil ég þakka þess ari kæru frænku minni samfylgd- ina gegnum lífið og góða frænd- semi. Njóti sál hennar þess fagn- aðar, sem henni er fyrirbúin í ríki hins eilífa og algóða guðs. Guðjón Bj. Guðlaugsson. G. Br. 8 fSLENDINGAÞÆTTlR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.