Íslendingaþættir Tímans - 08.04.1970, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 08.04.1970, Blaðsíða 9
MINNING Hjörtur V. Erlendsson og Guðrún Pálsdóttir Hjónin í Efri Rauðsdal 'Háa skilur hnetti himingeimur blaft skilur bakka og egg. En anda sem unnast fær aldregi eilífð aðskiliö. J.II. Vorið 1907, þegar 6g var til fermingarundirbúnings hjá sókn- arpresti mínum, séra Bjarna Sím- onarsyni á Brjánslæk, voru þar á vist tvö ungmenni, piltur og stúlka. Pilturinn hét Hjörtur, og Var sonu'r ráðsmannsins á staðn- úm Erlendar Magnússonar, þá 18 ára gamall, stúlkan hét Guðrún dóttir Páls bónda á Hamri. Hún var 17 ára. Bæði voru þau sérlega myndarleg og bráðþroska, og þótt 6g hefði nú lítið velt fyrir mér samdrætti karls og konu, þá heyrði ég þó pískrað í laumi, að þau myndu hyggja á að verða par, ®nda var hér um fullkomið jafn- taeði að ræða. En á þeirri tíð fyr- lr 60 árum, þótti þetta nú fuli úngt, en mun samt engri mót- spyrnu hafa mætt, hvorki frá föð- hr hans, sem var ekkjumaður, né frá he ,ar foreldrum. Hjörtur Erlendsson, fæddist 1 Haga á Barðaströnd 17. ágúst 1888. Faðir hans, Erlendur "lagnússon fæddist á Grund í Reyk nólahreppi. Hans foreldrar voru ■lán Jónsson og Helga Lofts- ^éttir sem þá bjuggu á Grund. Heíiga var systir Jóns bónda ® Kinnarstöðum og Oddfríð- 5r móður Hákonar bónda Magnús- ®°nar á Reykhólum þess mikla öðl |n,gsmanns. Erlendur Magnús fað !r Hjartar, var kvæntur Helgu syst Eiarna Þórðarsonar stórhónda 4 Reykhólum. Má því segja að góð- df væri að Hirti nauturinn. Erlend fSLENDINGAÞÆTTIR ur og Helga bjuggu fyrst á Börm- um í Reykhólasveit, fluttu svo á Barðaströnd og bjuggu í Haga 1890. Þau eignuðust aðeins 2 sonu er lifðu, Hjört og Jón, en hinn síðarnefndi fluttist ungur til Vest- urheims, og gerðist trésmíðameist ari þar. Erlendur faðir Hjartar var verk maður mikill. Séra Bjarni gefur honum eftirfarandi vitnisburð: „Hann var eimhver allra duglegasti maður sem gerðist, til allra starfa, og fór þar saman, mikilvirkni, verklægni og vandvirkni". Eftir því sem ég bezt veit, hygg ég að þessir eðliskostir allir, hafi geng- ið í arf til sonarins. Þeir feðgar Erlendur og Hjörtur, skildu aldrei meðan báðir lifðu, en Erlendur dó 1921. Vorið 1909 fiutti Hjörtur með heitkonu sinni að Hamri til for- eldra hennar, og fóru þau að búa þar á einhverjuim paitá. Jarðiir lágu þá ekki á lausagólfi og þótti gott að fá einhvers staðar inni þótt þröng væru húsakynnin. Þar dvöldu ungu hjónin til vorsins 1914. Þá losnaði jörðin Efri Rauðs- daiur, með því að ábúandinn þar varð_ úti með fé sinu veturinn áð- ur. Á þessari jörð bjuggu þau hjón in svo óslitið í 50 ár, eða þar til heilsa hans bilaði svo að hann gat ekki sinnt störfum, enda þá orð- inn aldraður maður og lúinn. Hjörtur Erlendsson var stór 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.