Íslendingaþættir Tímans - 08.04.1970, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 08.04.1970, Blaðsíða 13
þar góðu búi. Ætí® var þó náið samband milli 'móður og daatra og kært mlli systkinanna allra. Hjá fósturforeldrunum hlaut Ingilbjöig gott atlæti, enda bar hún ávallt til þeirra hlýjan hug. Hjá þeim móí- aðist hugur hennar við störf og góða siðu hins heiðvirða menning- arheimilis. Bar líf hennar ríkan vott um sannindi hins fornkveðna, að lengi býr að fyrstu gerð. í Hróarsholti stóð heimili hennar í 14 ár eða allt þar til hún giftist Hallmundi Einarssyni frá Brands- húsum í Gaulverjabæjarhreppi 26. nóv. 1911. Ungu hjónin hófu búskap að Strönd í Stokkseyrarhreppi við lítil efni svo sem títt var um ís- lenzkt aiþýðufólk þeirra tima. Seinna fluttu þau að Blómsturvöll- um í sama sveitarfólagi, en árið 1925 hófu þau búskap á jörðinni Brú í Stokkseyrarhreppi og bjuggu þar til ársins 1934 að þau fluttu alfarið tl Reykjavíkur og áttu þar heima upp frá því. Hallmundur lærði trésmíði hjá Sigurði Magnús- syni á Stokkseyri, en læri- faðir hans andaðist skömmu áður en iðnnámi hans lauk. Af þeim sökum hlaut hann ekki full rétt- indi í iðn sinni fyrr en almörg- um árum síðar. Á Stokkseyri vann Hallmundur við trésmíði, en stundaði að auki ýmsa algenga Vinnu eftir því sem til féll. Var hann ætíð eftirsóttur til starfa, enda maðurinn verkhagur og hinn mesti völundur. Á búskaparárum þeirra á Stokks eyri varð þeim 9 barna auðið. Hið elzta var drengur, e n hann dó skömmu eftir fæðingu. Hln börn- in komust öll til fullorðinsára og hafa reynzt dugmikið manndóms- fólk. Þau eru þessi: Ingveldiir, húsfreyja á Arnar- hóli í Kaupangssveit, gift Kdstni Sigmundssynl bónda þar. Andrés, nú starfsmaður á Hrafn istu, kvæntur Aðalheiði Guðrúnu Hlíasdóttur. Þórunn, gift Jens Valdemarssyni þrentara. Eru þau búsett 4 Nýja- Sjálandi. Agnes Helga, gift Svavari Ea> iondssyni slfursmið. Magnea Soffía, ekkg'a Einars Sig- Úrjónssonar vélstjóra. Hann léát úrið 1961. Einar, trésmíðameistari, kvænt úr Eriu Árnadóttur Blandon. Bjami, g'Ulsmiður. Hann 3ézt ár- ISLENDINGAÞÆTTIR ið 1967, var kvæntur Hjördisi Pét- ursdóttur. Hallberg, BA.., editor við Ency- dopædía intexnational, búsettur í New Yoi’k og kvæntur amerískri konu, May Schecbner að nafni. Er hún doktor í 'ensbum miðaldabók- menntum. Barnabörnin munu vera 27 tals- ins og barnabamabörnin nær tveim tugum. Má af þessari upp- talningu sjá, að ættmeiður Ingi- bjargar og Hallmundar stendur með mifelum blóma og teygir lim sitt víða. Er tl Reykjavikur kom, hóf Hail mundur störf í Burstagerðinni og t þar vann hann meðan heilsa og kraftar entust. Hefur hann átt við erfiðan sjúkdóm að stríða síðustu árin, en átt því láni að fagna að njóba frábærrar umhyggju Ingi- bjargar. Dvelur hann nú að Hrafn- iStu. í Reybjavík var heimili Ingi- bjargar oig Iíallmundar að Baróns- stíg 49 um langt árabl, en árið 1950 Ikeyptu þau ibúð alð Guðrún argötu 1 og þar var heimili þeirra upp írá því. Hér hefur nú í stórurn dráttum verið rakin lífssaga Ingibjargar á ytra borðl. Alla tíð, frá því hún stofnaði tl hjúskapar við manp sinn, var heimilið Starfsvettvangur hennar. HeimlisstÖrfin annaðist hún a(f kostgæfni. Hún var börn- um sínum igóð og umhyggjusöm móðir, igædd rjfcujn Jcostum gó$ uppalanda, hafði tÖ aO bera m.ikið jafnlyndi samfara festu og glait værð. Yfir framlkomu hehnar hvíldl jafnan reisn og stolt .þeirrar manneskju, sem ávallt var hlut- i verfci sínu trú. Hún elskaði vinn- { una, var forkur tl allra verka, er ) hún gekk til, sterkbyggð og heilsu- i hraust til hins síðasta. Léku verk [ í hendi hennar svo af bar. Eru það engar ýkjur, að það sem sum- um konum öðrum var næglegt dagsverk reyndist henni ekki nema stundarígrip. Voru þó verk hennar ávallt svo vel af hendi leyst, að ekki varð að fundið. f æsku lærði hún tl sauma. Sú kunnátta kom í góðar þarfir og naut hinn stóri barnahópur dugnaðar hennar og feunnáttu í því efni. Kom það sem af sjálfu sér, að hún hóf saurna-. skap fyrir aðra og var eftirsótt til þeirra starfa. Var slíkur sauima-; skapur ríkur þáttur í störfum I hennar a.m.k. tvo síðustu áraitug- ina. Jafnframt virtist hún hafa nægan tíma tl að fást við útsaum. Li-ggja eftir hana fjölmargir mun- ir í útsaumi, sem bera glöggt vitni um fagurt handbragð og listræn- an smekk. Frænka mín, Ingibjörg, verður’ mér þó ef til vll lengst rtuhnis-; stæðust fyrir það, hve hreiqskipt- in og hreinlynd hún var. Fá’ls og; undirferli var eitur í hennar bein- um. Var henni hreinskilnin svo; eðlislæg, að það olli henni erfið- leikum að skilja hugsunarháltt þess' fóiks, sem ekki gat komið tíl dyr-[ anna eins og það var Mætt. Að lokum þakka óg henni kynn-/ inguna og vináttuna. Mér er til- efs, að hún hafi borið kala tili nokkurs manns, en það er ég viss um, að allir þeir, sem hana þekktu j tl nokkurrar hlítar, munu senda henni hlýjar óskir og kveðjur, þá er hún nú hverfur frá okkur um. sinn handan yfir móðuna mikiu. Hiafnarfirði 11.2. 1970 Snorri Jónsson. 13 É

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.