Íslendingaþættir Tímans - 08.04.1970, Blaðsíða 24

Íslendingaþættir Tímans - 08.04.1970, Blaðsíða 24
úti eða inni. Kristján óf oft tals vert að vetrinum, og var það elcki lítið hagræði að geta unnið það verk heima fyrir. Þá sótti hann sjó fyrstu árin, eins og áður er sagt. Seinma gerðist hann póstur í sveítinnd og sinnti þeim starfa æði- lengi. Og þó að ekki væri vel borg- að fyrir, þá hjálpaði það ögn. Þá var það mikilsvert, að húsfreyjan kuníú ekki aðeins að spinna og prjáua, sem hver stúlka lærði á þeirri tíð, heldur gat sniðið og saumað hverja spjör, sem á þurfti að halda. Oft saumaði Kristín fyrir aðra, sem efiaust greiddu fyrir það, en mér þykir trúlegt, að stundum hafi það orðið góðgerða starfsemi. Þetta var mikið álag til viðbót.ar við daglegu störfin, enda man ég það, að oft vakti Kristín við sauma, þegar aðrir 'sváfn og hvíMuet. Arnars var það venja, að hún færi síðust í rúmið að kveldi og fyrst á fætur á morgnana, og á það sjálfsagt við um margar hús- frevjur á þeim tíma. En þó að vinnam þyrfti að sitja í fyrirrúmi og hlýtt væri kalli hennar, þá gleymdist ekki, að flieira er mamninum nauðsynlegt en matur og drykkur. Á vetrar- kvöldum las bóndinn eða einhver annar sögur eða rímur upphátt fyrir hitt fólkið, sem sat við störf sín. Stundum var dregið í spil eða önnur skemmtan vair höfð uppi. Á heimilinu voru íslendiingasögum- ar til, sem ég held, að hafi verið þá fremur sjaldgæft i minni sveit. Var oft gripið til þeirra bóka, er stund gafst. Á þessum dögum var víða venja að lesa húslestra. Þeim sið var vel haldið á Brautarhóli. Á sunnu- dögum var lesið og hvert vetrar- kvöld, áður en gengið var til náða. Veniulesa las Kristián húsiestur inn, enda komst enginn í samjöfn- uð við hann, svo vel og innilega gerði har það. Þá var oft farið til kirkiu, er messað var á Völl- um, enda stutt leið hangað. Kristj- án var þar líka meðhjálpari um mörg ár, og mon kirkjan og kristi legt starf lönvum hafa átt velunn ara á Brautarhóli. Þannig liðu árin. Vafalaust var oft brön.crf fvrir dvrum. en allt blessaðist. Hverjum var goldið sitt, og sjálf'-bi aTffarviðleitni, dugnaðnr og heiðarlmki vann bug á erfiðlmkunum, svo að efnahag- urinn rýmkaðist, er fram liðu stundir, þó að nokkur ómegð hlæðist á þau hjón. Bömin urðu sex, er þau Kristín og Kristján eignuðust. En þau eru; Gisli rit- stjóri, Filippía (Hugrún) skáld- kona, Sigurjón fyrrv. bóndi, Svan fríður húsfreyja, S'gurður skóla- stjóri og Lilja húsfreyja. Öll eru þau búsett í Reykjavík, nema Sig- urður, sem er á Laugum í Suður- Þingeyjarsýslu. Barnabörnin eru orðin álitlegur hópur og barna- barnabömin nokkur. Þau Brautarhólshjón hættu bú- skap 1934, enda var Kristján þá orðinn heilsutæpur. Hann hafði reyndar aldirei verið vel hraustur, og mátti rekja það ti'l ofþreytu við sjóróðra á yngri árum. Sigurjón sonur þeirra tók þá við búi, en Kristín sá um húsmóðurstörfin þar til hann kvæntist. Bjó hann allmörg ár á Brautarhóli eftir það, en flutti svo búferlum úr sveitinni. Tók þá Sigurður bróðir hans ábúð á jörðinni og rekur þar búskap enn. Hafa systkini hans og aðrir nátengdir oft aðstoðað hann við búireksturinn. Árið 1944 missti Kristín mann sinn. Dvaldi hún áfram á Brautar- hóli, og var ekki ætlun hennar að hverfa þaðan lifandi. En fyrir nokkrum árum tók heym hennar að dofna, svo að læknis varð að leita. Var þá farið með hana til Reykjavíkur, og fékk hún mikla bót á rneini sínu, þó að ekki hafi hún nú fulla heyrn. En þessi ferð leiddi til lengri dvalar í Reykja- vík en ráð var fyrir gert því að Kristín settist að hjá Svanfríði dóttur sinni á Tómasarhaga 16. og dvelur þar enn. Nýtur hún þar umhyggju og ástríkis alra á heim ilinu og fer ákaflega vel um hana, enda er hún innilega þafcklát öll- um, sem veita henni hjálp og hlýju, og hún virðist una hag sín- um vel. Þó býst óg við, að hugur- inn hvarfli oft heim í dalinn og þá helzt þaugað, sem ævistarfið var unnið. Kristín er heilsuhrauist og hefur verið það alla ævi. Má segja, að hennj hafi varla orðið misdægurt, að minnsta kosti síðari árin. Hún er firá á fæti og gengur um götur Reykjavíkur, í fylgd með öðrum, næst'Um sem ung stúlka væri. Hún hefur enn ágæta sjón, getur þrætt náiina á saumiavélinni sinni og hef ur ekki lagt saumaskapinin alveg á hilluna. Hún sér gleraugnalaust á bók, en þreytist fljótt án þeirra. Hún hefur alitaf haft gaman af IbÓklestri, en annir og tímaskoríur komu lenigi í veg fyrir, að hún gæti svalað þeinri ánægju. Það er fyirst á síðari árum, að betur hefur skipazt í því efini. Annars er vinn- an henni lífsin'autn sem áður fyrr. Henni lætuir ekki að sitja auðum höndum og er nú síprjónandi, einkum leista og vettliniga, og ákaf inn að koma verkiniu áfram er síð- ur en svo þorrinn. Kristín hefur alla tíð verið mjög hlédræg og elkki hampað kostum sínum. Hún er vel greind, sjáif- stæð í Skoðunium og skorinorð, ef hún lætur álit sitt uppi. Hún er grandvör trúkona, hófsöm í táli um hegðun annarra og leggur eng- um illt til. Hún hefir ávallt tekið sviari hinina smáu og þá sérstak- lega þeirra, sem misst höfðu for- eldri, því að hún vissi sjálf, hver raun það er að verða foreldralaus á ungum aldri. Kristín hefur aflað sér velvild ar og virðingar þeirra, sem hún hefur átt samleið með. Gæti ég tniað, að enginn bæri kala til hennar, og eru það góð meðmæli eftir langa ævi. Ég, sem rita þessar línur, kom ungur á heimili Brautarhólshjón- anna og dvaldi þar um 11 ára skeið. Naut ég umhyggju og alúð- ar sem væri ég þeirra eigið barn. Veit ég, að þaðan fór ég mieð dýr- miætt veganesti, því að á heimilinu rikti heiðarleiki, samlyndi og feristilegt hugarfar. Og nú þakfca ég af heilum huga ástúð þeirra og alla fyrirgreiðslu í minn garð. Megi ævikvöld þitt, Kristín mín, verða milt og blessað. Guð gefi þér alla daga góða. Helgi Símonarson. 24 fSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.